Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Vilji fólksins
og Dagsbrún
Iþremur tilvikum hafa ný-
gerðir kjarasamningar ver-
ið bornir undir atkvæði allra
félagsmanna í stéttarfélögum,
hjá Einingu á Akureyri, í
Starfsmannafélagi Reykjavík-
urborgar og innan Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja
(BSRB). í öllum tilvikum voru
samningarnir samþykktir
þrátt fyrir harðsnúna and-
stöðu með pólitískum stuðn-
ingi Alþýðubandalagsins sem
á tyllidögum og fyrir kosn-
ingar lætur eins og að það sé
sá stjórnmálaflokkur sem
helst geti talað í nafni hins
almenna launþega. Eftir að
niðurstaða lá fyrir hjá starfs-
mönnum Reykjavíkurborgar
sagði Haraldur J. Hannesson,
formaður félags þeirra: „Mað-
ur veit að það er greinilegur
meirihluti fyrir samþykkt
samningsins, en jafnframt er
augljóst að það eru ekki allir
sem eru ánægðir." Og Kristján
Thorlacius, formaður BSRB,
sagði um niðurstöðuna þar:
„Hin mikla þátttaka í at-
kvæðagreiðslunni, sem nálgast
að vera svipuð og í alþingis-
kosningum, er samtökunum
mikill styrkur. Úrslitin eru
ótvíræð. Félagsmenn vilja
sætta sig við þennan samn-
ing.“
Af þeim verkalýðsfélögum
sem hafnað hafa nýgerðu sam-
komulagi eru Dagsbrún og
Sókn fjölmennust en Félag
matreiðslumanna er einnig í
þessum hópi. Sókn semur
beint við ríkið og Dagsbrún
við Vinnuveitendasamband ís-
lands (VSÍ). Dagsbrún reið á
vaðið og snerist harkalega
gegn kjarasamningunum á um
800 manna fundi, þar sem
öfgafullir vinstrisinnar höfðu
undirtökin og meira að segja
tillögu um leynilega atkvæða-
greiðslu var hafnað. Félags-
menn í Dagsbrún eru um 4.500
þannig að á fundinum sem
felldi samkomulagið við VSl
voru rétt innan við 18% félag-
anna. Morgunblaðið telur eng-
an vafa á því að þessi ákvörð-
un lítils hóps Dagsbrúnar-
manna hafi haft úrslitaáhrif á
það að samningarnir voru
felldir í Sókn en brölt Dags-
brúnar hefur meðal annars
leitt til sérstaks samkomulags
milli fjármálaráðherra og for-
manns Dagsbrunar sem að því
er virðist gildir ekki fyrir
Sókn, þótt ríkið sé samnings-
aðili félagsins.
Morgunblaðið hefur vakið
rækilega athygli á því að Guð-
mundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar og þing-
maður Alþýðulaandalagsins,
hafi í raun gefist upp fyrir
Fylkingarfélögum í Dagsbrún.
Blaðið hefur jafnframt bent á
það að með þessari uppgjöf
hafi forysta Dagsbrúnar
hlaupið á sig og það komi í
hlut annarra að bjarga henni
úr klípunni, það verða áreið-
anlega ekki Pétur Tyrfingsson
og félagar sem rétta hlut
Dagsbrúnarmanna. En hvern-
ig halda menn að atkvæði féllu
í Dagsbrún nú á þessari
stundu ef kjarasamningarnir
yrðu lagðir undir atkvæði
allra félagsmanna? Kannski
er það leiðin til að bjarga Guð-
mundi J. og félögum úr vand-
ræðunum að þeir vísuðu mál-
inu til almennrar atkvæða-
greiðslu? En slík vinnubrögð
samrýmast auðvitað ekki
skoðunum þeirra sem aðhyll-
ast kenningar Trotskys og
telja sig eina geta haft vit
fyrir almúganum.
Stjórnað
á ensku?
