Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Ein lítil hugvekja handa ábyrgum alþingismönnum — eftir Baldvin Þ. Kristjánsson Morgunblaðið birti rétt fyrir hátíðarnar í vetur átakanlegar frásagnir af lífsaðstöðu nokkurra gamalmenna hér í höfuðborginni. Komu þær víst ýmsum á óvart og runnu áreiðanlega mörgum til rifja. Fleiri áþekkar frásagnir hafa birzt í blöðunum síðan. Allar eru þær þó aðeins einstök dæmi úr mörgum, sem fyrirfyndust ef eftir væri leitað og grannt skoðað. Fjöldi gamalmenna hírist hér og þar, einn og yfirgefinn í hinni öm- urlegustu neyð, sem í sorglega mörgum tilfellum fáir eða engir vita um eða virðist koma við. Lífsörðugleikar atvinnuleys- ingjanna — sem síðan fyrir hálfri öld hafa aldrei verið fleiri — mega öllum ljósir vera. „Hver skýra kann frá prísund og plágum öllum þeim?“ Ég á vitanlega við það fólk, sem virkilega er atvinnu- og bjargarlaust, en ekki hitt, er vel getur baðað í talsverðu af rósum, þrátt fyrir einhverra daga hvíld frá störfum, en lætur samt „skrá sig“, þar með taldar ýmsar hefðar- frúr velþénandi manna á sjó og landi. f þriðja lagi kemur svo sannan- legur fjárhagsvandi þess fólks, sem leggur nótt við dag í vinnu, án þess að endar nái saman — jafn- vel ekki sízt tvær „fyrirvinnur". Nýlega vitnaði hafnarverkamaður hér um afkomumöguleika síns heimilis. Hann hafði tæpar 16.000,- kr. í mánaðarlaun, þar sem í opinber gjöld fóru fullar 15.000,- kr. þannig, að heimilis- haldið var nálega alveg borið uppi af launum eiginkonunnar, sem hafði svipuð laun og maðurinn. Hverju eru nú slík hjón nær en ein „fyrirvinna" skattlítil eða skatt- laus, með jafnmikla eða litla ómegð. Hvatinn til útivinnufram- lags beggja sýnist þar vera harla lítill. Enn eru þeir, sem eru ótvírætt hátekjumenn; hafa jafnvei „vél- skóflutekjur", eins og séra Björn heitinn O. Björnsson talaði einu sinni svo málandi um. Meira að segja þeir, sumir hverjir, eru svo vel „rakaðir" af „ríkinu", að þeir eiga í fullu tré með að framfleyta fjölskyldum sínum af heiðarleika og fullri ráðdeild. „Einstæða foreldra" — þá mis- litu hjörð — minnist ég ekki á, en vísa til greinar Jónasar Guð- mundssonar í DV fyrir stuttu. Að lokum kemur svo sú mann- tegundin, sem hljóðust er í þreng- ingum sínum og fæsta á formæl- endurna, gamla fólkið, eða a.m.k. hluti þess. Umbeðinn komst ég nýlega — í sambandi við síðasta skattframtal — i snertingu við gömul hjón, um hálfáttrætt. Þau eru nú alls ekki útávið talin standa á nástrái: Þau eiga nálega alveg skuldlausa íbúð sína og nokkrar krónur í spari- sjóðsbók — að afloknum öllum þeim þrengingum, sem sparifjár- eigendur á Islandi hafa mátt þola í gegnum tíðina — yfirleitt hóf- samasta og heiðvirðasta fóikið í landinu. Húsbóndinn átti síðustu ár starfsævi sinnar að teljast hafa nokkuð góð laun, og fær nú úr líf- eyrissjóði sínum dáiítið umfram upphaflega lágmarkskröfu tals- manna „hinna lægstlaunuðu" til að standa undir „mannsæmandi lífi“. Ekki skal fjölyrða frekar um þetta, heldur gefa hér upp tölulegt dæmi um lífsafkomu viðkomandi heiðurshjóna; miðað við febrú- armánuð sl. Tekjur: Lífeyristekjur hans sömu hennar Ellilífeyrir hans sami hennar Samtals lagið okkar ætlar þessum hálf- áttræðu hjónum mánaðariega til fæðis, klæðis, hvers konar „uppá- koma“, að ógleymdri „menning- arneyzlunni", ef þau hefðu heilsu til að notfæra sér hana að ein- hverju leyti. Það eina sem þau eiga eftir til allra þessara hluta eru ellilaunin hans eins, að við- bættum 194,- kr. — segi og skrifa eitt hundrað níutíu og fjórum krón- um. Þetta er nú dæmi um „vel- setta“ fólkið. Hvað