Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
Ekki nýtt fyrirbrigði
að stjórnmálamenn eigi
stundum erfítt með að
átta sig á hagfræðingum
Rætt vió Þorvald Gylfason hagfræðing og prófessor
um hagfræði, nám hans og störf erlendis og fleira
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur, var í haust skipaður prófessor
í þjóðhagfræði við viðskiptadeild Háskóla íslands. Blaðamanni þótti
forvitnilegt að ræða við Þorvald, um það hvers vegna hann lagði
hagfræðinám á sínum tíma fyrir sig, um störf hans á vegum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, um rannsóknir sem hann stundaði á vegum Al-
þjóðahagfræðistofnunarinnar í Stokkhólmi, um ýmsar kenningar
hagfræðinnar og fleira.
„Eiginlega gerði ég tvær fimm
ára áætlanir, þegar ég var í
fimmta bekk í Menntaskólanum í
Reykjavík haustið 1968,“ sagði
Þorvaldur. — „Fyrst ætlaði ég til
hagfræðináms á Englandi að
loknu stúdentsprófi. Síðan langaði
mig til framhaldsnáms í Banda-
ríkjunum. Loks hafði ég hug á að
starfa hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum í Washington að námi
loknu, væri þessi kostur.
Þetta gekk eftir. Ég komst ekki
að því fyrr en löngu seinna, að
maður á aldrei að gera svona
áætlanir. Það er víst stórhættu-
legt, eða svo segja sálfræðingarnir
bandarísku, sem uppgötvuðu mið-
lífskreppuna svokölluðu. Þessi ill-
ræmdi velferðarkvilli mun vera
fólginn í því, að mönnum kross-
bregður á miðjum aldri, þegar þeir
bera örlögin saman við æsku-
draumana. Ég er þess vegna
steinhættur allri áætlanagerð.
Manchester, Róm
og Ríó
Hvað um það. Að loknu stúd-
entsprófi úr stærðfræðideild MR
1970 var ég þrjá vetur við hag-
fræðideildina i háskólanum í
Manchester á Englandi og lauk
BA-prófi þaðan 1973. Þetta var og
er ágætur skóli. Hagfræðideildin
stóð á gömlum merg. Þarna höfðu
margir skástu hagfræðingar Breta
verið starfandi á öldinni sem leið,
og svo var enn. Og svo vildi til, að
áratug á undan mér stunduðu nám
við þessa sömu deild tveir menn,
sem síðar urðu vinir mínir og
samstarfsmenn: Gunnar Tómas-
son, hagfræðingur hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum í Washington,
og Þráinn Eggertsson, prófessor.
Raunar hefur háskólinn í Manch-
ester útskrifað allmarga íslend-
inga gegnum tíðina, þar á meðal
nokkra hagfræðinga auk okkar
Gunnars og Þráins.
Það var reyndar með ráðum
gert að sækja fornám til Bret-
lands, en ekki til Bandaríkjanna,
en það var hinn höfuðkosturinn,
sem kom til greina. Ástæðan er sú,
að brezkir háskólar bjóða yfirleitt
upp á meiri sérhæfingu strax í
fornámi eins og tíðkast í flestum
háskóladeildum á Norðurlöndum
og í Vestur-Evrópu. Bandarískir
háskólar ætlast hins vegar yfir-
leitt til minni sérhæfingar framan
af. Það hefur ýmsa kosti og gerir
stúdentum til dæmis auðveldara
um vik að skipta um grein og deild
í miðjum klíðum, ef þeir vilja. Á
móti þessu kemur, að sérhæfing
brezka kerfisins sparar tíma:
venjulega tekur BA-nám 3 ár í
Bretlandi, en 4 í Bandaríkjunum,
þótt bæði Bretar og Bandaríkja-
menn séu yfirleitt 18 ára, þegar
þeir byrja í háskóla.
Þetta voru ágæt ár. Kennslu-
krafturinn í hagfræðideildinni var
alla vega fyrsta flokks. Hitt er
rétt, að heimsborg er Manchester
ekki í sama skilningi og London,
Róm og Rió, enda kannski eins
gott eftir á að hyggja. Ég fór heim
á sumrin þessi ár og vann í Seðla-
bankanum fyrst og síðan í hag-
rannsóknadeild Framkvæmda-
stofnunar, sem nú heitir Þjóð-
hagsstofnun. Það var líka ágætur
skóli.
