Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
Skuldbreyting bænda:
Fráleitt að flest bréf-
anna endi í Seðlabanka
— segir Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbankastjóri
„ÞVÍ fer fjarri, ad þessi skuldabréf
endi flest í Sedlabankanum," sagöi
Kjarni Bragi Jónsson, aóstoöar-
bankastjóri Seölabanka íslands, í
samtali við Mbl., í tilefni bréfs Guö-
mundar Siguróssonar, bónda að As-
landi í Hrunamannahreppi, til land-
búnaöarnefndar neðri deildar Al-
þingis á dögunum, þar sem hann
fullyröir, að stærstur hluti þeirra
skuldabréfa, sem bændur hafa gefið
út vegna skuldbreytinga, endi flest
eða öll hjá Seólabankanum í formi
innlánsbindingar banka, sparisjóöa
og innlánsdeilda kaupfélaga.
„Samkvæmt reglugerð, sem
endurnýjuð er ár frá ári, er gert
ráð fyrir, að minnstu sparisjóðir
og innlánsdeildir minni kaupfé-
laga geti nýtt sér þann möguleika,
að koma þessum bréfum inn vegna
bindiskyldu í Seðlabankanum.
Bankarnir og stærri sparisjóðir
gera þetta hins vegar ekki og því
er fráleitt að halda því fram, að
stærstur hluti þessara bréfa endi
hjá okkur," sagði Bjarni Bragi
Jónsson, aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans, að endingu.
Reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnað:
„Stöðva verður upp-
setningu á ófullnægj-
andi sleppibúnaði“
I.
„ Vorbodinn“ á 30 krónur stk.
Vorboðinn Ijúfi þarf ekki endilega aö vera af fuglakyni. Sjómenn nefna rauðmagann einnig vorboðann og nú er „nýr
vorboði" til sölu víða um borgina á 30 krónur stykkið. Meðfylgjandi mynd tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, Ólafur
K. Magnússon, af ungum sölumanni fyrir skömmu.
Tvö böm á sjúkrahús á síðasta ári eftir að hafa gleypt rafhlöður:
Hætta á kvikasilfurs-
eitrun og sáramyndun
— segir Árni John-
sen alþingismaður
„ÉG FAGNA yfirlýsingu Matthíasar
Bjamasonar samgönguráðherra, þar
sem hann segir í Morgunblaðinu í
gær að reglugerð sem skyldi fiski-
skip að vera með sjálfvirkan sleppi-
búnað björgunarbáta sé í gildi og
ráðuneyti hans hafi kvatt til þess að
þeirri reglugerð veriö framfylgt af
auknum krafti," sagði Árni Johnsen
alþingismaður í samtali við Mbl. í
gær þegar hann var spurður um
stöðu þessa máls í framhaldi af um-
ræðum á Alþingi í vikunni.
„Ráðherrann sagði," hélt Árni
áfram, „að daglega væri verið að
setja sleppibúnað með sjálfvirka
möguleikanum um borð í íslenzk
skip, en þessi yfirlýsing sam-
gönguráðherra hlýtur að þýða að
þegar verði stöðvuð uppsetning á
öðrum búnaði sem fulinægir ekki
kröfum reglugerðarinnar. Það
sorglega er að sá búnaður, gorma-
búnaðurinn, er kominn um borð í
230 íslensk skip, en sá búnaður
hefur alls ekki sjálfvirkan sleppi-
búnað. Sigmundsbúnaðurinn er
mun fullkomnari búnaður með
fleiri möguleikum en er þó aðeins
í 130 skipum og þess vegna verður
að krefjast þess að nú þegar verði
stöðvuð uppsetning á öðrum
sleppibúnaði en þeim sem tryggir
best öryggi sjómanna. Sigmunds-
búnaðurinn er eini búnaðurinn
sem hefur þessa möguleika, það er
hægt að losa björgunarbátana á
hefðbundinn hátt með handafli, í
öðru lagi með því að taka í hand-
fang sem skýtur björgunarbáts-
hylkinu frá borði og í því sam-
bandi er hægt að velja um það
hvort báturinn er þá blásinn upp
sjálfvirkt eða hvort hann er blás-
inn upp síðar með því að manns-
höndin kippi í band sem opnar
loftþrýstiflösku bátsins, en í
þriðja lagi er Sigmundsbúnaður-
inn eini sleppibúnaðurinn sem er
sjálfvirkur og skilar bátnum upp á
yfirborðið ef mannshöndin hefur
ekki komist að til að losa björgun-
arbáta, en sjálfvirki búnaðurinn
er þannig úr garði gerður að 6—10
sek. eftir að box í stýrishúsi skips
er fullt af sjó skýst björgunarbát-
urinn frá skipi og er blásinn upp
um leið.“
SÍDASTLIDH) sumar gleyptu tvö smá-
börn litlar smárarafhlöður hér á landi,
en í bæði skiptin tókst að ná rafhlöðun-
um úr maga barnanna áöur en skaði
hlaust af, að því er fram kemur í grein
eftir læknana Ólaf Gísla Jónsson og
Þröst Laxdal í Læknablaðinu, tímariti
Læknafélags íslands og Læknafélags
Keykjavíkur. Það getur verið hættulegt
að gleypa slikar rafhlöður vegna hættu
á kvikasilfurseitrun og einnig sára-
myndun. Reynsla erlendis sýnir að
hættulegast er ef rafhlöður festast í
vélinda og erlendis hafa börn látist
þegar svo óheppilega hefur viljað til.
