Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
23
Sveiflaði sverði
ófriðlega við hlið
Hvíta hússins
WashingUHI, 23. mars. AP.
22 ÁRA GAMALL maður var hand-
tekinn við eitt hliða Hvíta hússins í
nótt, eftir að hann hafði ekið að því,
stigið út úr bfl sínum, dregið sverð úr
slíðrum og sveiflað því ófriðlega yfir
9 fórust
(íuatemalaborg, 23. mars. AP.
YFIRMAÐUR og tíu óbreyttir her-
menn létust, er vörubifreið er þeir voru
í ók á jarðsprengju í Suchitepequez-
héraði í dag. Stjórnarher og skæruliðar
hafa barist í Guatemala í 20 ár og upp
á síðkastið hafa skæruliðarnir verið
sérlega iðnir á þessum slóðum.
Fleiri voru ekki í vörubílnum og
skæruliðahreyfingin „Poor“, ein af
fjórum í Guatemala, lýsti víginu á
hendur sér. Fleiri hermenn sem voru
í öðrum vörubílum skutu á skóglend-
ið í kring, en engum sögum fór af
mannfalli í röðum skæruliða.
höfði sér. Inni fyrir sat Ronald Reag-
an undir veisluborðum með Francois
Mitterrand, Frakklandsforseta.
Um manninn var lítið vitað og
atburðurinn stóð ekki lengi. Það
leið aðeins ein mínúta eða svo frá
því að maðurinn steig út úr bifreið
sinni og þar til að leyniþjónustu-
menn ýttu honum inn í eigin bifreið
og óku á brott. Tveir þeirra komu
strax að manninum þar sem hann
hjó sverðinu reiðilega til og frá og
otaði því að Hvíta húsinu. „Legðu
vopnið frá þér vinur, við viljum ekki
meiða þig,“ hafði vitni eftir leyni-
þjónustumanni, sem ávarpaði
furðufuglinn. Lagði maðurinn þá
sverðið á jörðina og hafðist ekkert
að.
Um erindi mannsins vopnuðum
sverði við hliðið var lítið vitað síð-
ast er fréttist, en talið, að hann
væri ekki heill á geðsmunum eða
undiráhrifum lyfja. Eða hvort
tveggja.
Jafntefli í 6. skák
Movskvu, 23. mars AP.
SMYSLOV og Kasparov sömdu um
jafntefli í sjöttu skákinni, sem fór í
bið í gær. Standa nú leikar þannig,
að Kasparov hefur fjóra vinninga en
Smyslov tvo. Næsta skák þeirra
verður tefld á sunnudag, á afmælis-
degi Smyslovs, sem þá verður 63
ára. Kasparov stendur líka betur að
vígi í þeim efnum því að hann er
aðeins tvítugur. Sá, sem sigrar, mun
tefla við Karpov, og er heimsmeist-
aratignin að veði í því einvígi.
Gamall, þýskur bær í faömi Svartaskógar. 90% sumra trjátegunda þar eru sjúk af völdum súra regnsins. Mengunar-
mál eru að verða mál málanna í Vestur-Þýskalandi.
Kosningar í Baden-Wiirttemberg:
Atvinnuleysismál og
örlög Svartaskógar
— en lítill áhugi á eldflaugunum
Stuttgart, 23. mars. AP.
KOSNINGAR verða til þingsins í
Baden-Wiirttemberg á sunnudag, og
eru það einu fylkiskosningarnar, sem
fram fara í Vestur-Þýskalandi á þessu
ári. Stórmálin í þessum kosningum
eru atvinnuleysið og örlög Svarta-
skógar.
Kristilegir demókratar hafa
haldið um stjórnvölinn í Baden-
Wúrttemberg síðan 1972, en nú
virðist sem þeir eigi undir högg að
sækja í fylkinu, sem er þekkt fyrir
Mercedes Benz, þurr vín og þrifnað-
arfólk. Skoðanakannanir meðal
kjósenda hafa komið mjög á óvart.
Uppsetning meðaldrægra eldflauga
virðist nefnilega engu máli skipta
hjá fólki, heldur er það atvinnuleys-
ið og örlög Svartaskógar, sem
áhyggjum valda. Skógurinn, ekki
síst Svartiskógur, er samofinn
þýskri þjóðarsál og mengunin er að
drepa hann.
1 kosningunum 1980 fengu kristi-
legir demókratar 53,4% atkvæða en
jafnaðarmenn 32,5%. Þeim síðar-
nefndu hefur hins vegar vegnað vel
í sveitarstjórnakosningum að und-
anförnu og gera sér nú góðar vonir.
Frjálsir demókratar fengu 8,3% at-
kvæða síðast, og þótt jafnaðarmenn
beri e.t.v. sigur úr býtum nú, þá
munu kristilegir og frjálsir demó-
kratar vafalaust taka höndum sam-
an eftir kosningar. Græningjar
fengu 5,3% í síðustu kosningum en
nú þykir eins líklegt, að þeir nái
ekki 5% og detti þar með út af
þingi.
HER ER HANN HINN NYI
A
1984 ÁRGERÐIN FRÁ MITSUBISHI
^k.
Bíll meö nýtt yfirbragð
Bíll með eitthvað fyrir alla
Sonurinn velur COLT vegna Þess hve hann er kröftugur,
snöggur og sportlegur.
Faöirinn velur COLT af því hann er svo ódýr í rekstri
og endursöluverðið er svo hátt.
□ Afinn velur COLT sökum þess hve gangviss hann er, þýður
og þægilegur í snúningum.
Allir eru þeir sammála um
aö krónunum sé vel variö í Mitsubishi COLT
IhIhekla hf
1 Lau9ave9‘170-172 Sími 21240