Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Hitaveita Egils- staða og Fella — eftir Jónas Pétursson Á síðastliðnu hausti minnir mig að blaðafréttir bærust um verðlag á vatni frá hitaveitum víðsvegar um landið og þar með hitakostn- aði íbúðarhúss af ákveðnu rúm- máli. Reyndist það hæst hjá Hita- veitu Egilsstaða og Fella. Ég held að um það leyti hafi verið þyrjuð borun við Urriðavatn, sem bæði trúaðir og vantrúaðir bundu vonir við. En látum það bíða. Ég var lítið sáttur við þessa frétta- mennsku, en ákvað þó að bíða. En ég hefi lengi haft í huga að rekja sögu þessa máls frá upphafi. Og þá hefst sagan: Bréfið frá Gísla í Skógargerði Þegar um það bil ár var liðið af þingmennsku minni fékk ég meðal annars bréf frá Gísla, sem var 10 síður. Hér birti ég uphaf þess, sem hér skiptir máli: Skógargerði, 16. nóv. 1960. Heill og sæll, Jónas. Þegar ég kom í gær úr hálfs- mánaðarferðalagi um fjörð eyja og allt í Húnaþing, var hér komið bréf frá þér. Nýstárlegt að fá slík bréf frá þingmanni. Þeir hafa hingað til ekki þóst þurfa að spyrja kjósendur ráða. Mér er nú ljúft að senda þér línu, einkum vegna þess að það fórst fyrir er fundumst við á Eski- firði í haust að ræða um mál, sem mér hefir lengi þótt ástæða til að hreyfa, og skal nú fyrst að því víkja. Þetta er rannsókn á því, hvort um jarðhita sé að ræða á Héraði, sem komið gæti að notum. Þér og fleirum mun þykja þetta heimsku- leg hugmynd og má vera að svo sé. Þó eru til hér volgrur, sem ég skal nú nefna. Sagt er mér að i landi Eyvindarár velli volgt vatn fram undan hrauni einu og muni hafa aukist ylurinn í seinni tíð. Ég hefi ' ekki séð þetta sjálfur. Hinsvegar veit ég það, að í Urriðavatninu eru volgar uppsprettur þar sem eru hinar svonefndu Tuskuvakir, sem leggja aldrei traustum ísi, og éta hann burt aftur mjög fljótt, þótt þær skæni um stund. Frostaveturinn 1918 átti ég leið inn eftir vatninu síðla vetrar gangandi. Nú er best að athuga vakirnar hugsa ég, nú hlýtur að vera sterkur ís kringum þær. Ann- ars var ævinlega sneitt hjá þessu svæði vatnsins, þegar farið var um það, vegna mikillar hættu að lenda þar á kaf. Ég fór nú óhrædd- ur á hættusvæðin. Þá kom ég brátt að holum í ísnum, sumum ekki stærri en það, að maður hefði getað sigið niður um þær, án þess að rífa klæði sín, en sumar, færri þó, hefðu getað tekið við hesti. Líklega taldi ég ekki þessar holur eða göt á ísnum, en ég má fullyrða að þau voru milli tíu og tuttugu, en lágu öll í beinni línu inn með landi að austan, sennilega ekki meir en 50—80 metra langri. Þó veit ég að vök ein er lengi opin og ðtrygg lengra frá landi til hliðar við götin, sem ég fann þarna 1918, en hún var frosin þá. Ég gekk al- veg á suma barma gatanna, því ég sá að svellið var þykkt. Þá sá ég bólur koma í halarófu neðan úr vatninu, sem virtist djúpt, svo ekki sá botn. Þetta sýndust eins og litlir tíeyringar neðst niðri í djúp- inu, en stækkuðu eftir því sem ofar kom, og líktust 2ja króna silf- urpeningunum gömlu er bólurnar sprungu á yfirborðinu. Var þetta gufa eða hvað? Áhrif af bréfi Gísla Lengra vitna ég ekki í bréf Gísla. En sannarlega var mikill fengur í þessum upplýsingum. Þær voru mér nýjar, þótt ég hefði heyrt um vakir í Urriðavatni. Var ég ákveðinn í að kynna mér þetta af eigin sjón og raun. En ljóst var, að viss skilyrði þyrfti: Traustan ís, sem ekki hefði snjóað verulega á. Aðeins að vetri var þetta því mögulegt og stilla og hart frost var líklegt að gefa skilyrðin. Það dróst í 2 ár að ég kæmist í æski- legt færi. Ég hefi oftast haldið dagbækur. Og nú gríp ég til dag- bókar 1963. 