Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 43
_ • •
Ævintýraveran Oskubuska
Rœtt við Ásdísi
Magruisdóttiir
ballettdansara
Öskubuska við öskustóna. Ásdís í hlutverki sínu.
Ljósm Mbl./Friðþjófur
Dansleikurinn í höllinni. Öskubuska dansar við prinsinn. Ásdís og Jean-Yves í hlutverkum sínum.
Asdís Magnúsdóttir dansar um
þessar mundir hlutverk Ösku-
busku í samncfndum ballett sem
Yelko Yurésha hefur samið við
tónlist Prokofévs fyrir íslenska
dansflokkinn.
Blaðamaður MBL. átti spjall
við Ásdísi í vikunni og þar sem í
fersku minni er túlkun hennar á
Fröken Júlíu í samnefndum ball-
ett Birgit Cullberg sem sýndur
var á fjölum Þjóðleikhússins síð-
astliðið vor, varð fyrsta spurning
hvort hún gæti leitað í þá túlkun
við sköpun Öskubusku.
Svarið var afdráttarlaust nei.
„Þrekið sem ég öðlaðist við að
dansa Júlíu, sem var svo ofsa-
fengin allan tímann, get ég að
vísu notað, en hlutverkin sjálf
eru gjörólík," sagði Ásdís. „Júlia
er sterkur karakter og skýrt
markaður af leiðbeiningum
Cullberg. Öskubuska er hinsveg-
ar ævintýravera sem hvergi er til
nema í hugum fólks sem lesið
hefur söguna og þessvegna erfið-
ari viðfangs. En tónlist Prokofi-
évs er mjög skemmtileg að dansa
við og margir þættirnir bjóða
upp á mikla persónusköpun. Sér-
staklega finnst mér ég ná tökum
á Öskubusku þar sem hún er
heima í húsinu, en mjög klassísk-
ir þættir eins og dansleikurinn
gefa aftur ekki sömu möguleika."
En hafðir þú ekki mikil áhrif á
hvemig þessi Öskubuska varð
til?
„Yelko samdi hlutverk Ösku-
busku fyrir mig, hann hafði
ákveðnar hugmyndir um hvernig
hann vildi láta túlka þetta hlut-
verk og það þróaðist síðan í sam-
vinnu við mig og oft fékk ég
frjálsar hendur innan ákveðins
ramma."
Ballettinn hefur þá ekki verið
fullsaminn þegar þið hófust
handa?
„Nei, hver dansahöfundur hef-
ur sína eigin aðferð. Yelko kom
hingað í janúar og byrjaði að
vinna út frá beinagrind sem
hann hafði þá gert af verkinu, en
áður hafði hann heimsótt okkur
og valið í hlutverk. Ballettinn
varð síðan til á æfingum dag frá
degi og má segja að sköpun hans
hafi staðið fram á lokaæfingu."
Er sögunni fylgt nákvæmlega?
„Ekki í smáatriðum en í leik-
sögu Yelko er kjarna hennar og
tilfinningu fylgt.“
Og prinsinn kemur frá Frakk-
landi í þetta skipti?
„Já, Jean-Yves Lormeau kem-
ur hingað sem gestadansari í
fyrsta sinn, en hann er frá
frönsku Parísaróperunni. Hann
sómir sér vel í hlutverki prinsins
og er samstarf okkar mjög
ánægjulegt. Við höfðum að vísu
frekar stuttan tíma til að æfa
saman eins og alltaf er þegar við
fáum dansara að utan, en aðal-
atriðið er auðvitað að þetta small
saman og tókst vel.
Það er ákaflega gott að fá fólk
erlendis frá til að vinna með,
dansara og danshöfunda, en um
leið er það erfitt. Maður verður
að kynnast fólki vel til að byggja
upp gott samstarf og til þess er
tíminn oft stuttur. Dansararnir
eru svo yfirleitt í hlutverkum
annars staðar sem þeir þurfa að
hlaupa í. Jean-Yves er til dæmis
á sífelldum þönum milli Parísar
og Reykjavíkur, og verður það til
þess að eyður verða milli sýninga
hjá okkur og svo koma aftur
margar í röð. Við erum þó ekki
verkefnalaus á meðan, því strax
daginn eftir frumsýningu var æf-
ing á söngleiknum „Guys and
Dolls“ eða „Gæjar og píur“ sem
Þjóðleikhúsið er að færa upp og
nær allur dansflokkurinn tekur
þátt í.“
Hefðurðu ekki líka fengið boð
um að dansa í París?
