Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984 5 . 1 \\ 1 Íiiíá 1 '1 ■ 4 11111 líj Hluti söngglaða hópsins sem leggur land undir fót um helgina. Hamrahlíðarkórinn í söngför um Borgarfjörð „ÞAÐ ER gífurlegt fyrirtæki að fá þetta allt til að passa saman og erfitt fyrir Borgnesinga að taka á móti okkur, því krakkarnir veröa allir hýstir á einkahcimilum," sagði Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er blaðamaður hafði samband við hana og innti hana eftir söngfor- inni sem kórinn mun taka sér fyrir hendur um helgina og mánudag- inn. Með í förinni verða einnig hljóðfæraleikarar sem eru meðlim- ir í kórnum. Tvennir tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarfélags- ins í Borgarfirði. í Borgarnes- kirkju kl. 16 á laugardag og í Logalandi kl. 16 á sunnudag. Inn í þessa ferð fléttast aðrir tónleikar. Sungið verður við messu á sunnudagsmorguninn í Borgarneskirkju og svo skemmtilega hittist á að sóknar- presturinn þar, séra Hlynur Árnason, er fyrrverandi kór- meðlimur í menntaskólakórnum. Á sunnudagskvöldið verður sungið á kvöldvöku ásamt öðrum kórum í Borgarnesi Á mánudeginum heldur kór- inn þrenna tónleika, þá fyrstu í grunnskólanum í Borgarnesi og strax á eftir í dvalarheimili aldr- aðra. Síðustu tónleikarnir fara fram síðdegis á mánudag í fé- lagsheimilinu að Varmalandi. Að þeim tónleikum standa stóru skólarnir í Borgarfirði en Hamrahlíðarkórinn er eini kór- inn sem kemur fram. Efnisskráin er samansett af fjölbreyttum innlendum og er- lendum verkum, allt frá tónlist eftir Bach til dagsins í dag þann- ig að allir fá vonandi eitthvað við sitt hæfi. Lóðum úthlutað í Kópavogi: 12 aðilar fengu lóðir KÓPAVOGSBÆR hefur úthlutað lóðum í þremur hverfum í bænum; Sæbólshverfi, Auðbrekkuhverfi og í Brúnum. Þar á meðal eru tvær ein- býlishúsalóðir og sex lóðir undir rað- hús með iðnaðaraðstöðu. Alis eru um fimm götur í bænum að ræða, og fengu eftirtaldir aðilar úthlutað lóðum: Við Laufabrekku: Nr. 10 Hilmar ólafsson, Blesugróf 18 Við Álfatún: Nr. 10 Guðný Eiríksdóttir, Furu- grund 73 nr. 18 Hjörtur Hjartarson, Birki- grund 18 Við Grænatún 4: Hannes Björnsson, Furugrund 24 og Óskar Valdimarsson, Hamra- borg 16 Við Helgubraut: Nr. 21 Björk Níelsdóttir, Holta- gerði 59 Við Sæbólsbraut: Nr. 10 Steindór Daníelsson, Digra- nesvegi 87 nr. 35 Jón Sigurðsson, Engihjalla 19 nr. 47 Ingibjörg M. Þorvaldsdóttir, Silfurteig 3 Sverrir Hermannsson iönaðarráðherra: „Þá virkja ég bara í Fljótsdal“ „ÉG kannast ekki nógu vel við þetta. En ef farið verður að trufla virkjunarframkvæmdir með einhverjum slíkum asna- strikum og lögsóknum þá fer ég bara austur í Fljótsdal og virkja þar,“ sagði Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra í gær. Iðnaðarráðherra var spurð- ur, hvað hann vildi segja um stöðu mála vegna vatnsrétt- indasamninga við bændur á Blönduvirkjunarsvæðinu, sem ekki hefur verið gengið frá. Sverrir sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi, en það væri til athugun- ar. Ritstjóraskipti hjá Frjálsu framtaki NÝR ritstjóri, Sighvatur Blöndahl, hefur tekið við ritstjórn þriggja blaða Frjáls framtaks hf., Sjávar- frétta, Frjálsrar verslunar og Bflsins. Jafnframt hefur Ólafur Jóhannsson tekið við stöðu ritstjórnarfulltrúa hjá Frjálsu framtaki. Þeir Sighvatur og Ólafur voru um árabil blaðamenn hjá Morgunblaðinu. Þá hefur verið ákveðin breyting á útgáfutíðni tveggja tímarita fyrirtækisins, Frjálsrar verslunar og Bílsins, en Bíllinn hét áður Öku-Þór og var gefið út í sam- vinnu við Félag íslenskra bifreiða- eigenda. Framvegis munu koma út sex tölublöð Bílsins árlega í stað fjögurra og Frjáls verslun kemur framvegis út átta sinnum á ári í stað sex. Sjávarfréttir koma út sex sinnum á ári eins og hingað til. Sighvatur Blöndahl, ritstjóri. Ólafur Jóhannsson, ritstjórnarfulltrúi. Nr. 12 Agnar Már Sigurðsson Lundabrekku 8 nr. 14 Svanur H. Hauksson, Kambaseli 51 nr. 16 Sigurjón Einarsson, Hjalla- brekku 6 „Iðnaðar- ráðherra hefur minn stuðning“ segir Albert Guð- mundsson um niðurfell- ingu verðjöfnunargjalds á raforku „ÉG VONA að iðnaðarráðherra finni leiðir til að létta af sem flestum gjöldum, án þess að það setji ríkis- sjóð í meiri vanda en hann er í nú,“ sagði Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, er Mbl. leitaði álits hans á hugmyndum um að fella niður verðjöfnunargjald á raforku, sem Sverrir Ilermannsson iðnaðar- ráðherra hefur lýst sig fylgjandi. „Iðnaðarráðherra hefur minn stuðning og hann hefur stuðning ríkisstjórnarinnar í því að létta öllum þeim gjöldum af fólki al- mennt sem hægt er,“ sagði fjár- málaráðherra. „Tekjur af verð- jöfnunargjaldinu ganga til ákveð- inna aðila og ef að það sýnir sig að þeir þola tekjumissinn og geta verið án þessa gjalds þá fagna ég því,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.