Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 Svarar RÚV þörfiim og eftirspum markaðarins? Er forsjármönnum RÚV (ríkisút- varps) tamara að horfa um öxl en fram á veg? Er tregðulögmálið ráöandi afl í þessari stofnun þegar framvinda tækni og nýrrar eftirspurnar ber að dyrum? Þessháttar spurningar svifu yfír vötnum Alþingis þegar tvær fyrir- spurnir, er varða RÚV, komu þar til umfjöllunar sl. þriðjudag. Eiður Guðnason (A) spurði menntamálaráðherra, hvað liði framkvæmd þingsályktunar (viljayf- irlýsingar Alþingis) frá því í maí 1982, þ.e. um samningsgerð við rétthafa íslenzks efnis, sem flutt hef- ur verið í sjónvarpi, og fjölfalda mætti á almennan markað, þ.e. til leigu eða sölu á myndsnældum. Karl Steinar Guðnason (A) spurði sama ráðherra, hvað liði athugun á því að Námsgagnastofnun fái til dreifíngar í skólum myndefni, sem sjónvarp hafí unnið og teljist gagn- legt til notkunar í fræðslukerfínu. Myndsnældur á almennan markað RAGNHILDUR HELGADÓTT- IR, menntamálaráðherra, sagði þingsályktun varðandi sjónvarps- efni, sem samþykt var í maí 1982, hafa þegar verið senda til RÚV til umfjöllunar. f júlí 1983 hefði mál- inu verið fylgt eftir með tilmælum til útvarpsstjóra, þess efnis, að gerð yrði könnun á þeim mögu- leika að framleiða og fjölfalda Situr RÚV á efni, sem seljanlegt er á mynd banda- markaði? hljóðbönd og myndbönd með til- tæku efni hjá RÚV, og barnaefni nefnt sérstaklega í þeim tilmæl- um. Könnun RÚV á framkvæmda- þáttum hafi leitt það í ljós, að dómi forsjármanna RÚV, að fjöl- falda þyrfti myndefni á þrjár gerðir snældna (VHS, Beta og V2000). Þyrfti sjónvarpið minnst eitt tæki af hverri gerð til upp- töku. „Starfsmenn myndbanda- deildar yrðu að annast fjölföldun- ina utan venjulegs vinnutíma." „Þetta hefði í för með sér mikið álag á viðhaldsverkstæði sjón- varpsins ...“ Kostnaðarkönnun á fjölföldun utan RÚV hafi leitt í ljós, að „fjölföldun á 100 eintök af spólum með 60 mínútna efni“ kostaði kr. 400 til 500 á spólu. Til viðbótar kæmi kostnaður við að flytja efni sjónvarpsins yfir á myndband sem hentaði tæki verk- taka. Þá kom fram í svari ráðherra að RÚV hefði ekki enn hafið viðræð- ur við höfunda eða samtök þeirra, er gerðu stofnuninni kleift að fjöl- falda efni á myndbönd á almenn- an markað. Fyrirspyrjandi gagnrýndi að meginefni þingsályktunar, það að hefja viðræður við rétthafa, hefði ekki verið fylgt eftir. Hann taldi rök RÚV afar léttvæg. Það séu engin rök í málinu að sjónvarpið „hafi svo mikið að gera“. Hér er um starfsemi að ræða sem vel get- ur staðið undir sér, kostnaðarlega. „Ég túlka þessi svör RÚV þannig, að þar sé enginn áhugi á að hefja þessa starfsemi og ég tel það mjög miður.“ Menntamálaráðherra taldi „til- tekna óvissu um höfundarrétt" og það, að höfundarlagafrumvarp væri óafgreitt á Alþingi skipta máli í þessu sambandi. Ráðherra kvaðst sammála fyrirspyrjanda um nauðsyn þess að koma ýmsu góðefni, þ.á m. barnaefni, sem RÚV ætti, á almennan mynd- snældumarkað. Það gæti orðið RÚV tekjuauki en ekki kostnaðar, ef vel til tækizt. Las hún fyrir þingheim bréf sem hún hafði sent RÚV um þetta efni. Sjónvarpsefni í skólum Menntamálaráðherra kvað Þránd í Götu þessarar fram- kvæmdar þann helztan, að allt efni væri háð höfundarrétti. Sam- kvæmt 3ju grein höfundarlaga hafi höfundur einkarétt til fjöl- földunar á eigin efni. Það sé því háð samningum RÚV við höfunda hverju sinni, hvort og í hve ríkum mæli stofnunin öðlist slíkan rétt. Ríkisútvarpið