Avegum útgáfufyrirtækis-
ins Örn og Örlygur er nú
unnið að gerð nýrrar ensk-
íslenskrar orðabókar. Er það
þarft verk og brýnt. Þeir sem
við dagblöð starfa gera sér
betur ljóst en flestir aðrir hve
góðar orðabækur eru mikils
virði. Blaðamenn verða að
vera við því búnir að snúa á
svipstundu erfiðum texta á
þannig mál að sem flestum sé
skiljanlegt. Það er ekki síst
varðandi ýmis hernaðarleg
heiti sem íslenska blaðamenn
rekur í vörðurnar. í því efni
hefur Öryggismálanefnd unn-
ið merkilegt starf með því að
samræma notkun ýmissa lyk-
ilheita í umræðunum um nú-
tímahernað. Vonandi verður
tekið mið af því við gerð hinn-
ar nýju orðabókar.
Tölvan er íslendingum sem
jetur fer mun handhægari en
vígtól og síðastliðið haust kom
út íslenskt tölvuorðasafn.
Hins vegar hefur það nú kom-
ið fram hjá forstöðumönnum
Stjórnunarfélags íslands að
>eir treysta sér ekki til að
cynna fslendingum tölvunám-
skeið sín nema á ensku, ann-
ars komist auglýsing um þau
ekki til skila. Fleiri auglýs-
ingar þessa félags hafa birst á
ensku. Sú spurning vaknar
ívort Stjórnunarfélagið hafi
comist að þeirri niðurstöðu að
íslenskum fyrirtækjum sé bet-
ur stjórnað á ensku en móð-
urmálinu?
19 verslanir íhuga uppsögn samninga við kritarkortafyrirtæki:
„Óhjákvæmilegt að kostnaður
við kortin hækki vöruverð"
Tómasar-
kvöld í Þjóð-
leikhúsinu
NÚ STANDA yfir æfingar á litla
sviði Þjóðleikhússins á dagskrá
sem byggð er á verkum Tómasar
Guðmundssonar. Þar verður lesið _
upp úr Ijóðum skáldsins og sungin
vinsæl lög, m.a. eftir Sigfús Hall-
dórsson og Gylfa Þ. Gíslason.
Herdís Þorvaldsdóttir hefur
umsjón með dagskránni, en auk
hennar koma fram þau Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Arnar
Jónsson, Edda Þórarinsdóttir,
Guðrún Þ. Stephensen, Helgi
Skúlason og Róbert Arnfinnsson,
og undirleik á píanó annast
Bjarni Jónatansson.
Leikhúsgestum verður boðið
upp á veitingar.
Frumsýning verksins verður 1.
apríl.
Jón Oddsson hrL fyrir Hæstarétti:
Játníng Grétars liggur fyrir
— aðeins deilt um ásetning
MÁLFLUTNINGI var haldið áfram í Hæstarétti í gær í Skaftafellsmálinu
svokallaða. Jón Oddsson, hrl., verjandi ákærða, Grétars Sigurðar Árnasonar,
hélt áfram ræðu sinni og lauk. Hann taldi að Grétar Sigurður hefði aldrei farið
að sæluhúsinu með þeim ásetningi að skaða frönsku systurnar Marie Luce
Bahuaud og Yvette Marie Bahuaud. Atburðarásin hefði tekið af honum völdin
með þeim hörmulegu afleiðingum, að Yvette lést af völdum skotsára og Marie
Luce slasaðist alvarlega í átökum við Grétar.
Svo kann að fara að krítar-
kort, sem orðin eru snar þáttur
í viðskiptaháttum neytenda,
heyri sögunni til eftir nokkra
mánuöi. Eigendur og fulltrúar
nítján verslana á höfuðborg-
arsvæðinu hafa sent Visa Is-
landi og Kreditkortum sf.
bréf, þar sem þeir fara fram á
viðræður við fyrirtækin til þess
að koma í veg fyrir að kostnað-
ur við notkun krítarkorta leiði
til hækkunar vöruverðs.
