Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 17

Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 17 vegar áfram af fullum krafti. Þá var svo til allur hinn kynþroska hluti stofnsins saman kominn á takmörkuðu svæði austur af Kol- beinsey, en nauðalítið af slíkri loðnu annars staðar. Vegna hag- stæðs tíðarfars var loðnan því mjög aðgengileg og nánast mok- veiði allan tímann. Um það var ekki ágreiningur að fallegar torf- ur voru þarna a.m.k. fram eftir nóvembermánuði en um heildar- magnið bar talsvert á milli margra fiskimanna annars vegar og rannsóknamanna hins vegar eða svo sem eins og nokkrar millj- ónir tonna! Var allmikill hávaði úr ýmsum áttum er veiðar voru síðan stöðvaðar í desember 1981. Á vetrarvertíð 1982 fengu 8 af þeim skipum sem minnst höfðu aflað haustið áður leyfi til að veiða 16 þús. tonn af loðnu eða 2 þús. tonn hvert. Er vonandi enn í minnum að þessi skip náðu ekki öll skammti sínum þá um vetur- inn. Hefði slíkt einhvern tíma þótt léleg frammistaða enda nóg loðna á miðunum eða hvað? Þegar gerðar hafa verið tillög- um um aflakvóta á loðnu hefur Hafrannsóknastofnun miðað við að um 400 þús. tonn yrðu skilin eftir til að hrygna að vorinu. Haustið 1982 mældist stærð hins kynþroska hluta stofnsins innan þessara marka sem að sjálfsögðu leiddi til tillögu um veiðibann og féllust stjórnvöld á hana. Endur- teknar mælingar í janúar sýndu um 250—300 þús. tonn af kyn- þroska loðnu. Varð tillaga stofn- unarinnar því hin sama og fyrr og ákváðu stjórnvöld að gildandi veiðibann skyldi standa út vertíð- ina. Aðstæður til mælinga, bæði í október 1982 og janúar 1983, voru eðlilegar og miðað við fyrri reynslu voru hugsanlegar skekkj- ur engan veginn af þeirri stærð- argráðu (yfir 50%) að nægt hefði til aflakvóta miðað við að skilja eftir um 400 þús. tonn til að hrygna. Því verður að telja hinar stórkostlegu frásagnir af óhemju loðnu hér við Suður- og Suðvestur- landið veturinn 1983 mjög orðum auknar jafnvel þótt fáeinar ræki hér á sandinn fram af Skúlagöt- unni í norðanáttinni einn daginn. Þær munu öllu fremur afleiðing samanburðar við hina takmörk- uðu loðnugengd næstliðna 2—3 vetur auk þágildandi veiðibanns með tilheyrandi kreppuástandi. Og ekki má gleyma því að það ber óneitanlega æði mikið á 250—300 þúsund tonnum af loðnu, að ekki sé talað um 400 þús. tonn ef við, mót líkum, gefum okkur 50% skekkju í mælingu, þegar þessi fiskur er saman kominn á tak- mörkuðum svæðum eins og hendir með loðnuna hér við suðurströnd- ina á veturna. Sem betur fer er aftur að rofa til varðandi loðnuna. Sýnist næsta ljóst að hvað sem líður umhverfis- aðstæðum er það fyrst og fremst að þakka þeim aflatakmörkunum sem settar voru varðandi veiðar úr hrygningarstofnum áranna 1981, 1982 og 1983. Það vita allir sem vilja að meö nýjustu tækni er nán- ast hægt að veiða torfufisk til seinustu torfu án þess að þess sjái mikinn stað í aflabrögðum fyrr en allt hrynur. Og á því leikur lítill vafi að ástand loðnuhrygningar- stofna áranna 1981, 1982 og 1983 var slíkt að einmitt þetta hefði nær örugglega gerst ef ekki hefði verið tekið í taumana. I fyrrasumar ákváðu stjórnvöld að leyfa ekki loðnuveiðar fyrr en fyrir lægju nánari upplýsingar um stærð stofnsins enda óttuðust menn að svo lítið kynni að vera af loðnu að ómögulegt yrði að stöðva veiðarnar í tæka tíð ef þetta reyndist tilfellið. í október mæld- ust svo tæp milljón tonn af kyn- þroska loðnu sem svarar til tæp- lega 400 þús. tonna aflakvóta mið- að við 400 þús. tonna hrygn- ingarstofn að vori árið eftir. f febrúar í vetur kom svo í ljós að lítið eitt meira af aðalhrygningar- árganginum (1981) hafði orðið kynþroska en októberathuganir bentu til að myndi verða. En lang- þyngst á metunum var þó um 20% þyngdaraukning í millitíðinni. Þessi þyngdaraukning er óvenju- leg fyrir þennan árstíma svo ekki sé meira sagt. Samanlagt þýddi þetta aukningu á aflakvóta í 640 þús. tonn frá nóvember 1983 til vetrarvertíðarloka 1984 að telja. Eru um % hlutar viðbótarinnar tilkomnir vegna þyngdaraukn- ingarinnar einnar. Þessi aflakvóti næst sjáanlega ekki og töluverður hluti aflans samanstendur af til- tölulega verðlítilli loðnu eins og Halldór bendir á. Þetta er þó alls ekki einvörðungu því að kenna að veiðar hófust ekki fyrr en í nóv- ember í fyrra. Ástæðan liggur miklu fremur í hinni óeðlilegu hegðun loðnunnar á tímabilinu nóvember—janúar sl. meðan hún var enn í ætisleit eins og um há- sumar væri. Á þessu tímabili var heildaraflinn, þrátt fyrir tiltölu- lega hagstætt tíðarfar, aðeins um 135 þús. tonn sem er jafn óvenju- legt og át loðnunnar og þyngdar- aukning á sama tíma. Með vaxandi loðnugengd er ann- ars eðlilegt að á ný sé litið til sumar- og haustveiða enda loðnan feitust og verðmest til bræðslu að hausti og framan af vetri eins og Halldór bendir réttilega á í grein sinni. Þarna er þó margs fleira að gæta. Oftast byggjast veiðarnar að langmestu leyti á einum ár- gangi, þ.e. loðnu á 3. ári, sem h.u.b. þrefaldar þyngd sína á tímabilinu mai—október. Á svæðinu sunnan 68.