Morgunblaðið - 24.03.1984, Page 12

Morgunblaðið - 24.03.1984, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Einsog mer synist • • • Gísli J. Ast|)órsson Fyrningar úr hugmyndabanka Þegar maður föndrar við svona dálkasmíðar viku eftir viku er maður sífellt að hripa hjá sér ailskyns smælki sem maður hendir á lofti og þykist nú heldur betur ætla að gera sér mat úr þótt síðar verði. Það safnast líka að manni djöfuldómur af blaða- úrklippum af ýmsu tagi sem maður kroppar úr innlendum og erlendum blöðum og tímaritum, og loks bíður maður spenntur með pennann á lofti þegar maður er að gapa á sjónvarpið, þvíað þaðan hrekkur margt gullkornið óneitanlega, þegar þeir eru þá ekki að bjástra við að klóra sig útúr einni af þessum pásum kvöldsins, aum- ingja kallarnir, sem byrja venjulega með hlemmistórri litmynd af Matthíasi Bjarnasyni til dæmis sem þulurinn trúir okkur fyrir að sé nýja lifrarbræðslan í Bolungarvík. Gallinn er bara sá að obbinn af þessum snyfs- um sem eiga að fara í hugmyndabankann verður ýmist innlyksa í veskinu manns eða í hrærigrautnum í skrif- borðsskúffunni og að það sem þá er eftir verð- ur oftast ellidautt eða fellur einhvernveginn ekki lengur í kramið þegar maður vill loksins seilast til þess. Þó eru frávik frá þessu. Ég nefni til kvensuna sem eflaust taldi sig vera að slá tvær flugur í einu höggi í les- endabréfi hér í blaðinu fyrir sex átta vikum, en hún kom fram hjá mér núna um helgina á milli úrklippu um hringorm í þorski og athugasemdar sem er eignuð Oscar Wilde, þarsem sá heið- ursmaður kemst að þeirri bráðsnjöllu niður- stöðu að eina leiðin til þess að losna við freist- ingarnar sé að falla fyrir þeim. Þessi frú vill gera hvorutveggja í senn: forða elsku litlu hugljúfu rökkunum und- an ofsóknum vondra manna og svo leysa efnahagsvanda okkar ís- lendinga að heita í sömu andránni. Ekkert mál, góðir hálsar. Allur galdurinn er sá að sögn bréfritara að við eigum í fyrsta lagi að troða okkar hundaskít með söng f hjarta og bros á vör einsog sönnum dýravin- um sæmir, og svo eigum við í öðru lagi að snúa okkur af alefli að fram- leiðslu hundafóðurs. Ég leyfi mér að vitna í bréfið. „Gæludýramenn- ing“, upplýsir höfundur- inn, „eða sú atvinnu- starfsemi sem henni tengist, er stór við- skiptaliður í flestum þjóðféiögum heimsins. Gefur þessi iðja þjóðfé- lögunum svo mikinn arð, að fjöldi manna hefur góða afkomu af allri þeirri þjónustu er þessi dýr þarfnast." Svona einfalt er þetta. Við eigum að stofna hér til einskonar hunda- þjónustuþjóðfélags þarsem allir una glaðir við sitt, enda gróska í „gæludýramenningunni" og bullandi gróði af kjölturakkasælgætinu. En því þá ekki að stíga skrefið til fulls og verða okkur úti um svo- sem þúsund fíla? Ætli þeir séu ekki þúsund sinnum þurftarfrekari en elsku hundskinnin, og velmegun okkar hér útí hafinu yrði þá eftir því. Ég óttast heldur ekki viðbrögð pólitíkusanna, þóað þeir yrðu væntan- lega að verða sér útum bússur einsog aðrir landsmenn þá velmeg- unin kæmist í algleym- ing hér á götunum. En ef það eru atkvæði í hundaskít, þá eru þau naumast síður í tertun- um sem ganga niður af fílnum. Hér í hugmyndabank- anum mínum er kippa af úrklippum um hnignun ástkæra ylhýra málsins einsog það hét hjá Jón- asi og ömurlega meðferð þess í fjölmiðlunum okkar, svosem einsog eftirfarandi fyrirsögn ber með sér: „Á mörkun- um að hægt sé að reka loðdýrabú upp á þessi verð.