Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 39 landi." Þetta var skoðun nánasta samstarfsmanns sem var að láta af störfum, þegar Helgi Elíasson átti enn eftir að starfa í þrjá ára- tugi með íslenskum skólamönnum. Á þessu tmabili, sem Helgi Elí- asson var fræðslumálastjóri verða mikil umsvif í íslenskum skóla- málum. Það sem hæst ber er fyrst og fremst uppbyggingin sjálf, bygging skólahúsa, fyrst fyrir barnastigið og síðan fyrir gagn- fræðastigið. Ahrif Helga Elías- sonar í þessu uppbyggingarstarfi voru mjög mikil, en þó aldrei þannig, að menn skynjuðu ein- hverja embættislega valdbeitingu. Helgi var fyrst og fremst kennari, eða öllu heldur hafði til að bera alla þá bestu eiginleika sem góðan kennara mega prýða. Það var þess vegna ekki að undra, þótt hann væri einstaklega vinsæll og naut mikils trausts og virðingar í emb- ætti sínu sem fræðslumálastjóri. Jakob Kristinsson lýsir eigin- leikum Helga vel með þessum orð- um í áðurnefndri grein: „Hann er alltaf jafn rösklegur, fullur af lífi og krafti, glaður og reifur og jafn- lyndur, en getur þó einstöku sinn- um skipt skapi í svip, ef hann mætir stakri ósanngirni eða taumlausri frekju og firrum." Á öðrum stað segir: „Hann er með afbrigðum ósérhlífinn og mesta hamhleypa til allra verka. En þótt Helgi sé bæði hraðvirkur og mik- ilvirkur, er hann jafnframt vel- virkur, og kemur þetta hvarvetna fram í öllu hans starfi í fræðslu- málaskrifstofunni." í grein sem dr. Broddi Jóhann- esson, fyrrverandi rektor Kenn- araháskólans, skrifaði um Helga Elíasson 1963 segir: „Það fylgir embætti fræðslumálastjórans, að enginn einn maður hefur haft jafn umfangsmikil afskipti af skóla- málum landsins og hann. Helgi Elíasson hefur haft alsherjar af- skipti af skólamálum landsins fram yfir aðra núlifandi íslend- inga." Helgi var mjög vakandi um allt sem varðaði uppeldis- og skóla- mál. Hann stóð í stöðugu sam- bandi við skólamenn erlendis, sér- staklega á Norðurlöndum, í Bret- landi, Þýskalandi og Bandaríkjun- um. í ferðum sínum erlendis var hann ætíð vakandi um allt sem nýta mátti í íslensku skólastarfi. Helgi skrifaði mikið um íslensk skólamál. Þar á meðal samdi hann kynningarþætti á ensku og dönsku og kynnti með því skólakerfi okkar á erlendum vettvangi. Helgi var einstaklega glöggur um allt er varðaði fræðslulög og reglugerðir um skólamál. Um þennan hæfileika Helga segir Jak- ob Kristinsson í fyrrnefndri grein: „Það er líklegt að enginn ólög- lærður maður standi honum á sporði um þekkingu á skólalöggjöf landsins. Er hann svo næmur og stálminnugur á hið helsta í löggjöf þessari, að furðu sætir, og er það honum tiltækt, hvenær sem á þarf að halda.“ Lagasmíð Eins og áður er að vikið, hafði Helgi Elíasson mikil áhrif á allt skólastarf í landinu og stefnumót- un allt það tímabil sem Fræðslu- málaskrifstofan starfaði. Árið 1943 skipaði Einar Arnórsson menntamálaráðherra sérstaka nefnd, sem gekk undir nafninu Milliþinganefnd í skólamálum. Verkefni nefndarinnar var lýst á eftirfarandi hátt í bréfi ráðherra til nefndarmanna 30. júní 1943: „... að rannsaka kennslu- og upp- eldismál þjóðarinnar og gera til- lögur um skipan þeirra, þar sem stefnt sé að því að gera skólana sem hagfelldasta, samræmar skólakerfið, ákveða betur en nú er starfssvið hinna ýmsu skóla og sambandið þeirra á milli." Helgi tók sæti í þessari nefnd eflir að hann tók við embætti fræðslumálastjóra 1944. Afrakst- ur þessara nefndarstarfa birtist síðan í frumvörpum, sem urðu að lögum 1946 og ’47. Þetta er meiri- háttar lagabálkur: um skólakerfi og fræðsluskyldu, um fræðslu barna, um gagnfræðanám, um