Jú, Yelko bauð bæði mér og
Jean-Yves á gala-kvöld, sem
halda á 30. maí í París til minn-
ingar um sir Anton Dolin. Eiga
að koma þar fram listamenn
víðsvegar úr heiminum sem eiga
það sameiginlegt að hafa starfað
með sir Dolin. Hvort af þessu
verður veit ég ekki ennþá, Yelko
er gjarn á að skipta um skoðun
og hann hafði ekki staðfest boðið
þegar hann fór héðan.“
Finnst þér Öskubuska hafa
fært þig fram á við, Ásdís?
„Já. Það víkkar sjóndeildar-
hring manns sem listamanns að
dansa ný og ný hlutverk og ég er
reynslunni ríkari eftir þetta
tímabil eins og önnur. Galdurinn
er að nýta sér alla reynslu sem
best, bæði góða og slæma, og
færa hana sér í hag.
Öskubuska? — Ef ég ætti að
reyna að lýsa henni í orðum
mundi ég segja að hún væri ljúf
og saklaus. Hennar markmið, í
sögunni a.m.k., er að finna
draumaprinsinn, eins og kannski
markmiðið er hjá öllum ösku-
buskum lífsins.“
Fálkastofninn
ekki í hættu
Á almennum fræðslufundi,
sem Fuglaverndarfélag íslands
hélt í síðustu viku, marsfundi,
sagði Ólafur K. Nielsen, líf-
fræðingur frá Akureyri, fund-
armönnum nokkuð frá þeim
rannsóknum, sem hann hefur
stundað og haft yfirumsjón
með á undanförnum sumrum, á
lifðnaðarháttum fálkans. Að-
spurður sagði fyrirlesarinn að
rannsóknir hefðu m.a. leitt í
ljós að fálkinn er ekki sjald-
gæfur fugl á Islandi og fálka-
stofninn ekki i útrýmingar-
hættu hér á Norðausturlandi
þar sem rannsóknir hafa verið
stundaðar.
Fálkinn er dreifður um land
allt. Þegar sést til fálka, t.d.
hér í eða við Reykjavík á vetr-
um, en slíkt þykja blaðafréttir,
má reikna með því að þar sé á
ferðinni ungur fálki, því þeir
gera víðreist um landið á
fyrstu árum ævi sinnar, en
fálkar munu geta orðið gamlir.
Einn liðurinn í margháttuð-
um rannsóknum á líferni fálk-
ans er að rannsaka æti hans.
Hefur komið í ljós að megin-
uppistaðan í fæðu hans er
rjúpa. Þá munu fáir í fundar-
salnum hafa vitað að fálkinn
gerir sér gjarnan hreiður í
gömlum yfirgefnum hrafns-
hreiðrum. — Þannig er staðið
að könnuninni á æti fálkans að
við hreiðrin er öllum beinum
safnað, sem þar hafa fundist
og síðan lesið úr þessum bein-
um. í langsamlega flestum til-
fellum er um að ræða rjúpu-
bein. En þar hafa líka fundist
bein af öndum og lundum. Því
er þannig farið að um hásum-
arið, þegar rjúpan er í sumar-
hamnum virðist fálkinn eiga
erfitt með að koma auga á
rjúpuna þó hann sé eygur vel
er hann situr og skimar eftir
bráð. Er þá ekki um annað að
gera fyrir fálkann en að bregða
undir sig betri fætinum og
halda til strandar. Hafa t.d.
fundist lundabein við fálka-
hreiður, sem verið hafa í 50 km
fjarlægð frá sjó.
Ólafur líffræðingur sagði
fundarmönnum frá merking-
um á fálkum og endurheimt-
um. Þótti það hljóma dálítið
einkennilega í eyrum er fyrir-
lesarinn upplýsti að endur-
heimturnar væru nokkrar og
nær alltaf í sambandi við
dauða fálka og dánarorsök þá
talin vera dauðaslys af völdum
umferðar.
Fundarmenn beindu all-
mörgum spurningum til Ólafs
að erindi hans loknu. Hann
sagði þá meðal annars að hann
vonaðist til að að rannsóknum
á lífsháttum fálkans myndi
verða lokið á næstu tveim ár-
um.
Þá sagði hann að íslenski
fálkinn væri hánorrænn fugl
og væru bræður hans og
frændur dreifðir yfir mikil
landsvæði á norðurslóðum á
Grænlandi, um nyrstu lands-
væði Noregs og austur í Síb-
eríu, svo eitthvað sé nefnt.
Sv.Þ.