Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 41 Engilbert Eiðs- son — Kveðjuorð Fæddur 29. júní 1964. Iláinn 11. mars 1984. Kveðja frá vini. Mánudaginn 12. mars var ég að venju mættur í skólann um morg- uninn. En ekki kom mér til hugar að dagur þessi ætti eftir að vera einn sá sorglegasti í lífi mínu hingað til. Skömmu eftir komu mína í skól- ann frétti ég að Hellisey VE 503 hefði farist um nóttina. Sú frétt fékk hjartað í mér til að slá helm- ingi hraðar en það er vant að gera, því einn minn besti vinur, Eddi, var einn af skipverjum þar um borð. Seinna frétti ég að aðeins einn skipverjanna hafði komist í land, og það á frækilegan hátt, og Eddi var einn af þeim sem höfðu farist. Gat þetta veríð? Var þetta satt? Var hann Eddi farinn frá okkur? Þetta átti ég erfitt með að sætta mig við og mun sjálfsagt aldrei gera. En vegir guðs eru órannsak- anlegir, og okkur er sagt, að einn komi þá annar fer. Nú eru það minningarnar um traustan og góðan vin sem fylla hug minn, þær ætla ég að varðveita vel, þær getur enginn tekið frá mér. Sagt er, að þeir deyji ungir sem guðirnir elska mest. Hafið gefur og hafið tekur, það eru orð að sönnu. Elsku Solla, Eiður og Sigurborg, systkini og aðrir vandamenn, ykk- ur sendi ég mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Eddi verður alltaf til í hugum okkar, og það ásamt bless- un guðs mun veita ykkur og okkur vinum hans styrk til þess að halda áfram. Edda mun ég aldrei gleyma. Ornólfur Lárusson. Bára Aðalsteins- dóttir — Minning Kveöja frá starfsfélögum á nudd- og baðdeild og sjúkraþjálfara. Hún Bára Aðalsteinsdóttir er dáin. Hún andaðist í Landspítal- anum þann 4. þ.m. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Við starfssystkini Báru eigum nú á bak að sjá einum af okkar ágætu félögum og vinum, sem við kveðjum með söknuði og um leið þakklæti til gjafarans mikla, sem leyfði okkur að njóta samvistar hennar og mannkosta, hjálpsemi og fórnfýsi, sem jafnan var til staðar, unz leiðir skildu. Bára var framúrskarandi góður félagi. Hún var léttlynd og glað- Fædd 26. nóvember 1903 Dáin 14. mars 1984 Ég kveð í dag hinstu kveðju ömmu mína og nöfnu, Karólínu Jósepsdóttur. Hún bjó í Skipa- sundi 36, Reykjavík, lengst af sín- um búskap. Húsið og garðurinn var henni mjög kært. Húsið henn- ar ömmu hét áður Litli-Háteigur og stóð þá annars staðar í bænum, en síðar fluttu þau það inn í Skipasund, en alltaf var sjarmi yf- ir sögunni um Litla-Háteig og því til minningar málaði amma mín platta með húsinu eins og það var áður en það var flutt og stækkað. Hún var gift Kristni Halldóri Kristjánssyni, en hann dó árið 1952 svo aldrei naut ég nærveru hans í þessu lífi, en amma talaði mikið um hann og sagði okkur Á vegum heilbrigðisyfirvalda og Þróunarsamvinnustofnunar íslands í samvinnu við Rauða Kross íslands fer nú fram söfnun á notuðum en vel með förnum hjúkrunargögnum og lækningatækjum til sjúkrastofnana á Grænhöfðaeyjum. í frétt frá landlækni kemur fram að forráðamenn og stjórnendur sjúkrahúsa í þéttbýli og dreifbýli hafi sýnt þessu starfi góðan skiín- ing og að söfnun gangi allvel. vær í viðmóti og framkoma henn- ar öll var í senn gleðjandi og traustvekjandi. Störf sín rækti barnabörnunum frá honum alveg fram undir það síðasta. Áttu þau 8 börn, tvö þeirra dóu ung, ein stúlka ólst upp á öðru heimili en hin eru þau Anna, Al- freð, Gunnar, Jósep og Jónína Stella. Margs er að minnast er hugur- inn reikar til liðins tíma, garður- inn hennar ömmu var paradis á jörð og kom dálæti hennar á blóm- um og allri fegurð þar vel í ljós. Hún var alveg sérstaklega mikil handavinnukona og margt er til fallegt eftir hana. Sjálfri þykir mér vænst um öll dúkkufötin sem hún heklaði og prjónaði á dúkk- urnar mínar er ég var lítil. Margt var henni til lista lagt því mikið vann hún úr leir einnig. Eftir að afi dó og hún var enn ung að árum tók hún við þar sem Þeim sem vilja gefa til söfnunar- innar er bent á að hafa samband við skrifstofu Iandlæknis eða Rauða kross