Að undanförnu hefur birzt í erlendum
læknatímaritum vaxandi fjöldi greina
um börn, sem hafa gleypt litlar rafhlöð-
ur, sem notaðar hafa verið í úr, mynda-
vélar, heyrnartæki og tölvuspil.
f júlí 1983 var 15 mánaða gamall
drengur lagður inn á barnadeild
Landakotsspítala eftir að hafa
gleypt litla rafhlöðu úr tölvuspili og
var hún um það bil 11 mm í þvermál
og 5 mm á þykkt. Þegar var farið
með drenginn í slysadeild þar sem
hann fékk uppsölulyf. Hann kastaði
þrisvar upp, en rafhlaðan skilaði sér
ekki. Mynd af kviði sýndi röntgen-
þéttan aðskotahlut ofarlega í maga.
Drengurinn var lagður inn og kall-
að á Tómas Árna Jónsson, vakthaf-
andi sérfræðing í meltingarsjúk-
dómum. Barnið var svæft og þess
freistað að ná rafhlöðunni með
griptöng. Vel gekk að koma maga-
spegli niður og gekk greiðlega að ná
rafhlöðunni upp. Ofarlega í vélinda
losnaði rafhlaðan en fljótlega náðist
tak á henni á nýjan leik og náðist
rafhlaðan úr barninu eftir að hafa
verið fjóra klukkutíma í maga. Nikk-
elhúðin utan um hana var orðin
kolsvört en rafhlaðan heil að öðru
leyti. Drengurinn var útskrifaður
daginn eftir og varð honum ekki
meint af.
Innan mánaðar var annað smá-
barn lagt inn, 12 mánaða gömul
stúlka, sem hafði komist í tölvuspil
bróður síns. Þremur klukkustundum
síðar var rafhlöðu úr spilinu saknað
og var þá þegar farið með barnið í
slysadeild. Röntgenmyndir sýndu
tvær rafhlöður í maga. Barnið var
lagt inn á Landakotsspítala og gefin
lyf til að minnka magasýruáhrif og
flýta fyrir magatæmingu. Síðan var
barnið sent heim, en kom næsta
morgun til myndatöku, sem sýndi að
rafhlöðurnar voru komnar vel áleið-
is niður smáþarma. Barnið fékk þá
laxerolíu og var aftur sent heim.
Rafhlöðurnar skiluðu sér átakalítið
tveimur klukkustundum síðar, eða
um 20 klukkustundum eftir að barn-
ið hafði gleypt þær.
í grein eftir T. Litovitz við Nation-
al Capital Poison Center í Washing-
ton DC er skýrt var afdrifum 56 ein-
staklinga, sem gleypt höfðu rafhlöð-
ur, þar af voru 53 börn, flest yngri en
5 ára. í fimm börnum festist raf-
hlaðan í vélinda og fengu þau öll
mjög ákveðin einkenni, svo sem
kyngingarörðugleika, uppköst og
hita. Hjá þremur þeirra dróst að ná
rafhlöðunni upp og veiktust þau öll
mjög alvarlega og tvö þeirra létust.