Til Princeton
Haustið 1973 fór ég svo til fram-
haldsnáms í Princeton i Banda-
ríkjunum. Þá vænkaðist nú hagur
manns til muna. Princeton er há-
skólabær í New Jersey, um
klukkutíma ferð suðvestur af New
York. Þetta er feikna fallegur bær,
á stærð við Akureyri. Háskólinn
er í fremstu röð. Þarna var Ein-
stein á sinni tíð og margir fleiri af
því tagi fyrr og síðar. Það hefur
reyndar verið tízka um áratugabil
að lýsa Einstein sem snillingi og
tossa í einum og sama manninum.
En nýjustu heimildir herma, að
þetta sé misskilningur. Það er
rétt, sem menn vissu, að einkunnir
Einsteins í gagnfræðaskóla í Sviss
á sinni tíð hröpuðu skyndilega úr
10 niður í 1. Það var fyrst nú fyrir
skemmstu, að menn fundu ástæð-
una. Hún reyndist vera sú, að ein-
kunnakerfinu var snúið við, þegar
þetta gerðist, þannig að 1 varð
hæsta einkunn og 10 lægsta.
Svona getur lífið verið miskunn-
arlaust: Sannleikurinn sigrar á
endanum, jafnvel þegar smávegis
misskilningur er miklu skemmti-
legri.
Hvað sem því líður var um-
hverfið og andrúmsloftið í Prince-
ton eins og allra bezt verður á kos-
ið, kennararnir margir og góðir og
auðvelt að nálgast þá. Fram-
haldsnemendurnir voru hins veg-
ar tiltölulega fáir og reyndar
helmingi færri í hverjum árgangi
en kennararnir. Þannig gefst
kennurum að sjálfsögðu betra tóm
til að sinna hverjum nemanda en
ella. Jafnframt var mikill og lif-
legur samgangur milli stúdent-
anna, enda eru Ameríkanar yfir-
leitt feiknalega opið fólk og við-
felldið. Mér er til efs, að nokkurs
staðar í víðri veröld sé auðveldara
að vera útlendingur en einmitt í
Ameríku. Ætli skýringin sé ekki
sú fyrst og fremst, að Bandaríkja-
menn eru margir hverjir útlend-
ingar sjálfir í eigin landi og flytja
auk þess mjög oft búferlum innan
þessa víðáttumikla lands?
Árin í Princeton urðu þrjú. Ég
tók MA-próf 1975 og varði svo
doktorsritgerð um verðbólgu, at-
vinnuleysi og hagvöxt 1976. Þetta
var nú ekki alveg jafnaugljóst
viðfangsefni og kann að virðast.
Flestir félagar mínir skrifuðu um
allt annað.
Bandarikjamenn höfðu búið við
tiltölulega stöðugt verðlag fram
undir 1970 og lítið atvinnuleysi.
En þetta var smám saman að
breytast. Einkum tvennt olli því. í
fyrsta lagi þótti Johnson Banda-
ríkjaforseta ófært að hækka
skatta fyrir forsetakosningarnar
1968 til að standa straum af styrj-
öldinni í Víetnam og lét aðvaranir
ráðgjafa sinna sem vind um eyru
þjóta. Fjárlagahallinn, sem af
þessu hlauzt, kom verðbólgunni af
stað í Bandarikjunum. Þvi má
kannski skjóta inn hér, að nú
stendur Reagan forseti í nákvæm-
lega sömu sporum og Johnson
forðum: Hann hefur aukið útgjöld
til varnarmála verulega og lækkað
skatta og neitar að leiðrétta fjár-
lagahallann, sem kom í kjölfarið,
enda kosningar í nánd. Þess vegna
er hætt við, að hjöðnun verðbólg-
unnar í Bandaríkjunum að undan-
förnu eigi eftir að reynast skamm-
ÞorvaMur Gylfaaon prófessor
Ofan á verðbólguarf Johnsons
bættist svo fyrsta oliuverðshækk-
unin 1973—74. Þá fjórfaldaðist
oliuverðið á skömmum tíma, og
fyrirtækin brugðust við með
tvennum hætti: Sumpart veltu
þau kostnaðarhækkuninni á und-
an sér út i verðlagið, þannig að
verðbólgan jókst hröðum skrefum,
og sumpart sögðu þau fólki upp i
sparnaðarskyni, þannig að at-
vinnuleysi jókst. Nú var sem sagt
nýtt fyrirbrigði komið til sögunn-
Frá New York.
ar: Vaxandi verðbólga samfara
vaxandi atvinnuleysi. Um það
leyti sem ég settist að skriftum
1975, voru verðbólga og atvinnu-
leysi mun meiri en áður hafði
þekkzt í landinu.
