Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 Athugasemd frá Jónasi Bjarnasyni: Alrangt hjá Kristjáni Ragnarssyni að matsreglur rýri tekjur seljenda Bjarni Björgvinsnon sölumaöur stendur við hina nýju bátavél sem Volvo- umboóið er nú að hefja sölu á. Volvo-umboðið hefur sölu á tveggja skrúfu bátavélum MORGUNBLAÐINU hafa borizt eftir- farandi athugasemdir frá Jónasi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Fram- leiðslueftirlits sjávarafuröa: „Ég hef ýmsar athugasemdir við það, sem Kristján Ragnarsson segir í Morgunblaðinu fimmtudaginn 22. marz. I fyrsta lagi segir hann, að það sé tvímælalaust ljóst að metið hafi verið eftir öðrum reglum en sam- þykkt var við síðustu verðákvörðun og það hafi vissulega rýrt tekjur seljenda. Þær reglur, sem við metum eftir, eru að sjálfsögðu ekki reglur, sem ákveðnar eru af Verðlagsráði. Þetta er misskilningur númer eitt og þetta á Kristján Ragnarsson að vita. Þær reglur, sem við metum eftir, eru undirskrifaðar af ráðherra, það eru opinberar reglur. í öðru lagi, að þetta hafi rýrt tekjur seljenda, er með öllu rangt og það hef ég sýnt fram á og Kristján Ragnarsson hef- ur alls ekki sýnt fram á hið gagn- stæða. Kristján tiltekur tvö dæmi um afla úr togurum, annars vegar tog- ara á Seyðisfirði og hins vegar tog- ara, sem ég hef meira en ákveðnar ALÞJÓÐLEGI veðurdagurinn er í dag. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við Hlyn Sigtryggs- son, veðurstofustjóra, og innti hann eftir tilefni þessa dags. „Stofnskrá Alþjóða veðurfræði- stofnunarinnar tók gildi þennan dag 1950 og má segja að þessi dag- ur sé því afmælisdagur stofnunar- innar. Stofnunin hefur eins konar ráðgjafarhlutverk með höndum og samræmir hún aðgerðir hinna grunsemdir um, að ég viti hver er. Það kemur varla annar til greina. Hann tilgreinir tölur um það hvern- ig matið varð núna og telur að það sé sönnun fyrir því, að metið sé hér eftir öðrum og strangari matsregl- um en áður. Þetta er að sjálfsögðu með öllu tilhæfulaust. Matið er að sjálfsögðu vont og ég hef upplýs- ingar um báða þessa farma, stað- festar af matsmönnum í báðum löndunarhöfnunum, þess efnis að hefði verið unnið nákvæmlega eftir gömlu aðferðunum, hefði útkoman hreint ekki orðið betri, ef nokkuð, þá verri. Þannig að þessar tölur, sem Kristján tiltekur, eru í fyrsta lagi rangar, en það er nú sama, þær sýna slæma útkomu, en þær hafa ekkert með nýju matsaðferðina að gera. Að nefna slíkar tölur er þess vegna al- gjörlega út í hött og segir alls ekki neitt og það eiga allir að sjá. Kristján segir ennfremur: „Við töldum, að við hefðum leyst þetta mál með fullu samkomulagi, að til- raunamat yrði framkvæmt í vetur til samanburðar, þannig að meta mætti áhrif nýju reglnanna á fiskverð, þeg- ýmsu aðildarríkja, en flest lönd í heimi eru aðilar að henni." Að- spurður um hvort væri verið að vekja athygli á sérstöku málefni sagði hann að svo væri ekki heldur væri verið að minna á veðurstofur í hverju landi og það gildi sem þær hefðu fyrir íbúa hvers lands. Hér á landi var fyrst haldið upp á dag- inn 1961 með útstillingu í málara- glugganum en síðan hefur verið dreift fróðleiksgögnum í skóla og til þeirra sem gagn gæftu haft af. ar það yrði ákveðið næst, en farið yrði eftir gömlu reglunum þangað til.