Morgunblaðið - 24.03.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
27
Permjnð®.
skreytmgar
Kynning á
borðbunaði frá
köST
Sýr,ikepn?’a '^f5?ameistannn
HöííénskTikfi^J® kenna gerð
Oe-Gooier mun svna oy
þessara skreybnga-
SB5B5-ÆT—
Tónleikar f
Húsavíkurkirkju
SAMEIGINLEGUR kór kirkjunnar
og tónlistarskólans á Húsavík, auk
14 manna hljómsveitar, halda tón-
leika í Ilúsavíkurkirkju í dag, laug-
ardag, sem hefjast klukkan 17. Ein-
söngvarar á tónleikunum verða;
Hólmfríður S. Benediktsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Michael Jón Clarke og John
Speight.
Á efnisskrá eru: Missa Brevis
KV 220, eftir Mozart, kór og ein-
söngslög eftir Bach, Faure, Mozart
og fleiri.
Alls taks 75 manns þátt í flutn-
ingi þessara verka undir stjórn
Ulriks Ólasonar skólastjóra, en
hann hefur einnig útsett nokkuð
af tónlistinni.
Tónleikarnir verða endurteknir
sunnudaginn 25. mars kl. 14.
Fundur um sam-
starf í bygginga- og
húsgagnaiðnaði
NEFND hönnuða og framleiöenda í
bygginga- og húsgagnaiðnaði efnir
til fundar um sameiginleg hags-
munamál þessara aðila og neytcnda
í kjallara Iðnaðarmannahússins að
Hallveigarstíg 1 í dag, laugardag.
Fundurinn hefst kl. 10 og stefnt
er að því að honum ljúki um kl. 17.
í fréttatilkynningu frá nefnd
hönnuða og framleiðenda í bygg-
inga- og húsgagnaiðnaði segir að
Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra flytji ávarp, og auk þess
verði flutt ávörp um hugsanlegar
leiðir til að koma á samstarfi
framleiðenda og hönnuða, um
markaðsmál bygginga- og tréiðn-
aðar og fleira. Eftir hádegi verður
síðan unnið í vinnuhópum.
Héraðsvaka
Rangæinga
HÉRAÐSVAKA Rangæinga verður
haldin dagana 24.—31. mars næst-
komandi. Héraðsvakan hefst laugar-
daginn 24. mars kl. 16 í Héraðs-
bókasafni Rangæinga með opnun á
málverka- og Ijósmyndasýningu
Ottós Eyfjörð.
Sunnudaginn 25. mars verður
hátíðarguðsþjónusta í Stórdals-
kirkju kl. 14.
Síðan verður flutt einhver
dagskrá alla daga vikunnar, og
koma fram meðal annars Barna-
kór og Lúðrasveit Tónlistarskóla
Rangæinga, sönghópar og leik-
þættir ásamt tónlistarmönnum og
upplesurum koma úr flestum
hreppum sýslunnar.
Vökunni lýkur laugardaginn 31.
mars í Félagsheimili Vestur-
Eyfellinga.
Eiður Guðnason í umræðu um friðarfræðslu:
íslenzk utanríkis-
stefna hluti frið-
ar í fjóra tugi ára
— Gleymdist að fá leyfi til flutnings
tillögunnar hjá Morgunblaðinu?
Framhaldsumræða um tillögu til þingsályktunar um friðarfræðslu fór fram
í Sameinuðu þingi í fyrradag. Þrír þingmenn tóku til máls í umræðunni, sem
lauk ekki. Slegið var á alvarlega strcngi, eins og efni máls stendur til, þó
stundum bólaði á glettni. Hér verður brugðið upp þremum svipmyndum úr
máli manna.
Gleymdist að fá leyfi
Morgunblaðsins?
EIÐUR GUÐNASON (A) sagði
m.a. í umræðu um friðarfræðsíu,
að menn hefðu „einhverra hluta
vegna“ kosið að misskilja tillögu
um friðarfræðslu í dagvistarstofn-
unum og skólum. „Hún hefur vald-
ið einhvers konar móðursýkisköst-
um sums staðar í þjóðfélaginu.
Kannski vegna þess að þeim þing-
mönnum, sem að tillögunni
standa, láðist að fá stuðning
Morgunblaðsins við málið áður en
það var lagt fram á Alþingi.