1. janúar þ.d.: Logn og skýjað, frost lítið. Ágætt veður. Ég skrapp f. hád. á Urriðavatn og skoðaði svonefndar Tuskuvakir í vatninu, sem loftbólur stíga upp í og sífellt eru auðar. Meira er ekki í dagbókinni um þetta, en svo hratt kveikti þessi sýn við vakirn- ar í mér að ég talaði strax við Jón Jónsson jarðfræðing og bað hann koma með flugvél sem allra snar- ast og gera hitamælingar við botn undir augunum. Dáðist ég að hve nákvæmlega rétt lýsing Gísla var á loftbólunum er upp streymdu í götin! 2. jan. segir dagbókin: Sama veður, en þó heiðríkja um kv. og meira frost. Og nú varð að treysta á að veður héldist hagstætt. Dag- bókin: 3. janúar fi.d.: Norðaustan gola öðru hvoru, talsv. frost og smá él, einkum um miðd. 3 flug- vélar komu í Egilsstaði. Hingað kom með einni þeirra, og fór aftur Jón Jónsson jarðfræðingur að skoða Tuskuvakir í Urriðavatninu. Mældi þar við botn 25° hita á ein- um stað. Ég sendi svo skeyti í Mbl. um þetta. Meira ekki í dagbókinni. Ég hafði bíl við hendina er flug- vélin kom og við fórum rakleitt að vatninu, ca. 4 km og fáeinar mín- útur tók að gera mælinguna. Jarð- hiti staðfestur, ekið aftur á flug- völl og Jón fór með sömu vél aftur til Reykjavíkur. 11. jan. stendur svo: Skroppið á Urriðavatnið með Ara Björnssyni og teknar myndir af vökunum, sem nokkrar eru opnar. 20. febr. skrái ég í dagbók: Mældur meiri hiti í Urriðavatni. Staðfestingin á hita í botni Urr- iðavatns vakti mikla athygli og áhuga í umhverfinu. Þá var farið að gefa gaum að gasuppstreymi í Lagarfljóti. Mikil frost voru í jan. og fram í febr. og gáfu hagstæð skilyrði til athugana. Safnað var gasi úr svonefndum Þrælavökum undan Hreiðarsstöðum. í fram- haldi af þessu var farið í tilrauna- borun út af gasinu neðan við Vallholt í Fljótsdal, 56 m hola í berg og á Gilsáreyrum um 100 m hola. Én gasið sem í ljós kom var dæmt mýragas og í takmörkuðum mæli. Boranir hafnar við Urriðavatn Sumarið 1963 var unnið að því ' að framkvæmd yrði tilraunaborun við uppstreymisholurnar í vatn- 1 Jónas Pétursson „Hollt er heima hvað, segir gamall og gullvæg- ur málsháttur. Margir vilja skella skolleyrum við, þegar fornri speki er hampað. En á grund- velli þessa spakmælis er nú þessi framkvæmd við Urriðavatn sótt af kappi.“ inu. f dagbók minni stendur svo 19. sept.: Verið er nú að undirbúa borun í Urriðavatnið. 