Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 15 Þórður Pálsson fisksali í Borgarnesi: „Fólk vill fá fiskinn til- búinn beint á pönnuna44 — Undirbýr framleiðslu á bitafiski úr silungi Starfsfólk Fiskbúðar Þórðar í versluninni: Unnur Ólafsdóttir, Rúnar Kagnarsson og Þórður Pálsson. Borgarnesi, 15. mars. FISKBÚÐ ÞÓRÐAR í Borgarnesi hefur hafið framleiðslu á bita- harðfiski og er raeð framleiðslu á bitafiski úr silungi í undirbúningi. Þórður Pálsson hefur rekið fiskverkun og búð í Borgarnesi í um 10 ár. Fiskbúðin í þessu ann- ars fisklausa sveitaþorpi er róm- uð fyrir mikið og gott úrvai og kemur fólk stundum langar leið- ir til að versla. „Fyrst þegar ég byrjaði þótti fólki hér gott að fá bara saltfisk og ýsu, það gerði ekki aðrar kröfur," sagði Þórður í samtali við blm. Mbl. „En á síðustu árum hefur þetta verið að þróast upp í það að fólk vill fá fiskinn í tilbúnu formi, þannig að það þurfi sem minnst fyrir matseldinni að hafa. Helst þarf þetta að vera tilbúið á pönnuna. Við höfum gert okkar til að verða við þessum óskum fólks. Til dæmis útbúum við ýsuflök með raspi og kryddi, sem tilbúin eru beint á pönnuna. Þau eru mjög vinsæl og einnig lúðuflök, Rúnar Ragnarsson með bitafisk- inn sem nú er alls staðar að slá í gegll. Morgunblaðið/HBj. sem eru útbúin í rúllur og fyllt og krydduð. Þeim fer sífellt fækkandi sem koma og kaupa sína heilu ýsu. Nú er svo komið að ekkert þýðir að bjóða skóla- krökkum til dæmis fiskinn í því formi." Þórður kaupir fiskinn aðallega frá Akranesi og reynir að sækja hann þangað daglega en áður keypti hann fiskinn mest frá Ólafsvík. Sagðist hann mest selja fisk í Borgarnes og héraðið en einnig útvegaði hann fisk í skólana í héraðinu og víðar, t.d. norður í land. Þá sagðist hann selja harðfisk og hákarl til höf- uðborgarsvæðisins. Þá sagði Þórður að áberandi væri hvað farþegar úr áætlunarbifreiðun- um á leið norður og vestur kæmu mikið við og versluðu á meðan rúturnar stoppuðu við hótelið, hinum megin við götuna. Að- spurður um neyslu fisks sagði Þórður að ekki væri hægt að kvarta undan henni, hún væri sí- fellt að aukast. Þórður byrjaði eins og áður sagði að vinna fisk í Borgarnesi fyrir 10 árum. Byrjaði hann þá á því að kaupa þorskhausa og skera af þeim gellur og kinnar. Með góðra manna hjálp hefur hann síðan sífellt aukið við sig og hefur nú hafið framleiðslu á bitaharðfiski og selur víða. Sagði Þórður að bitarnir hefðu líkað afar vel. Bitafiskurinn er búinn þannig til að, flök eru sett í salt- pækil og síðan fryst. Þá er þeim rennt í gegnum vél, sem sneiðir þau í bita og loks eru bitarnir þurrkaðir í sérstökum þurrk- klefa. Sagði Þórður að ætlunin væri að gera einnig tilraunir með að gera bitafisk úr silungi I sumar. Sagðist hann vera afar spenntur að sjá hvernig til tæk- ist með það, því mikið af smásil- ungi félli til í héraðinu, sem vandræði væri að koma í verð. Þá sagðist Þórður einnig vera að útbúa aðstöðu til að reykja bæði silung og fisk og væri stefnan sú að vinna sem mest af fiskinum sjálfur. Rúnar Ragnarsson, sem vinnur hjá Þórði í fiskbúðinni, stendur með honum að nýjung- unum, þ.e. bitafiskframleiðsl- unni og reykingunni. — HBj. ÞAÐ STAÐFESTIR VERÐKÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR Verðlagsstofnun framkvæmdi verð- könnun í lok nóvember og tók hún til allra fáanlegra rafhlaðna á markaðnum hér Þessi verðkönnun staðfesti m.a. það sem við höfum alltaf sagt: AÐ WONDEB BÝÐUR ÓDÝRUSTU ALKALINE RAFHLÖÐURNAP í ÖLLUM ÞEIM FLOKKUM SEM ÞÆR FAST. (Sjá töflurnar hér til hliðar). Einnig viljum við benda á geysigóða útkomu WONDER SUPER rafhlaðnanna í sömu könnun. Þar er verðmunurinn einnig verulegur, eða 3,5%-37,0% ódýrari en meðal- verð og 21,4%-49,6% ódýrari en hæstaverð. allt eftir flokkum og notkunarsviði. Nú þarftu ekki lengur vitnanna við: JíSoSfíW (tsso) Olíufclagið hf Fást á bensínstöövum ESSO og miklu víðar. TAFLA I Rafhlöður fyrir vasaljós, útvörp, segulbönd, raf- knúin leikföng o.fl. (R 20) D (alkaline rafhlöður): Wonder alkaline .... 55,20 Duracell alkaline National alkaline Berec alkaline plus .. .. Ucar professional Ray-Ó-Vac alkaline .... Hellesens alkaline Varta energy .... 65,00 .... 68.00 .... 69,00 .... 74,05 .... 86,40 .... 95,00 .... 98,50 TAFLA II Rafhlöður fyrir flöss, reiknivélar, reykskynjara o.fl. (R 6) O (alkaline); Wonder alkaline ............. 22,30 Ray-O-Vac alkaline .......... 27,00 National alkaline ........... 33,00 Ucar professionai ........... 33.00 Berec alkaline plus ......... 33,75 Hellesens alkaline .......... 34.00 Varta energy ................ 34,25 Duracell alkaline ........... 36.00 TAFLA III Rafhlöður fyrir reykskynjara o.fl. (6F 22) D (alkalinel: Wonder alkaline 118,30 National alkaline Varta energy Duracell alkaline Hellesens alkaline Ucar professional 120,00! 131 40 135,00 139,00 140,00 TAFLA IV Rafhlöður fyrir myndavélar, tölvuspil reiknivélar o.fl. LR 03 - alkaline: , Wonder1’ Varta 30,85 36.15 Berec ......................... 42.00 Ucar .......................... 43,00 Duracell ....................... 45.00 Hellesens ...................... 45,00 1) Þessar rafhlðður eru aðeins seldar tvær a spjaldl. uppgelíð verð er a einni ralhlöðu Heimild: Verikynning. 11. tbl. 3. árg. 1983

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.