Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 15 safjarðarhöfn er sannarlega orðin alþjóðahöfn, ef miðað er við fjölda þjóðerna þeirra manna sem hér hafa viðkomu dag hvern. Á myndinni eru: Per Justesen umboðsmaður rækjukaupenda frá Danmörku, Job Heilmann frá Grænlandi, Vagnar Sumberg frá Færeyjum, Shigeo Abe frá Tókýó, Japan, og Tryggvi Tryggvason skipamiðl- ari á ísafirði. Ljósm. Mbl. Úlfar ísafjörður: Rauðagull hafsins set- ur svip á athafnalífið ísafirdi, 20. mars. Landanir ísfirskra og græn- lenskra fiskiskipa setja æ meiri svip á atvinnulífið við höfnina á ísafirði. Grænlenskir rækjutogarar landa nú afla hér nær daglega og hafa borist hér á land um 1.000 lestir af rækju frá þeim, það sem af er vertíðinni, en á sama tíma í fyrra voru þeir að hefja veiðar. Áflahæsti togarinn er Auveq frá Nuk með 250 lestir, en hann er væntanlegur inn í nótt með ein- hvern afla og fótbrotinn skipverja. í dag eru tveir togarar að landa, Ekaluk frá Narssak 92 lestum og Kibuqikak frá Sukker- toppen 172 lestum. Aflanum er landað í frystigeymslur hér en er svo afskipað þegar komnar eru um 500 lestir. Í dag og á morgun lestar danskt frystiskip um 400 lestir. Rækjan er öll heilfryst og fer um fjórðungur til helmingur á japanskan markað, en mjög gott verð fæst fyrir rækju þar, hitt er unnið í Danmörku. Sam- kvæmt grænlenskum lögum eiga 60% áhafnanna á togurunum að vera Grænlendingar. Það næst þó ekki alltaf og eru aðrir áhafnarmeðlimir færeyskir, danskir og norskir auk tveggja Japana á hverju skipi þar sem veitt er fyrir Japansmarkað. Á miðunum hér undan Vestfjörð- um eru nú um 10 grænlenskir rækjuveiðarar, og er von á fleir- um auk 10 norskra, 4 færeyskra og 2 danskra. Hin erlendu skip fá ekki að landa afla sínum á íslandi, en koma hér inn reglu- lega til að taka olíu og vistir og annað sem vanhagar um. Mjög góð veiði var fyrst í stað, en nú síðustu dagana hefur hún treg- ast verulega. Rækjutogarinn Arnarnes ÍS 42 kom hingað í morgun í fyrsta sinn en hann var nýlega keyptur frá Garði og hét þá Ingólfur. Eiríkur Böðvarsson fram- kvæmdastjóri Niðursuðuverk- smiðjunnar hf. og nokkrir yfir- menn skipsins keyptu skipið, sem fer væntanlega á veiðar í kvöld. Frést hefur af góðum afla síðustu daga hjá Hafþóri og öð- rum íslenskum skipum sem stunda úthafsrækjuveiðar. Á fyrri hluta aldarinnar var ísafj- örður oft nefndur rauði bærinn vegna áhrifa sósíalista á bæjarl- ífið. Ef heldur fram sem horfir stendur bærinn vel undir þvi nafni núna þótt nú sé það rauð- aguli hafsins sem nafngiftina gefur. Úlfar Mk Ci k í 1 f 1 % iX 1 W/ » æ f ' ' 1 s Mikið líf er við höfnina á ísafirði. Togarinn Arnarncs er að búast til rækjuveiða. Tveir grænlenskir rækjutogar- ar eru að landa rækju og danskt flutningaskip lestar rækju. Á morgun er von á a.m.k. tveim rækjutogurum til löndunar auk flutningaskipsins ísbergs sem á að lesta rækju. Kennarafundir í Engidals- skóla mótmæla samningum FIINDUK kennara í Fngidalsskóla í llafnarfirði, sem haldinn var 14. mars, ályktaði að aðalkjarasamning- ur BSKB við ríkisvaldið væri með öllu ófullnægjandi. Á fundinum var lögð áhersla á að kröfur sérkjarasamnings verði fyrsta skrefið í átt að mannsæm- andi kjörum. í fréttatilkynningu frá Engidalsskola segir ennfremur að staða kennarastéttarinnar sé í algjöru ósamræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til kennara. Fund- urinn krefst endurmats á störfum kennara, gagngerrar endurskoð- unar í röðun í launaflokka og lög- verndunar starfsins. Auk þess er lögð áhersla á að kennarasamtök í landinu verði sameinuð og aðild KÍ að B8RB verði endurskoðuð. iW' \M A DTA - OFURKRAFTUR - ▼ WAAIXL I AV ~ OTRULEG ENDING FRAMLEIÐENDUR BETRI BÍLA í EVRÓPU VELJA VARTA RAFGEYMA í BÍLA SÍNA Það segir meira en mörg orð. Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og fleiri, velja VARTA rafgeyma, enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol, eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir. 60 AMP-stundir kr. 1.494.00. 70 AMP-stundir kr. 1.788.00. Hentar flestum gerðum bifreiða. Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi, og ísetningu á staðnum. LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF. HÓTEL BORG Gómsætar kræsingar allan daginn. Alla daga. Símí 11440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.