Náist ekki samkomulag eru versl-
anirnar sammála um að segja upp
viðskiptum við ofangreind fyrirtæki
frá og með 20. apríl. Þótt komi til
uppsagnar samninganna munu
„ÉG SÁ eldbjarmann út um
gluggann og fór út á hlað til að
sjá hvað þetta væri. Þá var eld-
urinn orðinn svo mikill, að ég
réð ekkert við hann. Ég var þó
aldrei í neinni hættu,“ sagði
Páll Andrésson, bóndi á Múla
í Þorskafirði, sem í fyrrinótt
horfði á íbúðarhús sitt og
hlöðu brenna til grunna. Eld-
urinn kom upp á miðnætti í
skúrbyggingu áfastri íbúðar-
húsinu. Skúrinn hafði áður
verið hesthús en undanfarin
20 ár eða svo hafði Ijósavélin á
Múla, dísilvél, verið geymd
þar.
Slökkvilið frá Reykhólum kom
fljótlega á vettvang en fékk ekki við
Meðal þeirra sem tekið hafa
þátt í undirbúningi „Friðarvik-
unnar" eru Friðarhópur kvenna,
tvær friðarhreyfingar fram-
haldsskólanema, Friðarhreyfing
fólks í uppeldisstörfum, Frið-
arhópur einstæðra foreldra,
Friðarhópur kirkjunnar, Frið-
arhreyfing fóstra, Læknar gegn
kjarnorkuvá, Eðlisfræðingar
gegn kjarnorkuvá, og Samtök
herstöðvaandstæðinga.
Friðarhópur kirkjunnar hafði
frumkvæði að því að bjóða
Varðbergi, félagi áhugamanna
um vestræna samvinnu, aðild að
„Friðarvikunni". Varðberg hafði
verslanirnar ekki loka á krítar-
kortaviðskipti fyrr en 1. ágúst og 1.
september, þar sem uppsagnarfrest-
ur samninganna við krítarkortafyr-
irtækin er þrír mánuðir hjá öðru,
fjórir hjá hinu.
Samstaða stórmarkaða
Fulltrúar eftirtalinna verslana
hittust á fundi í gær og eiga aðild að
samkomulaginu: Hagkaup, Kjöt-
miðstöðin, Verslunin Víðir, Breið-
holtskjör hf., Kostakaup hf., Versl-
unin Kópavogur, Fjarðarkaup hf.,
Vörumarkaðurinn hf., Verslunin
Ásgeir, Kaupgarður, SS-búðirnar,
Melabúðin, Kjöt og fiskur hf., Kaup-
félag Hafnfirðinga, Straumnes,
Hólagarður, Mikligarður, Arnar-
hraun og JL-húsið. Eins og sjá má
— sagði Páll Andrés-
son, bóndi á Múla í
Þorskafirði, þar sem
bæjarhús og hlaða
brunnu til kaldra kola
með öllum heyjum
neitt ráðið vegna þess að um kíló-
metri er í næstu á og lágsjávað var
og því ekki hægt að dæla sjó á eld-
inn. Brann húsið ásamt hlöðu með
um 50 hestum af heyi og hálfu öðru
tonni af graskögglum. „Það var lítið
aíinað hægt að gera en að horfa á
eldinn," sagði Páll. „Ég náði í smá-
vegis af fötum og smádóti í fljót-
heitum, en það fór takmarkað út af
húsgögnum, enda hafði ég meiri
áður átt þátt í ráðstefnu um
friðarmál á vegum Lífs og lands.
Að sögn Sveins Grétars Jóns-
sonar, formanns Varðbergs,
vissu Varðbergsmenn ekki af
fyrirhugaðri „Friðarviku" fyrr
en séra Auður Eir Vilhjálmsd-
óttir hafði samband við hann og
bað hann að ræða um þetta mál
við kirkjunnar menn á Biskups-
stofu, hvað hann og gerði. Kvað
hann hafa komið þar fram að
kirkjunnar menn teldu ekki
vansalaust að sniðganga Varð-
berg eftir þátttöku þess í ráð-
stefnu Lífs og lands og ámálg-
uðu hvort Varðbergsmenn hefðu
af upptalningunni eru allir helstu
stórmarkaðirnir í þessum hópi.
