Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
Jón Þórarinsson 1908—1926.
Asgeir Ásgeirsson 1926—1931
1934-1938.
Jakob Kristinsson 1938—1944.
Helgi Elíasson 1931—1934 og
1944—1973.
Fræðslumálastjórar á
íslandi, 1908—1973
eftir Dr. Braga Jósepsson
Með samþykkt fræðslulaganna 1907 voru sett sér-
stök ákvæði um yfirstjórn fræðslumála á íslandi
(33. grein). Þessi málaflokkur, sem áður var í
höndum stiftsyfirvalda, heyrði nú undir Stjórnar-
ráð íslands og ráðherra. í lögunum er gert ráð fyrir
að ráðherra hafi sér til aðstoðar sérfróðan mann,
sem eigi aöallega að gegna umsjónarstarfi fyrir
hönd Stjórnarráðsins og undirbúa reglugerðir og
sjá um ýmsar ráðstafanir um skólamál á vegum
hins opinbera. Þá var gert ráð fyrir að þessi emb-
ættismaður ferðaðist um landið og var veitt fé til
þess sérstaklega.
Umsjónarmaður
fræðslumála
Árið áður en fræðslulögin voru
samþykkt, hafði Hannes Hafstein,
fyrsti ráðherra Islands og þar með
fyrsti menntamálaráðherrann á
íslandi, ráðið Jón Þórarinsson,
skólastjóra Flensborgarskóla, til
þess að gegna þessu starfi. Jón var
síðan skipaður umsjónarmaður
fræðslumála samkvæmt fræðslu-
lögunum, sem tóku gildi 1908. Jón
kom til starfsins með mikla
starfsreynslu að baki og þekkingu
á skólamálum erlendis. Hann var
brautryðjandi um kennaramennt-
un á íslandi og afkastamikill f
skrifum sínum um skólamái. Á al-
þingi hafði hann einnig verið
skeleggur baráttumaður fyrir
kennaramenntun og almennri
skólaskyldu. Jón Þórarinsson
gegndi embættinu til ársins 1926.
Embættisheitið fræðslumála-
stjóri var ekki tekið upp formlega
fyrr en 1930 með lögum um
fræðslumálastjórn. Embættisheit-
ið kemur að vísu fyrir í lögum um
fræðslumálanefndir tveim árum
áður, þ.e. 1928. I landsreikningum,
allt til ársins 1922, er talað um
umsjónarmann fræðslumála, en í
bréfum Stjórnarráðsins og í
launalögum er embættismaðurinn
nefndur fræðslumálastjóri allt frá
því fyrir fyrri heimsstyrjöld. I bók
Einars Arnórssonar, Islensk þjóð-
félagsfræði, sem út kom árið 1915,
segir, að umræddur embættismað-
ur sé venjulega kallaður fræðslu-
málastjóri (bls. 95).
Helgi Elíasson lýsir starfsað-
stöðu umsjónarmanns fræðslu-
mála á eftirfarandi hátt í óprent-
aðri ritgerð frá því nokkru eftir
1950. Þar segir: „Allt frá 1906
fram undir 1930 var störfum
fræðslumálastjóra svo háttað, að
hann gat haft skrifstofu sína á
heimili sínu. Hann annaðist sjálf-
ur þau skrifstofustörf, sem
óhjákvæmileg voru, en sum síðari
árin hafði hann aðstoð að jafnaði
1—2 tíma á dag, við bréfaskriftir
og snúninga. í júní 1930 fær
fræðslumálastjóri húsnæði til
skrifstofuhalds í Arnarhvoli,
hinni nýbyggðu skrifstofu-
byggingu ríkisins, 2 herbergi á
efstu hæð og góða geymslu í kjall-
ara. Jafnframt er þá fastráðinn
aðstoðarmaður allan daginn og
vélritari hálfan daginn. Vegna
ákvæða laganna um fræðslumála-
stjórn, aukinnar þátttöku ríkis-
sjóðs í kostnaði við skólahald og
meiri afskipti ríkisvaldsins en áð-
ur af fræðslu og menningarmál-
um, þá jókst starfsemi fræðslu-
málastjóra jafnt og þétt.“
Lög um stjórn
fræðslumála
Eftir fráfall Jóns Þórarinssonar
tók við embættinu Ásgeir Ás-
geirsson, sem þá var kennari við
Kennaraskólann, en síðar forseti
íslands. Hann gegndi embætti
fræðslumálastjóra frá 1926 til
1938. Á árunum 1931—34, meðan
hann gegndi ráðherraembættum,
fyrst sem fjármálaráðherra og
síðar forsætisráðherra, gegndu
þeir Freysteinn Gunnarsson og
Helgi Elíasson störfum fræðslu-
málastjóra. Freysteinn var þá
skólastjóri Kennaraskólans og
hafði verið það frá 1921, en Helgi
var um þetta leyti byrjaður að
starfa sem aðstoðarmaður
fræðslumálastjóra.