mun þá um hitt? Varðandi öll dæmi og allt hjal um fjárhagsafkomu fólks, eru skattamálin afgerandi og skapa- skiptandi þáttur. En á það hefur lítið verið minnst í allri hinni miklu kaupgjaldsumræðu að und- anförnu. Það hefur verið engu lík- ara en að launin — tekjurnar ein- ar saman — segðu alla sögu um lífsafkomuna, en því fer vitanlega víðs fjarri, eins og liggur í augum uppi. Og vel má m.a. í þessu sam- bandi leiða hugann að þeim meira en hugsandi möguleika, að ekki hafi allir, sem lægra hafa kaupið, verri afkomumöguleika en sumir hverjir, er meiri hafa tekjurnar. - O - Það er alkunna, að þegar ráð- herrar o.fl. forsvarsmenn þjóðar- innar þurfa að svara til saka Baldvin Þ. Kristjánsson „Það hefur verið engu lík- ara en að launin — tekj- urnar einar saman — segðu alla sögu um lífs- afkomuna, en því fer víðs fjarri, eins og liggur í aug- um uppi.“ versnandi efnahags almennings í landinu — eins og enn þann dag í dag á sér stað í raun, þrátt fyrir glæsilega pappírshjöðnun verð- bólgunnar — þá benda þeir gjarna á sífellt blómstrandi og upptendr- aðar sólarlandaferðir lands- manna, til marks um velmegun og lúxuslíf þjóðarinnar í þessu landi. En er þetta og þvílíkt hjal þeirra marktækt? Ég held varla. Að vísu eru þessar hugljómandi alsælu- ferðir og allur pilsaþyturinn kringum þær áberandi, og því harla tiltækilegt að flagga með, en það er þó aðeins brot þjóðarinnar, sem að jafnaði er uppistaðan í slíkum hrunadansi. Og hvaða fólk á svo hér einkum hlut að máli? Þar munu að vísu fyrirfinnast bæði há- og lágtekjufólk, sem á þessum punkti mætist í sínum lífsstíl. Hinu mun samt erfitt að neita, að vænn hluti suðurlanda- loftsiglingahópsins er prútt og pent og glatt fólk, sem sjálft skammtar sér fjárframlögin til hins sameiginlega þjóðarbúskap- ar; samneyzlunnar í landinu og er þannig í þjóðfélagslegum skilningi hreinir ómagar á hinum heima- sitjandi „fyrirvinnum", sem þrúg- ast, oftast þöglar, í neti skatt- heimtuhróplega ranglátra lands- laga. Var ekki upplýst nú á dögunum um 5 milljarða króna skattsvik? Jóhanna Sigurðardóttir, ein af þeim fáu alþingismönnum, sem virðast hafa nokkurn sans fyrir „rekstrargrundvelli heimilanna", telur þetta ekkert smámál, eins og annars þingmenn eru þó vanir að kalla hverja þá fúlgu, sem nefnd er til dæmis um austur úr ríkis- kassanum í hít hvers konar óstjórnar og ráðleysis. Og eru þeir ekki 7 ráðherrarnir, sem þegið hafa sína ölmusu til einkabíla- kaupa „frá því í maí í fyrra“ — „á sama hátt og tugir ráðherrar úr öllum flokkum, sem átt hafa ráð- herra, hafa gert fyrr og síðar", var haft opinberlega eftir sjálfum blessuðum Tómasi nú á dögunum, sem bætti mjög réttilega við: „Pólitísk skrif um suma en ekki aðra, sem eins hefur staðið á um, eru augljós áróður og að engu haf- andi.“ Ég er hissa á, að hann skyldi ekki vera orðljótari. Von- andi eiga hinir ráðherrarnir eftir að leiðrétta sinn skarða hlut, þótt síðar verði! Sómir þetta og þvílíkt sér ekki bara vel hjá þjóðarleiðtogunum, sem grátklökkir og titrandi hvetja „sauðsvartan almúgann" til sult- arólarherðingar á alvarlegum tímum? Þetta fyrir utan öll him- inhrópandi mistökin, glappaskotin og vitleysurnar, sem viðgengizt hafa á undanförnum árum. En blessað fólkið er fljótt að gleyma — með kostum þess og göllum — og fúst til sátta við mótgerðar- menn sína. Svo gott er það. Það verður að fyrirgefast, þótt þetta og þvílíkt í andstæðum þjóð- félagsins hvarfli að manni til sam- anburðar við alls ósæmandi kjör fjölmargra hinna verst settu, þar á meðal heiðarlegasta og hrekk- lausasta fólksins í