Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
31
Hinn lítilsvirti
höfundarréttur
Hvað er ljósritað í skólunum?
— eftir Hörð
Bergmann
Ýmsar tækninýjungar hafa orð-
ið til þess að grafa undan höfund-
arréttinum og gert erfitt að gæta
hans. Nægir í því sambandi að
minna á hljómbönd, myndbönd og
ljósritunarvélar. Ný lagaákvæði
og samningar, sem gerðir hafa
verið til að koma í veg fyrir
hömlulausan hugverkaþjófnað,
hafa jafnan komið seint og dugað
illa hér á landi. Mikið skortir hér
á að virðing fyrir öðrum tegund-
um eignarréttar. Engum dettur í
hug að efast um réttmæti þess að
heimtað sé gjald fyrir afnot af
veiðiám, vatni til virkjana o.þ.u.l.,
en þegar kemur að spurningunni
um afnot af bókum, sem eru ljós-
ritaðar til afnota í skólum og
liggja frammi í skólasöfnum,
reynist erfitt að skapa skilning á
því að réttmætt sé að gjald komi
fyrir.
Eftir því sem ljósritunar- og
fjölföldunartæknin verður ódýrari
og auðveldari bitnar notkun henn-
ar harðar á hagsmunum höfunda
og útgefenda. Með tilkomu ljósrit-
unarvéla í flestum skólum varð
mikil umbreyting á stöðu og
möguleikum útgefenda og höfunda
þeirra verka sem einkum er seilst
til á þessum vettvangi. Stórlega
dró úr sölu á ýmsum kennslugögn-
um sem notuð eru í 9. bekk og
framhaldsskólum, einkum verk-
efna- og málakennsku. Óheft
framhald þeirrar þróunar hlýtur
að mínum dómi að draga úr út-
gáfu og samningu slíkra verka og
torvelda að sínu leyti æskilega
endurnýjun.
Eftir að gerður var samningur
6. maí 1983 um að gerðardómur
skyldi úrskurða um greiðslur til
handhafa höfundarréttar fyrir
ljósritun og hliðstæða eftirgerð í
íslenskum skólum, glæddust vonir
kennslubókahöfunda um að
breyttir tímar væru framundan.
Samningurinn var gerður milli
menntamálaráðuneyti'sins annars
vegar og Blaðamannafélagsins,
Rithöfundasambandsins, Tón-
skáldafélagsins, STEFS og Félags
íslenskra bókaútgefenda hins veg-
ar. Var því ljóst að þeir höfundar,
sem einkum höfðu hagsmuna að
gæta, stóðu utan samningsins,
enda höfðu þeir ekkert félag til að
gæta hagsmuna sinna. Úr því var
bætt 1. júlí í fyrrasumar þegar
stofnað var félag sem fékk heitið
„Hagþenkir — félag handhafa
höfundarréttar á fræðiritum og
kennslugögnum". Það sótti um að-
ild að áðurnefndum samningi með
óskertum réttindum en því var
hafnað af Rithöfundasambandi Is-
lands. Höfundar fræðirita og
kennslugagna eiga enn eftir að fá
hlut sinn viðurkenndan og bíða
úrskurðar gerðardómsins sem
væntanlega lýkur störfum í næsta
mánuði.
Frá sjónarmiði höfunda fræði-
rita og kennslugagna er enn langt
frá því að búið sé að koma viðun-
andi skipan á væntanlegar
greiðslur fyrir ljósritun og aðra
fjölföldun í íslenskum skólum. í
fyrsta lagi verður að teljast vafa-
samt að sanngjörn niðurstaða fá-
ist meðan félagi þeirra, sem hafa
mestra hagsmuna að gæta, er
haldið utan við leitina að henni. f
öðru lagi verður að telja bæði
ámælisvert og hæpið að ætla að
fella dóm um greiðslur fyrir 11
ára tímabil án þess að byggja á
niðurstöðum vandaðrar könnunar
á því hve mikið er fjölfaldað úr
útgefnum verkum og hvernig hún
skiptist milli hinna ýmsu texta-
tegunda.
Síðastliðið haust fór Hagþenkir
þess á leit við menntamálaráðu-
neytið og aðra samningsaðila að
slík könnun yrði gerð. Hvernig
sem á því stendur fékk tillagan
ekki undirtektir. Af þessum sök-
um ákvað stjórn Hagþenkis að
gangast fyrir könnun á eigin veg-
um á umfangi og skiptingu fjöl-
faldaðs efnis. Niðurstöður þeirrar
könnunar liggja nú fyrir og hafa
verið sendar áðurnefndum aðilum.
