Morgunblaðið - 24.03.1984, Page 48

Morgunblaðið - 24.03.1984, Page 48
EUROCARD V ----- ----J S1AÐFEST1ÁNSTRAUST LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Bjór framleiddur á ný á Akureyri Akureyri, 23. mars. f MORGUN hófst á ný fram'eiðsla á sterku lageröli hjá Sana hf. á Akureyri. Ad þessu sinni er ölið framleitt með 5,2% styrkleika, sem teljast má til sterkari öls en al- mennt er á markaði. Ekki fá þó landsmenn almennt að bergja á þessum miði enn sem komið er, en framleiðslan mun eingöngu fara til skipa, sendi- ráða og í fríhöfnina í Keflavík. 1 dag var tappað á þúsund kassa af sterku öli eða um 8 þúsund lítra og er þetta gert í því skyni að kanna viðbrögð neytenda við þessum drykk, bragði og gæðum. Sterkt öl hefur ekki verið fram- leitt hjá Sana hf. frá því á árinu 1972. Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun í verksmiðjunni. GBerg. Snorra Sturlusyni lagt og áhöfninni sagt upp Samningar Dagsbrúnar: Náum aflakvóta með færri skip- um og minni kostn- aði, segir Brynj- ólfur Bjarnason ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Reykjavíkur samþykkti á fundi sín- um í gær að leggja einum af Spánar- togurum BÚR. I kjölfar þeirrar sam- þykktar tók Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri BÚR, ákvörðun um að leggja togaranum Snorra Sturlusyni og segja upp 9 manna áhöfn hans, en áður hafði 15 undir- mönnum ýmist verið sagt upp eða þeir hætt störfum. Samþykkt útgerð- arráðs var gerð með fjórum sam- hljóða atkvæðum, en fulltrúar minnihlutaflokkanna í útgerðarráði sátu hjá við afgreiðslu málsins. Ákvörðun BÚR um að leggja einum togara er m.a. byggð á því, að fyrirtækið getur náð því afla- magni, sem kvótakerfið heimilar á þessu ári með færri skipum og minni sóknarkostnaði. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri BUR, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að rekstrargrundvöllur togaranna í aflakvóta, sem í tonnum væri ekki ósvipaður aflamagninu 1983, en samsetning kvótans væri þannig, að mikill hluti hans væri karfi. Við stöndum frammi fyrir því, sagði Brynjólfur Bjarnason, að togararnir eru að ná í þennan afla, sem er tiltölulega verðlítill fiskur. Við teljum okkur geta náð í þau verðmæti, sem hægt er að koma í gegnum framleiðsluna hjá okkur með 5 skipum í stað 6, þ.e. við náum í sama aflamagn með minni kostnaði. Þessa stundina sé ég skipin koma siglandi inn í höfnina og veit, að það er tap á hverri ferð. Þegar ég svo horfi til fiskvinnsl- unnar þá er það því miður stað- reynd, að þar er einnig taprekstur um þessar mundir, sagði Brynjólf- ur Bjarnason, sem bætti því við að umfangsmiklar aðgerðir stæðu nú yfir til þess að bæta rekstur BÚR og draga úr tapi. Bæjarútgerðartogarinn Snorri Sturluson bundinn í Reykjavíkur- höfn í gær. Morgunblaðið/ÓI.K.M. heild væri þannig, að þeir væru reknir með tapi. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefði fengið sinn Nú er það svo, að BÚR hefur verið það fyrirtæki, sem hefur náð mestri framlegð í framleiðslu á 7 punda karfaflökum á Rússlands- markað og verið eitt stærsta húsið í þeirri framleiðslu. Hins vegar hefur verið settur kvóti á þessa framleiðslu, og við erum að verða búnir að fylla upp í þann kvóta. Eins og stendur er framleiðsla karfa í aðrar pakkningar óhag- kvæm, sem þýðir að það tap, sem er á togurunum í dag verður ekki bætt upp af framleiðslunni. Á sl. ári var tapið á rekstri BÚR 123 milljónir og 1982 var það 112 milljónir, eða á tveimur árum 235 milljónir. Höfuðstóll fyrirtækisins er neikvæður, og þess vegna eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að halda taprekstri iengi áfram. Verkamenn færðir til í launaflokkum (Ljósm. Mbl. RAX). Risafurur rísa á sandinum Mikil leikmunasmíð stendur nú yfir á Skógasandi á vegum aðstandenda stórmyndarinnar Enemy Mine, sem taka á hér á landi að hluta. Á myndinni sést hvar bolur steinrunninnar risafuru er í mótun, en sjö slíkar munu eiga að rísa á sandinum áður en yfir lýkur. Sjá nánar á miðsíðu. Aðalfundur Fiugleiða 29. marz nk.: Rekstrarhagnaður 108 milljónir króna HAGNAÐUR var á rekstri Flugleiða árið 1983 um sem nemur 108 millj. kr. samkvæmt ársreikningum fé- lagsins, sem iagðir verða fram á að- alfundi fimmtudaginn 29. marz nk. Eiginfjárstaða er neikvæð um 162 millj. kr. Af kostnaðarliðum má nefna að launagreiðslur námu á ár- inu 1983 tæpum 520 millj. króna. Til samanburðar má geta þess að tap varð á rekstri Flugleiða ár- ið 1982 sem nam 105 millj. kr. Það ár var eiginfjárstaða neikvæð um 179 millj. kr. í útskýringum með reikningum félagsins kemur m.a. fram, að talið er að hagnaður árs- ins 1983 byggist að stærstum hluta á ströngu aðhaldi í rekstri, einnig á lækkun eldsneytisverðs og vaxtalækkunum. Meðaltalsverð á eldsneyti var 16% lægra á árinu 1983 en á árinu 1982. Verkamannafélagið Dagsbrún undirritaði heildarsamninga við VSÍ á fimmta tímanum í fyrrinótt eftir stíf fundahöld. Báðir aðilar vörðust allra frétta af innihaldi samningsins þar til hann hefði verið kynntur fé- lagsmönnum, en félagsfundur hefur verið boðaður í Dagsbrún á morgun, sunnudag, kl. 13.30 í Austurbæjar- bíói. Vinnumálasamband samvinnu- félaganna og Reykjavíkurborg und- irrituðu samhljóða samninga seinni- partinn í gær. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er samningurinn grundvallaður á samkomulagi ASÍ og VSÍ hvað snertir áfangahækk- anir, uppsagnarákvæði og gildis- tíma, en auk þessa náði Dagsbrún einnig fram ýmsum öðrum kröf- um. Samningurinn tekur að stærstum hluta til sérkrafa hinna ýmsu starfshópa innan Dagsbrún- ar, nema hafnarverkamanna, en ákvæði er um það í samningnum að samkomulagi um sérsamning við hafnarverkamenn skuli náð fyrir 1. maí. Samningurinn er aft- urvirkur frá 21. febrúar. Meðal þess sem samningurinn felur í sér, er tveggja launaflokka hækkun til þeirra sem hafa unnið 15 ár eða lengur hjá sama vinnu- veitanda, tveir lægstu launaflokk- arnir hverfa burt, ákvæði um lægri tekjutryggingu þeirra sem eru 16—18 ára og hafa unnið styttra en 6 mánuði í atvinnugrein falla burt. Þá verða tilfærslur í launafiokkum, hafnarvinnumenn færast til dæmis upp um einn launaflokk og ákvæði eru um að allt launaflokkakerfi Dagsbrúnar verði endurskoðað og skuli þeirri endurskoðun lokið fyrir 31. ágúst. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins lá heildarsamkomu- lagið í megindráttum fyrir eftir síðustu helgi, og hefur tíminn síð- an þá verið notaður til að ræða sérkröfurnar. Hækkun framfærsluvísitölu 1—1,1%: Verðbólguhraðinn 12—14% VERÐBÓLGAN á ársgrundvelli er nú 12—14% samkvæmt útreikn- ingum á hækkun framfærsluvísi- tölunnar frá febrúar til marz, en hún er nú reiknuð á nýjum grunni, sem Alþingi samþykkti í vikunni. Hækkun vísitölunnar er sam- kvæmt heimildum Mbl. 1—1,1%. milli mánaðanna febrúar og marz. Samkvæmt samþykkt Alþing- is var grunnur framfærsluvísi- tölunnar settur á 100 miðað við 1. febrúar sl. Ef tekin er viðmið- un af nýja grunninum og þeim gamla á þriggja ára tímabili, frá janúar 1981 til marz 1984, þá hefði framfærsluvísitalan verið 1% hærri á tímabilinu með notkun gamla grunnsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.