Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
42
Minning:
Högni Högnason
fv. vitavörður
Þegar ég frétti að vinur minn
Högni Högnason væri allur, kom
það mér nokkuð á óvart, því það
var ekki langt um liðið, að fundum
okkar hafði borið saman hjá syni
hans og tengdadóttur á góðri
stund. Og þá — átti ég þess von, að
sjá hann oftar. En sú von brást. —
Maðurinn með ljáinn sá fyrir því.
En vissulega er það hár aldur
fyrir hvern og einn, að ná nær ní-
ræðis aldri. Og Högni bar þennan
aldur svo vel, að vart sá maður á
honum mikil ellimörk. Og vissu-
lega er það mikil gæfa, að lifa
fram í dauðann, lifa án þess að
staðna, þá gæfu hlaut Högni
Högnason. En vissulega er það
mikill sjónarsviptir aðstandend-
um og vinum.
Högni var ættaður úr Mýrdal í
V-Skaftafellssýslu. Foreldrar
hans voru þau Steinunn Jó-
hannsdóttir á Rofum og Högni
Högnason á Pétursey. Að þeim
stóðu mjög traustar bændaættir.
Alþýðufólk, sem barist hefur
harðri baráttu fyrir lífi sínu um
langan aldur þar í Mýrdalnum og
grenndinni, við oft á tíðum óblíð
kjör. En erfiðleikarnir stæltu það
og hertu, og gerði það án efa sam-
heldnara og traustara en ella. Það
þurfti að afla sér matar á opið haf
á smábátum — frá strönd, þar
sem engin höfn var til. Og ganga í
björg eftir eggjum og fugli, sem
ekki var heiglum hent. En öll þessi
sjálfsbjargarviðleitni fólksins,
skóp líka einstaklinga sem gátu
orðið afburða menn á sínu sviði.
Og eitt er víst, að slíkir menn voru
til í Mýrdalnum. Enda hefur verið
sagt á stundum, að aðstæður gætu
skapað manninn. En hvað um það,
— var drengurinn sem fæddist á
Fossi í Mýrdalnum þ. 29. marz
1886, er hlaut nafn fóður síns,
Högni Högnason, af þessari
traustu alþýðu kominn.
Högní var næstelsta barn for-
eldra sinna á Fossi. Hin voru:
Oddný Sigríður f. 1893, Dóróthea,
f. 1898 og Sigurlína f. 1899. Högni
var því eini sonur foreldra sinna.
Og sem að líkum lætur fór Högni
ungur til sjós og lærði allt það sem
feður hans kunnu. En það var hon-
um ekki nóg að sjá fugl í bjarginu
og víddir hins opna hafs. Hann
vildi sjá meira og lengra — helst
ókunn lönd. Og hinn ungi maður á
Fossi, Högni Högnason, hleypti
því heimdraganum og fór í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og lauk
þaðan stýrimannsprófi. En meðan
á skólanum stóð skrapp hann
stundum niður á höfn, til að tala
við verkamenn og sjómenn. Högna
var einkar lagið að kynnast fólki
og brjóta upp á umræðuefni og
finna um leið, hvað viðkomandi
vildi helst ræða um, hvort heldur
var í heimahúsum eða á mölinni.
Þetta var einn af hans sterku eig-
inleikum.
Eftir skólaveruna má segja, að
nýr kapituli hæfist i lífi Högna.
Hann gerðist nú togarasjómaður
um skeið og síðan farmaður á
millilandaskipum. Og á þeim tíma
svalaði hann að nokkru þeirri út-
þrá, sem bærðist með honum
unglingi á heimaslóð. Svo var það
um það leyti, sem hann ætlaði að
hætta siglingum milli landa, og
skipið sem hann var á, lá við
bryggju í Kaupmannahöfn, að ung
íslensk stúlka úr Húnavatnssýslu,
Guðrún Kristjánsdóttir, frá
Reykjum á Reykjabraut, kom að
borði og bað um far til íslands.
Eitt er víst að farið fékk hún, en
trúlega hefur henni ekki komið til
hugar, að ferðin heim yrði henni
jafn örlagarík, sem hún varð. Og
þá daga, sem skipið klauf öldur
úthafsins til heimalandsins,
kynntust þau, stúlkan úr Húna-
þingi og stýrimaðurinn úr Mýr-
dalnum, Högni Högnason frá
Fossi. Enda voru örlög þeirra ráð-
in er komið var í Reykjavíkurhöfn.
Það sama ár giftu þau sig Högni
og Guðrún og settust að í Reykja-
vík.
