Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Landeigendur við Blöndu:
Krefja Landsvirkjun um
bætur fyrir vatnsréttinn
LANDEIGENDUR í jörðum við
Blöndu hafa óskað eftir viðræðum við
Landsvirkjun um bætur fyrir afnot
vatnsréttar til fyrirhugaðrar Blöndu-
virkjunar. Hafa þeir falið Jónasi A.
Aðalsteinssyni, hrl., að gæta réttar
síns vegna virkjunarinnar.
Af hálfu Landsvirkjunar eru talin
nokkur tormerki á því að semja um
bætur vegna þessa, einkum vegna
þess að fordæmi um bætur fyrir
virkjunarrétt eru mjög fá hér á
landi. Hin leiðin væri þá sú að láta
kveðja til matsmenn til að skera úr
um bæturnar, hversu miklar og
hverjir eigi að fá þær, að sögn
Hjartar Torfasonar, hrl., lögmanns
Landsvirkjunar.
Talsverðar umræður um þetta
mál urðu sl. haust og er þess að
vænta, að þær verði leiddar til lykta
á næstunni. „Hjá Landsvirkjun hef-
ur ekki verið tekin endanleg afstaða
Höfða almennt eign-
ardómsmál til að fá
staðfestan eignar-
rétt á afréttinum
til samningaviðræðna en ég á von á
að fljótlega verði tekin ákvörðun um
það hvor leiðin verður farin, samn-
ingar um bætur eða mat,“ sagði
Hjörtur Torfason.
Ekki hefur áður reynt á bótarétt
landeigenda vegna vatnsréttinda,
við þær stærri virkjanir, sem byggð-
ar hafa verið á seinni árum. Þegar
byggðar voru virkjanirnar við Búr-
fell, í Sigöldu og við Hrauneyjafoss
átti ríkið öll vatnsréttindi í Þjórsá
og Tungnaá, hafði keypt þau af
Titan-félagi Einars Benediktssonar
skálds og fleiri um 1950.
Fyrir liggur, að 7—8 eignarjarðir
neðan heiðanna eigi vatnsréttindi í
Blöndu, alls um 45% vatnsréttar
miðað við fallhæð. Því þarf að
greiða eigendum þeirra jarða fyrir
virkjunarréttinn. Umdeilanlegt er,
að sögn Hjartar Torfasonar, hvort
virkjunarréttur fylgir afréttarlönd-
um á heiðunum, en um 55% fall-
hæðar er fyrir þeim löndum. Hrepp-
arnir þrír, sem eiga afrétt á Eyvind-
arstaðaheiði, telja sig hafa keypt
það land um 1920 en fyrir því hafa
þeir þó ekki afsal og eru ekki þing-
lýstir eigendur landsins. Þeir hyggj-
ast því höfða almennt eignar-
dómsmál og fá viðurkenndan eign-
arrétt sinn á landinu. Hafa þeir fal-
ið Guðmundi Péturssyni hrl., að
undirbúa málshöfðunina. Vinni þeir
málið munu þeir gera kröfu um bæt-
ur fyrir virkjunarréttindin.
Hátt í eitt þúsund manns fylgdust af lífi og sál með íslandsmeistaramóti unglinga í diskódansi, frjálsri aðferð.
Eins og sjá má sýndu keppendur mikil tilþrif við fagnaðarlæti áhorfenda. MorgunbUðM/júiíiu.
Góð loðnuveiði suður af Malarrifi:
„Fylltu sig all-
ir sem ekki rifu“
„ÞAÐ voru um 10 bátar hér suður af
Malarrifinu í nótt og þeir fylltu sig
allir, sem ckki rifu. Þetta voru stórar
loðnutorfur, nýkomnar úr hafi og erf-
itt að kasta á þær vegna stærðarinn-
ar. Okkur virðist að hún eigi um viku
til hrygningar. Þá virðist einnig vera
einhver vestanganga á Breiðafirðin-
um svo við erum vongóðir um að
minnsta kosti viku viðbót á vertíð-
inni,“ sagði Viðar Karlsson, skip-
stjóri á nótaskipinu Víkingi AK 100, í
saratali við Morgunblaðið í gær, en
hann var þá á leið til hafnar með um
1.100 lestir af loðnu.
Veiðin á föstudag nam alls tæp-
um 10.000 lestum af 18 bátum og
fyrir hádegið í gær höfðu 9 bátar
tilkynnt um afla. Til viðbótar þeim
skipum, sem getið var f Morgun-
blaðinu í gær, tilkynntu eftirtalin
skip um afla á föstudag: Erling
KE, 400, Kap II VE, 600, Sighvatur
Bjarnason VE, 610, Guðmundur
RE, 850, Húnaröst ÁR, 600, Helga
II RE, 520, Heimaey VE, 270, Berg-
ur VE, 250, Magnús NK, 500,
Gullberg VE, 450, Hilmir SU,
1.300, Þórshamar GK, 350 og Örn
KE 300 lestir. Skömmu fyrir há-
degið í gær höfðu eftirtalin skip
tilkynnt um afla: Keflvíkingur KE,
480, Bjarni Ólafsson AK, 950, Al-
bert GK, 550, Hákon ÞH, 770,
Dagfari ÞH, 270, Rauðsey AK, 520,
Víkurberg GK 520, Súlan EA, 780
og Pétur Jónsson RE 810 lestir.