Að sögn sérstakrar nefndar, sem
skipuð hefur verið af hálfu þeirra
sem í hlut eiga, lýstu margir kaup-
menn yfir ákveðnum vilja á fundin-
um í gær á að rifta samningum við
krítarkortafyrirtækin nú þegar.
Nefndin er skipuð þeim Gísla Blön-
dal, fulltrúa framkvæmdastjóra
Hagkaups, Jóni Sigurðssyni, fram-
kvæmdastjóra Miklagarðs, og
Gunnari Snorrasyni, kaupmanni i
Hólagarði. Hún boðaði blaðamenn á
sinn fund í gærdag og kynnti þeim
afstöðu kaupmanna nánar.
„Það sjá allir, að það er óhjá-
kvæmilegt að sá aukni kostnaður,
sem er krítarkortunum samfara,
komi fram í hækkuðu vöruverði,"
sagði Jón Sigurðsson. „Við viljum
komast hjá þessari hækkun og höf-
um þess vegna farið fram á viðræð-
áhuga á að ná í eitthvað utan á
mig.“
Páll var með um 100 fjár í sér
húsi nokkuð frá bænum og sakaði
það ekki. Hús voru vátryggð en
hvorki hey né annað fóður. Tjón
Páls er því mikið og verður erfitt að
bæta heyskaðann, vegna þess að fá-
ir eru aflögufærir með hey.
„Ég veit svo sem ekki hvað tekur
við, ég er lítið farinn að hugsa það
ennþá," sagði Páll í samtalinu við
blaðamann Mbl., þá var hann stadd-
ur hjá sveitungum sínum. „Bróðir
minn á sumarbústað þarna við
túngarðinn og ég hef verið að hugsa
um að reyna að vera þar eitthvað.
Það var fjandi að lenda í þessu, ég
hef lengi — eins og margir aðrir
væntanlega — verið að vona að ég
þyrfti ekki að lenda í neinu svona
sjálfur. En svona fór það nú,“ sagði
Páll Andrésson.
áhuga á þátttöku í „Friðarviku".
Sveinn kvað það vel hugsanlegt.
Síðan var honum fengin tillaga
eðlisfræðinga um hugsanleg
formálsorð „Friðarvikunnar" og
kvaðst hann ekki sjá annað en
undir þá tillögu gætu Varð-
bergsmenn vel skrifað. Einnig
voru honum afhentir minnis-
punktar um fyrirhugaða
dagskrá „Friðarviku".
Seinna var Sveini sagt að
fyrrnefnd tillaga yrði hugsan-
lega ávarpsorð, ef samþykkt
yrði, og myndi þá væntanlega
standa efst í gestabók sem gest-
ur við Visa ísland og Kreditkort sf.
Meðaltalsþóknun til þessara fyrir-
tækja vegna krítarkortanna er 3%.
Upphæðirnar eru lánaðar í allt að
45 daga og vextir af þeim lánstíma
nema 2%. Alls eru þetta 5%, sem
verslanirnar þurfa að borga fyrir að
veita þessa þjónustu. Krítarkortin
verða æ stærri hluti í heildarveltu
matvöruverslana og lætur nærri að
þau séu um 20% af veltu þeirra
verslana, sem undir bréfið skrifuðu.
í sumum tilvikum eru þess dæmi að
hlutfallið hafi farið allt upp í 50% á
einum degi. Við viljum létta þessum
aukakostnaði af neytendum. Þeir,
sem ekki hafa krítarkort, borga
kostnaðinn til jafns við korthafa."
Versnandi innkaupastaða
Gísli Blöndal hjá Hagkaup sagði
hlutdeild krítarkortanna í veltu
matvöruverslana hafa aukist veru-
lega að undanförnu. „Það eru gífur-
legar fjárhæðir bundnar í þessum
lánum. Innkaupastaða verslananna
versnar og það leiðir svo aftur til
hækkaðs vöruverðs. Það er heldur
ekkert launungarmál, að bankarnir
hafa ekkert komið til móts við
okkur til að fjármagna þessi lán og
ekki hefur það gert kaupmönnum
auðveldara fyrir. Þessir peningar,
sem verið er að lána, eru einfaldlega
ekki til. Þá sakar ekki að geta þess
að hingað til hefur ekki þekkst, að
þeir sem veita lán þurfi að greiða af
þeim vextina líka,“ sagði Gísli.