“ Þessi úrklippa er orðin þriggja mánaða gömul, en raunar líður naumast sá dagur að okkur sé ekki boðið uppá „verð“ í fleirtölu. Þá eru menn búnir að stein- gleyma því (nema þeir kæri sig kollótta) að enska orðið „while“ get- ur rétteins þýtt „en“ einsog „á meðan". „He is short while she is tall,“ segir tjallinn og meinar vitanlega að hann sé stuttur en hún löng. En nú getur maður allteins átt von á því að fræðast um það f blöðunum okkar að sildveiðarnar gangi brösulega hér heima „á meðan". þær gangi bara þokkalega hjá Norðmanninum skulum við segja. Sögnin „að áætla" ríð- ur Iíka prenthúsum: allt er áætlað en alls ekkert ráðgert. „Áætlað er að hefja smíðina ...“ Ekki „ráðgert er“ né „í ráði er“ eða „afráðið hefur verið" eða jafnvel að hitt og þetta sé „í bígerð". Enn má nefna hrollvekj- una „sem þessi" sem er Því ekki að stíga skrefið til fulls? að olnboga „svona“ og „af þessu tagi“ svoað eitthvað sé nefnt útúr málinu okkar. „Skip sem þetta“, tönnlast menn á; ekki „skip af þessu tagi“ né heldur einfaldlega „svona skip“, sem sýnist þó stundum handhæg- ast. Vísast hefur þetta þótt of „hversdagslegt" orðalag og þessvegna ekki „gáfulegt". Eitt- hvað er það. Og í bréf- korninu hér efra til varnar kjölturökkunum getur líka að líta „gáfu- leg“ orð af þessu tagi, það er að segja „gáfuleg orð sem þessi" einsog það heitir núna á ís- lenskunni. Hver þremillinn er „gæludýramenning" til dæmis? Eða „atvinnu- starfsemi". Er þá eitt- hvað til sem heitir „at- vinnustarf"? En látum það nú vera þóað fólk út í bæ, sem grípur kannski til pennans einu sinni á ári og er auk þess í geðshræringu, hrasi á ritvellinum. Hitt er lak- ara og raunar ófyrirgef- anlegt þegar fólk sem hefur kosið að gera fréttamennskuna að ævistarfi sínu ýmist veldur ekki verkfærun- um eða lætur einsog það komi málinu ekki við hvernig það beitir þeim. Hér er snotur perla úr útvarpinu sem er liðlega ársgömul samkvæmt dagsetningunni á snepl- inum sem ég festi hana á: „Á meðan menn halda áfram að kaupa útrunn- in matvæli verður eftir- litið í molum.“ Þetta var rétt einn fræðingurinn að fræða okkur um geymsluþol matvæla eða eitthvað þvíumlíkt. Ennfremur hlustaði ég fyrir skemmstu á sprenglærð- an viðskiptafræðing sem var ekkert nema pró- sentur og aftur prósent- ur einsog núna tíðkast, þóað maður hefði haldið að allur þorri manna væri alveg nógu ruglað- ur fyrir. Á hinn bóginn hefði maðurinn verið áheyrilegri ef hann hefði kunnað að fall- beygja þessar prósentur sínar. Leiðast af öllu er samt líklega staðlaða málfar- ið sem svo mætti nefna. Erlingur Sigurðarson gerði góðlátlegt gys að þessu þegar hann var með „Daglegt mál“ í út- varpinu á dögunum, hvað honum fórst sér- deilis vel úr hendi, að öðrum umsjónar- mönnum þessa ágæta þáttar ólöstuðum. Verst að það skuli vera sú göf- uga íþrótt knattspyrnan sem fyrst bankar uppá hjá manni þegar þetta ber á góma, en ástæðan er einfaldlega í mínu til- viki sú að sé nefið á mér nokkurntíma límt við skjáinn þá er það þegar knattspyrnukapparnir mínir birtast á honum á laugardögum. En hversvegna þurfa þeir af köppunum mín- um sem hafa betur allt- af og ævinlega „að bera sigurorð af“ andstæð- ingunum; hversvegna dugir aldrei að láta þá bara sigra? Hversvegna snúa kapparnir enn- fremur alltaf vörn í sókn og eru á þessum bölvuðum skotskóm og gulltryggja sýknt og heilagt sigurinn, þegar þeir eru þá ekki að inn- sigla hann, og skora góð mörk og vinna góða sigra og negla bannsetta tuðruna undir þver- slána? Og hversvegna jafna menn aldrei á skjánum þegar þeir skora jöfnunarmarkið? Hversvegna í guðsbæn- um jafna kapparnir mínir alltaf einhver bölvuð ekkisins met? Tvö orð þarsem eitt mundi duga. Ugglaust gengur staðlaða orðfær- ið víðar ljósum logum, og einsog Erlingur benti á eru til dæmis stofn- anafuglarnir sumir hverjir ekki barnanna bestir. Vissulega ber líka að þakka það hvern- ig umsjónarmennirnir þarna hjá sjónvarpinu hafa varið þá göfugu íþrótt knattspyrnuna með kjafti og klóm gegnum árin. En