Hjá 51 barni gekk rafhlaðan niður P
maga og fékk aðeins eitt þeirra al-
varlega fylgikvilla. Þrjú börn fengu
einkenni vegna þess að rafhlaðan
opnaðist og fékk eitt þeirra kvika-
silfurseitrun. Af þessum 56 einstakl-
ingum fengu níu fylgikvilla. 1 33 til-
vikum fóru rafhlöðurnar óáreittar
niður eftir meltingarvegi án með-
ferðar. í 14 tilvikum var reynt að ná
rafhlöðu burt með magaspeglun eða
skurðaðgerð. í fjórum tilvikum var
börnum gefið uppsölulyf, en í engu
tilvika komu rafhlöður upp með upp-
köstum.
Leiðrétting
SÚ MISRITIJN varð í Morgunblaðinu
í gær er borin voru saman sundafrek
Guðlaugs Friðþórssonar úr Vest-
mannaeyjum og Drangeyjarsund
Grettis Asmundssonar, að sagt var að
Grettir hefði synt til land eftir eldivið.
Orðstofninum „við“ var þar ofauk-
ið. Grettir synti til lands til að ná í
eld. Morgunblaðið leiðréttir hér með
þessa misritun og biðst jafnframt
velvirðingar á henni.
Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar:
Samþykkt samninganna bezti
kosturinn í erfiðri stöðu
STARFSMANNAFÉLAG Reykjavíkurborgar undirritaði hinn 9. marz síð-
astliðinn kjarasamning við Reykjavfkurborg. Hann er samhljóða þeim
samningi, sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gerði við ríkisvaldið
skömmu áður. Á mánudag og þriðjudag munu félagar í Starfs-
mannafélaginu segja af eða á um það, hvort þeir vilja samninginn, í
allsherjaratkvæðagreiðslu, sem fram fer í félaginu. Af því tilefni ræddi
Morgunblaðið við Harald Hannesson, formann félagsins.
„Þótt samningurinn sé ekki
gallalaus," sagði Haraldur, „þá
tel ég það vera bezta kost félags
okkar, að hann verði samþykkt-
ur. Helztu meinbugir samnings-
ins eru að hann er óverðtryggð-
ur, engir samningar gilda um
verðbætur, en svo er raunar um
þá kjarasamninga, sem þegar
hafa verið gerðir í þjóðfélaginu,
milli Alþýðusambands íslands
og Vinnuveitendasambands ís-
lands, og mikill hluti aðildarfé-
laga ÁSÍ hefur þegar samþykkt.
Á þessari forsendu fyrst og
fremst tel ég óráð að fella þenn-
an samning. Það er einfaldlega
ekki hægt að hafna honum, þeg-
ar svo mikill fjöldi launþega í
landinu hefur þegar sætzt á
óverðtryggða samninga.
Það má ef til vill segja í þessu
sambandi, að samningurinn sé
gerður í trausti þess að ríkis-
stjórnin haldi fast við stefnu
sína. Henni hefur tekizt að koma
verðbólgunni úr 130 prósentum á
ári niður u.þ.b. 10 prósent. Auð-
vitað hefur þetta átak, að færa
verðbólguna niður á þetta stig,
orðið til þess að launþegar
landsins hafa þurft að færa
miklar fórnir. Við mótmælum
því að þær byrðar, sem við höf-
um þurft að axla í þessu sam-
bandi, séu eingöngu lagðar á
launþega þessa lands, en reynsl-
Haraldur Hannesson
an sýnir einnig að verðbólgan er
mikill óvinur launafólks, ekki
sízt þeirra, sem lægst hafa laun-
in. Þær áfangahækkanir, sem í
samningnum eru, ættu þó að
andæfa aðeins við ríkjandi verð-
bólgu og koma í veg fyrir kjara-
skerðingu á samningstímanum. í
raun munum við með samþykkt
samninganna leggja ábyrgð á
þeim á herðar stjórnvalda."
Að lokum sagði Haraldur
Hannesson: „Það er ljóst, að við
erum á engan hátt ánægðir með
þennan samning, en eftir miklar
vangaveltur, komst samninga-
nefnd Starfsmannafélagsins að
því að hann var bezti kosturinn í
erfiðri stöðu. Það er því bjarg-
föst skoðun mín, að starfsmenn
Reykjavíkurborgar eigi að sam-
þykkja þessa samninga. Ég per-
sónulega vil að minnsta kosti
ekki bera ábyrgð á því, að þeir
félagar innan Starfsmannafé-
lagsins, sem við lökust kjör búa,
þurfi enn í einhverja mánuði að
bíða eftir þeim hækkunum, sem
samningarnir fela í sér.“