Þau eignuðust þrjá syni. Krist-
ján, Högna Hjört og Friðrik Ant-
on. Fæddir í Reykjavík á árunum
1925—1929, rétt fyrir heimskrepp-
una miklu, sem mikið var talað
um í þann tíð. Þess skal getið, að
Anton lést árið 1972. Hann var
röskleika maður, góður glímumað-
ur, harðduglegur til allra verka,
fljótur að bregða við — öðrum til
hjálpar, meðan heilsa leyfði. Og
blessuð sé minning hans.
f byrjun kreppunnar svokölluðu,
upp úr 1930 — og allsleysis fór að/
gæta á alþýðuheimilum, flutti
Högni með fjölskyldu sína til
Breiðafjarðar og gerðist vitavörð-
ur í Höskuldsey og síðar á Önd-
verðarnesi. Og á annan áratug var
Högni vitavörður á þessum ein-
angruðu stöðum. En hann vissi, að
ljósið sem hann tendraði og hélt
logandi, gat bjargað mannslífum
og forðað skipi að brotna í spón.
Árið 1944 hætti Högni við vita-
vörsluna og flutti til Reykjavíkur
ásamt fjölskyldu sinni. Enda syn-
irnir nær uppkomnir og konan
heilsuveil. Og í desember 1946 lést
Guðrún, kona Högna, er varð hon-
um mikið áfall, sem og sonum
þeirra. En þó að sorgin blæði og
veturinn leggist þungt á, kemur þó
jafnan vor á ný — og lífsvonirnar
vakna með hækkandi sól.
Nú stóð drengurinn úr Mýrdaln-
um aftur einn, en við aðrar að-
stæður. Hann stóð nú á fimmtugu.
Búinn að rækja skyldur sínar við
þjóðfélagið, en vildi samt ekki
leggja árar í bát. Enn var í honum
fslendingseðlið — léttleikinn, bar-
áttuviljinn og trúin á lífið — og
slíkur maður er alltaf ungur. Það
fór líka svo, að Högni giftist öðru
sinni. Sú útvalda var Soffía Þor-
kelsdóttir, lærður leikfimiskenn-
ari frá Ollirup, og lifir hún mann
sinn. Þau settu saman heimili hér
I Reykjavík og bjuggu hér í rúman
áratug. Á þeim tíma var Högni
starfsmaður Ríkisspítalanna. en
um helgar skrapp hann út á Faxa-
flóann með syni sínum eða ein-
hverjum öðrum á trillubátnum
sínum, til að fiska. Án báts gat
Mýrdælingurinn ekki verið, svo
sterkt var sjómannseðlið. Á þess-
um árum kynntist ég, sem þetta
skrifa, Högna mest, því áður hafði
ég raunar aðeins þekkt hann af
afspurn og af þeim orðum mátti
skilja að þar færi maður traustur
og hlýr. Og ég varð sannarlega
ekki fyrir vonbrigðum af þeim
fréttum, sem ég hafði af honum
haft, er ég kom gestur á heimili
hans. Þar mætti manni gestrisni
alþýðumannsins og höfðingjans í
senn, og eitt er víst, að svipur hlý-
leikans og heiðríkjunnar hefur
fylgt Högna, eins og rauður þráð-
ur — allt hans líf. Það fann ég af
okkar kynnum í gegnum tíðina.
Hann var líka bjartsýnismaður á
marga lund. Hann var góður tals-
maður verkamanna til sjós og
lands, og vildi ná til meiri áhrifa á
vettvangi stjórnmálanna. Hann
var fróður um allar stjórnmála-
stefnur, og því sterkari í umræð-
um fyrir þau samtök, sem hann
skipaði sér í og var fæddur til,
samtökum íslenskrar alþýðu.
Hann vildi mannlegt og stjórnar-
farslegt frelsi, en ekki kúgun
peningafursta. En oft undraði ég
mig á því, hverju Högni kom í
verk, og ekki síst er hann byggði
yfir sig húsið í Ármúlanum. Ég
eiginlega skil það ekki enn, hvern-
ig hann kom því upp, og með allan
þann barnahóp, sem þau hjón
áttu. Og tel ég þau hér upp í ald-
ursröð:
ólöf, Þórhallur Geir, Dóróthea
Margrét, Björk, Högni Unnar,
Tryggvi og Heiðlindur Hálfdán.
Börn Högna og Soffíu eru því sjö.
En sem fyrr er getið átti Högni
þrjá syni með fyrri konu sinni, svo
þau eru þá tíu talsins sem Högni
hefur átt. Öll eru þau búandi nú í
dag, nema það yngsta. Eru því
barnabörn Högna Högnasonar
orðin tuttugu og tvö. Einnig nokk-
ur barnabarnabörn þegar fædd.
Annars fór það svo, þegar Högni
var sextíu og sex ára, að hann
flutti með fjölskyldu sína vestur á
Arnarstapa og fór að búa á býlinu
Bjargi, og bjó þar í tuttugu ár.
