Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Guðrún L. Sveins- dóttir — Minning Fædd 19. júní 1907 Dáin 16. mars 1984 í dag er til moldar borin heið- urskonan hún Gunna á Öldugötu 9 eftir þriggja mánaða erfiða sjúk- dómslegu á Landakotsspítala. Þar með er horfin sjónum mjög sér- stök kona, og þeir sem urðu svo lánsamir að kynnast henni verða nú að sætta sig við söknuð og fá- tæklegra mannlíf. Guðrún fæddist í Skarðsstöð, Dalasýslu 19. júní 1907, yngst 7 barna þeirra hjóna séra Sveins Guðmundssonar og Ingibjargar Jónasdóttur. í fjölmennum systk- inahóp ólst Guðrún upp á Litla- Múla í Saurbæ en fluttist 9 ára með foreldrum sínum að Árnesi í Strandasýslu en þar þjónaði sr. Sveinn næstu 20 árin. Á þessum árum sótti Guðrún skóla á Blönduósi og lagði síðar stund á nám í hjúkrun á Landspítalanum. Óhætt er að segja að Guðrún hafi verið hjúkrunarstarfið í blóð bor- ið, tveir bræður hennar, þeir Kristján og Jónas Sveinssynir urðu báðir landskunnir læknar og Ingibjörg móðir þeirra, sem prest- kona bæði t.d. í Skagafirði og Döl- um gerði mikið af því að reyna að hjálpa og hjúkra á heimilum í sókninni þar sem veikindi komu upp. Það gekk skemmtileg saga um móðurömmu Guðrúnar, frú Elínborgu Kristjánsdóttur prest- frú á Staðarhrauni, hún hafði sem ung stúlka dvalið 1 ár á heimili Jóns forseta í Kaupmannahöfn og kynnt sér þar eitthvað homopata- lækningar. I þá daga var fátt um lækna út á landinu og kom sér því vel að fá unga konu að reyna að aðstoða á heimilum þar sem veik- indi voru og reyna að hjáipa með homopatameðulum, en þetta var talið ólöglegt svo héraðslæknirinn kærði hana fyrir ólöglegar lækn- ingar. Sýslumaður fór vestur á Staðarhraun og sektaði hana fyrir hennar lækningar, þó ekkert sak- næmt kæmi fram við hennar starf. Sýslumaður var á gæðahesti og svo illa vildi til að á meðan sýslu- maður var á Staðarhrauni veiktist gæðingur hans af hrossasótt. Nú voru góð ráð dýr og eiginlega þá ekkert fyrir sýslumann að gera en leita til Elínborgar og biðja hana að bjarga hestinum, sem hún gerði líka fljótt og vel svo sýslumaður gat haldið ferð sinni áfram, en Mýramenn báðu frú Elínborgu að halda áfram að hjálpa þeim við lækningar, þeir skyldu borga sekt- ir ef til kæmu. Árið 1936 fluttist Guðrún ásamt systur sinni Ingveldi, foreldrum og ungum systursyni, Höskuldi Ólafssyni (síðar bankastjóra), í litla tveggja herbergja íbúð í húsi bróður hennar, Kristjáns, að Öldugötu 9. Þarna bjuggu þau lengi vel fimm saman en faðir Guðrúnar, sr. Sveinn, lést 6 árum síðar en Ingibjörg lifði enn í 14 ár allt til ársins 1956. Komu hjúkr- unarhæfileikar Guðrúnar sér vel þessi síðustu ár sem gömlu hjónin lifðu. Fram á sjötugsaldur starfaði Guðrún við hjúkrun og heilsu- gæslustörf á Sólheimum við Tjarnargötu þar sem bróðir henn- ar Jónas var yfirlæknir, einnig við heilsuverndarstöðina í Reykjavík og aðstoðarstúlka tannlæknis við Laugarnesskóla. í litlu íbúðinni á Öldugötunni hafa því þær systur Ingveldur og Guðrún búið í blíðu og stríðu í nær hálfa öld en auk Ingveldar eru á lífi úr systkina- hópnum þau Ólöf húsfreyja og Kristján Sveinsson læknir. Ég kynntist ekki Guðrúnu fyrr en fyrir 19 árum er ég giftist Guð- borgu dóttur Kristjáns Sveinsson- ar og höfum við hjónin ásamt fjór- um börnum búið á Öldugötunni nær síðan. Fljótlega