Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 22

Morgunblaðið - 24.03.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Mótmæli í Perú Lima, Perú, 23. mars. AP. NEFND hefur verid skipuð til að rann- saka tilræði við þingmann kommúnista, Jorge Del l’rado, sem varð fyrir tára- gassprengju í síðustu mótmadaaðgerð- um í Perú. Lögregla lét til skarar skríða í höf- uðborginni og öðrum borgum. 21 slasaðist og yfir 200 voru handteknir, en flestum var sleppt fljótlega. Tveir aðrir þingmenn urðu fyrir táragasi, en hvorugur slasaðist. Del Prado fékk slæman skurð á bringuna. Fékk Arne Treholt leynilegar upplýsingar hjá Papandreou? Leiðtogar Verkamannaflokksins í ísrael, Shimon Peres (annar frá vinstri) og Yitzhak Rabin (til hægri) koma brosandi af þingfundi, þar sem samþykkt var að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Haim Bar-Lev er í miðju og Moshe Shahal lengst til hægri. anna, segir, að tíð leiðtogaskipti í Sovétríkjunum hafi haft svo lam- andi áhrif á stjórnkerfið, að ráða- menn þar hafi verið ófærir til þess um nokkra hríð að taka meirihátt- ar ákvarðanir og axla þá ábyrgð, sem þeim fylgir. Þess vegna hefðu tilraunir Bandaríkjastjórnar til að komast að samkomulagi við Sov- étmenn um afvopnunarmál komið fyrir ekki. Ummæli Eagleburgers koma fram í ræðu, sem hann flutti á fundi um bandaríska utanríkis- stefnu, og eru augljóslega svar við þeim fullyrðingum sumra, að Reagan sé ávallt um að kenna. „Síðustu þrjú ár hafa kennt okkur, að þegar Sovétmenn skortir styrka stjórn, þá leita þeir hælis í skjóli skriffinnskunnar, þess steingelda kerfis, sem aldrei hefur alið af sér frjálsa og frumlega hugsun," sagði Eagleburger. Reagan og Chernenko hafa skipst á bréfum New Vork, Wa.shington, 23. maru. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, og Konstantin ('hernenko, leið- togi Sovétríkjanna, hafa skipst á fjór- um bréfum síðan í febrúar sl„ að sögn bandarískrar sjónvarpsstöðvar. Aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna segir, að tilraunir Banda- ríkjastjórnar til að ná samkomulagi um afvopnunarmál hafi mistekist vegna tíðra leiðtogaskipta í Sovét- ríkjunum. CBS-sjónvarpsstöðin bandaríska greindi frá því í gær, að í febrúar sl„ þegar George Bush, varafor- seti, hefði verið í Moskvu vegna útfarar Andropovs, hefði hann af- hent Chernenko bréf frá Reagan. Því hefði Chernenko svarað og þeir síðan skipst á fjórum bréfum. Fylgdi það fréttinni, að Chernenko hefði í bréfum sínum ítrekað skoð- anir Sovétmanna á ýmsum málum en þó með mjög hófsömum og stilltum hætti. Það er einnig haft eftir Arthur A. Hartman, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, að verið sé að vinna að nánara sam- bandi við Sovétmenn. Lawrence Eagleburger, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- „Öfgakennt“ veður næstu áratugina Tokýó, 23. mars. AP. SAMKVÆMT skýrslu sem japanska veðurstofan sendi frá sér í dag, fer veðurfar hlýnandi víða í heiminum, einkum þó og sér í lagi á norðurhveli jarðarinnar. Skýrslan er byggð á veðurfarsrannsóknum í 49 löndum, áliti 14 veðurfarssérfræðinga annars staðar en í Japan og 52 japönskum veðurfræðingum sem allir hafa unn- ið að rannsóknum. Sérkennilegt fyrirbæri bar mjög á góma í skýrslunni, hin furðulegu veður sem komið hafa eins og skrattinn úr sauðaleggnum, hita- bylgjur um vetur í köldum héruð- um, kuldaköst þar sem átti að vera hlýtt og svo framvegis. Veður- fræðingarnir voru sammála um að næstu áratugirnir myndu ef nokk- uð bera með sér enn fleiri slík furðuveður og jafnvel enn öfga- kenndari. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar og samverkandi, svo sem eldgos, breytingar á hitastigi sjávar, minnkandi eða stækkandi jökulhettur og rakamagn í jarð- vegi svo eitthvað sé nefnt. Vilja íranir semja frið? Kuwait, 23. mars. AP. ALSÍR.STJÓRN hefur í samvinnu við önnur Arabaríki lagt fram tillögur í tíu liðum um að írakar og íranir semji með sér sátt og bindi enda á PersaDóastríðið, sem staðið hefur í hálft fjórða ár. Dagblað í Kuwait skýrði frá þessu í dag. í blaðinu Al-Watan í Kuwait sagði, að fyrstu viðbrögð írana við tillögunum virtust lofa góðu og að baggamuninn gæti ráðið ef Sýr- lendingar fengjust til að styðja til- lögurnar. Al-Ibrahimi, utanríkis- ráðherra Alsír, fór til Damaskus fyrr í vikunni og lagði þá mjög hart að Sýrlandsstjórn að beita sér fyrir samþykki tillagnanna að því er sagði í Al-Watan. Friðartillögurnar voru bornar upp fyrir Ali Akbar Velayati, utan- ríkisráðherra írans, og öðrum ír- önskum embættismönnum