Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 „Sandinistar hafa ekki svikið byltinguna“ „Áran(;ur hyltingarinnar hefur veriA stórkostlegur á margan hátt, þótl skammt sé um lióið. Við stöndum hins vegar í styrjöld við skæruliða, sem njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar, og árásirnar tefja fyrir þjóðfélagslegum fram- fórum í landinu," sagði Egda Vel- ez, fyrsti sendiráðsritari í sendiráði Niraragua í Stokkhólmi, en hún var stödd hér á landi í boði ýmissa félagasamtaka til að kynna stefnu Sandinistastjórnarinnar. „í menntamálum þjóðarinnar hefur verið unnið mikið þrek- virki. Ólæsi var áður almennt, en nú hefur því verið útrýmt að miklu leyti. Á einu ári tókst að minnka það úr 50% í 12%. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki tekist nema með þátttöku fólksins sjálfs og sem dæmi um það má nefna, að í lestrarherferð stjórn- valda hafa 180.000 manns, aðal- lega sjálfboðaliðar, lagt sitt af mörkum. 1 fullorðinsfræðslu hefur einnig verið gert mikið átak. í Nicaragua voru fyrir byltinguna aðeins 300.0000 manns, sem notið höfðu ein- hverrar menntunar, en nú er sú tala komin í eina milljón." Rætt við Egda Velez, fyrsta sendirádsritara í sendiráði Nicaragua í Stokkhólmi Hvernig er ástandið í heilbrigð- ismálum? „í Nicaragua hafa ýmsir sjúkdómar verið landlægir, t.d. malaría og lífsýki, og til að vinna bug á þeim var efnt til víðtækrar bólusetningar, sem þúsundir manna unnu að. Heilbrigðiskerf- ið er hins vegar enn í mótun og uppbyggingu og við það verk höfum við notið mikillar aðstoð- ar erlendis frá, t.d. Svía. Nú eru sjö sjúkrahús í smíðum og dag- vistarstofnanir eru orðnar 80 en voru engar fyrir byltinguna." Sandinistastjórnin er sökuð um ýmis mannréttindabrot, t.d. að leyfa ekki fullt málfrelsi og að rit- skoða blöð stjórnarandstöðunnar. Hvernig stendur á því? „í Nicaragua hefur ríkt nokk- urs konar stríðsástand síðan 1980 vegna árása skæruliða og ástandið því ekki alveg eðlilegt. Stjórnvöld leggja líka aðal- áhersluna á framleiðsluna og vilja réttan fréttaflutning af þeim málum. Það er því ekki rit- skoðun heldur vissar takmark- anir á fréttaflutningi, t.d. hvað varðar fréttir af efnahagsmálum og hernaðarmálum. Að öðru leyti er leyfilegt að gagnrýna stjórnina. Nú standa líka kosn- ingar fyrir dyrum og þá hefur ýmsum hömlum verið aflétt." Ein af mestu hetjum byltingar- innar gegn Somoza, Eden Pastora, „('ommandante Zero“, hefur sak- að Sandinista um að ætla að koma á kommúnísku eins flokks kerfi? „Pastora hefur því miður snú- ið baki við byltingunni og hefur nú tekið til við að reka áróður Bandaríkj astj órnar.“ Þýðir það að hann hafi rangt fyrir sér? „Það geta allir komið til Nic- aragua og sannfærst. Það er staðreynd, að Sandinistar eru Egda Velez fjölmennastir og þeir hafa ekki svikið byltinguna heldur beitt sér fyrir umbótum. Af sjö stjórnmálaflokkum eru fjórir í andstöðu og þeir hafa tekið þátt í smíði kosningalaganna. Kosn- ingarnar munu verða frjálsar og öllum heimilt að fylgjast með þeim.“ Nú hefur Sandinistum lent sam- an við indíána í landinu, sem segja sögur af nauðungarflutningum og fjöldamorðum. „Indíánar í Nicaragua búa flestir í smáum og einangruðum samfélögum og einkum meðfram norðurlandamærunum við Hondúras, en þaðan gera skæru- liðar árásir inn í landið. Þess vegna var nauðsynlegt að flytja indíána um set. Fréttirnar um fjöldamorð eru rangar. Um það geta borið vitni átta norskar nunnur, sem tóku þátt í flutn- ingunum. Hér er um að ræða áróður Bandaríkjastjórnar. Það er alltaf verið að tala um þann hluta indíána, sem styður skæruliða en ekki hina, sem hafa haft fulla samvinnu við stjórn- völd.“ Sandinistar virðast hafa mjög náið samhand við Kúbu og Sovét- ríkin. Sækið þið fyrirmyndina þangað? „Sandinistar stefna að fjöl- flokkakerfi og blönduðu hagkerfi og umfram allt leggjum við áherslu á sjálfstæði þjóðarinnar. Samskiptin við kommúnistarík- in eru jafn mikil og við kapítal- ísku ríkin.