-69. breiddarbaugs er oft mik- ið af þessum hluta stofnsins sam- an við enn smærri loðnu á 2. ári yfir sumartímann og fram á haustið. Þótt lítið komi jafnan í land af smáloðnu á 2. ári fer án efa mikið af henni forgörðum vegna meiðsla við að smjúga næt- urnar hvað eftir annað þegar veitt er á svæðum þar sem mikið er af henni saman við eldri fiskinn. Enda þótt slíkt verði seint sannað hefur stofninn vafalítið orðið fyrir miklum skakkaföllum, a.m.k. sum þau ár sem veiðar voru stundaðar á tímabilinu júlí—september á okkar hafsvæði. Og sitthvað fleira mætti telja. En svo fremi sem fyr- >r ligffla upplýsingar sem benda til loðnugengdar umfram lágmarks- hrygningarstofn eins og nú er raunin er vitanlega rétt að nýta hausttímann, t.d. frá 1. október, til einhverra veiða. En hverjar svo sem niðurstöður verða um nýtingu loðnustofnsins í framtíðinni má síst gleyma því að um þessa fisktegund erum við í samkeppni við þorskinn sem þetta land hefur um aldir lifað að miklu leyti á og mun að líkindum þurfa að gera enn um hríð að minnsta kosti. Reykjavík 22.3. 1984. Hjálmar Vilhjálmsson er fískiíræh- ingur rið Haírannsóknastoínun. sé annars vegar að meta ástand fiskstofna með tiltækum aðferð- um og úrræðum, og hins vegar að gera tillögur til stjórnvalda um afla i samræmi við líffræðilegar forsendur hvers fiskstofns, auk hagrænna þátta. Þetta má orða þannig, að fiskifræðingum sé ætl- að að hlutast til um að fiskað sé í friði við náttúruna. „Svarta skýrslan" frá 1975 var fyrsta tilraun til að stjórna afla- marki þorskveiða hér við land á vísindaiegum grundvelli. Þessi skýrsla ásamt árlegum skýrslum Hafrannsóknastofnunar um ástand nytjastofna og aflahorfur, hefur leyst úr læðingi miklar talnarunur hjá mörgum mætum manninum, til sönnunar þess, að „spádómar" fiskifræðinga hafi aldrei gengið eftir og muni svo sem aldrei gera. Röksemdafærsla af þessu tagi er raunar ekki með öllu óskiljan- leg, með hliðsjón af íslensku lund- arfari, en engu að síður afskaplega síðbúin, og sannar aðeins, að það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fiskifræðingum er vissulega mæta vel ljóst að mat þeirra á stærð þorskstofsins hefur iðulega brugðist. í síðustu skýrslu Haf- rannsóknastofnunar um ástand nytjastofna og aflahorfur (Haf- rannsóknir, 28. hefti) er gerð nokkur grein fyrir þeim aðferðum sem beitt er við stofnstærðarrann- sóknir og annmörkum þeirra, og vísa ég til þeirrar lýsingar til skýringar í þessu sambandi. Stofnstærðarmat á þorski hefur nú verið stundað í um 10 ár. Reynsla þessa tímabils hefur leitt í ljós, að það er mun meiri vand- kvæðum bundið að meta stærð þorskstofnsins með viðunandi nákvæmni en ætlað var í fyrstu. Þó er ljóst að rannsóknir og reynsla þessa tímabils hefur styrkt stofnstærðarmatið veru- lega. Eitt af meginverkefnum í starf- semi Hafrannsóknastofnunarinn- ar á næstu árum er að styrkja stofnstærðarrannsóknir til muna, í því skyni að skapa stjórn fisk- veiða traustari grundvöll. Hvort og hvenær því markmiði verður náð er háð ýmsum ytri skilyrðum, svo sem fjármagni til að standa þannig að rannsóknum að árang- urs sé að vænta. Ólafur Karrel l'álsson er físki- fræóingur rið Hafrannsóknastofn- un. SÖLUSÝNING á notuðum MAZDA bílum Laugardag frá kl. 10-4 Meö hækkandi sól höldum viö sýningu á landsins besta úrvali af notuðum bílum. Bílarnir eru allir gaumgæfilega yfirfarnir á verkstæöi okkar, þeir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir 6 mánaöa ábyrgö frá söludegi. Komiö á sýninguna í dag og tryggið ykkur 1. flokks MAZDA bíl fyrir sumariö. Hagstæð kjör. Athugid: Okkur hefur loksins tekist ad fá til sölu örfáa MAZDA 323 6 mánaða ábyrgð á notuðum bílum Öryggi í stað áhættu BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 Sýnishorn úr söluskrá: Gerð Árg. Ekinn 929 LTD 2 dyra HT ’83 23.000 323 1500 4 dyra Saloon '82 22.000 626 2000 5 dyra vökvast. ’83 36.000 929 LTD 4 dyra vökvast. ’82 11.000 929 SDX 4 vökvast. ’82 10.800 626 2000 4 dyra. 82 10.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '82 26.000 626 1600 4 dyra '81 20.000 626 2000 4 dyra '80 60.000 929 Station '80 63.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.