mér er sárast um sparkið, og svo eru laun heimsins líka tíðast van- þakklæti einsog öllum er kunnugt. Þar að auki er það staðreynd er ég hræddur um að fyrir utan saltið blessað verð- ur sama kryddveislan ár eftir ár ansans ári leiði- gjörn; og ennfremur mætti orða þetta svo að rétt einsog maðurinn lif- ir ekki á brauðinu einu saman, þá lifa þau okkar sem eru í fjölmiðla- bransanum ekki á frauð- inu einu saman. Og loks er það smit- hættan. Því oftar sem eitthvað er haft fyrir okkur í fjölmiðlunum því líklegri erum við til þess að byrja að apa það eftir. Við erum að þessu leyti einsog páfagaukar, næmir að vísu. Ágæt- ustu menn eru enda steinhættir að láta kappana sína jafna. Jafnvel hann Hermann hjá útvarpinu er byrjað- ur að hamast við að jafna þessi ótætis og ei- lífu met. Og svo að endingu glænýr lappi úr títt- nefndum hugmynda- banka. Ég hripaði þetta hjá mér núna í vikunni þegar ég rakst á það á flennistóru veggspjaldi sem Umferðarráð hefur látið gera. Skrifað stendur: Eftir einn ei aki neinn Ætli þeim hjá ráðinu hafi aldrei hugkvæmst að það er einmitt meðal annars samsetningur af þessum toga sem kemur meyrum sálum til þess að halla sér að flðsk- unni? Frumsýn- ing í Hvera- leikhúsinu llveragerði, 20. mars. LEIKFÉLAG Hveragerðis frumsýndi sakamálaleikritið „Tíu litlir negrastrákar“ eftir Agöthu Christie, sunnudaginn 18. mars kl. 21, í samkomusal sem LH tók á leigu í þeim til- gangi og nefndi Hveraleikhús- ið. Húsfyllir var á frumsýning- unni og undirtektir mjög góð- ar. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson. Með helstu hlutverk fara Hjört- ur M. Benediktsson, Inga Wium, Bárður Jónasson og Gísli Garð- arsson. Leikendur eru alls 11, en að sýningunni standa 17 manns og hefur þetta fólk unnið mikið starf við óvenju erfiðar aðstæður, sem hafa áður verið raktar hér í blað- inu. Leikhúsgestir virtust skemmta sér hið besta og ríkti til- heyrandi spenna í salnum út alla sýninguna. Voru leikendur hylltir í leikslok með lófataki og blómum. Næstu sýningar eru fyrirhugað- ar á mánudag, þriðjudag og fimmtudag, allar kl. 21. Mörg und- anfarin ár hefur LH haft þá venju að bjóða öryrkjum og ellilífeyris- þegum á sýningar sínar og mun svo einnig vera fyrirhugað nú, og verður það auglýst síðar. Meðan á sýningum stendur í Hveraleikhúsinu munu þar vera til sýnis málverk eftir Eyvind Er- lendsson Ieikstjóra og Ástu dóttur hans. Meðai annarra góðra gesta á frumsýningunni mátti sjá dóms- málaráðherra og tvo þingmenn okkar sunniendinga ásamt eigin- konum og var þeim greinilega vel fagnað af Hvergerðingum. Sigrún Hallgrímskirkja: Kaffisala kvenfélagsins Hin árlega kaffisala Kvenfé- lags Hallgrímskirkju verður á morgun, sunnudaginn 25. mars, og hefst kí. 15. Áð þessu sinni verður hún í Domus Medira við Egilsgötu. Auk hins margróm- aða veisluborðs þeirra félags- systra munu félagar úr Mótettu- kór Hallgrímskirkju skemmta með söng, og einnig verður hlutavelta, þar sem margt góðra muna verður í vinning. Kaffisal- an hefur frá upphafi verið annar burðarásinn í fjáröflun kvenfé- lagsins fyrir Hallgrímskirkju. Stuðningur við kirkjuna, fegrun hennar og prýði hefur verið meginmarkmið þessa fámenna félags, og það hefur vissulega munað um konurnar og þeirra verk, að minnsta kosti væri búnaður og aðstæður kirkju og safnaðar sýnu fátæklegri ef fé- lagsins hefði ekki notið við. Ég vil eindregið hvetja safnaðar- fólk og alla velunnara Hall- grímskirkju að koma í Domus Medica á morgun og njóta þess sem þar verður fram borið og styrkja um leið málefnið góða. Karl Sigurbjörnsson Opiö í dag kL ÍO i Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A Eióistorgi 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.