Hann kom sér upp bústofni, rækt-
aði túnið og stundaði líka trilluút-
gerð. Hinir ungu synir hans komu
líka fljótt í búskapinn og sjó-
mennskuna. Og fyrir allmörgum
árum áttum við hjónin leið á
Snæfellsnesið og komum að
Bjargi. Það var sólskinsdagur og
Högni bóndi með sitt lið að þurrka
töðuna. Það var líka birta yfir
Mýrdælingnum frá Fossi, við hlið
tveggja vöxtulegra sona sinna. Vel
var okkur gestum tekið á Bjargi.
En mikið furðaði ég mig á því,
hvað var fallegt við Stapafell. Jök-
ullinn á aðra hönd, ströndin og
hafið á hina. Þetta varð okkur
hjónum sannkallaður sólskinsdag-
ur, hvort heldur var innanhúss
eða utan.
Það munu vera um þrjú ár síðan
Högni lét búið í hendur sona
sinna, sem allajafnan höfðu með
honum unnið við búskapinn. Hann
flutti nú til Reykjavíkur ásamt
konu sinni og yngsta syni. Og þau
ár sem hann átti eftir að lifa fékk
hann mikið af heimsóknum þar
sem hann bjó. Endr flest börn
hans búsett hér í Reykjavík og
nágrenni. En Högni lébt þ. 2. janú-
ar sl. Ég vil óska konu hans Soffíu,
Sigurlínu systur hans >g öllum af-
komendum hans og tengdafólki
velfarnaðar á komandi tímum. Og
þ. 13. janúar sl. var Högni Högn-
ason jarðsunginn, að éigin ósk, frá
Hellnakirkju. Hinn gamli sjómað-
ur og fyrrum vitavörður vildi fá að
hvíla í hinu fagra umhverfi, á
ströndinni — þar sem Ibrimaldan
brotnar á skeri — og lognaldan
kyssir stein.
Gísli T. Guðmundsson.
Geir Þorleifs-
son - Kveðjuorð
Laugardaginn 28. janúar síð-
astliðinn fór fram jarðarför Geirs
Þorleifssonar í Borgarnesi að
viðstöddu fjölmenni. Hestamenn
stóðu heiðursvörð við kistuna og
vinur söng einsöng: Efst á Arn-
arvatnshæðum. Var það maklegt
og vel við hæfi.
Mig langar til að kveðja þennan
trygga og góða vin minn nokkrum
orðum.
Geir var sonur Steinunnar Eyj-
ólfsdóttur og Þorleifs ólafssonar
og fæddur 27. desember 1921 að
Hofsstöðum í Hálsasveit. Þaðan
flutti fjölskyldan að Rauðanesi í
Borgarhrepp. Steinunn missti
mann sinn meðan börn hennar
voru mjög ung og yngri dóttirin
raunar ófædd. Systir hennar tók
litla barnið en hennar missti þá
fljótlega við svo að telpan fór
heim aftur. Steinunn fluttist síðan
í Borgarnes og vann þar fyrir sér
og sínum með miklum dugnaði.
Stundaði aðallega saumaskap í
heimahúsum. Mörg verkefni bar
henni að höndum og ekki var
óvanalegt, að jakkaföt og karl-
mannafrakkar þungir sæust á
saumaborðinu í litla húsinu við
Gunnlaugsgötu.
Þegar Eyjólfur faðir Steinunnar
var orðinn ellimóður og ófær til
starfa hafði hann misst konu sína
og af þrettán börnum hans lifðu
aðeins þrjú. Þá tók Steinunn föður
sinn og sinnti um hann til ævi-
loka. Ekki voru barnabætur, ekki
var ellistyrkur, en þetta bjargað-
ist þó með dugnaði og nægjusemi.
Þessi ár bjuggu að Álftanesi á
Mýrum sæmdarhjónin Marta
Níelsdóttir og Haraldur Bjarna-
son. Var það heimili mjög rómað.
Þannig skipaðist, að Geir var tek-
inn í fóstur að Álftanesi og vil ég
ætla, að það hafi verið honum
lífsgæfa, sem hann kunni líka vel
að meta og minntist alltaf Álfta-
nesheimilisins og heimilisfólks
þar með hlýhug og virðingu. Á
þessu stóra búi var margt að
starfa, en drengurinn var kraft-
mikill og villaus sem hann átti
kyn til og leysti glaður af hendi
þau verk, sem honum voru ætluð.
í móðurætt Geirs eru margir
ágætir hestamenn og má þar
nefna öldunginn Höskuld á
Hofsstöðum móðurbróður hans.