eftir kynni mín af fjölskyldulífinu á Öldugöt- unni veiktist tengdamóðir mín, María Þorleifsdóttir, alvarlegum sjúkdómi og sýndi Guðrún aftur fórnlund sína og ósérhlífni við hjúkrunarstörfin og varð þeim Kristjáni og börnum stoð og stytta á þessum erfiða tíma en María dó ári síðar og var öllum mikill harmdauði. Það þarf penn- afærari mann en mig til að lýsa að nokkru gagni margbrotinni mann- gerð Guðrúnar, slíkar voru and- stæðurnar eins og í móður náttúru en undir niðri sló heitara hjarta en hjá okkur flestum og í gegnum ytri skel mannsins sjá börnin best því þarna eignuðust börn mín fjögur konu sem kom í stað ömmumissis, því móðir mín dó einnig fyrir aldur fram. Já, þær eru ófáar ánægjustundirnar sem börnin sátu hjá Gunnu við spila- mennsku og annað gaman sem gladdi barnsins hjarta. Söknuður þeirra er mikill. Þó Guðrúnu hafi verið hjúkrunarstarfið í blóð borið bar hún það eigi utan á sér, tamdi sér nokkuð grófa og hressilega framkomu, laus við allt klapp og kjams og ófeimin við að segja sjúklingum til syndanna ef svo bar undir en umhyggja skein þó ávallt í gegn og einmitt þessi framkoma hressti margan sjúkl- inginn upp úr sjálfsvorkunnsemi og til að öðlast nýjan kraft í erfið- leikum. Já, það var oft fjörugt í kringum Guðrúnu við kaffiborðið á Öldugötunni. ófeimin var hún að láta skoðanir sínar í ljós og var hún algerlega ómissandi ef fjörug- ar samræður áttu að eiga sér stað. Það var eigi ósjaldan að hún mát- aði hvern ræðusnillinginn á fætur öðrum með hnittnum tilsvörum og ákveðnu orðafari sem engin svör fengust við, sérstaklega þegar til- svörin vöktu almenna kátinu við- staddra, allir fengu sinn skammt og urðu að þola og gjarnan mátti lauma brjóstbirtu út í kaffibolla til að liðka um málbeinið. Guðrún safnaði aldrei neinum veraldlegum auði, ef hún átti eitthvað aflögu fór það í að veita öðrum og ég minnist þess er ég kom heim úr námi og þurfti að koma okkur hjónum fyrir hér heima, þá kom Gunna og bauðst til að lána mér það litla sem hún átti aflögu, slíkt var eðli hennar. Hver getur gleymt vesturferð- um þegar fjölskyldan tók sig sam- an og heimsótti ættingja og vini í Dölum og á Ströndum, allstaðar virtist Guðrún hrókur alls fagnað- ar og vinamörg. Ég minnist sér- lega farar minnar og Guðrúnar í kirkjugarðinn hjá ættfólkinu á Skarði á Skarðsströnd, þar tyllti hún sér við leiði látinna vina og ættingja, spjallaði bæði hressilega og blíðlega til þeirra látnu, rifjaði upp skemmtileg atvik og hellti jafnvel víntári hjá þeim sem henni líkaði best. Já, þvílík kona. Af jörðu ertu komin og að jörðu skaltu aftur verða stendur í hinni helgu bók. Já, Gunna mín var af- kvæmi sinnar ástkæru fósturjarð- ar enda líktist hún henni mest, hver kannast eigi við andstæður íslenskrar náttúru, hrjúfleikann, fegurðina, elda og ís, mildi og mis- kunnarleysi, fátækt en þó auðgi og síðast en ekki síst hitann og kraft- inn sem undir býr og er lífsneisti okkar allra. Þetta sameinast I okkar ástkæra landi sem hefur al- ið okkur öll. Við á Öldugötunni kveðjum Gunnu með söknuði og þökkum henni samfylgdina. Bjarni Marteinsson Hinn 16. mars sl. andaðist í Landakotsspítala móðursystir mín, Guðrún Sveinsdóttir, Öldu- götu 9 hér í borginni. Guðrún var fædd 19. júní 1907 í Skarðsstöð á Skarðsströnd. For- eldrar hennar voru séra Sveinn Guðmundsson, fæddur 13. janúar 1869, dáinn 2. mars 1942, þá versl- unarmaður í Skarðsstöð, síðar prestur í Staðarhólsþingum og Árnesi og kona hans, Ingibjörg Jónasdóttir, fædd 21. júní 1866, dáin 30. apríl 1956. Guðrún ólst upp með foreldrum sínum í Skarðsstöð, á Litla-Múla í Saurbæ og Árnesi. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi, en fór síðan í hjúkrunarnám og urðu hjúkrunarstörf hennar aðalstarf upp frá því, siðast sem aðstoðar- maður tannlækna í Laugarnes- skóla og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Guðrún var mjög nærfærin við sjúklinga, gjafmild, gestrisin, veitul og barngóð. Eftirlifandi systkini hennar eru Kristján, augnlæknir, Ingveldur, afgreiðslumaður, og ólöf, hus- freyja. En látin eru af þeim, sem upp komust, Elínborg, símstjóri, Jónas, læknir og Jón, útgerðar- maður. Einnig átti hún uppeldis- systkini, þrjú eru enn á llfi og var mjög kært með þeim og henni. Ég kveð sómakonu með þökkum fyrir samveruna. Yngvi Ólafsson. t Hjartkær móöir mín, SOFFÍA SIGUROARDÓTTIR, áöur Skólavöröustíg 44A, andaöist á Dropiaugarstööum 21. mars. Soffía Smith. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem minntust ÞURÍDAR KVARAN. Sérstakar þakkir til þeirra er stóöu aö ferö systur Christine hingaö til lands. Hjördls S. Kvaran, Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir, Hjördís Einarsdóttir. t ANNA TÓMASDÓTTIR, Álfasksiði 64, Hafnarfiröi, andaöist í St. Jósefsspitala miövikudaginn 21. mars. Fyrir hönd aöstandenda. Margrét Flygsnring. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, JÓNAS GUOMUNDSSON, vörubílstjóri, Löngubrskku 5, Kópavogi, lést á heimili sínu 22. mars. Sigríöur Álfsdóttir, börn og tsngdabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞÓRUNNAR ÖNNU LÝOSDÓTTUR. Stafán Jóhannsson, Sigrún Stsfánsdóttir, Garöar Halldórsson, Hólmfríöur Stsfánsdóttir, Siguröur Samúelsson, Ólafur Stsfánsson, Gunnhildur Alfonsdóttir, Stefanía Stsfánsdóttir, Jóhanna Stsfánsdóttir, Baldur Eyþórsson og barnabörn. t Sonur minn og bróöir okkar,' KARL GUÐMUNDSSON húsasmiöur, lést í Borgarspítalanum þann 9. mars sl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Lilja Finnbogadóttir, Finnbogi Vikar, Margrét Guömundsdóttir, Edda Guömundsdóttir, Sólvsig Guómundsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför systur minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR I. JÓNSDÓTTUR, Sólvallagötu 64. Guólín I. Jónsdóttir, Jón Þ. Hallgrímsson, Steingeróur Þórisdóttir, fsak G. Hallgrímsson, Margrét Óda Ingimarsdóttir, Kristín I. Hallgrímsson, Kristján P. Guömundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t SIGURÐUR FINNBOGI ÞORSTEINSSON, Strandgötu 17A, Patreksfirói, veröur jarösunginn frá Patreksfjaröarkirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. börn, tsngdabörn og barnabörn hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, BJARNVEIGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hvanneyrarbraut 48, Siglufiröi. Siguröur Magnússon, Siguróur Sigurósson, Stefania Þorbsrgsdóttir, Hanna Stella Siguröardóttir, Kristinn Gsorgsson, Sigrún Siguróardóttir, Baldvin Ottósson, Aöalheiöur Ósk Siguróard., Björn Guðmundsson, Kristín I. Siguróardóttir, Ármann Svsrrisson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.