þegar þeir voru í Alsír fyrir skömmu og sagði blaðið, að þeir hefðu tekið þeim vel og Alsírstjórn þess vegna gert menn út af örkinni án tafar til að kynna þær í öðrum Arabaríkj- Arne Treholt, sem afhjúpaður hefur veirð sem njósnari KGB, var náinn vinur og samverkamaður andreas Papandreous forsætisr- áðherra Grikklands og Melinu Mercouri menntamálaráðherra og kann að hafa notað sambönd sín við þau til að afla upplýsinga í þágu njósnastarfs síns. Þetta kem- ur fram í ítalska blaðinu Panor- ama sem ber fyrir sig heimildarm- enn í Noregi. ítalska blaðið fullyrðir ennfr- emur að Treholt hafi alið á and- úð Papandreous í garð EBE og NATO með því að láta honum í té leynilegar upplýsingar, sem ekki höfðu við rök að styðjast, en Treholt þóttist hafa úr norska utanríkisráðuneytinu. Meðal annars sagði hann Papandreou að ráðamenn NATO kysu helst að herforingjastjórn yrði áfram við völd í Grikklandi. Sannfær- ing Papandreous um að þetta væri rétt kann að hafa mótað fjandskap hans í garð bandal- agsins. Grísk blöð hafa að undanförnu fjallað um tengsl Treholts við Papandreou og Mercouri en kunningsskapr þeirra hófst á dögum herforingjastjórnarinnar þegar Treholt var framarlega í álþjóðlegri baráttu fyrir endur- reisn lýðræðis í Grikklandi. Fregnin um að Treholt hafi einnig njósnað fyrir íraka og vitneskja um tíðar ferðir hans til Aþenu á undanförnum árum hefur m.a. vakið upp þá spurn- ingu hvort höfuðþorg Grikkl- ands hafi verið einhverskonar njósnamiðstöð Treholts. Dagbladet í Noregi segir í vik- unni að hinn náni kunningsskap- ur grísku ráðherranna við einn athafnasamasta njósnara So- vétríkjanna kunni að draga dikl á eftir ség og augljóst sé að gríska stjórnarandstaðan fylgist náið með frekari tíðindum af Grikklandsstarfi Arne Treholts. Arne Treholt (lengst t.h.) ásamt Andreas Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Melinu Mercouri menntamálaráðherra. 180 fengu matar- eitrun í BA-þotum Réttur dagsins iðandi í salmonellum Lundúnum, 23. mam. AP. TALSMENN breska flugfélagsins British Airways viðurkenndu í dag, að um 180 farþegar og áhafnarmeð- limir í 14 millilandaferðum félagsins hefðu fengið matareitrun af aöalrétti matseðilsins. Um er að ræða ferðir til Persaflóa, austurhluta Afrfku og Washington daganna 12. til 14. mars. Varð fólkið mjög misveikt, sumir fengu smámagapínu en aðrir urðu fárveikir. „Fólkið bólgnaði upp og urðu sumir mjög sjúkir," sagði tals- maður BA sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann sagði jafn- framt að ýmsir hinna sjúku hefðu farið fram á skaðabætur og væri hvert tilfelli skoðað. „Þau sem eiga rétt á sér fara til meðferðar hjá tryggingarfélagi okkar," sagði talsmaðurinn. í fyrstu var talið að blandaður sjávarréttur sem boðinn var til átu í flugvélunum væri skaðvald- kynjaðar salmonellu-veirur voru margar og digrar í rétti dagsins sem veitingafyrirtæki nokkurt og Lundúnum, 23. marN. AP. STARFSMAÐUR við breska utanrík- isráðuneytið, Sarah Tisdall, var í dag dæmd í 6 mánaða fangelsi fyrir að leka upplýsingum til dagblaðsins Guardian um komudag fyrstu meðal- drægu kjarnorkuflauganna til Bret- lands. Mikil reiði ríkir víöa vegna dómsins sem þykir strangur. Hin 23 ára gamla Tisdall játaði að hafa laumað pappírunum ofan í ónafngreint í Lundúnum sendi frá sér. Um 15 manns urðu svo veikir að leggja varð fólkið á sjúkrahús. Hinir sluppu með skæða maga- pínu og mikinn vindgang. handtösku sína og afhent þá rit- stjóra Guardian. Hún sagði m.a. við réttarhöldin: „Ég geri mér grein fyrir nauðsyn þessara kjarnorku- flauga, en mér fannst ekki rétt hvernig farið var að þessu gagnvart hinum almenna borgara. Mér fannst að Bretar mættu alveg vita hvað væri að gerast, enda er þetta mái sem snertir þá. Ég gat ekki kyngt þessu." Dómarinn var á öðru máli, hann sagði að ungfrú Tisdall hefði misnotað stöðu sína og verk- naðir á borð við þennan hlytu að veikja varnir Bretlands og trúverð- ugleika þeirra gagnvart banda- mönnum þeirra. Ungfrú Tisdall var send heim úr vinnunni vegna málsins 9. janúar síðastliðinn og sagði sjálf upp sama dag. Ýmsir hafa orðið til þess að taka upp hanskann fyrir ungu kon- una. Peter Preston, ritstjóri „The Guardian" sagði dóminn vera „skepnulegan". Bruce Kent, fram- kvæmdastjóri samtaka um kjarn- orkuafvopnun, sagði að ungfrú Tisdall væri aðdáunarverð mann- eskja og leiftrandi dæmi um að „heiðarleiki fyrirfinnist enn í her- og lögregluríkinu". unnn, en síðar kom í ljós, að ul- Dæmd fyrir að leka frétt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.