Ásgeir beitti sér mjög fyrir
endurskoðun fræðslulaganna og
þeim breytingum sem gerðar voru
á þeim árið 1926 og aftur 1936.
Fyrir hans atbeina voru svo lögin
um fræðslumálanefndir samþykkt
1928 og lög um fræðslumálastjórn
árið 1930. Þessi lög um stjórn
fræðslumála voru í gildi allt til
ársins 1968, er þau voru felld úr
gildi með samþykkt laga um ráð-
stafanir til lækkunar ríkisút-
gjalda.
Lögin um stjórn fræðslumála
munu efnislega hafa byggst á
reynslu og hefðum sem skapast
höfðu þá rúmlega tvo áratugi frá
því embættið var stofnað. Með
þessum lögum var starfssvið
fræðslumálastjóra aukið til muna
og er augljóst, að löggjafinn ætl-
aðist til þess, að fræðslumála-
stjóri bæri að mestu leyti ábyrgð á
framkvæmd laga um fræðslumál
og flestu því, sem varðaði sérþekk-
ingu á uppeldis- og skólamálum.
Starfssvið
fræðslumálastjóra
í lögunum um fræðslumála-
stjórn er starfssviði fræðslumála-
stjóra lýst allnákvæmlega. f 2.
grein laganna segir: „Fræðslu-
málastjóri stýrir framkvæmdum í
kennslu- og skólamálum. Hann
sér um, að gildandi lögum og
fyrirmælum um fræðslumál sé
hlýtt, og heimtar allar nauðsyn-
legar skýrslur um skólahald í
landinu. Álits fræðslumálastjóra
skal leitað um öll skólamál, sem
undir fræðslumálaráðuneytið
falla. Þó er Háskóli íslands und-
anskilinn ákvæðum þessara laga.
Kennslumálaráðuneytið getur fal-
ið fræðslumálastjóra fullnaðaraf-
greiðslu þeirra mála, sem ráðu-
neytið telur sig ekki þurfa að hafa
bein afskipti af, enda sendi hann
ráðuneytinu ársfjórðungslega
skrá um þau mál, er þannig hafa
verið afgreidd. Nánar skal ákveða
í reglugerð um skyldur og störf
fræðslumálastjóra."
í 9. grein laganna segir, að
fræðslumálastjóri skuli hafa með
höndum yfirstjórn kennslueftir-
litsins og líta eftir skólum sjálfur
eftir því sem ástæður leyfa. Um
framkvæmd kennslueftirlitsins
segir að skipaðir skuli „hinir hæf-
ustu barnakennarar, einn fyrir
hvert eftirlitssvæði til fimm ára í
senn. Eftirlitssvæði skulu einkum
fara eftir sýslum og kaupstöðum,
en þó má víkja frá því, þegar ann-
að þykir hentara. Eftirlitsmenn
skulu a.m.k. einu sinni á ári koma
í hvert skólahérað í sínu umdæmi,
á þeim tíma, sem kennsla fer
fram, og senda skólanefnd og
fræðslumálastjóra árlega skýrslu
um fræðsluástand síns héraðs."
Þá er einnig í lögunum ákvæði
um ráðningu „skólafróðra manna"
til að gegna kennslueftirliti við
aðra skóla en barnaskóla. Síðar
voru sett lög um skipun náms-
stjóra og skiptingu landsins í eft-
irlitssvæði.
Auk annarra verkefna fræðslu-
málastjóra má nefna yfirumsjón
hans með skólabókasöfnum og al-
menningsbókasöfnum, námskeið-
um og fyrirlestrum er varða
menntun og skólamál á vegum
hins opinbera. Að lokum var
fræðslumálastjóra gert að gefa út
yfirlitsskýrslu um allt skólahald í
landinu.
Framkvæmd og
stefnumótun
í lögunum frá 1928 er ákvæði
um fræðslumálanefndir, annars
vegar fyrir barnaskóla og hins
vegar fyrir unglingaskóla.
Fræðslumálanefndirnar höfðu það
hlutverk með höndum að gera til-
lögur til ráðuneytisins um nám-
skrár, löggildingu og val kennslu-
bóka, tilhögun prófa og um há-
marks og lágmarks kennslu-
stundafjölda fyrir hvern dag. í
fræðslumálanefndinni fyrir
barnaskólana áttu sæti fræðslu-
málastjóri, fulltrúi Barna-
kennarafélags íslands og skóla-
stjóri Kennaraskólans. I fræðslu-
nefnd fyrir unglingaskólana áttu
sæti auk fræðslumálastjóra tveir
starfsmenn við umrædda skóla,
skipaðir af ráðherra.
