Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 48
EITT KORT ALLS SIAÐAR
FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Krítarkortin:
Kaupmenn
vilja lægri
þóknun
„ÞAÐ ER óhjákvæmilegt, að sá
kostnaður, sem er kn'tarkortunum
samfara, komi fram í hækkuðu vöru-
verði. Við viljum komast hjá þessari
hækkun og höfum þess vegna farið
fram á viðræður við VISA Island og
Kreditkort sf.,“ sagði Jón Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Miklagarðs,
á fundi með blaðamönnum í gær.
Nítján verslanir á höfuðborgar-
svæðinu hafa tekið höndum sam-
an og ætla að segja upp samning-
um sínum við ofangreind fyrir-
tæki þann 20. apríl náist ekki sam-
komulag um lægri þóknun en nú
er. Á meðal þessara 19 verslana
eru allir stórmarkaðirnir á um-
ræddu svæði.
f máli kaupmannanna kom
fram, að þóknunin til krítarkorta-
fyrirtækjanna hérlendis væri að
þeirra mati of há. Hún væri að
meðtaltali um 3%, en t.d. aðeins
0,5% í Danmörku. Þá kom fram á
fundi þeirra, að svo miklar fjár-
hæðir væru bundnar í krítar-
kortalánunum að það veikti inn-
kaupastöðu verslana stórlega. Það
leiddi svo aftur til hækkaðs vöru-
verðs.
Gunnar Bæringsson, fram-
kvæmdastjóri Kreditkorta sf.,
sagði í gærkvöldi, að ekki væri
rétt að þóknunin í Danmörku væri
aðeins 0,5%. Hún væri á bilinu
4—6%. Gunnar sagðist ekki vilja
tjá sig um það hvort Kreditkort sf.
sæju sér fært að lækka þóknunina.
Honum hefði rétt borist bréf
kaupmannanna og hann ætti eftir
að kanna það nánar.
Jóhann Ágústsson, stjórnarfor-
maður VISA fsland, tók í sama
streng og sagðist ekki vilja tjá sig
um bréfið að svo stöddu. Stjórnar-
menn fyrirtækisins væru ekki all-
ir búnir að sjá bréfið og ákvörðun
um framhald yrði ekki tekin fyrr
en svo væri.
Sjá nánar um fund kaupmanna
með blaðamönnum á miðopnu.
Gideon VE
heim frá
Póllandi
Vestmannaeyjum, 22. mars.
FYRSTA þeirra þriggja pólsku
fiskiskipa, sem smíðuð eru fyrir
íslenska aðila hjá Northern Ship-
yard-skipasmíðastöðinni í
Gdansk, kom til heimahafnar í
Vestmannaeyjum klukkan ellefu í
kvöld. Er það Gideon VE 104,
sem var afhentur eigendum, Sam-
togi sf., þann 15. mars sl. Skipið
lagði af stað frá Gdansk í Pól-
landi sl. lostudag og tekur heim-
siglingin því rétta viku.
Annað skipið, Halkion VE
105, sem einnig er í eigu Sam-
togs sf., verður afhent síðari
hluta aprílmánaðar en þriðja
skipið, sem er í eigu Hróa hf. í
Ólafsvík, er skemmra á veg
komið.
Þessi pólsku skip eru útbúin
sem litlir skuttogarar, 222
brúttólestir að stærð, 76 tonn
nettó. í þeim er 840 hestafla
Sulzer-Cegielski aðalvél.
Samkvæmt heimildum, sem
Mbl. hefur aflað sér, er kaup-
verð skipsins heimkomið, full-
búið en án veiðarfæra, 70 millj-
ónir króna. hkj.
Umfangsmiklar björgunarað-
gerðir fóru fram á Reykjavíkur-
flugvelli um kl. 22 í gærkvöldi
eftir að Almannavarnir settu þar
á svið slys.
Málsatvik voru þau, að björg-
unarsveitum, lögreglu og
siökkviliði var tilkynnt um kl.
21.30, að Fokker í innanlands-
flugi með 54 farþega innanborðs
væri með bilaðan hjólabúnað.
Nokkrum mínútum síðar voru
slökkvilið og sjúkrabifreiðir til
taks við flugbrautina.
Flugmaður tilkynnti þá að
hjólabúnaðurinn væri kominn
í lag, en rétt fyrir lendingu
gerðist það svo, að einkaflug-
vél lenti í árekstri við vél hans.
Björgunarmenn voru skjótir á
staðinn og gekk greiðlega að
að losa hina slösuðu úr flak-
inu.
í miðju björgunarstarfinu
sást svo hvar neyðarljós blikk-
aði úti á Skerjafirði. Reyndist
það vera sá eini eftirlifandi
þriggja farþega einkaflugvél-
arinnar, sem kastast hafði út í
Skerjafjörð við áreksturinn.
Voru menn þegar sendir hon-
um til bjargar.
Byggingalán ekki greidd út í gær:
Veðdeildin hætti að
lána Byggingasjóði
Ríkissjóður leysti málið með 55 milljón kr. ávísun
LITLU mátti muna í gær að ekki kæmi til verulegra vandræða í Veðdeild
Landsbanka íslands og Byggingasjóði ríkisins. Þegar húsbyggjendur komu
þangað í gærmorgun til að taka á móti lánum sínum voru ekki til peningar í
stofnuninni. Leystist málið síðdegis er ríkissjóður hljóp undir bagga og sendi
Veðdeildinni 55 milljón króna ávísun.
„Það kom í ljós, að peningar,
sem áttu að vera komnir til okkar,
höfðu ekki borist," sagði Sigurður
E. Guðmundsson, forstjóri Hús-
næðisstofnunar ríkisins, í samtali
við blaðamann Mbl. í gærkvöld.