landinu — og meira að segja að meðtöldum jafnvel lasburða, af ríkinu blóð- mjólkuðum gamalmennum. Hugsið svolítið um þetta — og það heldur fyrr en seinna — þið háttvirtu alþingisherrar mínir og frúr, sem m.a. æðið sjálf og látið fjöldaæði viðgangast um lönd og álfur á kostnað alþjóðar — til lít- ils gagns en mikils kostnaðar, án þess ykkur velflest flökri við, að því er virðist — og ekki bara ykk- ur þessa gegnsósuöu jálka „gömiu flokkanna", heldur einnig nýgræð- ingana úr bæði gömlu og nýju flokkunum. Það er það alvarleg- asta. Á föstuinngangi 1984. kr. 17.000,- kr. 2.311,- kr. 3.439,- kr. 3.083,- kr. 25.833,- Gjöld: Mánaðarl. uppígr. útsvars hans kr. 3.208,- sömu hennar kr. 1.924,- Mánaðarl. uppígr. skatta hans kr. 6.940,- sömu hennar kr. 2.960,- Mánaðarl. uppígr. Fasteignagj. af íbúðinni kr. 2.628,- Samtals kr. 17.660,- Svo má bæta viö reglub. hitaveitureikn. kr. 2.361,- sams konar rafmagnsreikn. kr. 2.079,- Alls „fost gjöld“ kr. 22.100,- Eftir verður þá sem „ráðstöfunarfé" til alls annars kr. 3.733,- Samtals kr. 25.833,- Þetta er sem sagt sá rausnar- vegna ranglætis og ósvinnu í skammtur, sem velferðarþjóðfé- stjórnsýslunni, og þar af leiðandi U pplýsingastefna — eftir Guðmund Einarsson Eitt af einkennum nútímans er það gífurlega magn upplýsinga, sem til eru á flestum sviðum. Tæknilegar framfarir hafa valdið því, að möguleikar til öflunar geymslu og dreifingar upplýsinga margfaldast næstum árlega. Er- lendis er fjöldi fyrirtækja sem starfrækja nokkurs konar upplýs- ingabanka. Þar er upplýsingum í tilteknum greinum safnað úr bók- um, tímaritum, blöðum og rann- sóknarskýrslum, svo dæmi séu nefnd. Þessar upplýsingar eru flokkaðar og þær eru settar inn á tölvur á þann hátt, að hæglega megi finna þær aftur, á líkan hátt og skjölum er raðað í vel merktan skjalaskáp. Munurinn er hins veg- ar sá, að tölvutæknin er ógnarlega afkastamikil við geymsiu og dreif- ingu upplýsinga. Ein meginforsenda þess að þjóð- ir haldi lífskjörum sínum á næstu árum er, að þær nýti þær upplýs- ingar sem tiltækar eru í atvinnu- málum, félagsmálum og á fleiri sviðum. Aldrei hefur verið dýrara að standa í stað. Það mun hafa úrslitaáhrif á þróun íslensks þjóðfélags og þeirra gæða, sem það mun geta boðið þegnum sínum, að hér verði sem fyrst mörkuð sú almenna upplýsingastefna, sem þegar er fylgt víða erlendis. Byggingarkostnaður Húsbyggingar- og húsnæðis- kostnaður er dýrasti Iiðurinn í út- gjöldum yngri heimilanna í dag og mun verða svo um langa framtíð. Á undanförnum árum og raunar enn hefur athyglin beinst einkum að öflun lánsfjár til húsbygginga. Minni áhersla hefur verið lögð á að lækka byggingarkostnað, sem að miklu leyti hefur dulist i verð- bólgubáli og óverðtryggðum lán- um. Hann verður hins vegar greinilegri, þegar sífelit fleiri búa í húsnæði, sem eingöngu er reist fyrir verðtryggt lánsfé. Gildir þar einu hver eignaraðiid íbúanna er. Á hérlendum markaði er fjöl- breytt framboð á tækni, efni og þjónustu til húsbygginga og um- fangsmikiar rannsóknir fara fram hjá ýmsum aðilum. Erlendis skýt- ur á hverju ári upp kollinum fjöldi nýjunga í þessum efnum. Ýmsar stofnanir hérlendis búa yfir mik- illi reynslu og eiga upplýsingar, sem að meira gagni mættu koma en þær gera í dag. Mikið skortir á að þessari vitneskju sé á virkan hátt komið áieiðis til íslenskra húseigenda og aðila í byggingar- iðnaði. Það er enginn vafi á því, að þeg- ar eru til aðferðir, sem mundu lækka rekstrar- og byggingar- kostnað húsa stórkostlega. Nægir þar að benda á leiðir til orku- sparnaðar. Það hefur aldrei verið brýnna að safna