Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 7

Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Hjartans þakkir sendi éy öllum þeim sem heimsóttu miy meö yjöfum, skeytum oy öórum hlýhuy þann 10. mars sl. Vinarkvedja. Agúst Asgrímsson, Barðavogi 11. Innileyar þakkir sendi éy öllum þeim, sem sýndu mér hlýhuy oy velvild á áttrœdisafmœli mínu, þann 18. þessa mánaóar. Guö blessi ykkur öll. Ragnar Jakobsson. Einbýlishús á Hellu Til sölu glæsilegt 2ja hæöa einbýlishús meö tvöföldum bílskúr. Garöskáli og fullfrágengin lóö. Húsiö er á einum besta staö í kauptúninu. Grunnflötur 145 fm. Húsinu má skipta í tvær sjálfstæöar íbúöir án fyrirhafnar. (FANNBERG s/f' > Þrúðvangi 18, 850 Hellu. Simi 5028 — Pósthólf 30. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, í dag, laugardaginn 24. mars 1984, og hefst kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og aukningu hlutafjár. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankarað Samvinnubanka íslands hf. TSíHamatkadulinn íli*11 ^Quttisqótu 12-18 M. BENZ 300 DIESEL 1976 Grænn. ekinn 40 þus. á véi. Sjallskiptur. aflstýri. útvarp, segulband. Verð 340 þús Skipti ath. RANGE ROVER 1980 Drapplitur, eklnn 69 |aús.. útvarp. segul- band, snjó- og sumardekk, orglnal spil. Bíll I sérflokki. Verö 700 jjús. SAAB 900 GLS 1981 Hvitur, ekinn 33 þús , útvarp, segulband. Verö 380 þús. Ath. skipti. MAZDA 323 (1100) 1981. Ljósgrænn Ekinn aöeins 43 þ. km. Fallegur Iramdrifsbill. Verö 185 þús. SUZUKI LJ 80 1981 Hvrtur. ekinn aöeins 28 þús. km. Ótrúlega spameytlnn. Bill meö drlfl á öllum. Verö 180 þús. FJÓRHJÓLADRIFSBÍLLINN VINSÆLI Toyota Tersel 4x4 1983. Rauöur. ekinn aö- eins 18 þús., km. Útvarp, snjó- og sumar- dekk. Verö 375 þús. SCOUT II OG WAGONER Scout II disel 1974. Brún og gulur. 4 cyl. Perkins, 4ra gira. aflstýrl. útvarp. segulband. Verö 350 þús. skipti. WAGONER DÍSEL 1981 Brúnn, vél disel f. D. 300. allstýri, útvarp, segulband. Verö 210 þús. Skipti. VOLVO 244 G.L. 1982 „Maron“, rauöur, sjálfsk, m. öllu. Eklnn aóoins 18 þús km (sem nýr). Verö kr. 450 þús. Ófriður milli friðarhreyfinga Hart er deilt um þaö meöal forgöngumanna friðarhreyfinga um þessar mundir hvort fulltrúar sjónarmiða þeirra 80% þjóðarinnar sem styðja stefnu íslensku þjóðarinnar í öryggis- og varnarmálum séu gjaldgengir sem aðstandendur “frið- arviku" um páskana. Eins og kunnugt er hefur þessi stefna sem nýtur stuðnings mikils meirihluta landsmanna borið þann ávöxt að ríkt hefur friður í okkar heimshluta í um þaö bil 40 ár. Sú staðreynd á þó ekki upp á pallborðið hjá öllum sem sitja í „samstarfshópi“ um „friðarvikuna“ eins og lýst er í Staksteinum í dag. Hvers konar frið? Kins og losa mátti í MorgunblaAinu í gær hafa mörg samtök tekið sig saman og ákveóirt að efna til „friðarviku" í Norræna húsinu um páskana, meðal þeirra sem þar standa fremstir í fylkingu eru full- trúar þjóðkirkjunnar og er séra Bernharður Guð- mundsson, blaðafulltrúi hennar, meðal frammá- manna „friðarvikunnar" ef marka má dagskrárdrögin og starfar að framkvæmd einstakra atriða í vikunni ásamt með Kristínu Ast- geirsdóttur frá Kvennalista og Árna lljartarsyni frá Kamtökum herstöðva- andstæðinga. Samkvæmt dagskránni standa þau þrjú fyrir undirbúningi að umraðukvoldi með full- trúum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, fundi um fjölmiðla og skoðanamynd- un og gerð lokadagskrár. Af drögunum að dag- skránni má sjá að mikil vinna hefur verið lögð af mörkum hennar vegna. í sjálfu sér er það ekki í frásögur færandi nú á tím- um þegar friðurinn er í tísku og alið er á ótta við kjarnorkusprengjuna sem mannkynið hefur þó lifað með í tæp fjörutíu ár að menn leggi mikið á sig til hátíðabrigða fyrir friðinn. Hitt er merkilegra sem sagt var frá í Morgunblað- inu í gær að þeir sem að „friðarvikunni" standa hafa alls ekki komið sér saman um það hvers konar