Íslands. Sigríður Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Rauða krossi íslands hefur um- sjón með söfnunni. Ætlunin er að senda gögnin með skipinu Feng sem fer til Græn- höfðaeyja í apríl eða með öðrum fiskiskipum sem leið eiga til Lissa- bon. Síðan verður gögnum umskip- að til Grænhöfðaeyja. hún af alúð og einbeittum vilja og var jafnan reiðubúin að sinna óskum sjúklinga og starfsfélaga eftir megni, hvernig sem á stóð. Vorkunnlát og tilfinninganæm var hún, svo að hún gat áreiðan- lega tileinkað sér orð Páls postula: „Fagnið með fagnendum og grátið með grátendum!" Fyrir alla þá góðvild og umönn- un sem hún sýndi okkur og öllum er henni kynntust, er henni nú þakkað á viðkvæmri kveðjustund. Hún Bára er horfin af sjónar- sviði okkar, glaðlega brosið henn- ar og hlýja handtakið mætir okkur ekki lengur á sama hátt og var, en minningin um góðan og traustan vin máist ekki af spjaldi minninganna. Franskur liðsforingi, sem talaði yfir gröf vinar síns, lauk máli sínu með hinni þekktu, frönsku kveðju „au revoir!" (Við sjáumst aftur)!" Með þau orð í huga kveðjum við Báru Aðalsteinsdóttur. frá var horfið en hann hafði gert út vörubíl og hélt hún því áfram með dugnaði. Hún fór til Dan- merkur að vinna og ferðaðist þá mikið. Hún starfaði hér heima lengst af í Þjóðleikhúskjallaran- um, smurt brauð var eitt af henn- ar listræna eðli, því það lék í höndum hennar. Börn hændust mjög að henni ömmu og undrar það engan því alltaf hafði hún tíma fyrir þau og mikið útbjó hún af fallegum og sérstæðum hlutum handa þeim og er mér minnisstæðust sú sérstaka Lína langsokkur sem enginn ann- ar en hún gat saumað. Amma mín var búin að vera sjúklingur í nokkur ár og hygg ég að hvíldin hafi orðið henni kær. Ég kveð nú elsku bestu ömmu mína. Að síðustu bið ég almáttug- an Guð, sem tekið hefur Karó ömmu í sinn náðarfaðm, að blessa okkur öll. Karólína Jósepsdóttir Karólína Jóseps- dóttir — Minning Hjálparsöfnun fyr- ir Grænhöfdaeyjar Blaðanámskeið fyrir utgetendur og bleðamenn landamílablaöa S|ált»tæði«llokk»- A vegum fræðslunelndar Sjáltstæöisllokksins veröur etnt til nám- skeiós föstudaginn 6 april og laugardaginn 7. april, sem ætlaö er þeim, er starfa aö útgáfu landsmálablaöa og rita, sem gefin eru ut i nafni Sjalfstæöismanna DAGSKRA: Föstud. 6. apríl: Kl. 10.00 Setning: Esther Guömundsdóttir, formaöur fræöslunefndar Kl. 10.15—12 3 1. Hver er tilgangur blaöaútgáfu á Islandi. hvernig blöö eru gefin ut, hver stór og til hverra höföa þau? 2. Hvernig veröur blaö úti á landi til? Fréttir — Greinar. Kl. 12.30—13.30 Hádeglshlé. Kl. 13.30—1500 3. Stjórnmálaleg hliö dagblaös, magn á stjórn- málefni og ritun stjórnmalagreina Kl. 15.00—15.30 4. Utbunaöur á ritstjórnarskrifstofu ! Kl. 15.30—16.00 5. Auglýsingar og auglýsingasöfnun Kl. 16 00—16.30 Katfihlé. Kl. 16.30—17.00 6. Utlitsteiknun. Kl. 17.00—17.30 7. Rekstur blaös sem fyrirtækis. Þátttakendum skipt í starfs hópa og verkefnum skipt. Laugard. 7. apríl: Kl. 09.00 Mæting. Kl. 11.00 — 12.00 8. Verkefnum skilaö (umræöur — gagnrýni). i Kl. 12.00—14.00 Hádegishlé. Kl. 14.00 — 15.00 9. Ljósmyndun. Kl. 15.00—17.00 10. Útlit, umbrot og prentun. Umræöur og fyrir- spurnir. Kl. 15.00—19.00 11. Heimsókn í prentsmiöju. Námskeiöiö veröur haldiö i Valhöll viö Háaleitisbraut 1. Áriöandi er. I aö þátttaka i námskeiöiö veröi tilkynnt sem allra fyrst til skrifstofu Sjálfstæöistlokksins, simi 82900. Fræöslunefnd Siálfstæöisflokksins. Veislubrauð viö öll tækifæri. 'BRAUÐS ^BORGy Laugavegi28, símar 18680 — 16513. I i Þjónusta byggó á þekkingu Skipadeild Sambandsins Jlutti í Jyrra um 450 þúsund lestir af alls kyns vörum mtlli 106 hafna innan lands og utan — allt Jrá Grænlandi til Nígeriu. Sambandsskipin sigla reglulega tilJjölda hajna í Evrópu og Ameríku — en þjónusta okkar nær um heim allan með samvinnu við sérhæjða Jlutningsaðila á sjó og landi. Þatftu að koma vörumjrá Akureyri tilAbu Dhabi eða Jrá Barbados til Borgarness? Við sjáum um það. Þjónusta okkar er byggð á þekkingu. SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.