tiltækri þekkingu saman, gera hana aðgengilega og dreifa henni. Þótt einstaklingar verji miklum tíma til að afla sér upplýsinga, þá eru takmörk fyrir því hverju þeir geta áorkað í þeim efnum á eigin spýtur. Það liggur því beint við að gert verði átak í því að safna þessari þekkingu saman á einn stað og koma henni á framfæri við húseigendur og að- ila í byggingariðnaði. Banki um byggingamál Þeir aðilar, sem málið er skyld- ast, ætti að bindast samtökum um að skilgreina og hrinda í fram- kvæmd þeirri gagnasöfnun og út- gáfustarfsemi, sem nauðsynleg er í þessu skyni. Skynsamlegast væri, að allt skráð efni væri ýmist strax sett í tölvutækt form eða auðvelt væri að koma því á slíkt form síðar. Þannig mætti gera upplýsingabankann mun ódýrari og afkastameiri til upplýsinga- miðlunar en ella. Leggja ætti áherslu á, að sú aðstaða sem þegar er til í gögnum, vélbúnaði og hugbúnaði, verði efld, en ekki verði sett á fót ný stofnun. Má t.d. í þessu sambandi benda á starf- semi Byggingaþjónustunnar á Hallveigarstíg og Upplýsingaþjón- ustu rannsóknaráðs, en þessir að- ilar hafa talsverða reynslu nú þeg- ar á þessu sviði. Til greina kæmi að leita eftir samvinnu við ýmsa skóla, sem kenna greinar í bygg- ingariðnaði og tengja vinnu nem- enda við gagnasöfnun. Með því að hagnýta vinnu nemendanna með þessum hætti ynnist það m.a., að þeir fengju bein kynni af þessum viðgangsefnum og að námsvinna þeirra nýttist á uppbyggilegan hátt við byggingu gagnasafnanna. Fyrirkomulag af þessari gerð myndi styrkja samband skóla og atvinnulífs, báðum þessum aðilum til góðs. Samvinnuverkefni Hugsanlegt er, að svona upplýs- ingabanki yrði rekinn í samvinnu þeirra aðila, sem búa nú þegar yfir mestri þekkingu á þessu sviði. Þar má nefna Upplýsingaþjónustu rannsóknaráðs, Byggingaþjónust- una, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, Háskóla íslands, Iðntæknistofnun, Húsnæðisstofn- un íslands og Landssamband iðn- aðarmanna. Bankinn gæti verið fjármagnaður og rekinn með ein- hverju vinnuframlagi fyrr- greindra aðila, vinnuframlagi nemenda og jafnvel kennara í greinum sem varða húsbyggingar nemendur og kennarar Háskóla siands, Tækniskóla og iðnskóla), sölu handbóka og námskeiðagjöld- um og gjöldum fyrir aðgang að gagnasöfnum. Einnig kæmi vel til greina að ríkissjóður styrkti svona framtak í einhvern tíma, enda væri svona verkefni efalaust þjóð- lagslega hagkvæmt með tilliti til þeirrar lækkunar byggingarkostn- aðarins, sem fengist gæti, og ábat- ans af því að kenna landsmönnum notkun upplýsingabanka af þessu tagi. Við skipulagningu þessarar þjónustu ætti að leggja megin- áherslu á, að stofnanir sem mest afskipti hafa af húsbyggingamál- um séu í beinu sambandi við gagnabankann. Sama giidir um sveitarstjórnir, byggingafulltrúa, iðnráðgjafa, byggingavöruversl- anir, byggingaverktaka, arki- tektastofur og verkfræðistofur, svo dæmi séu nefnd. Með beinu tölvusambandi þess- ara aðila mætti tryggja sem mesta nýtingu, áreiðanleika og gagnsemi þessara upplýsinga fyrir íslenskan húsnæðisiðnað. Nýlega hefur verið lögð fram tillaga til þingsályktunar á Al- þingi um að hrinda þessari upp- lýsingaþjónustu af stað með tíma- bundinni aðstoð ríkissjóðs. Flutningsmenn eru alþingis- mennirnir Guðmundur Einarsson, Eiður Guðnason, Davíð Aðal- steinsson, Kristín Halldórsdóttir, Geir Gunnarsson og Birgir ísleif- ur Gunnarsson. Það er óskandi að málið fái stuðning í þinginu, svo að þessi þjónusta megi eflast sem fyrst. Cuðmundur Kintrsson er alþingis- maður í Bandalagi jafnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.