frið þeir vilja því að innan hópsins standa deilur um „friðarávarpið" sjálft og hverjir eigi að „fá“ að leggja nafn sitt við friðar- vikuna. Dæmigerð vinnubrögð Á undanförnum mánuð- um hafa alls kyns friðar- hópar sprottið upp eins og gorkúlur. Sýnist nóg að þrír menn hói sig saman og kenni sig við frið, þeir verða strax gjaldgengir í hina breiðu fylkingu sem vill hafa eittkaleyfi á friðn- um hér á landi og annars staðar. I>essir einkaleyfis- hafar tóku sig saman nú fyrir nokkrum vikum og stofnuðu „samstarfshóp" um „friðarviku" á páskum. Fyrir utan hinar nýju hreyf- ingar var Samtökum her- stöðvaandstæðinga tekið fagnandi í „samstarfshópn- um" og í nafni hans var síðan tekið til við að senda út bréf til hinna og þessara aðila þar sem þeim var boðið að leggja sitt af mörkum í þágu friðar í Norræna húsinu um pásk- ana. En innan friðarhóps kirkjunnar þótti einhverj- um það ámælisvert að Samtök herstöðvaandstæð- inga væru allt í einu komin í hóp friðarhreyfinganna og þá var ákveðið að velja leið samanburðarfræðanna að finna einhvern frá hinni hliðinni sem leggja mætti að jöfnu við herstöðva- andstæðinga og datt ein- hverjum það snjallræði í hug að leita til Yarðbergs, sem skipað er áhuga- mönnum um vestræna samvinnu en íslendingar eiga aðild að henni. Lýsti Sveinn Grétar Jónsson. formaður Varðbergs, því hér í blaðinu í gær að hann hafi verið kallaður til skrafs og ráðagcrða á skrifstofu biskups og lét hann þar í Ijós áhuga á þátttöku í „frirtarvikunni". Var honum afhent tillaga eðlilsfræðinga um andmæli gegn kjarnorkuvopnum og sá ekki að hún ætti að fæla Varðberg frá „friðarvik- unni". Framhaldið sýnir svo dæmigerð vinnubrögð í „samstarfshópum" vinstri- sinna sem telja sig hafa einkalcyfi á „góðum mál- um“ eins og friði. Þegar séra Bernharður Guð- mundsson bar það upp í samstarfshópnum á mið- vikudagskvöldið að Varð- berg yrði aðili að „friðar- vikunni" og skýrði frá því að ávarp eðilsfræðinganna væri ekki því til hindrunar hófust mikil fundahöld í öllum hornum og var niðurstaöan sú að samið skyldi nýtt „friðarávarp" og þá í þeim tilgangi að setja Varðbergi afarkosti, féllist félagið á þetta ávarp „fengi" það kannski aðild að „samstarfshópnum". I nafni friðar hefur „sam- starfshópurinn** sem sé tekið upp vinnubrögð sem hingað til hafa helst verið tengd nafni Mafiunnar eða annarra slíkra ofbeldis- hópa: að gera mönnum til- boð sem þeir geta ekki hafnað vilji þeir fá að vera f hópnum eða fá frið fyrir honuni. Aðeins kjarn- orkuvopn Athyglisvert er að „sam- starfshópurinn" einblínir á kjarnorkuvopnin þegar hann ræðir um frið. Þessi einstefna gefur alranga hugmynd um forsendur friðar í heiminum eins og sagan sýnir því að þrátt fyrir kjarnorkuvopnin hafa blóðug stríð verið háð og á þessari stundu er barist í fjölmörgum löndum um víða veröld. Hvers vegna lítur „samstarfshópurinn" fram hjá þessum stað- reyndum? Af hverju þessi áhersla á kjarnorkuvopn- in? Tillaga Vigfúsar Geirdal, fulltrúa Samtaka her- stöðvaandstæðinga, í „samstarfshópnum" um málsgrein í „friðarávarp- inu“ sem birt var hér í blaðinu í gær er með því sovéska orðalagi að ríki skuldbindi sig „til að grípa aldrei að fyrra bragði til kjarnorkuvopna". Þetta er sama tillagan sem Brezhn- ev lagði fyrir aukaþing Kamcinuðu þjóðanna um afvopnunarmál á sínum tíma og öll vestræn rfki andmæltu á þeirri for- sendu að hún gengi of skammt, ríki ættu að skuldbinda sig til að grípa alls ekki til vopna að fyrra bragði en ekki einskorða sig við kjarnorkuvopnin. Vonandi tekst „sam- starfshópnum" að koma sér saman um „friðar- ávarp” vikunnar f Norræna húsinu áður en hún hefst. Opiö til kl. 4 Laugardag og sunnudag. Eldhúsinnréttingar Baði n n rétti nga r Furu-fulln ingahuröir Fataskápar T réstigar Beykilímtré Gásar s/f Ármúla 7 . 105 Reykjavik Simi 91-30500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.