Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
Námur á höfuðborgar-
svæðinu kortlagðar
— undirstaða þess að hægt sé að nýta námurnar skipu-
lega, segir Sverrir Scheving Thorsteinsson jarðfræðingur
JARÐSETA og bergnámur á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið
kortlagðar og hafa Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og
Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins unnið að gerð kortsins und-
anfarin misseri. Nú eru uppi áform hjá Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins um að skrá allar námur á landinu í tölvu. Alls
eru 118 bergnámur skráðar á námukortið, en þetta er í fyrsta
sinn sem ráðist er í að skrásetja og kortleggja námur á höfuð-
borgarsvæðinu.
Hið nýja námukort var kynnt
á fundi sem boðað var til hjá
Skipulagi ríkisins nú fyrir
skömmu. í skýrslu Sverris
Scheving Thorsteinsson jarð-
fræðings, þar sem greint er frá
undirbúningi og vinnslu námu-
kortsins, segir meðal annars
frá því að námur hér séu mjög
dreifðar þó þær fylgi aðalsam-
gönguleiðum, óunnið efnismagn
virðist meira en menn höfðu
talið og að gömlu námurnar í
Reykjavík séu fróðlegri en talið
var í fyrstu og gætu þær gefið
áhugaverðar upplýsingar vegna
steypuskemmda á mannvirkj-
um. 1 skýrslunni kemur enn-
fremur fram, að fullnýttar
námur á höfuðborgarsvæðinu
eru tíu talsins, tuttugu námur
eru nýttar daglega og alls eru
22 námur óbeint friðaðar.
„Ég lít á kortið sem undir-
stöðu þess að hægt verði að
nýta námur á höfuðborgar-
svæðinu skipulega og einnig að
fullt tillit sé tekið til umhverf-
is- og nátturuverndarsjónar-
rniða," sagði Sverrir Sch.
Thorsteinsson í spjalli við blm.
Mbl. eftir fundinn hjá Skipu-
lagi ríkisins.
„Það er augljóst að staðgóð
þekking á námum og efnisgæð-
um er nauðsynleg forsenda þess
að allir efnisflutningar verði
sem hagkvæmastir, það er að
segja að rétt efni sé sótt á rétt-
an stað á réttum tíma.
Árleg jarðefnavinnsla á
Stór-Reykjavíkursvæðinu er
áætluð um ein milljón rúm-
metra og af því er hlutur
steinsteypunnar áætlaður um
200.000 rúmmetrar. Ef stytta
má flutningsleið um einn kíló-
metra, sparast um 20.000 krón-
ur á hverja 1000 rúmmetra.
Þannig erum við að tala um allt
að 20 milljón króna sparnað á
ári hér á höfuðborgarsvæðinu,
ef stytta mætti fjarlægð milli
náma og mannvirkja um aðeins
500 metra. Þessar tölur miða ég
við taxta efnisflutningabíla,
sem í mars er 10 krónur fyrir
hvert tonn sem ekið er einn
kílómetra.
Eitt af þeim verkefnum sem
nú liggja fyrir hjá þeim aðilum
sem unnu að gerð kortsins, auk
Náttúruverndarráðs, er að
meta námurnar með tilliti til
náttúruverndar og gefa þeim
einhvers konar einkunn meðal
annars með tilliti til jarðsögu-
legs gildis, fræðslugildis, þjóð-
minjagildis og landslagsgildis.
Heppilegt væri að hver
landshluti hefði einhverskonar
vitneskjubanka eða miðstöð,
þar sem allar upplýsingar um
námur, lagnir ofan jarðar eða
neðan, landamörk og fleira
væru aðgengilegar. Einnig væri
mögulegt að sama stofnun eða
miðstöð gæfi leyfi til nýtingar
á námunum gegn hóflegu
gjaldi, sem nægði til rannsókna
á námunum og eftirliti með
þeim,“ sagði Sverrir Scheving
Thorsteinsson að lokum.
SKIPUI.AG RÍKISINS
KMGARTt'N J. REYKJAVHL SlMI IW
1
NÁMURÁ
HÖFUÐBORGAR-
SVÆOINU
‘ ■—* *—«' *—? r*
Mælikvaröi 1:100 000
Markaðsverð á rækju lækkar enn:
Horfur heldur
ískyggilegar
— segir Ottar Yngvason, framkvæmdastjóri
íslensku útflutningsmiðstöðvarinnar
MARKAÐSVERÐ á rækju fer enn lækkandi og hefur það lækkað um allt að
30% miðað við um árs tímabil. í janúarmánuði var lækkunin orðin um 20%
og að sögn Óttars Yngvasonar, framkvæmdastjóra íslenzku útflutnings-
miðstöðvarinnar, gæti þessi staða varað út þetta ár. Horfur með tilliti til
fyrirhugaðrar aukningar á veiðum og vinnslu rækju væru því heldur ískyggi-
legar.