Innblástur að heiman
Mér þótti forvitnilegt að skoða
þessi fyrirbæri og sambandið milli
þeirra. Að sumu leyti kom hug-
myndin héðan að heiman. Hér var
verðbólgan komin á fulla ferð á
þessum tíma, sumpart af ytri
ástæðum, sbr. olíuverðshækkun-
ina, sem ég nefndi áðan, og sum-
part vegna lélegrar hagstjórnar
heima fyrir. Raunvextir voru mjög
neikvæðir, svo að sparifé lands-
manna fuðraði upp á verðbólgu-
bálinu. Fólk og fyrirtæki fundu, að
það borgaði sig heldur að eyða og
spenna. í stað hraðminnkandi inn-
lends sparnaðar komu sívaxandi
erlendar lántökur. Þegar verð-
bólgan knýr fólk áfram með þess-
um hætti, þá eru iðulega miklir
peningar í umferð og mikil at-
vinna framan af, jafnvel þótt eytt
sé um efni fram og meira af kappi
en forsjá. En fyrr eða síðar hljóta
áhrif þverrandi sparnaðar að
segja til sín, annaðhvort í minnk-
andi hagvexti eða sífellt þyngri
skuldabyrði gagnvart útlöndum.
Hvort tveggja hefur þjóðin fengið
að reyna síðustu ár, en hefur þó
sloppið vonum framar vegna þess
ríflega afla, sem komið hefur upp
úr sjó öll þessi verðbólguár. Eg
held, að alvarleg tilraun til að
kveða verðbólguna niður hefði
verið gerð miklu fyrr, ef afla-
brögðin hefðu ekki verið svona
góð. Það var eins og þjóðin tryði
því (eða stjórnmálamennirnir að
minnsta kosti), að við hefðum efni
á verðbólgunni endalaust.
Stærðfræði er
nauðsynleg ...
Úr þessum jarðvegi spratt rit-
gerðin. Ég sauð hana saman á
einu ári, 1975—76, og hygg ég, að
eigi sé ofmælt, þótt ég segi, að
svoleiðis texti sé ekki eftir hafandi
á þessum vettvangi. Það var held-
ur ekki meiningin. Þó get ég reynt
að skýra í fáum orðum, hvernig
svona verk verður til og hvernig
það lítur út.
Tökum útlitið fyrst. Doktorsrit-
gerðir og önnur fræðirit hagfræð-
inga eru yfirleitt fullar af stærð-
fræðiformúlum. Nú er það að vísu
til, að hagfræðingar slái um sig
með stærðfræðiformúlum eins og í
sjálfsvörn, af því að þeim leiðist
hagfræði og efnahagsmál. Mér
dettur í hug hagfræðingurinn,
sem var að virða fyrir sér frábæra
hljómplötu Einars Kristjánsson-
ar, þar sem hann syngur 22 söng-
lög af 78 snúninga plötum. Hag-
fræðingurinn hafði engan áhuga á
söng, en tók eftir því, að þetta eru
næstum 30% hjá Einari. En þetta
er frekar sjaldgæft. Venjulega
nota hagfræðingar stærðfræði, af
því að hún er nauðsynleg efnisins
vegna.
Einn höfuðtilgangur hagfræði-
rannsókna er að rekja sambaridið
milli ólíkra hagstærða. Hefur
verðbólga áhrif á vexti? Hafa
verðbólga og vextir áhrif á eyðslu,
sparnað og fjárfestingu? Ef aukin
verðbólga þrýstir raunvöxtum
niður á við, svo að fjárfesting
eykst og önnur eyðsla, eykst þá
ekki þjóðarframleiðslan? Og dreg-
ur þá ekki úr atvinnuleysi? En ef
aukin verðbólga kemur niður á
sparnaði, bitnar það þá ekki á
hagvexti og þar með á lífskjörum
almennings, þegar fram í sækir?
Og þannig áfram.
Það voru spurningar af þess'u
tagi, sem ég reyndi að finna svör
við í ritgerðinni. Þetta var nýtt á
þessum tíma. Menn höfðu ekki
spurt margra þessara spurninga
áður í þessu samhengi.
Langauðveldasta og áhrifarík-
asta rannsóknaraðferðin undir
þessum kringumstæðum er fólgin
f því að búa til eins konar stærð-
fræðilíkan af þeim efnahagslög-
málum, sem um er að tefla — eða
jafnvel af heilum hagkerfum, ef