Lézt af völdum
umferðarslyss
ÞRÍTUGUR Reykvfkingur beið
bana í umferðarslysi á Reykjanes-
braut, skammt frá Sólvangi, ofan
Hafnarfjarðar, aðfaranótt laugar-
dags.
Tildrög slyssins voru þau að
fólksbifreið á suðurleið var ekið
fram úr annarri bifreið. Við fram-
úraksturinn rákust bifreiðirnar lít-
illega saman. Sá, sem framúr ók,
missti við það stjórn á bifreið sinni
og rásaði bíllinn á veginum áður en
hann fór útaf hægra megin. Þar
lenti bifreiðin á ljósastaur og gjör-
eyðilagðist. ökumaðurinn, sem var
einn í bifreið sinni, klemmdist í
flakinu og tók um hálfa klukku-
stund að ná honum úr flakinu. Lézt
hann síðan á sjúkrahúsi í gær-
morgun, þremur stundum eftir
slysið.
Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannafélags Reykjavíkur:
Nýjar matsreglur skerða
tekjur sjómanna um 49%
„OKKIJR var kunnugt um að við
ferskfiskmat nú ætti að hafa til hlíð-
sjónar og tilrauna nýjar matsreglur,
sem ekki hafa enn verið samþykktar.
Þess vegna kemur okkur mjög á óvart,
að nú skuli fiskurinn metinn í Reykja-
vík og víðar eftir hinum nýju reglum.
Það hefur í för með sér verulegt tekju-
tap fyrir sjómenn, þar sem verðlagning
fisksins er byggð á öðrum reglum, en
nú virðist farið eftir. Sjómenn munu
ekki sætta sig við þetta og aðgerðir
vegna þessa verða ákveðnar síðar,“
sagði Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður sjómannafélags Reykjavíkur.
Guðmundur sagði, að hann hefði
talað við fiskmatsmenn vegna þessa
Ekki nýjar reglur heldur ný vinnubrögð til
samræmingar, segir Jónas Bjarnason, forstöðu-
maður Framleiðslueftirlits sjávarafurða
og þeir hefðu staðfest, að metið væri
eftir því kerfi, sem taka hefði átt
upp við síðustu verðlagningu en ver-
ið hafnað af fulltrúum kaupenda.
Hann hefði dæmi um það hvernig
þessi breyting kæmi út og það væri
ljótt. Samkvæmt því væri tekju-
skerðing viðkomandi sjómanna tæp
49% borið saman við gildandi reglur,
þar sem verðlagning væri grundvöll-
uð á þeim. Hér væri um að ræða
einnar lestar afla af netabát frá
Reykjavík. Samkvæmt gildandi kerfi
hefðu 250 kíló átt að fara í annan
flokk og 750 kíló í þriðja. Það mat
hefði gefið þeim 5.795 krónur, en nú
hefði matið verið þannig, að 250 kíló
hefðu farið í fyrsta flokk og 750 í
úrkast. Afraksturinn væri því aðeins
2.959 krónur eða um 49% minna en
ella. Þegar mati væri lokið og verð-
lagningu á grundvelli þess, væri því
alls ekki fylgt eftir hvort fiskurinn
færi í vinnslu samsvarandi gæða-
flokkuninni.
Jónas Bjarnason, forstöðumaður
Framleiðslueftirlits sjávarafurða,
sagði í samtali við Morgunblaðið, að
farið væri að meta fisk eftir nýjum
vinnubrögðum, reglum hefði ekki
verið breytt. Þessi vinnubrögð gerðu
kleift samræmi í mati um allt land
og kerfið væri þannig, að ákveðnir
þættir væru metnir sérstaklega og
þeim gefnar einkunnir. Leitast væri
við að stilla þessu þannig, að sem
minnstar breytingar yrðu á matinu
yfir landið í heild. Reglugerð hefði
ekki verið breytt heldur teldi hann
að nú væri farið betur eftir gildandi
reglum en áður.
Bíldudalur:
Muggshús
brann
til grunna
SVOKALLAD Muggshús brann til
grunna í nótt. Húsið var notað
sem umbúðageymsla fyrir Fisk-
vinnsluna en það mun hafa verið
reist fyrir aldamót. Mikill eldur
var I húsinu og stafaði nokkur
hætta af þvf vegna nálægðar olíu-
geyma. Henni tókst að afstýra þó
geymarnir hitnuðu talsvert og eng-
in slys urðu á mönnum.
Það var um klukkan 1 aðfara-
nótt laugardagsins sem eldsins
varð vart og voru heimamenn
þegar kallaðir út og slökkvilið-
inu á Patreksfirði gert viðvart.
Ekki tókst að bjarga húsinu en
hins vegar tókst að verja nær-
liggjandi hús og olíugeyma. Ein-
hver eldur mun þó hafa komizt i
þak húss Fiskvinnslunnar, en
greiðlega gekk að ráða niðurlög-
um hans.
Það var Pétur Thorsteinsson
útgerðarmaður, sem reisti húsið
skömmu fyrir aldamót og var
það notað sem geymsla og
vinnuaöstaða vegna útgerðar
skipsins Muggs og hlaut það
nafn af því. Aldrei hefur verið
búið í húsinu, en það hefur aðal-
lega verið notað sem geymsla og
til beitingar.