Er þremenningarnir voru að því
spurðir hvort þessi þróun hefði ekki
verið fyrirsjáanleg svöruðu þeir því
til, að hana hefði mátt sjá fyrir að
vissu marki. „Það var gífurlegur
þrýstingur á kaupmenn frá almenn-
ingi og bankakerfinu að taka þessa
nýju viðskiptahætti upp á sínum
tima,“ sagði Jón Sigurðsson. „Kaup-
menn létu undan þessum þrýstingi
en eru núna fyrst að sjá afleið-
ingarnar til fulls.“
Þá sögðu nefndarmenn að þóknun
til krítarkortafyrirtækjanna hér á
landi væri mun hærri en t.d. í Dan-
mörku, þar sem hún væri aðeins um
0,5%. Gunnar Snorrason sagði, að
þar i landi greiddu korthafar 2
krónur danskar, 6 kr. íslenskar,
fyrir ftvern notaðan kritarseðil.
um „Friðarviku" gæfist kostur á
að rita nöfn sin i.
Séra Bernharður Guðmunds-
son reifaði síðan hugmynd um
þátttöku Varðbergs í „Friðar-
viku“ á fundinum í fyrrakvöld.
Að sögn Bernharðs leggur
Friðarhópur kirkjunnar áherslu
á að allir sem vilja vinna að friði
og afvopnun geti tekið þátt í
„Friðarviku" og friðarstarfi al-
mennt, hvort sem um sé að ræða
Varðberg eða aðra hópa. Hinir
einstöku hópar hljóti að skil-
greina það sjálfir hvort þeir
telji sig friðarhreyfingu. Ef ein-
staklingar eða hópar geti skrif-
að undir yfirskrift „Friðarviku"
finnist Friðarhópi kirkjunnar
eðlilegt að bjóða þá velkomna til
samstarfs að þessu brýnasta
máli mannkyns. Friðarbaráttan
varði alla og megi ekki vera
undir flokkspólitískum fánum.
Hann mótmælti þeirri staðhæf-
ingu ákæruvaldsins, að Grétar hefði
viljandi skotið Yvette í bakið með
haglabyssu af 30 til 40 metra færi,
heldur taldi líklegt að Yvette hafi
særst þegar skot hljóp úr byssunni í
sæluhúsinu á Skeiðarársandi í átök-
um við Marie Luce. Verjandi sagði,
að að því best yrði séð hefði mis-
skilningur Grétars verið kveikjan
að þeim hörmungaratburðum sem
urðu — sá misskilningur hans að
frönsku stúlkurnar hefðu reykt
hass. „En hvað veldur þessum mis-
skilningi ákærða um hasslykt í
sæluhúsinu?" spurði Jón Oddsson
Uppástunga séra Bernharðs
Guðmundssonar hlaut misjafn-
ar undirtektir og létu andstæð-
ingar hennar ekki skipast þó
fram kæmi að Varðbergsmenn
væru fúsir til að skrifa undir
tillögu eðlisfræðinga að for-
málsorðum Friðarvökunnar.
Tillaga eðlisfræðinga er á
þessa leið: „Við hvetjum Banda-
ríkin, Sovétríkin og önnur
kjarnorkuveldi til samkomulags
um að stöðva tilraunir með
kjarnorkuvopn og kjarnorku-
flaugar, fiamleiðslu þeirra og
útbreiðslu. Meðan unnið er að
slíku samkomulagi, ætti hvergi
að koma fyrir kjarnorkuvopnum
eða tækjum til að flytja þau.
