Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Rekstrar-
hagfræðingur
Óskum eftir að ráða rekstrarhagfræðing eða
viðskiptafræöing með sambærilega menntun
m.a. til ráðgjafarstarfa.
Æskilegt að umsækjendur geti tekið til starfa
innan þriggja mánaða.
Upplýsingar veitir Vilborg Lofts.
iffrr l<AUPÞING Hi
—Si!f.
Husi Vcrslun.innn.ir 3 hæd simi 86988
J
Fulltrúastarf
Framleiðslueftirlit sjávarafurða óskar eftir að
ráða fulltrúa til að annast ýmsar skýrslugerð-
ir, eftirlit með rekstrarkostnaði o.fl. Ráðning
verður til takmarkaðs tíma, en um framtíö-
arstarf gæti veriö að ræða. Laun eru skv.
launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 1. apríl nk.
Framleiöslueftirlit sjávarafuröa,
Nóatúni 17,
105 Reykjavík.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Ríkisspítalar
Aðstoðarlæknir óskast til eins árs við öldr-
unarlækningadeild.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna
sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 20. apríl
nk.
Upplýsingar veitir yfirlæknir öldrunarlækn-
ingadeildar í síma 29000.
Aðstoðarlæknir óskast viö Kvennadeild til
eins árs frá 1. maí nk.
Umsóknir á umsóknareyðublööum lækna
sendist skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 20.
apríl nk. Upplýsingar veita yfirlæknar í síma
29000.
Aðstoðarlæknar (3) óskast við Barnaspítala
Hringsins til sex mánaöa frá 1. maí, 1. júní og
1. júlí. Æskilegt að sá sem sækir um stööuna
1. maí geti tekið við henni viku fyrr.
Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf,
sendist skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 15.
apríl nk. á þar til gerðum eyðublöðum ásamt
tilheyrandi vottorðum og meðmælum.
Upplýsingar veitir forstöðumaöur Barnaspít-
ala Hringsins í síma 29000.
Hjúkrunarfræðingar óskast á taugalækn-
ingadeild sem tekur til starfa innan skamms í
nýju húsnæði í geðdeildarbyggingu á Land-
spítalalóö.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
29000.
Hjúkrunarfræöingur óskast til afleysinga um
óákveðinn tíma á fastar næturvaktir við
taugaiækningadeild.
Upplýsingar veitir hjúrkunarforstjóri í síma
29000.
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa óskast við öldrun-
arlækningadeild. Reynsla við sambærileg
störf æskileg.
Upplýsingar veitir yfiriöjuþjálfi öldrunarlækn-
ingadeildar í síma 29000.
Starfsmenn óskast fyrir hádegi í hlutastarf
við ræstingar á Kópavogshæli.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma
41500.
Starfsmenn óskast til ræstinga fyrir hádegi á
Kleppsspítala.
Upplýsingar veita hjúkrunarframkvæmda-
stjórar í síma 38160.
Reykjavík, 18. mars 1984
Ung stúlka
óskast í stórt einbýlishús (herskabsvilla).
Staðurðinn er 20 mín akstur norður af Kaup-
mannahöfn.
Ráðning er frá 1. júní eða 1. júlí.
í starfinu felst m.a. ýmis heimilistörf s.s.
hreingerningar, uppþvottur, innkaup og létt
matreiðsla, gæsla á hundi og hestum.
Skriflegar umsóknir ásamt mynd sendist til:
Cand jur. Jan Foq,
Ibstrubvej 21, 2820 Gentofte,
Danmark. Sími 01—652700.
Spennandi
framtíðarstarf
Fyrirtæki í örum vexti óskar eftir góðum og
áhugasömum starfskrafti. Þarf aö geta unnið
sjálfstætt og séð um bókhald og pappírs-
vinnu í sambandi viö inn- og útflutning,
bréfaskriftir á íslensku og einhverju
Noröurlandamáli ásamt vöruafgreiðslu.
Reynsla af tölvum æskileg, því fyrirtækið er
aö tölvuvæðast.
Mjög spennandi og fjölbreytilegt starf.
Tilboð sendist Mbl. merkt: „S — 0322“ er
greini aldur, menntun, starfsreynslu og
launahugmyndir.