„Veðdeild Landsbankans treysti
sér ekki til að halda áfram útborg-
unum og hélt því að sér höndum
með greiðslur lána þar til féð
barst. Það fer inn á reikninga
lántakenda í fyrramálið og þar
með verður staðan orðin eðlileg
aftur."
Fjörutíu af þessum 55 milljón-
um áttu að koma að láni úr ríkis-
ábyrgðasjóði og 15 úr ríkissjóði.
Lánveiting ríkisábyrgðasjóðs hef-
ur ekki verið afgreidd þar enn og
munu því milljónirnar 55 allar
hafa komið úr ríkissjóði.
Staða Byggingasjóðs ríksins er
slæm um þessar mundir, eins og
áður hefur komið fram í Mbl. Er
hann nú um 215 millj.kr. „í mín-
us“, eins og það var orðað af heim-
ildarmanni Mbl. í gær. Til dæmis
hefur Veðdeild Landsbanka ís-
lands, sem annast afgreiðslu og
rekstur sjóðsins, lánað honum um
40 milljónir króna á undanförnum
vikum. Yfirdráttur sjóðsins í
Seðlabankanum mun nú nema um
182 milljónum króna og hefur
Seðlabankinn lokað á frekari yfir-
dráttarheimildir. Veðdeildin mun
fá sínar 40 milljónir aftur af þeim
55, sem bárust í gær, en hvort
tekst að halda uppi eðlilegri starf-
semi sjóðsins lengi eftir helgina er
allsendis óvíst, skv. upplýsingum,
sem Mbl. aflaði sér í gær.
Skv. heimildum blaðsins fara
um tíu milljónir króna út úr
sjóðnum daglega, aðallega vegna
mikis útstreymis skyldusparnað-
ar. Frá áramótum hefur sjóðurinn
greitt út um 75 millj. kr. meira í
skyldusparnað en inn í hann hefur
komið.
„Það má ekkert út af bera á
meðan sjóðnum er ætlað að halda
uppi eðlilegri starfsemi, eins og
áhersla hefur verið lögð á,“ sagði
Sigurður E. Guðmundsson. „Það
hefur tekist og ekki orðið dráttur
á lánveitingum nema í einstaka
tilviki. Við höfum verið að bíða
eftir lánsfjárlögum, sem loks voru
samþykkt í gær, en þar held ég að
okkur séu ætlaðar um 1.166 millj-
ónir króna."
Flugleiðir
ráðgera flug
til Florida
FLUGLEIÐIR ráðgera að hefja
reglulegt flug til Orlando í Florida
í Bandaríkjunum 8. september í
haust og er ætlunin að fljúga frá
Luxemborg vikulega til Orlando.
Ekki er enn jjóst hvort viðkoma
verður höfð á Islandi i hverri ferð.
Þetta áætlunarflug veltur á
ieyfi stjórnvalda í Bandaríkjun-
um, sem enn munu ekki hafa
tekið afstöðu til málsins. Sam-
kvæmt frétt í „Aviation Digest
News“ verða Flugleiðir ef af
verður fyrsta flugfélagið til að
hefja áætlunarflug frá Evrópu
til Orlando. Önnur evrópsk
flugfélög hafa flogið til Tampa
og Miami.
Frumvarp um ný fjarskiptalög:
Einkaréttur Pósts- og síma
á notendabúnaði felldur niður
„ÉG VONAST til að sjá þetta frumvarp orðið að lögum áður en Alþingi
lýkur,“ sagði Matthías Bjarnason, samgöngumálaráöherra, um nýtt frumvarp
til laga um fjarskipti sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. Helstu breytingar
í frumvarpinu, frá núgildandi lögum um fjarskipti nr. 30 frá 1941, eru fólgnar
í því að fella niður einkarétt ríkisins, þ.e. Póst- og símamálastofnunarinnar,
til að flytja inn og versla með notendabúnað til fjarskipta.
Átta manna nefnd undir for-
mennsku Halldórs E. Sigurðsson-
ar, fyrrv. samgöngumálaráðherra,
sem Steingrímur Hermansson,
þáv. samgöngumálaráðherra,
skipaði í nóv. 1981, til að endur-
skoða lögin frá 1941, lauk störfum
sínum í jan. sl. og kvaðst Matthías
Bjarnason vera mjög ánægður
með niðurstöðu hennar. Sagði
hann það ljóst að ef frumvarpið
myndi ná fram að ganga myndi
það verulega auka frjálsræði í
verslun einkaaðila með fjarskipta-
búnað. Slíkan búnað má, sam-
kvæmt frumvarpinu, þá aðeins
setja á markað að Póstur og sími
lýsi hann hæfan til að uppfylla
gildandi kröfur hvers tíma um
notendabúnað. Er Póst- og síma-
málastofnuninni einnig heimilt að
flytja inn og versla með fjar-
skiptabúnað í samkeppni við þá
aðila aðra sem vilja sinna slíkum
viðskiptum.
í greinargerð sem fylgir frum-
varpinu segir m.a. að það sé sam-
dóma álit nefndarinnar að Póst-
og símamálastofnunin fari með,
eftir sem áður, yfirráð og vald
fyrir fslands hönd gagnvart öðr-
um þjóðum hvað varðar fjarskipti.
Hið sama á við um dreifingu og
rekstur fjarskipta innanlands. Þá
leggur nefndin áherslu á að leynd
og vernd fjarskipta gildi jafnt hjá
einstaklingum og fyrirtækjum,
sem og á vegum Pósts og síma og
gildi sama ákvæði um viðurlög í
þeim efnum.