hafi ekki öðlast nægilega víðtækan rétt til að heimila þau not, sem Námsgagna- stofnun fari fram á. Hinsvegar taldi ráðherra það skynsamlegt og raunar nauðsynlegt að nýta í skól- um margvíslegt efni, sem sjón- varpið ætti, ef um semdizt við rétthafa, en fyrsta skrefið væri að ná samningum þar um. Sömu svör eigi í raun við um skólasjónvarp. Þessi mál þurfi að taka til nýrrar skoðunar þegar ljós verði afdrif frumvarps til höf- undarlaga. Fyrirspyrjandi sagði RÚV hafa verið aðalframleiðanda myndefnis á snældur og henti sumt af því efni skólunum mjög vel. Náms- gagnastofnun hafi margsinnis leitað eftir slíku efni til kennslu í skólum. Að sínu mati þurfi ekki margra ára vinnu til að ná slíkum rétti. Sjálfgefið sé að virða höf- undarrétt, „en ég efast um það sé flókið að fá mann eins og ómar Ragnarsson til að leyfa fjölföldun þátta er hann hefur gert um ís- lenzka náttúru og íslenzkt þjóðlíf, eða þátt Markúsar Á. Einarssonar um veðrið, sem óskað hefur verið eftir...“ Það kom fram í máli þing- manna, að þrátt fyrir flækjur, er tengdust höfundarrétti, hefði tek- izt að leysa þessi mál á Norður- löndum. Það ætti einnig að takast hér. En til þess þyrfti vilja og framtak. Ekkert kæmi af sjálfu sér. Hér hefur verið drepið á tvö þingmál er tengjast RÚV. Vel má vera að ríkisrekin einokun telji sig geta sofið vært, hvað sem líður vilja og óskum utan stofnunar. Tímabært er hinsvegar að vakna til vitundar um breytta tíma, breyttar almennar kröfur og að engin stofnun á rétt á sér, óbreytt, nema sá réttur helgist af eftir- spurn fólksins í landinu. Sam- keppni er máske eina trygging landsmanna fyrir því, að þjónusta af þessu tagi lagi sig að almanna- vilja og eftirspurn. Frumkvæði þing- manna — ábending Eiðs Guðnasonar í síðasta þingbréfi var m.a. fjallað um minnkandi frumkvæði þingmanna í meginverkefni Al- þingis, löggjafarstarfinu. Flutn- ingur lagafrumvarpa hefur í vax- andi mæli færzt yfir til ríkis- stjórna og einstakra ráðherra og þar með sérhæfðs starfsliðs í „kerfinu", þ.e. á snærum fram- kvæmdavaldsins. Eðlilegt verður að telja að stjórnarliðar fylgi fram málum, sem þeir bera fyrir brjósti, um þingflokka og ráð- herra viðkomandi flokka (stjórn- arfrumvörp), a.m.k. í einhverjum mæli. Þingmenn stjórnarand- stöðu, sem vilja hafa áhrif á lög- gjöf, eiga hinsvegar þann farveg einan, að standa sjálfstætt að frumvarpssmíð. Því var haldið fram að þing- menn kysu nú fremur og í stað frumkvæðis í löggjöf að vekja at- hygli á málum (og sjálfum sér) með þrennum hætti: 1) með flutn- Rætt við Þorvald Gylfa- son hagfræðing og prófessor Stokkhólmi um að koma þangað um eins árs skeið og stunda eigin rannsóknir að vild. Þótt ég hefði aldrei komið til Stokkhólms, var mér kunnugt um þessa stofnun, enda er hún alþekkt í hópi hag- fræðinga um allan heim. Þetta er sjálfstæð rannsóknastofnun, sem Gunnar Myrdal, annar tveggja sænskra Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, setti á stofn um 1960. Höfuðviðfangsefni þeirra, sem sitja þarna við rannsóknir, eru á sviði alþjóðahagfræði og þróun- arhagfræði. Þarna eru saman komnir margir beztu háskóla- hagfræðingar Svía af yngri kyn- slóðinni, 10 eða 12 talsins. Auk þeirra eru þarna erlendir gestir árið um kring, margir í senn og víða að, til lengri eða skemmri tíma. Stofnunin er því alþjóðleg í eðli sinu. Þarna hafa margir fremstu háskóiahagfræðingar heims verið gestir á undanförnum árum, þar á meðal aðalkennari minn í Princeton, Branson að