Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Fashanu til Indlands — mun vinna þar með Móður Teresu Frá Bob Hennetay. fráttamanni Morgunblaöaina á Englandi. JUSTIN Fashanu, framherjinn kunni hjá Notts County, sem áður lék með Nottingham Forest og Norwich, fer til Kalkútta á Ind- landi þegar keppnistímabilinu lýkur og þar mun hann vinna að líknarmálum um tíma. Fashanu er mjög trúaður og sannkristinn. Hann mun vinna meö Móöur Teresu í fátækrahverfum Kalkútta-borgar. „Þó Justin hafi oröiö frægur og ríkur hefur hann ekkert breyst hvaö trúna varöar. Hann er mjög kristinn maöur og ræktar trú sína,“ sagöi einn for- ráöamanna Notts County í gær. DANÍEL Hilmarsson, Dalvík, og Nanna Leifsdóttir, Akureyri, sigr- uðu bæði tvöfalt um síðustu helgi á punktamóti SKÍ sem fram fór á Ísafirðí — unnu svig og stórsvig. Tímar efstu manna uröu sem hér segir: Stórsvig karla: Daníel Hilmarsson, Dalvík 105,95 Guöm. Jóhannsson, ísafiröi 107,15 Atli Einarsson, ísafiröi 107,66 Stórsvig kvenna: Nanna Leifsdóttir, Akureyri 94,04 Signe Viöarsdóttir, Akureyri 94,34 Anna María Malmquist, Akureyri 96,15 Svig karla: Daníel Hilmarsson, Dalvík 94,71 Árni ÞórÁrnason, Reykjavik 96,16 Ólafur Haröarson, Akureyri 98,18 Svig kvenna: Nanna Leifsdóttir, Akureyri 97,58 Hrefna Magnúsd., Akureyri 98,66 Sigrún Grímsdóttir, Isafiröi 108,72 • íslenska landsliðið í handbolta náði frábærum árangri í þremur leikjum gegn heimsmeisturum Sovétmanna um helgina eins og fram hefur komiö. Á föstudagskvöldiö mættust liöin á Akureyri í íþróttahöllinni nýju — og er það í fyrsta sinn sem landsleikur í handknattleik fer fram á Akureyri. Bæjarbúar kunnu vel aö meta það. Þeir fjölmenntu í Höllina og var uppselt á leikinn — og var stemmningin góö. Þessi mynd var tekin fyrir leikinn er leikmenn liðanna stilltu sér upp og voru kynntir fyrir áhorfendum. Morgunblaöiö/Friöþjófurr Unglinga- meistaramót á Akranesi Unglingameistaramót ís- lands í badminton fer fram nú um helgina, 24.-25 mars, á Akranesi. Mun íþróttafélag Akra- ness sjá um alla framkvæmd þess. Það er vel viöeigandi að mótið skuli nú vera haldið á Akranesi, því í fyrra urðu Akurnesingar mjög sigur- sælir á þessu móti og fengu flest verðlaunin og munu ef- laust hvergi gefa eftir í þetta sinn frekar en aörir kepp- endur, og víst er að góð skemmtun verður fyrir áhorfendur aö fylgjast með tilvonandi íslandsmeisturum t badminton um helgina. Keppt veröur í öilum grein- um, þ.e. einliöaleik, tvíliöaleik og tvenndarleik, í öllum flokk- um unglinga: 10—12 ára, hnokkar/tátur 12—14 ára, sveinar/meyjar 14—16 ára, drengir/telpur 16—18 ára, piltar/stúlkur. Þetta mun veröa fjölmenn- asta badmintonmót sem haldiö hefur veriö hér á landi, því keppendur veröa 250 tals- ins og koma frá eftirtöldum félögum: TBR, Víkingi, KR og Val úr Reykjavík og svo frá Akranesi, Hafnarfiröi, Akur- eyri, Siglufiröi, Selfossi, Hverageröi og Borgarnesi. Leiknir veröa á þriðja hundraö leikir og hefst keppnin á laugardagsmorgun en á sunnudag veröa leikin úrslit. Landsflokka- glíman og Glímuþing Landsflokkaglíman — ís- landsmeistaramótið í glímu — verður haldm á morgun, laugardag. Keppnin hefst kl. 17 í íþróttahúsi Vogaskóle. Keppt veröur í sex flokk- um, þrír keppa í yfirþyngd, fjórir