Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 t Móðir okkar, ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR, lést í Hafnarbúðum 6. mars. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börnin. t Dóttir mín og systir okkar, ANNA ÓLAFSDÓTTIR frá Reynisvatni, Mávahlíð 3, lést 9. mars í Borgarspitalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu Þökkum auðsynda samúö. Þóra P. Jónadóttir, Geirlaug Ólafsdóttir, Jón Ólafsson, Sigriöur Ólafsdóttir, Guöriöur Ólafsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Kristinn Ólafsson. t Systir okkar, GUÐRÚN L. SVEINSDÓTTIR, ökfugðtu 9, Reykjavík, lézt í St. Jósepsspítala 16. marz. Ólöf Sveinsdóttir, Ingveldur Sveinsdóttir, Kristján Sveinsson. Útför t ÞÓRUNNAR RUNÓLFSDÓTTUR, Kleppsvegi 32, veröur gerð frá nýju Fossvogskapellunni mánudaginn 19. mars kl. 13.30. Ingólfur Birgísson, Ólöf Guðjónsdóttir, Kristín Skaftadóttir, og aörir vandamenn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, RÓSAMUNDA JÓNSDÓTTIR, fyrrv. Ijósmóöir frá Bakka, Dýrafiröi, verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 20. mars ki. 15.00. Sigríóur Einarsdóttir, ólafur Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir, Bjarni Gíslason, Rósa Eínarsdóttir, Haukur Jónsson, Ragna Einarsdóttir, Haraldur Sigurösson og barnabörn. t Sonur okkar, HLYNUR EGGERTSSON, Miðskógum 14, Alftanesi, veröur jarösunginn frá Bessastaöakirkju þriöjudaginn 20. mars kl. 13.30. Þórhildur Jónsdóttir, Eggert A. Sverrisson. t Maðurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÞORVARÐUR ÞORVARDSSON, fyrrverandi aöalféhiröir, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 20. mars kl. 13.30. Guórún Guömundsdóttir, Guörún Þorvaröardóttir, Hermann Pólsson, Þóröur Þorvarösson, Halla Nikulásdóttir og barnabörn. Minning: Bára Aðalsteins- dóttir frá Akureyri Vinir mínir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld ég kem á eftir kanski í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (B.H.) Nú er Bára farin sfna hinstu ferð norður, til hinstu hvíldar í norðlenskri mold en þar átti hún sinn uppruna, sínar rætur, aldr- aða móður, frændur og vini, öllu þessu fólki votta ég samúð mína. Bára hefur nú væntanlega feng- ið svar við sinni stóru spurningu, en hún var mikið hugsandi um fornar menjar, atburði líðandi stundar og síðast en ekki síst um eilífðarmálin. Bára var einslags sumarvinkona mín og barna minna, þó kynnt- umst við að haustlagi er báðar hófu störf á Heilsuhælinu í Hveragerði, haustið 1969. Ég ásamt tveggja ára dóttur minni, t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐFINNA H. STEINDÓRSDÓTTIR, Marfubakka 30. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19* mars kl. 15.00. Steindór Sigurjónaaon, Áslaug Magnúsdóttir, Guömundur Sigurjónsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Valgaröur Sigurjónsdóttir, Erlingur Friöriksson, Guöfinna Sigurjónsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur, sonar, bróöur og tengdasonar, HAFSTEINS HEIÐARS HAUKSSONAR, Þrastarnesi 7, Garöabas. Sérstakar þakkir færum viö B.f.K.R. Hallveig Sveinsdóttir, Þorbjörg Ragna Hafsteinsdóttir, Þorbjörg Ragna Magnúsdóttir, Haukur Óskarsson, Haukur Ragnar Hauksson, Ingibjörg Margeirsdóttir, Sveinn Pálsson. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannslns míns, fööur, tengdafööur og afa, SÖRLA HJALMARSSONAR. