Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
17
'l'exti: llelgi Hjarnason
Frá Hellissandi. tþróttahúsiö og sundlaugin fyrir mióri mynd, skólahúsin þar til hliðar.
Lárus Skúlason formaður á Hellissandi. Hann stofnaði skóla á heimili sínu
og er það upphaf reglulegrar barnafræðslu á Hellissandi. í tilefni 100 ára
afmælis skólahalds á Hellissandi hafa sjávarútvegsfyrirtæki á Hellissandi
ákveðið að láta gera minnismerki, brjóstmynd af Lárusi sem reist verður á
skólalóðinni.
og var málið leyst með því að
komið var fyrir vatnsheldri
strigalaug í frystihúsinu og
sundið kennt þar. Var laugin
u.þ.b. 3—4 metrar í þvermál og
var kælivatnið af vélum frysti-
hússins notað. Þegar börnin sið-
an gátu haldið sér á floti var
farið út í Krókatjarnir þar sem
haldið var áfram því þau urðu
að geta synt ákveðna vegalengd
til að ná prófi. Árið 1952 var
tekin í notkun útisundlaug og á
7. áratugnum var byrjað að
byggja yfir sundlaugina og
endurbyggja búningsklefa. Hús-
ið, þannig endurbyggt, var tekið
í notkun 1977—1978. Yfir sund-
laugina er sett gólf á vetrum og
aðstaðan notuð sem íþróttasal-
ur.
Nýtt og glæsilegt
skólahús
Árið 1976 hófust bygginga-
framkvæmdir við nýtt skólahús
á lóð skólans við Keflavíkur-
götu. Nýjasta skólahúsið var
síðan tekið í notkun haustið
1981 en er enn ekki að fullu lok-
ið. Gamla skólahúsið er áfram
notað, aðallega til handavinnu-
kennslu. í dag eru 102 nemend-
ur í 10 bekkjardeildum í grunn-
skóianum á Hellissandi, allt frá
forskóladeild upp í 9. bekk.
Kennarar eru 11 talsins, þar af
7 í fullu starfi. Skólastjóri er
Haukur Matthíasson. Nemend-
urnir eru úr sveitarfélaginu
öllu, þ.e. af Hellissandi, Rifi og
Gufuskálum.
Þegar unglingarnir hafa lokið
skólanámi í grunnskólanum
fara þau til framhaldsnáms
víða um land, mest þó í fram-
haldsskóla á Vesturlandi. Að
sögn forráðamanna skólans hef-
ur verið rætt um það að taka
þátt í Fjölbrautaskólanum á
Akranesi sem Akraneskaup-
staður rekur en ekkert hefur
verið ákveðið í því efni. Sögðust
þeir vilja fá fleiri deildir heim
og þá í samvinnu við Ólafsvík
eða jafnvel í samvinnu allra
staðanna á norðanverðu Snæ-
fellsnesi.
Helstu áhugamál forráða-
manna skólans um þessar
mundir eru þau að lokið verði
við húsið og að gengið verði frá
lóðinni í kringum það. Þá er
verið að vinna við að koma upp
sérstöku bókasafni við skólann
og verður því formlega komið á
laggirnar í tilefni 100 ára af-
mælisins.
„Ærslafengio
á köflum“
— segja krakkarnir sem leika í leik-
ritinu „Vondur,
„ÞETTA ER gamanleikrit sem ger-
ist í nútímanum. Það fjallar um
tvær fjölskyldur. f því er mikið líf
og fjör og er það reyndar ærsla-
fengið á köflum." Þetta sögðu fjór-
ir nemendur Grunnskólans á Hell-
issandi í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins, er rætt var við
þau um leikrit sem þau leika í, og
ætlunin var að frumsýna um helg-
ina í tilefni af 100 ára afmæli
skólahalds á Hellissandi. Krakk-
arnir eru: Þórður Kristleifsson 12
ára, Viggó Einar Hilmarsson 16
ára, Gunnur Stella Kristleifsdóttir
14 ára og Kristjana Kristinsdóttir
14 ára.
Leikritið er sett upp af
Leikklúbbi Hellissands og er
Vigfús Hjartarson leikstjóri.
Leikritið samdi Kristinn Krist-
jánsson, kennari við skólann, í
tilefni afmælisins, og ber það
nafnið Vondur, verri, verstur.
„Við erum 12 sem leikum í leik-
ritinu, 7 fullorðnir og 5 krakkar,
og höfum við æft í rúman mán-
verri, verstur“
uð,“ sögðu krakkarnir. Þau sögðu
einnig að leikið væri í skólanum
á hverju ári og höfðu sum þeirra
leikið áður en ekki í leikriti í
fullri lengd eins og Vondur, verri,
verstur er.
„Jú, það er auðvitað skrekkur í
okkur, en þetta er þó skárra núna
en oft áður af því að fullorðnir
eru með í leikritinu," sögðu
krakkarnir.
Aðspurð um félagslífið í skól-
anum og áhugamál sögðu þau að
skólinn væri fínn, dálítið mikið
að gera en of fáir krakkar. Kom í
ljós, að Þórður og Viggó eru
miklir áhugamenn um skák. Þeir
eru skákmeistarar skólans og
hafa farið á sýslumót og kjör-
dæmismót. Gunnur Stella og
Kristjana sögðust aftur á móti
hafa meiri áhuga á dansi og
körfubolta, sem þær sögðu aðal-
íþróttina á Hellissandi. Voru þær
grobbnar með stelpulið skólans
enda urðu þær héraðsmeistarar í
fyrra en strákaliðið reyndist
eitthvað lakara.
VERD FRÁ 342.000 KRÓNUM, MED RYDVÖRN
Reynsluaksturíboói Vfrt.fr 433
/ SUÐURLANDSBRAUT 16 • SiMI 35200