óttar sagði, að vegna sölutregðu
í kjölfar verðlækkunarinnar hefðu
víða safnazt miklar birgðir hjá
framleiðendum hér heima. Þegar
verð væri lágt væru kaupendur
erlendis tregir til kaupa og keyptu
jafnan til skemmri tíma en ella.
Skýringar þessa væru meðal ann-
ars mikil aukning á rækjuveiðum
Norðmanna á síðasta ári og útlits
á svipuðum veiðum þeirra nú svo
og „rækjuslysið" í Hollandi í janú-
ar. Á síðasta ári hefðu Norðmenn
veitt 76.000 lestir af rækju, en
54.000 árið áður. Þá hefði enn-
fremur orðið aukning á veiðum
okkar eða úr 9.150 lestum 1982 í
um 13.000 á síðasta ári. Áður fyrr
hefði hrun rækjuveiða við Banda-
ríkin komið okkur til góða í auk-
inni eftirspurn og fremur háu
markaðsverði, en hin gífurlega
aukning á veiðum Norðmanna
hefði hins vegar orðið til að metta
markaðinn að miklu leyti.
Óttar sagðist telja ólíklegt að
verðið færi miklu neðar, því þá
yrðu Norðmenn sennilega að
draga úr framleiðslu sinni og
framboð minnkaði og verð hætti
að öllum líkindum að lækka.
Markaðurinn leitaði alltaf jafn-
vægis. Sér sýndist hins vegar, að
miðað við markaðsverðið á rækj-
unni nú, yrði árið ákaflega erfitt
fyrir rækjuvinnsluna hér. Líklega
gæfi það henni varla nema rétt
fyrir breytilegum vinnslukostnaði
og þá væri eftir að taka inn í
dæmið stofnkostnað nýrra
vinnslufyrirtækja.
Morgunblaðið/KÖE.
Anton Örn Kærnested (t.v.) og Kristján Jóhannsson, forstjóri AB, blaða í
eintaki af norsku bindi mannkynssögunnar.
Aimenna bókafélagið
undirbýr útgáfii á 4000
síðna mannkynssögu
ALMENNA bókafélagið á íslandi hefur keypt útgáfuréttinn að norrænum
hókaflokki um mannkynssögu: „Aschehougs verdenshistorie", sem Asche-
houg-forlagið í Noregi hóf útgáfu á árið 1982. Bókaflokkurinn er ritaður af
sérfræðingum frá Norðurlöndunum og hefur notið mikilla vinsælda í Noregi.
Ritverkið telur yfir 4000 síður, sem skipt er niður í 15 bindi. Um 6000 myndir
og teikningar prýða verkið, þar af margar litmyndir. Þá er í hverju bindi
ítarleg nafna- og staðaskrá.
AB hyggst gefa út öll 15 bindin
á tímabilinu frá nóvember nk. til
júní á árinu 1989. Riðið verður á
vaðið með því að gefa út bindi
númer 13 í röðinni, sem fjallar um
millistríðsárin, tímabilið frá 1918
til 1939. Gunnar Stefánsson,
bókmenntafræðingur, annast þýð-
ingu á því bindi. Því næst verður
14. bindið gefið út, í mars 1985, en
það bindi spannar tímann frá
stríðslokum til ársins 1965. Lýður
Björnsson, sagnfræðingur, þýðir
það verk.
„Við látum prenta ritverkið í
Hollandi hjá Royal Smeets-
prentsmiðjunni og erum í því efni
samskipa Finnum, sem einnig eru
að hefja útgáfu mannkynssögunn-
ar um þessar mundir," sagði Ant-
on Örn Kærnested, forsvarsmaður
bókaklúbbs AB, í samtali við blm.
Mbl. „Það munar miklu að gera
þetta í sameiningu með Finnun-
um, því við það lækkar prentun-
arkostnaðurinn verulega. Það er
hæpið að við hefðum getað farið
út í þetta annars,“ sagði Anton
örn.
Anton Örn sagði að bókunum
yrði einvörðungu dreift í gegnum
bókaklúbb AB og yrðu ekki seldar
í bókaverslunum. Það eru því að-
eins félagsmenn klúbsins sem eiga
kost á að kaupa bækurnar.