3 menn eru að undirbúa það, smíða fleka á vatnið. Til þess að orðlengja ekki frekar 1 þessum dúr vil ég birta hér skrif, sem ég fann í fórum mínum og eru frá árinu 1977 og gefa yfirlit. Ég man ekki hvar eða hvort þetta birtist. Yfirskriftin er: Hollt er heima hvað. Um þessar mundir stendur yfir borun eftir heitu vatni við Urriða- ! vatn í Fellum. Almenn trú var það I fyrir nokkrum áratugum að jarð- hita væri ekki að finna í byggð á Austurlandi. En „Tuskuvakirnar" svonefndu I Urriðavatni freistuðu til nánari athugunar og fyrir nokkrum árum var jarðhiti fund- inn á botni vatnsins. Lítill bor var þá fenginn til að kanna svæðið og komu úr þeirri borholu nokkrir sekúndulítrar af tæplega 60° heitu vatni. f framhaldi af því var Sveinn Einarsson verkfræðingur fenginn til að gera áætlun um hitaveitu í þéttbýlið báðum megin Lagarfljóts og taldi hann að þús- und manna byggð þyrfti til að hagkvæmt væri að leggja í fyrir- tækið. Áhugi var fyrir því að freista að ná meira vatni og heit- ara og því lagt I að bora dýpri holu á bakka vatnsins, sem þótti betra •viðfangs og líklegt til árangurs. Sú tilraun mistókst þó þá; á um það bil 190 m dýpi brotnaði borinn og náðist með engu móti upp. Það var um vetrartíma, og því horfið á braut I það sinn. Eftirspurn bor- ana var mikil og ekki síður við öflun á köldu neysluvatni. En mál- ið var jafn ríkt í huga þeirra er næstir stóðu því hér, og haustið 1975 fékkst loks öflugur bor, sem fór niður á 1150 metra dýpi, í mjög vaxandi hita, en mjög lítið vatn fékkst. Bor, sem dýpra kemst er svo að verki nú. Hollt er heima hvað, segir gam- all og gullvægur málsháttur. Margir vilja skella skolleyrum við, þegar fornri speki er hampað. En á grundvelli þessa spakmælis er nú þessi framkvæmd við Urriða- vatn sótt af kappi. Forsjáin er í spakmælinu og trúin byggð á þekkingu þeirra er mesta reynslu hafa í slíkum málum og þeim ár- angri, sem þegar hefir komið í Ijós. En það er ekki hin svokallaða „olíukreppa", sem orðið hefir afl- vaki þessa máls hér — þrátt fyrir þann „hagkvæmnis"- boðskap, sem fjölmiðlar kyrja hér flestir. Þar sem ekki er gerður greinar- munur á, hvort orkan er innlend eða erlend, með öðrum orðum: Þar sem spakmælið forna: „Hollt er heima hvað“ er grafið í gleymsku og þögn. Ramakveinið, sem upp kom þegar Arabarnir uppgötvuðu gildi olíuorkunnar í tæknifram- leiðslu heimsins, var vottur um það að þjóðin væri mjög villt af vegi. Hún var að missa sjónar á þeim lífssannindum að hollt er heima hvað — og þar hefir vald fjölmiðlanna verið öflugast. Það þarf nokkra fjármuni til að standast öflun heita vatnsins við Urriðavatn. Enn er e.t.v. of snemmt að fullyrða um góðan ár- angur. En það er von manna og trú að öflug æð af heitu vatni fáist bráðlega til margvíslegra nytja fyrir sívaxandi byggð. Og að baki þessum athöfnum öllum er leið- arljós Stefáns G. Að hugsa ekki í árum, en öldum að alheimta ei daglaun að kvöldum því svo lengist mannsævin mest. Þannig verður íslendingurinn langlífur í landinu. Hvaö hefir svo gerst frá þessum tíma? Holan, sem boruð var 1975, var nr. 3 og bar ekki árangur. Hola nr. 4 boruð 1977 niður á 1600 m, gaf um 15 ltr. af 64° heitu vatni. Þá var fyrirtækið til virkjunarinnar stofnað með samstarfi Fella- hrepps og Egilsstaðahrepps. En vatnið fór kólnandi og holur 5 og 6 ÖRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara Kr. Sæmundsen Skarpsýn skötuhjú, þau Tommy og Tuppence, komust heldur betur í hann krappann í sjónvarpsþætti nú fyrir skömmu. fbúar óðalsset- urs nokkurs höfðu innbyrt eitrað- ar fíkjukökur með teinu og steinlá allur mannskapurinn, að