Endurskoðunar-
skrifstofa
Óskum að ráða, nú þegar, fólk til afgreiðslu-
unarskrifstofu. Starfið felur m.a. í sér síma-
vörslu, vélritun og innslátt á tölvu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf sendist Mbl. merkt:
„H — 1139“.
Kerfisfræðingur
Forritari
Iðnaöarbanki íslands hf. óskar eftir að bæta
við sig starfsmanni í tölvudeild.
í boði er áhugavert starf í kerfissetningu og
forritun nýrra verkefna og möguleiki til að
kynnast fullkominni tækni og gagnavinnslu í
þægilegu umhverfi og við góð starfsskilyrði.
Leitað er eftir áhugasömum umsækjanda
sem á til að bera samstarfslipurð, árvekni og
samviskusemi.
Æskileg þekking og starfsreynsla:
Háskólapróf í tölvunarfræðum eða raf-
magnsverkfræði. Þekking á forritunarmálun-
um PL/1, COBOL eða RPG. Reynsla í kerf-
issetningu.
Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum sendi
inn nafn, heimilisfang og símanúmer, ásamt
upplýsingum um menntun, til Iðnaðarbanka
Islands hf., Lækjargötu 12, 101 Reykjavík,
merkt: „Tölvudeild" fyrir 21. mars næstkom-
andi.
Meö umsóknir veröur farið sem trúnaðarmál.
Rafverktakafyrirtæki
Til sölu er gróiö rafverktakafyrirtæki með
mjög góð viðskiptasambönd. Veitir 3 til 4
mönnum vinnu. Góð vinnuaöstaða.
Ástæður fyrir söluumleitun er brottflutningur
eiganda. Veröhugmynd er 1,5 millj. þar af
yfirtekin rekstrarlán ca. 400 þús.
Farið veröur meö allar fyrirspurnir sem trún-
aðarmál.
Lysthafendur leggi nöfn og símanúmer og
annað sem þeir vilja taka fram inn á augl.
deild Mþl. fyrir nk. laugardag 24. mars merkt:
„Trygg vinna — 0319“.
Réttingaverkstæði
Við óskum eftir aö ráða til starfa á réttinga-
verkstæði, 1 til 2 bifreiðasmiði eða menn
vana bifreiðaréttingum.
Upplýsingar gefa verkstæðisformaður og
fjármálastjóri, — ekki í síma.
Toyota-umboöiö hf.
Nýbýlavegi 8,
200 Kóp.
Næturvörður
Óskum að ráða menn nú þegar til nætur-
vörslu og fleira.
Æskilegt er aö umsækjendur séu 40 ára eöa
eldri.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
okkar.
IhIhekiahf
J Laugavegi 170-172 Sfrni 21240
Framleiðslu-
stýringar
(Production control systems)
Einn af viðskiptavinum okkar óskar að ráða
starfsmann til þess að annast eftirlit, upp-
setningu, þróun og notendaaðstoð á hug-
búnaðarkerfum til framleiðslustýringar í iðn-
aöi.
í boöi er líflegt starf sem krefst áhuga og
þekkingar á verksmiöju- og framleiðslu-
rekstri. Viö leitum aðallega aö verk- eða
tæknifræðingi með menntun á sviði rekstr-
ar-, véla- eða efnafræði, en önnur menntun
kemur einnig til greina. Þekking á tölvum er
nauðsynleg.
Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum
fyrir 23. þ.m.
Endurskoóunar-
mióstöóin hf.
EM
N.Manscher
Höfðabakki 9
Pósthólf 5256
125 REYKJAVlK
Sími 85455
Ræsting
Óskum eftir starfskrafti til að annast ræst-
ingu í prentsmiðju í miðbænum.
Uppl. ! síma 21730 á skrifst.tíma.
SNYRTIVÖRUR
Ráðum söluráðgjafa
Aldurslágmark 25 ára.
EVORA-snyrtivörur eru eingöngu kynntar og
seldar í snyrtiboðum.
Námskeið verður haldið 21.—23. marz. (3
kvöld.) Skemmtilegt starf. Góö sölulaun.
Upplýsingar í síma 20573.
Lögfræðingur —
viðskiptafræðingur
Gróin fasteignasala í miðborginni óskar eftir
að ráöa lögfræðing eða viðskiptafræðing í
fullt starf. Eignaraðild kemur til greina.
Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „AU —
1848“ fyrir föstudaginn 23. mars nk.