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Guöbjörg Pétursdóttir. t Þakka auösýnda samúö viö andlát og útför konu mlnnar, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Melabraut 8, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakklr til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11A í Land- spítalanum. Ingimundur Pétursson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEFANÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Aöalgötu 12, Keflavík. Jónfna V. Eirfksdóttir, Guörún Eiríksdóttir, Erla Eirfksdóttir, Birgir Valdimarsson, Sigurbjörn R. Eirfksson, Móna Sfmonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur og dóttur, KRISTÍNAR GUDMUNDSDÓTTUR. Bergsveinn Guömundsson og synir, Guömundur Jónsson. Bára ein á báti. f hönd fór langur vetur og dapurlegur, en svo kom vorið. Við og þorpið vöknuðum eins og af dvala, hverailmur og gróðurhúsastemmning fyllti loft- ið. Við hristum af okkur vetrar- hrollinn, bjuggum okkur út með nesti og nýja skó og lögðum upp i allra handa náttúruskoðunarferð- ir. Bára var ekki bara náttúru- skoðandi, hún var í fyllsta máta náttúruelsk, þar sá hún alls staðar ævintýri, í krunki krumma á klettasyllu, lftilli plöntu milli steina. Leiðir skildi er við mæðgur fluttum til Reykjavíkur, okkur bættist lítill bróðir. Sumarið hélt áfram að vera fyrir austan fjall, því keypti fjölskyldan sumarhús I Hveragerði, svo að aftur lágu leið- ir saman á hverju vori. Bára átti því eftir að rista enn dýpri spor i vitund okkar litlu fjölskyldu. Á hverju sumri hefur sagan endur- tekið sig, fjöruferðir með Báru í Stokkseyrarfjöru, Eyrarbakka og seinna Selvogsfjöru og ferðir f kríuvarp, austur í Fljótshlíð og austur undir Eyjafjöll, í Borgeyr- ar og víðar. Þegar heim var komið úr slfkum ferðum voru steinar, skeljar og kuðungar þvegnir, púss- aðir, jafnvel lakkaðir, en Bára var einstaklega nostursöm, eiginleiki sem kom sér vel f starfi hennar á Heilsuhælinu. Við létum ekki veð- ur né vinda hefta för okkar í þess- um ferðum, skriðum í skjól inn í bfl og nörtuðum f nestið meðan regnið lamdi utan bflinn, man ég eftir mörgum slíkum dögum ofan við Selvogsfjöru neðan við Strandakirkju. Bára sagði þá frá ýmsum merkilegum atburðum, dulrænni reynslu sinni, jafnvel snertingu við almættið, svo augu barnanna stóðu á stilkum af áhuga. Bára var feikilega vel lesin, hafði mikið næmi fyrir íslenskri tungu, var vel að sér í erlendum málum. í mannlegum samskiptum var Bára einstaklega hreinskilin, gat jafnvel átt það til að vera tannhvöss og tungulöng er því var að skipta. En við sem þekktum hana gjörla, vissum að bak við oft hrjúfan skrápinn leyndist hlýtt og viðkvæmt hjarta, sem sýndi sig ekki hvað minnst í samskiptum hennar við öll dýr, en þar var hún fágæt. Það eru því ekki bara ég og börnin mín sem nú sakna vinar i stað, heldur einnig villikettirnir og snjótittlingarnir. Bára var einstaklega góður myndasmiður, hafði næmt auga fyrir perlum f íslenskri náttúru. Undir blómstrandi gullregninu- rétt við fbúðina hennar á Hælinu tók hún af okkur margar sumar- myndir, sem síðan komu sendar með jólapóstinum, þar munum við minnast hennar á ókomnum tím- um þegar gullregnið blómstrar. Við hjónin þökkum Báru fyrir hlutdeild hennar i að opna heim náttúrunnar fyrir börnunum okkar. Hennar þátt f góðum tengslum okkar við þetta litla þorp Hveragerði. Allar góðu ferð- irnar og notalegu nestispakkana, einnig þar var Bára frjó f hugsun. Vel hugsaðar og góðar ábendingar um ýmislegt í fari barnanna, hvort heldur þær ábendingar voru út frá sjónarhóli brjóstvisku eða stjörnuspeki. Á komandi sumri ætluðum við að ganga upp á Stóra Dímon, Bára verður með okkur í vitundinni, er við horfum þaðan yfir stórfengleik Vestmannaeyja, yfir fegurð Eyja- fjallanna í áttina inn að Þórsmörk horfum til himins og sendum henni fingurkoss með sumarvind- inum. Hrönn Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.