hefðar- frú einni undanskilinni. Það kom svo á daginn að sú gamla hafði eitrað fyrir allan mannskapinn I von um að erfa allt góssið. Ein einkaspæjararnir sáu við þeirri gömiu og hún fékk makleg mála- gjöld. Alls konar eitur voru í miklu uppáhaldi sem morðvopn hjá Ag- ötu Christie, og var hún alveg sér- staklega uppfinningasöm, hvað þetta varðar. Þekking hennar á ýmsum eiturtegundum, uppruna þeirra og verkun var með ólíkind- um, og gæddi þetta sögur hennar þeim trúverðugleik, sem einkennir góðar sakamálasögur. í ofan- greindri sögu notast hún við ricin, sérlega áhrifamikið eitur, sem unnið er úr fræjum hitabeltis- plöntu einnar, en laxerolía er jafn- cin framt unnin úr sömu plöntu. Menn gerðu sér fljótlega grein fyrir eituráhrifum þessa efnis, eins og þessi smásaga Agötu Christie ber með sér, en hún kom fyrst út 1929. Hins vegar óraði menn sennilega ekki fyrir að hugsanlegt væri að beisla eitur- verkun ricins og nota það í barátt- unni gegn krabbameini. Hér á eft- ir verður reynt að gera stuttlega grein fyrir, hvernig vísindamenn vorra tíma reyna að nýta sér aukna þekkingu á sviði ónæmis- fræði og þekkingu á eiturefnum eins og ricini til markvissrar notk- unar gegn krabbameinsfrumum. Ricin er prótein. Það saman- stendur af tveimur keðjum, A- keðju og B-keðju. Það er B-keðjan sem býr yfir þeim eiginleikum að geta fest á yfirborð frumna. Eftir að B-keðjan hefur fest á yfirborð- ið, þá á ricin-sameindin greiðan aðgang inn í frumuna. Þegar A- keðjan er komin inn í umfrymið, en eiturverkun ricins er bundin við þessa keðju, þá hefur hún Ricin-sameindin (A-s-s-B) binst á yfirborð frumu (gal). Fruman gleypir alla sameindina (endoytic vesicle). Sú bóla sem þá myndast í umfryminu rennur síðan saman við bólu, sem hefur að geyma meltingarensím frumunnar (lysos- ome). B-keðjan losnar nú frá A-keðjunni og hún á greiðan aögang út í umfrym- ið. Þar binst hún við próteinmyndunarkerfi (ribosomes) frumunnar og hindrar frekari nýmyndun próteina (protein synthesis). (Úr grein E.S. Vitetta o.fl.) hindrandi áhrif á próteinmyndun- arkerfi frumunnar, og fruman deyr (mynd). Þannig nægir að að- eins ein ricin-sameind sé innbyrt til að drepa frumuna, sem gefur til kynna hina miklu eiturverkun þessa efnis. Menn eygðu því fljót- lega þann möguleika að nota ricin til að deyða krabbameinsfrumur. Það var þó einn galli á gjöf Njarð- ar. Ricin er ósérvirkt, það drepur allar frumur, jafnt þær heilbrigðu sem og krabbameinsfrumurnar. Of stór skammtur af ricini gæti því haft þær skelfilegu afleiðingar sem raun varð á í sögu Agötu Christie. í þessum greinaflokki hefur áð- ur verið gerð grein fyrir þeim breytingum, sem verða á yfirþorði frumna, þegar þær ummyndast yfir í krabbameinsfrumur (Morg- unblaðið 21. janúar 1984). Einnig hefur verið fjallað stuttlega um mótefni og mótefnamyndun (Morgunblaðið 5. október 1983). Áður en lengra er haldið, er rétt að rifja í stuttu máli upp, hvernig ónæmiskerfið bregst við krabba- meinsfrumum. Nær allar frumur geta ummyndast í krabbameins- frumur. Þó flestar krabbameins- frumur haldi áfram að starfa sem fyrr, þá eiga sér stað grundvall-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.