menntaskóla, um menntun kenn- ara, um æfinga- og tilraunaskóla og um húsmæðrafræðslu. Hér er ekki rúm til að ræða um inntak og áhrif þeirrar skóla- stefnu sem hér var mörkuð, né heldur um framkvæmd hennar. I raun var hér um að ræða þróun, svipaða þeirri er var með ná- grannaþjóðum okkar. Þjóðfé- lagsbreytingar voru örar, sérstak- lega eftir 1960, og hafði það áhrif á viðhorf manna til menntunar og þess hlutverks sem skólinn átti að sinna. Árið 1958 skipaði Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra nefnd „til þess að athuga núgildandi fræðslukerfi og framkvæmd þess og gera tillögur um breytingar á framkvæmd núgildandi laga eða á lagasetningunni sjálfri," eins og segir í skýrslu frá Skóiamála- nefndinni 1958, eins og hún var nefnd. Helgi Elíasson átti sæti í þessari nefnd, sem lagði af mörk- um mjög athyglisverðar hug- myndir um uppeldisstefnu og skólakerfi. Árið 1969 skipaði Gylfi aðra nefnd til þess að endurskoða lögin um skólakerfi, fræðslu- skyldu og um fræðslu barna um gagnfræðanám. Helgi Elíasson tók virkan þátt í störfum þessarar nefndar, og 1971 voru lögð fram á alþingi tvö frumvörp: frumvarp um skólakerfi og frumvarp um grunnskóla. Frumvörpin náðu ekki afgreiðslu, en 1972 skipaði Magnús Torfi ólafsson mennta- málaráðherra nýja nefnd sem skilaði frumvörpum, sem fengu endanlega afgreiðslu 1974. Breytingin á stjórnkerfi skóla Eins og áður er getið, var gerð breyting á stjórnkerfi skólamála með lögum um ráðstafanir til lækkunar ríkisútgjalda árið 1968. Þessum lögum var síðan fylgt eftir með auglýsingu um skipulag menntamálaráðuneytisins. I lög- unum segir, að Fræðslumálaskrif- stofan skuli gerð að deild í menntamálaráðuneytinu. Það sem gerðist í raun var, að Fræðslu- málaskrifstofan var lögð niður. Eftir að þessar breytingar höfðu komið til framkvæmda starfaði fræðslumálastjóri áfram þar til hann lét af störfum árið 1973. Frá þeim tíma tók við nýtt stjórnkerfi þar sem hin raunverulega fram- kvæmdastjórn skólamála færist í hendur ráðuneytisstjórans í menntamálaráðuneytinu. Hvað sem síðar kann að verða sagt um þá breytingu er ljóst, að Fræðslu- málaskrifstofan gegndi mjög áhrifamiklu hlutverki á sínum tíma og það ekki síst fyrir þá sök að þar völdust til starfa miklir mannkostamenn, sem gjörþekktu kennarastarfið og höfðu glöggan skilning á uppeldis- og skólamál- um. Innilegt þakklœti til allra sem yliiddu miy á einn e<\t annan hátt á 75 ára afmæli mínu 22. febrúar. Gud blessi ykkur öll. Finnur Bjarnason. Tungu- málanámskeið erlendis Tækifæri til ad læra 5 tungumál í 8 löndum í 40 borgum. Dveljist í landinu og kynnist landi og þjóö, nýjum siðum, venjum, viöhorfum og menn- ingu. Lærið að hlusta, lesa, skrifa og tala málið. Byrjandi eöa lengra kominn, hvort sem er tal- mál, viöskiptamál eða fagmál. Læriö ensku í Frönskuí Itölsku í Þýzku í Spönsku í London, Cambridge, Bournemouth, Torquay, Bríghton, Oxford, Edinburgh, Dublin. New York, Boston, Philadelfia eöa 20 öörum borgum Bandaríkjanna. Paris, Amboise, Neucatel og Lausanne. Flórenz. Köln eöa ZOrich. Madrid, Barcelona og Malaga. Námskeið: Comprehensive Intensive Course: 3 mánuöir (6, 9 eöa fleiri) 30 kennslustundir á viku. Compact Intensive Course: 4 vikur (geta verið 2, 3) eöa fleiri, 30 kennslustundir á viku. Nám og frí: 20—24 kennslustundir á viku 15 kennslustundir á viku í 1—3 mánuöi Sérnámskeiö æltuö tungumálakennurum Sérhönnuð námskeið fyrir hópa á vegum fyrirtækja Sérhönnuö námskeiö fyrir forstjóra fyrirtækja Dvalist ýmist á einkaheimilum, heimavistum eöa hótelum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.