Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984
Ljóamyndir Mbl.: G.Berg.
Oft er þröng á þingi í kringum „reiknimeistara" í keppnum félagsins. Hér er Margrét Þórðardóttir, reiknimeistari, umkringd spilurum sem líklega
bíða spenntir eftir tölum. Þess má geta, að Margrét er dóttir Þórðar heitins Sveinssonar, sem lengi var í stjórn félagsins á fyrstu árum þess.
Brídgefélag Akureyrar w ára:
40
Efnir til 80 para tvímenn-
ingskeppni 23.—25. mars
£ ^ Ár 1944 mánudaginn 5. júní komu nokkir áhugamenn fyrir Kontraktbridge saman í
w W húsi Verslunarmannafjel. á Akureyri til þess að ræða um stofnun bridgefjelags hjer í
bænum. Fundarstjóri var kosinn bæjarstj. Steinn Steinsen. Samþykkt var einróma að s-tofna
fjelagið og stjórn þegar kosin. Þessir hlutu kosningu: Formaður Stefán Arnason, ritari Óskar
Sæmundsson, gjaldk. Vernh. Sveinsson. — Varastjórn: Halldór Ásgeirsson, Árni Sigurðsson,
Jón Steingrímsson. — Keppnisnefnd: Halldór Ásgeirsson, Karl Benediktsson, Sigtr. Júlíus-
son, Einar Sigurðsson. Form. sjálfkjörinn. — Varamenn: Þórður Sveinsson, Friðrik Hjaltalín,
Björn Einarsson. — Endurskoðendur: Jón Sólnes, Tómas Steingrímsson. Fleira
gerðist ekki, fundi slitið.
— OSæmundsson.
ii
Þannig hljóðar fyrsta fund-
argerð Bridgefélags Akureyr-
ar, sem samkvæmt þessu held-
ur upp á fjörutíu ára afmæli
starfseminnar um þessar
mundir. I næstu fundargerð
félagsins kemur fram, að sjóð-
ur „Gamla spilaklúbbsins,
samtals að upphæð kr. 87,09,
er falinn hinu nýja félagi til
varðveislu, þannig að eitthvað
mun hafa verið spilað bridge á
Akureyri áður.
Allt frá þessum tíma hefur-
félagið starfað, að vísu eru til
litlar heimildir um fyrstu
fimm starfsárin, en síðan eru
allar fundargerðir til í varð-
veislu stjórnar félagsins, og
þar kemur fram að mikil
gróska hefur verið í félaginu
alla tíð, að vísu misjafnlega
mikil, en þó ætíð töluverð.
Á síðustu árum hefur verið
mikil gróska í félaginu og mun
nú svo komið að félagið mun
vera stærsta bridgefélag
landsins. Á síðasta ári spiluðu
alls um 140 manns hjá félag-
inu auk þess sem félagið stóð
fyrir bridgenámskeiðum í
samstarfi við Námsflokka Ak-
ureyrar og sá Magnús Aðal-
björnsson um kennslu þar. Nú
er nýlokið hjá félaginu fjöl-
mennasta tvímenningi hjá ein-
stöku bridgefélagi sem haldinn
hefur verið hérlendis, alls með
þátttöku 50 para. Vetrar-
starfsemi félagsins er annars í
nokkuð föstum skorðum. Vetr-
arstarfið hefst með Thuletví-
menningi, síðan er spilað Ak-
ureyrarmót í sveitakeppni, þá
Akureyrarmót í tvímenningi.
Þá er einmenningskeppni, sem
er jafnframt Akureyrarmót,
og síðan er svonefnt Hall-
dórsmót, sem er sveitakeppni
haldin til minningar um Hall-
dór heitinn Helgason, fyrrum
bankastjóra Landsbanka ís-
lands hér á Akureyri, en hann
og bræður hans, Ármann og
Jóhann, voru lengi einar styrk-
ustu stoðir félagsins, og má
reyndar segja að svo sé enn um
þá tvo bræður, sem enn eru á
lífi, Ármann og Jóhann. Á
vordögum er síðan haldin bæj-
arhlutakeppni og venjulega
lýkur vetrarstarfseminni með
þeirri keppni. Undanfarin ár
hefur verið spilað á þriðjudög-
um í Félagsborg, sal sem
Starfsmannafélag SÍS-verk-
smiðjanna á. Félagið hefur
undanfarin ár sent eina sveit á
íslandsmót í bridge og nokkur
pör hafa að jafnaði fari á ls-
landsmót í tvímenningi. Þá
hefur félagið um áraraðir átt
mikil og góð samskipti við fé-
lög í nágrannabæjarfélögum
og spilað árlega við félögin á
Húsavík og Siglufirði. Þá eru
einnig hafin nýlega samskipti
við félögin á Dalvik og Ólafs-
firði. Einnig hefur félagið tek-
ið þátt í svokallaðri fjórvelda-
keppni, en þar er um að ræða
sveitakeppni milli Bridgefé-
lags Akureyrar, Bridgefélags
Fljótsdalshéraðs og nágrennis,
Bridgefélagsins á Höfn í
Hornafirði og Tafl- og bridge-
klúbbsins í Reykjavík. Þá er
aðeins ógetið Norðurlands-
móts í bridge, en félagið hefur
að jafnaði sent tvær sveitir í
þá keppni.
í tilefni afmælisins hefur
Bridgefélag Akureyrar ákveðið
að efna til veglegs afmælis-
móts, sem haldið verður 23. til
25. mars nk. Verður þar spilað-
ur tvímenningur og er mótið
opið öllum bridgespilurum á
landinu og búist er við þátt-
töku um 80 para. Vegleg verð-
laun verða veitt á móti þessu.
Fyrstu verðlaun kr. 15 þúsund,
önnur verðlaun kr. 12 þús., 3.
verðlaun kr. 8 þús., 4. verðlaun
verða helgarferð fyrir tvo til
eða frá Akureyri, 5. verðlaun
tveir svefnpokar frá Gefjun og
6. verðlaun myndataka fyrir
tvo á ljósmyndastofunni Norð-
urmynd á Akureyri. Spilað
verður í mótinu um silfurstig
Bridgesambandsins og keppn-
isgjald er kr. 1.000 fyrir parið.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir
18. mars til Þórarins B. Jóns-
sonar eða Grettis Frímanns-
sonar, sem sjá um framkvæmd
mótsins fyrir hönd félagsins.
Núverandi stjórn Bridgefé-
lags Akureyrar skipa: Frí-
mann Frímannsson formaður,
Þormóður Einarsson ritari,
Anton Haraldsson gjaldkeri,
Örn Einarsson varaformaður
og meðstjórnendur eru Krist-
ján Guðjónsson, Gissur Jónas-
son og Símon Gunnarsson.
Keppnisstjóri Bridgefélags
Akureyrar hefur verið við
frábæran orðstír um áraraðir
Albert Sigurðsson.
GBerg.
Stund milli stríða. Pétur Antonsson, Þórarinn B. Jónsson, Páll Jónsson og Jóhann Andersen Jón Stefánsson, Símon Gunnarsson og Guðlaugur Guðmundsson ræða vinningsleiðirnar í
raeðast við um síðustu „setu“. síðasta spili — þser sem ekki fundust — eða þannig.