Samkomulag af þessu tagi gæti
að okkar mati orðið fyrsta
skrefið í átt til allsherjaraf-
vopnunar í heiminum, sem við
og hélt áfram. „Eins og fram hefur
komið í skýrslum ákærða og öðrum
gögnum málsins, virðist ákærði
hafa kynnst nokkuð notkun kanna-
bisefna erlendis, einkum í Kaup-
mannahöfn og virðist hann hafa
ímugust á notkun fíkniefna. Sjálfur
kveðst hann aðeins einu sinni hafa
prufað notkun kannabisefna, en séð
sjálfur hversu skaðvænleg þessi
efni eru af kynnum sínum við neyt-
endur ... í sæluhúsinu var sagga-
lykt og vera kann að lykt af óhrein-
um og ef til vill rökum ullarfatnaði
hafi komið ákærða fyrir sem svo-
kölluð hasslvkt.
lítum á sem lokatakmark frið-
arbaráttunnar."
Plagg þetta er þýðing á hvatn-
ingu sem þúsundir eðlisfræð-
inga hafa undirritað erlendis.
Einn úr Friðarhópi lista-
manna kom fram með aðra til-
lögu sem að sögn fundargesta
var efnislega mikið til sam-
hljóða tillögu eðlisfræðinganna,
en þar kom einnig fram hvatn-
ing um að íslensk stjórnvöld
beiti sér í afvopnunarmálum.
Þrír menn voru settir í að
reyna að semja upp úr þessum
tveimur tillögum eina sem allir
gætu skrifað undir. Það verk
unnu fulltrúar lækna, lista-
manna og kirkjunnar.
Miklar umræður urðu um
sameiningarplaggið og hlaut
það samþykki. Hins vegar urður
deilur um innskotstillögu frá
Vigfúsi Geirdal, fulltrúa Sam-
taka herstöðvaandstæðinga.
Fengu menn að lyktum hvert
sitt eintak af sameiningarplagg-
inu og innskotstillögunni til að
kynna hver í sínum hópi. Sam-
einingarplaggið er á þessa leið:
„Við undirritaðir gestir á Frið-
arpáskum 1984 heitum á íslensk
stjórnvöld að taka upp einarða
andstöðu gegn kjarnorkuvíg-
Einnig er rétt að hafa í huga að
ákærði hafði í ferð sinni helgina áð-
ur til Reykjavíkur neytt áfengis
óhóflega og haft orð á því við starfs-
fólk á Skaftafelli að hann væri eftir
sig eftir neyslu áfengis,“ sagði Jón.
Hann vitnaði til skýrslu geðlæknis
þessu til stuðnings en þar segir
meðal annars: „í því sambandi er
hugsanlegt að langvarandi þreyta
og svefnleysi ásamt eftirstöðvum
mikillar áfengisneyslu kunni að
hafa haft áhrif á aðdragandann að
því atviki, sem Grétar Sigurður er
kærður fyrir."
„Það sem þarna gerðist virðist
mjög tilviljanakennt og tilfallandi
aðstæður á staðnum meira og
minna komið ákærða úr tilfinninga-
legu jafnvægi þannig að hann hafi
misst sjálfstjóm á geði sínu og allri
heilbrigðri hugsun, svo jaðraði við
sturlun," sagði Jón Oddsson. Hann
taldi niðurstöðu héraðsdóms um
búnaði og vopnakapphlaupi. 1)
Við skorum á Bandaríkin og
Sovétríkin og önnur kjarnorku-
veldi að gera samkomulag um
stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar
og hefja kerfisbundna afvopnun.
Meðan unnið er að slíku sam-
komulagi ætti hvergi að koma
fyrir kjarnorkuvopnum eða
tækjum tengdum þeim.
Slíkt samkomulag gæti orðið
fyrsta skrefið til allsherjar af-
vopnunar sem er lokatakmark
friðarbáttu."
Innskotstillaga Vigfúsar
Geirdal:
„Við skorum á Bandaríkin og
Sovétríkin og önnur kjarnorku-
veldi að þau skuldbindi sig til að
grípa aldrei að fyrra bragði til
kjarnorkuvopna, geri samkomu-
lag um stöðvun kjarnorkuvíg-
búnaðar og hefji kerfisbundna
afvopnun."
