Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 3 Kristján Ragnarsson: Kvótinn dreifir litlu magni yfir langan tíma Þess vegna geta menn ekki búizt við aukakvóta fyrir byggðarlag sitt þegar þeir hafa fyllt eigin kvóta „KVÓTINN er til þess ætlaður, meðal annars, að dreifa litlu magni yHr langan tíma til að jafna sam- drátt í atvinnu. Að mínu mati getur það því ekki gerst að vertíðarbátar að norðan og austan, sem taka kvóta sinn sunnanlands og vestan á vertiðinni, geti þrýst á það að fá aukið kvóta sinn þegar heim kem- ur með þeim rökum að í heima- byggð þeirra þurfi að halda uppi atvinnu," sagði Kristján Ragnars- Verðjöfnun drykkjarvara: Svali hækkar, gosdrykkir lækka VERÐ Á SVALA hækkar, en gos- drvkkir lækka samkvæmt fyrirhug- aðri jöfnun gjalda á drykkjarvörum. Verðjöfnun þessi var heimiluð á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag og er málið til umfjöllunar í fjár- málaráðuneytinu. Er Mbl. ræddi við embættismann í ráðuneytinu í gær, sagði hann að það eina sem sér væri kunnugt um niðurstöðu málsins væri, að drykkurinn Svali myndi hækka í verði, en gosdrykk- ir lækka. son, framkvæmdastjóri LÍÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á þessum möguleika. „Ég treysti því, að undan slik- um sjónarmiðum verði ekki látið. Kvótakerfið er tilraun, sem við ætlum okkur að standa við og við ætlumst til þess, að menn virði kerfið með kostum þess og göll- um þetta ár. Það fylgja þessu kerfi ýmsir kostir, sem ég sé ekki ástæðu til að tíunda frekar en ég hef gert. Það er ekki kvótanum að kenna, að ákveðið er að veiða minna og atvinna dregst saman, því verða menn að átta sig á og haga sér í samræmi við það. Menn geta því ekki búist við aukakvóta fyrir byggðarlag sitt þegar þeir hafa fyllt eigin kvóta," sagði Kristján Ragnarsson. INNLENT Valtýr Pétursson festir upp eina mynd sína. Morgunbiaðið/KÖE. Listmunahúsið: Valtýr Pétursson sýn- ir 66 gamlar myndir SÝNING á 66 gouache-myndum Valtýs Péturssonar frá árunum 1951—1957 verður opnuð í List- munahúsinu, Lækjargötu 2, á morgun, laugardaginn 24. mars, klukkan 14.00. Valtýr heldur þessa sýningu í tilefni af 65 ára afmæli sínu. Öll verk sýningarinnar eru unnin í anda óhlutbundinnar listar og eru flest frá sýningu Valtýs i Listvinasalnum (Ás- mundarsal) sem haldin var í nóvember 1952. Á þeim árum keyptu listunnendur varla abstr- aktlist eða „compositionir" og því á listamaðurinn flest þessara verka enn í fórum sínum. Sýningin er sölusýning og er opin virka daga frá klukkan 10.00 til 18.00, en laugardaga og sunnudaga frá klukkan 14.00 til 18.00. Lokað er á mánudögum. Sýningunni lýkur 8. apríl. Margeir og Wedberg: Jafntefli MARGEIR Pétursson og Tom Wed- berg frá Svíþjóð sömdu um jafntefli í biðskák sinni úr 3. umferð alþjóð- lega skákmótsins, sem fram fer í Neskaupstað. Margeir hafði peði meir í endatafli en það dugði honum ekki til sigurs. Wedberg vann Benóný Bene- diktsson í biðskák þeirra úr 1. um- ferð. Helgi Ólafsson er því einn efstur að loknum 3 umferðum með 2‘/fe vinning. Þá koma Jóhann Hja- rtarson, Margeir Pétursson, Ha- rry Schussler og Tom Wedberg með 2 vinninga. Róbert Harðar- son, Lombardy, Guðmundur Sigurjónsson, Knezevid og McCambridge hafa hlotið 1 '/2 vinning. Lestina reka Benóný og Dan Hansson — þeir hafa engan vinning hlotið. Lifnar yfir loðnuveiðum EITTHVAÐ er nú að lifna yfir loðnuveiðinni enda var þrálát bræla að ganga niður í gær. Þó hafði ekk- ert skip tilkynnt um afla síðdegis, en á miðvikudag varð heildaraflinn 7.170 lestir af 14 skipum. Til viðbótar þeim skipum, sem getið var í Morgunblaðinu í gær, tilkynntu eftirtalin skip um afla á miðvikudag: Jón Finnsson RE 500, Sjávarborg GK 600, Guðmundur Ólafur ÓF 520, Grindvíkingur GK 900, Sighvatur Bjarnason VE 300, Hilmir II SU 450, Helga II RE 350, Svanur RE 670, Harpa RE 330, Gígja RE 650 og Heimaey VE 130 lestir. Þaö er ekki auðvelt að rata um tölvuheiminn og því miður hafa allt of margir lent inní blindgötu þegar þeir hafa ætlað að stytta sér leið eða spara sér tíma og fé. Wang PC tölvan er tvímælalaust einn besti valkostur þeirra fyrirtækja, sem eru að hefja tölvuvæðingu. Wang PC býður í senn fullkomið ritvinnslu- og bókhaldskerfi og örugga möguleika til stækkunar og aukningar með tengslum við stærri tölvueiningar. Heimilistæki hafa selt og þjónustað Wang tölvur í 7 ár með . árangri sem fjöldi ánægðra viðskiptavina staðfestir. Þú lendir ekki í blindgötu með Wang! (WANG) Við verðum hérna líka á morgun! ö SS MwB * f Heimilistæki hf TÖLVUDEILD-S/ETÚNI8-SÍMI27500 •...V...W % wAsWAWW ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.