í milliþyngd, fimm í lótt- þyngd, tveir í unglingaflokki, fimm í drengjaflokki og sex í sveinafiokki. Flestir keppend- ur veröa frá HSÞ og KR — 10 frá hvoru félagi, 3 frá Víkverja og 2 úr Armanni. Glímuþing verur haldiö á Hótel Loftleiöum á sunnudag og hefst kl. 13. Stjarnan með 5 flokka í úrslitum • Nú er íslandsmótiö í handknattleik á lokastigi. Innan tíðar munu úrslit liggja fyrir í öllum flokkum, jafnt yngri sem eldri. Eitt félag, Stjarnan í Garðabæ, hefur náö þeim frábæra árangri í starfi sínu í vetur aö fá fimm flokka í úrslítakeppnina. Það eru 5., 4. og 3 flokkur pilta og 2. og 3. flokkur kvenna. Á myndinni má sjá alla flokkana. Er þetta fríður hópur, sem á án efa eftir aö gera þaö gott í lokakeppninni. Ofurstrangt lágmarþ lyftingamanna fyrir 01. Ólympíunefnd íslands hefur ákveöiö lágmark í einstökum flokkum lyftinga, sem lyftinga- menn verða að ná eigi þeir að koma til álita viö val á Ólympíu- leikana í sumar. Lágmark í hverj- um flokki fyrir sig er verulega strangara en þaö lágmark, sem Alþjóðalyftingasambandiö(IWF) hefur sett fyrir þátttöku. Einnig þurfa íslenskir lyftingamenn að stórbæta íslandsmetin í viðkom- andi flokki til þess aö geta náö á lágmarkinu. Samkvæmt upplýsingum Mbl. var lágmark lyftingamanna ákveð- iö án samráös viö landssamband þeirra, Lyftingasamband íslands. Lágmarkiö í hverjum flokki er ann- ars sem hér segir (í svigum eru alþjóöalágmörk í þeim flokkum, /lilfrilllfB sem íslenskir lyftingamenn eru sterkastir). 52 kg fl. 225 kg 56 kg fl. 245 kg 60 kg fl. 265 kg 67.5 kg fl. 290 kg 75 kg fl. 315 kg (295) 82.5 kg fl. 345 kg 90 kg fl. 360 kg (315) 100 kg fl. 375 kg (325) 110 kg fl. 380 kg 110+ kg fl. 400 kg Fjórir íslenskir lyftingamenn hafa náö árangri, sem er jafn eöa betri en alþjóöalágmarkiö, en lak- ari en lágmark ól.nefndar íslands. Haraldur Ólafsson ÍBA, sem keppir í 75 kg flokki, lyfti nýlega 295 kíl- óum, eöa sama árangri og lágmark IWF hljóöar upp á. Baldur Borg- þórsson KR hefur nýlega lyft 327,5 kg í 90 kg flokki, sem er 12,5 kg yfir alþjóöalágmarkinu en undir því íslenska. Bróöir hans, Birgir Borg- þórsson, lyfti nýlega 330 kg í 100 kg flokki en á þar best 340 kg, en hvorutveggja er yfir alþjóöalág- markinu en undir því íslenzka. Loks hefur Garöar Gíslason ÍBA aö undanförnu náö bæöi lágmarki í 90 kg flokki, lyft 320 kg, og í 110 kg flokki, lyft 330 kg. Allir þessir lyftingamenn hafa æft af miklum krafti í vetur, í því skyni að ná árangri til aö veröa boölegir á Ólympíuleikana, sem þeir hafa og reyndar náö, en nú lesa þeir þaö í Morgunblaöinu aö þeir verði aö gera enn betur, því ekki mun sérsamböndum eöa íþróttamönnum hafa veriö kynnt lágmörkin, samkvæmt heimildum blm. Mbl. Þess má aö lokum geta, aö nú þegar hafa veriö valdir nokkrir sænskir og danskir lyftingamenn á leikana, sem náö hafa svipuöum árangri og fjórmenningarnir fyrr- greindu. Islensku piltarnir hafa þó einmitt sigraö viökomandi lyit- ingamenn á mótum í heimalandi þeirra nýlega. — ágás. MorKunblaftiö Skapti Hallgrim98on. • Haraldur Ólafsson ÍBA hefur staðið sig vel að undanförnu og sýnt framfarir. Hann er með okkar albestu lyftingamönnum. Punktamót á skíðum: Daníel oq Nanna unnu bæoi tvöfalt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.