Fulltrúar friðarhreyfinganna
sem hyggjast standa fyrir „Frið-
arviku" í Norræna húsinu dag-
ana 14. til 23. apríl hafa hug á að
hittast innan tíðar og ákveða
endanlega yfirskrift „Friðarvik-
unnar“ og að því loknu verður
tekin ákvörðun um þátttöku
Varðbergs og hugsanlegra hópa
annarra.
svonefndan líkindaásetning rangan.
„Orðalagið „að reikna verði honum
þennan verknað til ásetnings“ tel ég
gagnrýnisvert enda ekki frekar
rökstutt," sagði Jón.
Jón sagði að játning ákærða lægi
fyrir — aðeins væri greint á um
hvort það hefði verið ásetningur
ákærða að fremja þau voðaverk sem
urðu. Jón taldi einsýnt að svo hefði
ekki verið. Því telur verjandi rétt að
beitt verði ákvæði 215. greinar al-
mennu hegningarlaganna, saman-
ber 218. grein en ekki 211. grein
hegningarlaganna, sbr. 108. gr. laga
74/1974 sbr. 118. grein sömu laga.
215. greinin er svohljóðandi: „Ef
mannsbani hlýst af gáleysi annars
manns, þá varðar það sektum, varð-
haldi eða fangelsi allt að 6 árum,“
en 211. greinin kveður á um að hver
sem sviptir annan mann lífi, skuli
sæta fangelsi ekki skemur en 5 ár
eða ævilangt. Varðandi líkamsárás-
ina gagnvart Marie Luce taldi verj-
andi að 1. málsgrein 218. greinar
hegningarlaganna ætti við fremur
en 2. málsgrein sömu lagagreinar.
Þá mótmælti verjandi að 1. máls-
grein 220. greinar hegningarlag-
anna eigi við, en hún kveður á um að
hver sem kemur manni í það ástand
að hann er án bjargar, eða yfirgefur
mann, sem hann átti að sjá um í
slíku ástandi, skuli sæta fangelsi
allt að 8 árum.
Loks má nefna að verjandi mót-
mælti kröfu ákæruvaldsins um að 2.
mgr. 77. greinar hegningarlaganna
eigi við, en hún kveður á um að refs-
ing geti farið yfir hámark 16 ár.
I lok ræðu sinnar sagði Jón:
„Ákærði virðist hafa átt erfitt upp-
dráttar í æsku. Hann kynntist ekki
föður sínum og heimili hans og at-
hvarf var nokkuð á reiki. Hann er
haldinn vanmáttarkennd, sker sig
úr, dregur sig til baka og varð ein-
rænn. Hann fékk berkla í vinstri
mjöðm þegar hann var 11 ára gam-
all og hefur tíðum orðið að dvelja á
sjúkrahúsum. Skólagangan var
slitrótt vegna veikinda og vanefnin
virðast hafa kippt úr vexti og hæfi-
leikum æskunnar.
Um er að ræða fjölskyldumann,
sem á fyrir þremur börnum á við-
kvæmum aldri að sjá. Þungur áfell-
isdómur snertir því fleiri en
ákærða," sagði Jón Oddsson, hrl.,
verjandi Grétars Sigurðar Árnason-
ar. Dómarar í málinu eru Þór Vil-
hjálmsson, forseti Hæstaréttar,
Halldór Þorbjörnsson, Magnús Þ.
Torfason, Björn Sveinbjörnsson og
Guðmundur Jónsson. HH.
„Lítið að gera nema að
horfa á bæinn brenna"
Deilt um ávarpsorð og þátttökuaðila
í „Friðarviku“ í Norræna húsinu
FUNDUR um fyrirhugaða „Friðarviku" sem halda á í Norræna húsinu dagana 14. til 23. apríl nk.
var haldinn í Félagsheimili leikara við Lindargötu í fyrrakvöld og sátu hann um tuttugu fulltrúar
ýmissa friðarhreyfinga. Friðarvika þessi hefur verið í bígerð að undanförnu og eru menn vel á veg
komnir með að leggja línurnar í dagskrá vikunnar. Öllu verr horfír með einingu um yfírskrift
„Friðarvikunnar“ og þátttökuhópa.