nafni, sem kom Svíunum í sam- band við mig á sínum tíma. For- stjóri stofnunarinnar er Assar Lindbeck prófessor. Hann er einn helzti hagfræðingur í Evrópu um þessar mundir og formaður Nób- elsverðlaunanefndarinnar í hag- fræði. Þetta tilboð kom sér ágætlega. Árið var 1978, þannig að síðari fimm ára áætlunin, sem ég nefndi í upphafi, var á enda runnin. Mér þótti tímabært að breyta til um skeið, enda hafði ég verið fimm ár samfleytt í Bandaríkjunum, en vanrækt Evrópu, (utan England) og Norðurlönd. Ég bað því um ársleyfi frá störfum í Washington og var í Stokkhólmi árið 1978—79, þar sem mér gafst betra tóm til að sinna eigin hugðarefnum í rann- sóknum fjarri Washington og þriðjaheims-amstrinu. Að ársleyf- inu íoknu hvarf ég aftur til Wash- ington og hélt áfram störfum þar til 1981, en sagði þá starfi mínu þar lausu, þótt mér hefði alla tíð líkað það feikna vel, og fór þá aft- ur til Stokkhólms til að geta gefið mig að rannsóknum óskiptur í því ákjósanlega andrúmslofti, sem stofnunin í Stokkhólmi býður upp á. „Maður strandar oft!“ Andrúmsloftið á rannsóknastof- um sem þessari er bæði feiknalega skemmtilegt og uppörvandi. Menn vinna að viðfangsefnum sínum ýmist einir eða með öðrum og njóta þess, að á staðnum eru margir, sem fást við svipuð verk- efni. Þegar einn siglir í strand, getur annar ýtt úr vör. Og maður strandar oft! Viðfangsefnin eru óþrjótandi. Sjálfur hef ég fengizt við margs konar verkefni, síðan ég fór aftur til Stokkhólms 1981. Hér get ég nefnt tvennt. í fyrsta lagi hef ég glímt við að athuga áhrif gengisfellinga á utanríkisviðskipti og þjóðartekjur bæði í iðnríkjum og þróunarlönd- um. Vandinn hér er þessi: Meðan flestir viðurkenna, að gengisfell- ing getur, þegar svo ber til, eytt viðskiptahalla viðkomandi lands við útlönd eins og til er ætlazt, þá getur slík aðgerð líka haft óheppi- legar aukaverkanir. Einkum hafa margir áhyggjur af því, að geng- isfelling geti komið niður á hag- vexti í mörgum þróunarlöndum og gengi sé því óviðeigandi hag- stjórnartæki í þeim löndum. Til að athuga þetta hef ég ásamt öðrum sett saman einfalt stærð- fræðilíkan, sem lýsir öllum helztu tengslum milli gengis annars veg- ar og viðskiptahalla og hagvaxtar hins vegar. Við höfum síðan fellt gengið í líkaninu og skoðað áhrif- in. Þá kemur í ljós, að gengisfell- ing dregur næstum alltaf verulega úr viðskiptahalla eins og við viss- um fyrir og yfirleitt án þess að spilla hagvexti; það er nýtt. Hag- vaxtaráhrifin eru þó svolítið breytileg eftir löndum. Að svo miklu leyti sem þetta einfalda lík- an okkar lýsir rétt þeim einkenn- um efnahagslífsins, sem skipta máli í þessu samhengi, má því gera ráð fyrir, að raunveruleg gengisfelling í raunverulegu landi hefði svipuð áhrif og líkanið bend- ir til. Úr þessu verki hefur orðið greinaflokkur. Fyrsta greinin birtist nýlega í alþjóðlegu tíma- riti, sem Kanadíska hagfræð- ingafélagið gefur út, og næsta kemur innan skamms út í sams konar tímariti í Belgíu. Fleiri greinar eru í deiglunni. Þessu hef- ur verið sýndur svolítill áhugi, enda eru hagsmunir í húfi. í þriðja heiminum voru gengisfellingar til skamms tíma algengari orsök stjórnarskipta en frjálsar kosn- ingar. I öðru lagi hef ég fengizt við verðbólgurannsóknir af ýmsu tagi. Sérstakan áhuga hef ég haft á at- ferli verkalýðsfélaga í þessu sam- bandi og samspili þeirra og vinnu- veitenda við ríkisvaldið í sam- bandi við kjarasamninga. í þessu efni hef ég átt samvinnu við Ássar Lindbeck