“ Alveg hárrétt. Það stendur til að breyta reglum og það starfar ákveð- in nefnd að því að gera tillögur um breytingar á reglum. Það eru reglu- breytingar og í tengslum við þær reglubreytingar er sjálfsagt að láta fara fram tilraunamat. Þetta er allt annar hlutur. Við erum núna að starfa eftir gildandi reglum. Við höf- um í engu breytt út frá þeim og þær aðferðir, sem við höfum verið að reyna undanfarið, miða að því að við störfum jafnvel frekar og betur eftir gildandi reglum en áður var. Það er allt og sumt. Að lokum er Kristján með per- sónulegar dylgjur í minn garð með ýmsum hætti. Mér finnst það í fyrsta lagi benda til þess, að mál- staðurinn sé ekki mjög góður, fyrst hann þarf að grípa til slíks. Hann minnist þarna á sjálfumgleði, yfir- drepsskap og þrákelkni. Það pirrar hann, að menn skuli ekki liggja al- gjörlega flatir fyrir honum. Það er það, sem hann meinar. Hann segir að það sé verið að gera lítið úr útveg- inum sem slíkum. Þetta sé lítilsvirð- ing við útveginn. Á sama tíma veður hann inn í ráðuneytið með hótanir, sem byggja á nánast haldlausum upplýsingum. Það er illa komið ís- lenzkri stjórnskipan, ef menn vaða inn' í ráðuneyti með hótanir, sem byggjast ekki á traustari grunni en svo.“ ACO hf. með opið hús MÖNNUM sem áhuga hafa á að kynna sér það nýjasta í grafískum greinum gefst kostur á að líta inn hjá ACO hf., Laugavegi 168, þar sem sýnd verða ný setningartæki frá LINO- TYPE, framköllunarvélar frá ESKO- FOT og ýmis ný tæki á markaðnum. í SÝNINGARSAL Volvo-umboðsins við Suðurlandsbraut er nú til sýnis nýjung á sviði bátavéla. Er það hin svonefnda Volvo Penta DUOPROP, sem er tveggja skrúfu vél, þar sem skrúfurnar snúast hvor á móti annarri. Með því fæst 15 til 20% meiri hraði og 30% meiri togkraftur. Auk þess SÖFNUÐIR votta Jehóva halda tveggja daga mót í samkomuhúsi sínu við Soga- veg á morgun, laugardag og á sunnu- dag. Fyrri daginn hefst dagskráin kl. 9.55, en á sunnudaginn hefst hún kl. 10.05. í fréttatilkynningu frá vottum Jehóva segir meðal annars að á dagskrá mótsins verði 20 erindi, auk viðtala og umræðuþátta. Dagskráin er af sama tagi og al- þjóðasamtök hafa haldið. Þar segir jafnframt að Friðrik Gíslason flytji verður stýringin einfaldari, þar sem hliðartog á stýrið er úr sög- unni. Þetta kerfi hefur hingað til eingöngu verið notað á tundur- skeytum og flugvélamótorum. Fyrst um sinn verða til sölu hjá umboðinu tvær tegundir þessara véla, fjögurra strokka og 110 hest- afla og sex strokka og 165 hestafla. aðalræðu mótsins, sem hann nefnir: „Hvaða framtíð bíður þín?“ Leiðrétting RANGT var farið með verð á að- göngumiðum á íslandsmeistaramót- ið í Broadway á sunnudag í auglýs- ingu í Mbl. Verðið er 250 krónur, en ekki 450, eins og sagði í auglýsing- unni. Alþjóðlegi veð- urdagurinn í dag Vottar Jehóva halda tveggja daga mót ISLANDSMOTIÐ I HANDKNATTLEIK URSLIT 1. UMFERÐ Föstudagur kl. 20.00 Stjarnan:Víkingur 23. mars 21.15 F.H.:Valur Seljaskóli Reykjavík Laugardagur kl. 14.00 F.H.:Stjarnan 24. mars 15.15 ValunVíkingur Sunnudagur kl. 20.00 VíkingunF.H. 9 25. mars 21.15 Stjarnan:Valur Missið ekki af fjörinu! VIKINGUR Ferbatæki í miklu úrvali HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.