“ Að lokum. Eru horfur á að kyrrð komist á í landinu, t.d. fyrir til- stuðlan Contadora-ríkjanna? „Við bindum miklar vonir við tillögur Contadora-ríkjanna og þau hafa sýnt mikinn skilning á þeim vandamálum, sem við er að glíma. Sandinistar eru líka reiðubúnir að minnka viðbúnað- inn í landinu ef Bandaríkja- stjórn dregur til baka stuðning sinn við skæruliða. Þá gætum við loksins farið að tala um eðli- legt ástand í Nicaragua." Leyniskjal finnst í símaklefa í London London, 21. mars. AP. IÆYNILEGT skjal með nöfnum 23 breskra og bandarískra vísindamanna og annarra embættismanna, sem vinna að þýð- ingarmiklum ratsjártilraunum, fannst nýlega í símaklefa á Heathrow-flugvelli að því er sagði í London Times í dag. í stuttu máli Palestínumenn mæta ekki á Ólympíuleikana Uuiianiw, 19. marx. AP. ALÞJOÐA ólympíuncfndin vís- aði í dag á bug fréttum þess efnis að Frelsisfylking Palest- ínumanna hefði óskað eftir að fá að senda keppnislið á Olympíuleikana sem verða í Los Angeles í sumar. Talsmaður nefndarinnar sagði að engin slík beiðni hefði borist, og fréttir stór- blaðanna Los Angeles Times og Sunday Times í London hefðu ekki við nein rök að styðjast. Sonja prinsessa í Afríku Onió, 19. ntra. AP. SONJA krónprinsessa Norð- manna fór frá Osló í dag og er á leið til Tanzaniu og Zimbabwe þar sem hún ætlar að kynna sér vandamál flóttamanna. Hún er væntanleg til Dar-Es-Salaam annað kvöld og verður ( Tanz- aníu fram á fostudag. Á morgun mun krónprins- essan opna tvo nýja skóla í vesturhluta Tanzaníu, en þeir eru ætlaðir börnum flótta- fólks. Kostnaður við byggingu skólanna var greiddur úr norskum styrktarsjóðum. 16 AIDS- fórnarlömb Ber», 19. marn. AP. SEXTÁN Svisslendingar hafa látist úr sjúkdómnum AIDS — áunninni ónæmisbæklun — frá því í aprfl á síðasta ári, að því er heilbrigðisyfirvöld í landinu greindu frá í dag. Vart hefur orðið AIDS í 18 mönnum í Sviss, og í þeim hóp eru þrjár konur og níu kyn- villtir karlar. Heilbrigðisyfirvöld segjast óttast að ekki gefi allir sem þjást af áunninni ónæmis- bæklun sig fram og hvatti lækna til að skýra frá dæmum sem þeir vissu um til þess að hægt sé að átta sig á um hve alvarlegt vandamál er að ræða. E1 Salvador: Shultz vill auka aðstoð W»shinglon, 21. mars. AP. GEORGE P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í dag á þingið að bregðast vel við og samþykkja 93 milljóna dollara neyðaraðstoð við stjórnvöld í El Salvador. Sagði hann, að frekari dráttur á því máli stefndi í hættu friðartilraunum Bandaríkja- stjórnar í Mið-Ameríku. Shultz sagði þessa aðstoð nauð- synlega til að herinn í El Salvador gæti varið landsfólkið og þá leiðtoga þess, sem kosnir væru í frjálsum kosningum. Hann hvatti þingheim einnig til að hjálpa þeim mönnum, sem berðust gegn einræði sandin- ista í Nicaragua. Einn þingmanna demókrata, George Miller, hefur snúist öndverður gegn stuðningi við stjórnina í EI Salvador og sagði hann á útifundi, að neita yrði þeim mönnum um bandarískt fé, sem hefðu myrt 40.000 samborgara sinna. Páfinn gagn- rýnir pólska ráðamenn l'áfagarði, 21. márz. AP. JÓHANNEN Páll páfi II lýsti í dag yfir eindregnum stuðningi sínum við pólska kirkjuleiðtoga í „krossastríð- inu“ við hin kommúnísku stjórnvöld Póllands, en þau hafa bannað, að krossar með Jesú Kristi fái að hanga uppi í kennslusölum landsins. Páfinn hefur ekki áður haft af- skipti af krossastríðinu. í ræðu sem páfinn flutti fyrir nær 30.000 píla- gríma og ferðamenn í Péturskirkj- unni í dag, sagði hann m.a.: „í kaþ- ólsku þjóðféiagi er þess krafizt, að krossar með Jesú Kristi verði hafðir þar sem ungt fólk fær menntun sína.