prófessor, sem ég nefndi áðan, og höfum við í sameiningu skrifað fjórar ritgerðir um ýmsa fleti á þessu máli. Þrjár þessara greina hafa birzt eða eru í þann veginn að birtast í alþjóðlegum hagfræðitímaritum í Bretlandi, Belgíu og Sviss; hin fjórða og síð- asta er á leiðinni. Við byrjuðum á þessu 1979. Fram að því höfðu þjóðhagfræð- ingar veitt verkalýðsfélögum til- tölulega litla athygli, sumpart fyrir bandarísk áhrif, býst ég við, en þar í landi er ekki nema fimmti hver vinnandi maður í verkalýðs- félagi. Okkur þótti einsýnt, að víða í Evrópu, t.d. á Englandi, í Svíþjóð og á íslandi, er verkalýðshreyfing- in sterkari en svo, að hægt sé að horfa framhjá áhrifum hennar á framvindu efnahagsmála. 1 þess- um löndum og víðar lætur nærri, að verkalýðshreyfingin hafi haft bolmagn til að ákveða kauplag einhliða á undanförnum árum. Taugastríð milli ríkisvalds og verkalýðshreyfingar Og þá vaknar spurningin: Hvað á nú ríkisvaldið að gera, ef verka- lýðshreyfingunni hefur tekizt, óvart eða vísvitandi, að knýja fram kauphækkanir, sem eru vinnuveitendum ofviða? Þessu er vandsvarað. Á ríkis- valdið að láta undan, fella gengið og prenta meiri peninga til að halda fyrirtækjum á floti, jafnvel þótt það kosti vaxandi verðbólgu? Þetta er íslenzka aðferðin. Eða á ríkisvaldið að sitja fast við sinn keip og umbera eitthvert atvinnu- leysi um skeið, eða þangað til fólk- ið, sem missti vinnuna í fyrirtækj- um, sem neyddust til að" loka vegna kauphækkananna, finnur aðra vinnu? Þessum spurningum má snúa við: Hvernig á verkalýðshreyfing- in að bregðast við einhliða aðgerð- um ríkisvaldsins, eins og til dæmis þegar ríkisstjórn Thatchers á Englandi byrjaði að herða skrúf- urnar 1979? Eiga verkalýðsfélögin þá að halda að sér höndum og þola kaupmáttarskerðingu í þeirri von, að atvinnuástandið versni þá ekki, eða eiga þau að halda áfram að heimta kauphækkanir í þeirri von, að ríkisstjórnin gefist upp? Þetta eru erfiðar spurningar, enda er eins konar sálfræðihern- aður með í spilinu. Við höfum þess vegna skoðað þennan vanda með aðferðum svonefndrar spilafræði (game theory). Hernaðarfræðing- ar og aðrir, sem rannsaka víg- búnaðarkapphlaup stórveldanna, beita svipuðum aðferðum, enda er eðli þess vanda svipað. Að vísu verður fátt um skýr svör, enn sem komið er, en spurningarnar eru býsna góðar. Þessar rannsóknir eru allar á byrjunarstigi. Ég vona, að þær eigi eftir að komast lengra áleiðis á næstu árum, enda er sambúðarvandi ríkisvalds og verkalýðshreyfingar ærinn víða ekki síður en stórveldanna." Öryggisnet eða hengirúm? Svíar eru ágætir. Fyrir börnin sín, en þeim fer fækkandi, lesa þeir kvöldsögur, þar sem prinsar leysa prinsessur úr álögum — „og svo bjuggu þau saman í nokkra mánuði". Fyrir unglingana leggja þeir svohljóðandi þrautir á reikn- ingsprófum: „Bóndi fór á markað að selja kartöflur. Þær höfðu kost- að 80 kr. í framleiðslu, en seldust fyrir 100 kr., þannig að hagnaður- inn varð 20 kr. eða 25 prósent. Strikið undir orðið kartöflur og diskúterið vandamálið við vini ykkar.“ Samt hafa Svíar eignazt marga afreksmenn á alþjóðavettvangi I öllum greinum andlegrar viðleitni, ekki sízt söngvara og lækna. Hitt er líka rétt, að mörgum Svíum hefur þótt andrúmsloftið I landinu svolítið sljóvgandi, jafnvel þrúg- andi, á síðustu árum. Er á öðru von var einu sinni spurt, þegar fólkið var fariö að nota öryggisnet velferðarþjóðfélagsins eins og hengirúm?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.