Þessi ákvæði voru tekin upp
með nokkrum breytngum í lögun-
um um fræðslumálastjórn, en þar
segir m.a.: „Fyrir barnaskóla, hér-
aðsskóla og gagnfræðaskóla skulu
vera skólaráð. Fræðslumálastjóri
er formaður og framkvæmdastjóri
þeirra." Síðan segir, að í skólaráði
fyrir héraðs- og gagnfræðaskóla
skuli sitja auk fræðslumálastjóra
einn maður kosinn af félagi hér-
aðsskólakennara og annar af föst-
um kennurum gagnfræðaskól-
anna. Um skólaráð barnaskólanna
í tilefni af
80 ára afmæli
Helga Elíassonar,
fræðslumálastjóra
gilda sömu reglur og í lögunum
frá 1928.
Ef litið er nánar á starfssvið
fræðslumálastjóra eins og því er
lýst í lögunum, fer ekki á milli
mála hversu umfangsmikið og
vandasamt það hefur verið, ekki
síst þegar það er haft í huga, að
hér var um að ræða uppbyggingu
og framkvæmd fyrstu laganna hér
á landi um almenna fræðslu-
skyldu. I fyrstu, eftir að umsjón-
armaður fræðslumála tók til
starfa, mun verksvið hans fyrst og
fremst hafa beinst að barna-
fræðslunni, en fljótlega fór hlut-
verk hans að ná til annarra skóla
og fleiri málaflokka. Ekki er ólík-
legt að það hafi ráðið nokkru um
breytinguna á embættisheitinu.
Reglugerðin sem um getur í
niðurlagi 2. greinar laganna frá
1930 mun sennilega aldrei hafa
verið samin, enda varla þörf þar
sem störf fræðslumálastjóra voru
jafn ítarlega skilgreind í lögunum
og raun ber vitni. Ekki verður
heldur séð að fræðslumálastjóra
hafi verið sett erindisbréf. Hins
vegar er mjög víða, eftir 1930, vik-
ið að hlutverki fræðslumálastjóra
í reglugerðum og erindisbréfum,
sem gefin voru út til einstakra
starfshópa og annarra embætt-
ismanna innan fræðslukerfisins.
Fræðslumála-
skrifstofan
Ákvæðið í heimild ráðuneytis-
ins til að fela fræðslumálastjóra
fullnaðarafgreiðslu einstakra
mála, má að vissu leyti skoða sem
upphaf þeirrar stofnunar sem
nefnd var Fræðslumálaskrifstof-
an. Mörg önnur atriði má nefna
sem bera það með sér, að með lög-
unum um fræðslumálastjórn var
verið að leggja drög að þeim
starfsháttum, sem áttu eftir að
móta þróun íslenskra skólamála
allt fram til upphafs 8. áratugar-
ins.
Þriðji maðurinn, sem tók við
embætti fræðslumálastjóra var
séra Jakob Kristinsson. Það var
árið 1938, en áður hafði hann verið
skólastjóri Alþýðuskólans á Eið-
um í einn áratug. Þegar hann tók
við embætti fræðslumálastjóra,
hafði Helgi Elíasson starfað þar
um alllangt skeið og fylgst með
framgangi Fræðslumálaskrifstof-
unnar frá þeim tíma er hún telst
stofnuð.
Síöasti fræðslu-
málastjórinn
Helgi Elíasson tók síðan við
embætti fræðslumálastjóra af
Jakobi Kristinssyni. Eins og bent
hefur verið á, var Helgi engtnn
nýliði á þessum vettvangi. Fljót-
lega eftir að hann kom heim frá
framhaldsnámi í Danmörku og
Þýskalandi var hann ráðinn að-
stoðarmaður fræðslumálastjóra,
Ásgeirs Ásgeirssonar. Aðeins
rúmu ári eftir að Helgi tók við
starfi sínu var honum falið að
gegna embætti fræðslumálastjóra.
Því embætti gegndi hann ásamt
Freysteini Gunnarssyni til ársins
1934, en starfaði síðan áfram sem
fulltrúi og aðstoðarmaður
fræðslumálastjóra til ársins 1944
er hann tók við embættinu, þá fer-
tugur að aldri.
Forveri Helga Elíassonar, Jakob
Kristinsson, skrifaði grein um
Helga í tmaritið Menntamál árið
1944. Þar kemst Jakob svo að orði:
„Á þessum árum sem hann hefur
starfað sem fræðslumálastjóri eða
skrifstofustjóri og fulltrúi hefur
hann fengið víðtækari og að ýmsu
leyti nánari kynni af íslenskum
skólum og skólamönnum en senni-
lega nokkur annar maður á Is-