A.m.k. kosti snerizt Morgunblaðið
við með afskaplega undarlegum
hætti þegar þessi tillaga kom
fram.“
Eiður Guðnason sagði á öðrum
stað í ræðu sinni: „Hluti af þeirri
friðarmynd sem við okkur blasir
er það hvernig utanríkisstefnu ís-
lendingar hafa fylgt frá stríðslok-
um. Það er hluti af þeirri friðar-
stefnu, hluti af þeim friði, sem
ríkt hefur hér í okkar heimshluta
á þessum áratugum, sem liðnir
eru frá lokum síðari heimsstyrj-
aldar. Auðvitað á það að vera
þáttur í slíkri fræðslu að segja frá
því og skýra, hvers vegna hefur
verið friður í okkar heimshluta öll
þessi ár.“
Að kyngreina mistökin
ÁRNI JOHNSEN (S) vitnaði í
sömu umræðu til eftirfarandi orða
framsögumanns (Guðrúnar Agn-
arsdóttur): „Það er líkt og tengslin
hafi rofnað milli hugar og hjarta.
Sama brenglunin hjá vísinda-
manninum, sem fer í vinnu sína að
morgni og uppgötvar, hvernig
koma má 10 kjarnaoddum fyrir í
einni sprengju í stað 6, fer síðan
heim, minnir börnin sín á að
bursta tennurnar, býður þeim
góða nótt með kossi, elskar kon-
una sína og sofnar ánægður með
afrek dagsins, án nokkurrar hugs-
unar, sem setur framtíðaröryggi
fjölskyldu hans í samhengi við
eigin dagsverk."
„Hvað liggur á bak við það
lífsmynstur, sem kvennalistaþing-
maðurinn stillir þarna upp,“
vettvangur fyrir þessa urmæðu er
hér á Alþingi, úti i þjóðfélaginu, i
fjölmiðlum, allstaðar þar sem
koma má skoðunum á framfæri á
jafnréttisgrundvelli. Fyrst og síð-
ast ber að forðast að þröngva
skoðunum eða einhverri sérstakri
heimsmynd eða einföldum lausn-
um upp á fólk ...“
STEFÁN VALGEIRSSON (F)
upplýsti í þingræðu að 27 inn-
lánsdeildir kaupfélaga og jafn-
margir minni sparisjóðir hefðu
fengið að nota skuldabréf, sem
lausaskuldum bænda hafi verið
breytt í, til að mæta að hluta
bindiskyldu í Seðlabanka.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
(Abl.) beindi þá fyrirspurn til ráð-
herra bankamála, Matthíasar Á.
Mathiesen, hvort rétt væri að slíkt
viðgengist, hvern veg ráðherra
myndi bregðast við og hver væri
hans persónulega skoðun á mis-
munandi framkvæmd bindiskyldu
gagnvart lánastofnunum.
MATTHÍAS Á. MATHIESEN,
viðskiptaráðherra, kvaðst hafa
ritað Seðlabanka bréf, þegar um-
ræða hófst, innan þings og utan,
um þennan meinta hátt á fram-
kvæmd bindiskyldu, og óskað eftir
upplýsingum um málið, hvort slíkt
viðgengist og ef svo væri í hve rík-
um mæli, sem og sundurliðun á
lánastofnanir, ef rétt reyndist.
Hann kvaðst persónulega andvíg-
ur sérréttindum á þessu sviði, en
geyma sér dóma, unz upplýsingar
lægju fyrir.
■BÍ
AIMflGI
Eiður Guðnason
spurði Árni, „við hvað er hún að
berjast, hvað er það sem truflar?
Væri ekki í anda friðar að benda á
eitthvert atriði, jákvætt karl-
manninum, t.d. að það munu vera
karlmenn sem hafa fundið upp öll
heimilistæki... Er ástæða til að
kyngreina mistök á þennan
hátt?.... Hvers konar sýndar-
mennska er þetta? ... Hversvegna
gátu þingmenn kvennalista verið
þekktir fyrir að sækja veizlu for-
seta íslands en ekki forseta Al-
þingis?“
Hlutverk skólans í
alræðisríkjum
JÓN BALDVIN HANNIBALS-
SON (A) sagði m.a. í þessari um-
ræðu:
„Ég tel að beri að forðast, ekki
sízt á fyrstu árum skólagöngu, að
boða þeim (ungviðinu) einhvern
algildan stórasannleika, hvort
heldur er í þessu máli eða öðru. Ég
vil forðast að skólakerfi okkar
dragi dám af skóla alræðisríkj-
anna, sem eru raunverulegur part-
ur af áróðursvél ríkisvaldsíns í
viðkomandi löndum ... Hinn rétti
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
UJrtOWl ItlUl 1*1/17» I .i i *>|l blD
ilJU » vtt'.