Könnunin fór fram á fjögurra
vikna tímabili í ársbyrjun. Hún
náði til 7 grunnskóla af ólíkri
stærð í Reykjavík og úti á landi og
til þriggja framhaldsskóla. Helstu
niðurstöður voru þær að í
grunnskólum reyndist efnið, sem
Ijósritað var, skiptast þannig að
hlutdeild innlends efnis reyndist
vera 63% en erlends 37%. Af því
innlenda efni, sem ríkissjóði ber
að greiða fyrir samkvæmt áður-
nefndum samningi, reyndist hlut-
ur kennslubóka og fræðirita vera
um 95% og hlutur fagurbók-
mennta um 5%. I þeim þremur
framhaldsskólum, sem könnunin
náði til, reyndist allt innlenda efn-
ið, sem ljósritað var, vera úr
kennslubókum og fræðiritum.
I þessari könnun varð hlutur
þeirra höfunda sem hafa stofnað
„Hagþenki — félag handhafa höf-
Bridgefélag Akureyrar:
40 ára afmælis-
mót hefst í kvöld
í KVÖLD hefst í Félagsborg á Akureyri afmælismót Bridge-
félags Akureyrar. 56 pör, þar af á þriðja tug víðs vegar að af
landinu, taka þátt í mótinu sem lýkur á sunnudag.
Undankeppnin verður spiluð í
fjórum 14 para riðlum í þremur
lotum. Fyrsta lotan verður eins
og fyrr sagði í kvöld og hefst kl.
19.30. Önnur umferð verður svo
fyrri part laugardags og þriðja
lota eftir hádegi og er áætlað að
ljúka spilamennsku um kvöld-
mat.
Tuttugu efstu pörin spila svo
til úrslita á sunnudag. Verður
spilaður tölvugefinn barometer,
tvö spil milli para.
Verðlaun í mótinu eru ekki af
verri endanum. Fyrstu verðlaun
eru 15 þúsund krónur, önnur
verðlaun 12 þúsund og þriðju 8
þúsund kr. Auk þess eru vegleg-
ir verðlaunabikarar. Fjórðu
verðlaun eru helgarpakki Akur-
eyri-Reykjavík eða Rvík-Akur-
eyri, fimmtu verðlaun tveir
svefnpokar og sjöttu verðlaun
myndataka fyrir 2 á ljósmynda-
stofunni Norðurmynd. Þá verða
verðlaunapeningar fyrir 4.-6.
sæti.
Keppnisstjórar verða Albert
Sigurðsson og Guðmundur Kr.
Sigurðsson og reiknimeistari
Margrét Þórðardóttir.
undarrétta á fræðiritum og
kennslugögnum", mun meiri en
stjórn félagsins hafði ætlað. Því
miður var könnunin of takmörkuð
til að geta gefið óyggjandi niður-
stöður en hún gefur vísbendingu
um hvernig þessum málum er
háttað og bætir við þær upplýs-
ingar sem voru fyrir hendi. Könn-
unin ítrekar í rauninni nauðsyn
þess að gerð verði viðameiri lang-
tímakönnun sem allir aðilar sem
málið varðar, sameinist um.
Ég ætla að enda þessar línur á
því að setja fram ósk um það að
ekki líði á löngu þangað til hægt
verður að sameina krafta allra
hagsmunaaðila í að koma viðun-
andi skipan á gæslu höfundarrétt-
ar og sérstaklega í sambandi við
ljósritun og aðra fjölföldun í skól-
um. Auk þess skorts á upplýsing-
um, sem ég hef gert hér að um-
ræðuefni, má geta þess að enn hef-
ur skólum landsins ekki verið til-
Höröur Bergmann
„Eftir því sem ljósritunar-
og fjölföldunartæknin
verður ódýrari og auðveld-
ari bitnar notkun hennar
hardar á hagsmunum höf-
unda og útgefenda.“
kynnt um að gerður hefur verið
samningur um þetta efni og
ákvæði um þær takmarkanir á
rétti til ljósritunar, sem í honum
felast, því ókunnar kennurum.
Raunar er óskiljanlegt að aðil^rn-
ir, sem gerðu fjölföldunarsamn-
inginn, skuli ekki hafa auglýst
betur ákvæði hans og minnir það
að sínu leyti á hve margt er enn á
skötulíki í þessum efnum.
Hördur Bergmann er nimsstjóri og
formadur „Hagþenkis — félags
handhafa höfundarréttar á fræði-
ritum og kennslugögnum“.
AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Verð
sem standast
samanburð!!
Nýslátrað svínakjöt:
Víkingasteik
Tilbúin í ofninn
195«
Bogur
12Q.00
X pr.kt*.
Ekta Sunnudagssteik!
pr.kg.
Kótilettur
Kynnum 220v°í?
Hryggur
210«
• CfgmSffó Svínalæri
.oo 14^.oo
prkft* X pr.kg.
Kjúklingar
S89« 125«
Opið til kl. 7 í kvöld
en til kl. 4 á morgun.