“ George Shultz Forsetakosningar verða í E1 Salvador um næstu helgi og gera skæruliðar vinstrimanna hvað þeir geta til að spilla þeim. Hafa þeir rænt hundruð manna nafnskírtein- um, sem nauðsynleg erá til að geta kosið, og einnig hótað að ráðast á strætisvagna og aðra mannflutn- ingabíla. Hefur umferð í sumum hlutum landsins þess vegna verið minni en venja er. London Times segir, að maður að nafni John Johnson hafi fundið skjalið fyrir hálfum mánuði og komið því til blaðsins. „Verkið, sem mennirnir vinna að, er svo leynilegt, að Pentagon neitar jafn- vel að ræða það,“ sagði Times. „Snýst það um nýja gerð ratsjár, sem bandaríski flugherinn, sjó- herinn og breska varnarmálaráðu- neytið hafa verið að smíða í sam- einingu." Blaðið hefur það einnig eftir ónefndum manni í breska varnarmálaráðuneytinu, að „þið hafið dottið niður á dálítið, sem ég get ekki talað um. Á þessu verki á að hvíla alger leynd“. í skjalinu eru engar upplýsingar um nýju ratsjána en hins vegar er getið þeirra manna, sem vinna að henni, og listi með heimilisföngum þeirra og símanúmerum. Ekkert hefur komið fram um það hver hefur gleymt skjalinu í símaklef- anum en þetta mál þykir líklegt til að verða enn eitt áfallið fyrir bresk stjórnvöld, sem eru orðin langþreytt á njósnamálum og alls kyns leka. Tungan, sem Kristur talaði, er að deyja út I MIÐJU hinu múhameðska mannhafi í Sýrlandi er lítið, kristið þorp sem heitir Malula. Heldur er ólíklegt, að Kristur hafi komið þar á sinni tíð, en þrátt fyrir það lifir þar enn tungan, sem hann og læri- sveinar hans töluðu. í Malula búa 4.000 manns og er það stærsta þorpið af þremur við rætur Zalamun-fjalls þar sem aramískan heldur enn velli sem talmál, en auk þess má heyra hana blandaða arabísku við messur sýrlensku rétttrúnaðar- kirkjunnar í gamla borgarhlut- anum í Damaskus. Trúarleiðtog- ar og fræðimenn segja hins veg- ar, að aramískan sé á fallanda fæti og að ekkert muni koma í veg fyrir, að hún deyi út. „Tungan mun deyja út eftir 40 ár,“ segir Francois Abou Mokh, erkibiskup í Damanskus, en hann er sjálfur fæddur í Malula. „Yngsta kynslóðin hefur aldrei lært aramísku. Hún talar aðeins arabísku." Aramískan og a.m.k. 12 önnur tungumál hafa orðið efnahags- legum framförum og þjóðfé- lagsbreytingum í Sýrlandi að bráð. Fyrir 30 árum voru engir skólar á þessum slóðum en nú læra börnin arabísku í ríkisskól- unum. Margir þorpsbúa hafa auk þess flust til Damaskus þar sem þeir stunda nám eða vinnu og aðrir fara reglulega til borgar- innar í viðskiptaerindum. Aramíska er hljómfegurri en arabíska og kverkhljóðin ekki jafn áberandi. Þessar tvær tung- ur og hebreska eru þó náskyldar og allar runnar af einni rót. „Tökum sem dæmi arabísku kveðjuna „salaam“, sem táknar „sæll“ eða „friður“,“ sagði Abou Mokh. „Á hebresku er hún „shal- om“ en á aramísku „schlomo“.“ Aramíska á sér langa sögu og telja fræðimenn, að hún hafi komið fram á sjónarsviðið um 900 f. Kr. Gyðingar lærðu tung- una í Babylon, í herleiðingunni, og þegar þeir sneru aftur til ísra- els, var hebreskan orðin að helgi- siðamáli, eins og t.d. latínan fyrir kaþólska menn nú á dögum. Ábou Mokh sagði, að á annarri öld hefði kristin trú verið ríkj- andi á öllu því svæði, sem nú er Sýrland, og aramískan allsráð- andi. Þegar Arabar flæddu yfir Sýrland á sjöundu öld þröngvuðu þeir ekki aðeins nýrri trú upp á fólkið heldur einnig nýju tungu- máli. Malula og hin þorpin tvö, Jabaadin og Bakhaa, voru hins vegar svo lítilfjörleg í augum sig- urvegaranna, að þeim þótti ekki taka því að leggja þau undir sig og þess vegna fengu þau áfram að vera í friði. Vegna þessa og mikillar einangrunar hefur ara- mískan lifað fram á þennan dag. í þorpunum þremur er kristin trú aöeins játuð í Malula. Fyrir 300 árum gengu íbúarnir í hinum tveimur spámanninum í Mekka á hönd og var það vegna óánægju með strangar föstur, sem býz- anska kirkjan í Austurlöndum krafðist af áhangeiidum sínum. — SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.