Meðfædd hneigð Geirs til hesta-
mennsku hlaut góða skólun á
Álftanesi. í Álftanesstóðinu var
margur snareygur foli, sem var
verðugt viðfangsefni knáum pilti
að fanga og temja til gagns. Þarna
naut Geir handleiðslu og tilsagnar
Sveins Sveinssonar, sem lengi var
vinnumaður á Álftanesi. Sveinn
var lengi leitastjóri Álfthrepp-
inga. Hann gerði strangar kröfur
um góðan starfa leitarmanna og
var jafnframt sérlega nærgætinn
um líðan manna og dýra. Afrétt-
arlöndin fengu snemma sterk tök
á hug Geirs. Við ferðalög inn á
milli fjallanna á hestum sínum
með góðum félögum eða einn
manna undi hann sér þá og síðar
hið besta.
Leiðin lá úr sveitinni í Borgar-
nes, Þar lærði hann múrverk, varð
meistari í þeirri iðn og va'nn við
hana til síðasta dags. Geir var
alltaf eftirsóttur til starfa, enda
góður iðnaðarmaður, vandvirkur
og kappsamur. Olluin þótti líka
gott með honum að vera því hann
var jafnan glaður og reifur og
hafði sérlega skemmtilega frá-
sagnargáfu, gat jafnvel gert lítið
söguefni svo skemmtilegt, að unun
var á að hlýða.
Eftir að Geir fluttist í Borgar-
nes átti hann hesta góða og vel
meðfarna. Öll framkoma hans við
þá einkenndist af þeirri nærgætni
og alúð, sem sýnd er góðum vini.
Samvistir við hestana urðu hans
tómstundaiðja og lífsfylling.
Lærdómsríkt var að heyra hann
ræða ýms atriði, sem snertu hirð-
ingu hrossa og engan vissi ég
gramari þegar hann vissi illa farið
með hest. Vel samrýmdist þessari
tómstundaiðju áhugi fyrir náttúru
landsins og ferðalögum á hest-
baki.
Geir var bókhneigður og las
margt góðra bóka. Minnið var
trútt, enda kunni hann ógrynni
vísna. Sjálfur var hann hagmælt-
ur svo sem Eyjólfur afi hans, en
hann flíkaði því lítt og raunar veit
ég ekki, hvort nokkuð hefur varð-
veitzt af vísum hans, en þær vitn-
uðu um gott brageyra. Fáa hef ég
heyrt segja jafnvel frá smellinni
sögu og góðri vísu. Fór hann sér
þá að engu óðslega í frásögn og
sagði frá tilefni hverrar vísu. A
góðum stundum hafði hann áheyr-
endur á valdi sínu. Það er grunur
minn, að margt fróðlegt og
skemmtilegt hafi týnst með hon-
um.
Fagran vordag fyrir 52 árum
kynntumst við Geirsi, en svo var
hann nefndur af vinum sínum.
Hann kom að Grenjum með stóð-
rekstur frá Álftanesi. Þetta var
hans fyrsta en ekki síðasta ferð til
fjalls. Þeir, sem með honum voru
vildu ekki láta drenginn fara
lengra. Það var komið að miðnætti
og löng leið fyrir höndum inn á
Laugavatnsdal. En 10 ára piltur-
inn var ekki alveg á því að fara að
sofa þó þreyttur væri svo að hann
fékk að halda áfram. Þetta sýndi
strax viljafestu hans og þá lífs-
stefnu, að hætta aldrei við hálfnað
verk og ganga ekki á bak orða
sinna. Síðar áttum við eftir að
fara mörg haust saman í leitir og
réttir og alltaf var þá glatt á
hjalla því Geir var manna glaðast-
ur og gott með honum að vera
enda ástsæll af öllum. Þarna
bundust þau vináttubönd, sem
ekki röknuðu síðan, því hann var
maður trygglyndur og vildi vinum
sínum allt gott gera.
Geir Þorleifsson lagði múr-
skeiðina frá sér svalan janúardag
um hádegisbil. Hann fór síðan er-
inda sinna fram í Reykholtsdal.
Þar kom kallið, sem ekki varð
undan vikist og sólarhring síðar
var hann nár. Gott er að fá að
hverfa héðan á slíkan hátt, en sár
eru umskipti ástvinum hans,
syrgjandi eiginkonu, börnum og
barnabörnum. Þeim vildi ég senda
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Horfinn er hann yfir móðuna
miklu fyrir aldur fram, en eftir
lifa góðar minningar.
Alvaldur geymi vin minn Geir.
Þiðrik Baldvinsson
Útsala — Útsala
20—60% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar til
mánaðamóta. Bella, Laugav. 99
Jörð óskast
Ung hjón óska eftir aö taka á leigu jörð til kúabúskapar
á Suðurlandi. Æskilegt aö jöröin sé í rekstri.
Tilboð merkt: „J — 1745“ sendist Mbl. fyrir 1. apríl.
Kjólar — Hattar
Sending af sumarkjólum, fermingarkjólum, sumar-
höttum og hálsfestum. Nýjasta tíska.
Dalakofinn, tískuverslun,
Linnetsstíg 1, Hafnarf., s. 54295.