Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Frá danskeppninni, hópur sex til átta ára. íslandsmeistarakeppni í gömlum dönsum Vogum, 26. mars. íslandsmeistarakeppni í gömlum dönsum fór fram að Hótel Sögu í lok febrúar. Var það öðru sinni sem keppnin fór fram, en fyrsta keppni fór fram um haustið 1982. Alls 87 pör tóku þátt í keppninni, frá mörg- um stöðum í landinu. Keppt var í fjórum flokkum barna og unglinga, auk keppni í flokki fullorðinna (16 ára og eldri). Mikill áhugi var fyrir keppninni, enda húsið troðfullt af áhorfendum. fslandsmeistararnir í flokki 16 ára og eldri, Kristín Vilhjálms- dóttir og Guðmundur Hjörtur Einarsson, Vogum, endurheimtu titilinn eftir harða keppni. í öðru sæti urðu Guðrún Þorbergsdóttir og Örvar Möller, Reykjavík, og í þriðja sæti urðu Magðalena Axels- dóttir og Þorbjörn Jónsson, Reykjavík. Keppendur í þessum flokki voru 12 talsins. í flokkum barna og unglinga urðu úrslit þannig: 6—8 ára. Þátttakendur 21. par. fslandsmeistarar: Jóna Einars- dóttir og Jón Helgason, Vogum. 2. Nína Þórsdóttir og Óskar Krist- inn óskarsson, Hafnarfirði. 3. Áróra Kristín Guðmundsdóttir og Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Hafnarfirði. 9—11 ára: Þátttakendur 26 pör. íslandsmeistarar: Guðrún Lovísa Ólafsdóttir og Gunnar Helgason, Vogum. 2. Marie Björk Steingrímsdóttir og Aðalsteinn Þór Guðmundsson, Hafnarfirði. 3. Dögg Hilmarsdóttir og Hlynur Guðmundsson, Hafnarfirði. 12—13 ára: Þátttakendur 18 pör. fslandsmeistarar: Ester Inga Ní- elsdóttir og Alvar Sverrisson, Hafnarfirði. 2. Heiðrún S. Níelsdóttir og Niku- lás S. Óskarsson, Hafnarfirði. 3. Kristín Hreinsdóttir og Guð- mundur Ólafsson, Vogum. 14—15 ára: Þátttakendur 10 pör. fslandsmeistarar: Kristín Skjald- ardóttir og Hilmar Sveinbjörns- son, Vogum. 2. Magnea Jónsdóttir og Bjartmar Arnarson, Vogum. 3. Erna Gunnlaugsdóttir og Vignir Sveinbjörnsson og Jóhanna Jóns- dóttir og Magnús Hreiðarsson, Vogum. Hermann Ragnar Stefánsson danskennari var formaður fimm manna dómnefndar, sem hafði það vandasama hlutverk að dæma dansana. Nýi dansskólinn og Þjóð- dansafélag Reykjavíkur stóðu fyrir keppninni, sem fór vel fram. E.G. Wordstar Ritvinnslukerfið Wordstar er tvímælalaust útbreidd- asta ritvinnslukerfi sem fram hefur komið. Hérlendis er það notað m.a. á Televideo-tölvur. Efni: Námskeiðið er að langmestu leyti í formi verk- legra æfinga þar sem farið er í allar helstu skipanir kerfisins og þær útskýrðar. Tilgangur: Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að nota Wordstar við ritvinnslu. Leiðbeinandi. Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen. Tími: 2.-4. apríl. Staður: Síðumúli 23, 3. hæð. Ath. VR og SFR styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Vinsamlegast hafið samband við við- komandi skrifstofur. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS IWo23 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Stjórn Rawlings í Ghana völt í sessi ENN EIN TILRAUN hefur verið gerð til að steypa stjórn Jerry Rawlings (lugliðsforingja í Vestur-Afríkuríkinu Ghana, sú fimmta síðan hann hrifs- aði völdin 31. desember 1981, og stjórnir tveggja grannríkja, Fflabeins- strandarinnar og Togo, hafa á ný verið sakaðar um að skjóta skjólshúsi yfir uppreisnarmennina. Þrír hermenn, sem tóku þátt í síðustu byltingartilrauninni, hafa verið teknir af lífi fyrir þátttöku í næstu byltingartil- raun á undan, 19. júní 1983. Þeir voru Halidu Gyiwan undirlið- þjálfi, Martin Ajumba undirlið- þjálfi og Abdul Malik liðþjálfi. Sjö aðrir uppreisnarmenn féllu og einn lézt af sárum, sem hann hlaut. Byltingartilraunin í júní 1983 var verk andófsmanna, sem komust hjá handtökum eftir fyrri byltingartilraunir, 23. nóv- ember 1982 og 27. febrúar 1983, og flúðu til grannríkisins Togo. Stjórn Rawlings hefur oft haldið því fram að uppreisnarmenn hafi bækistöð í Togo og njóti stuðnings CIA og annarra vest- rænna og hægrisinnaðra aðila. í réttarhöldum, sem fóru fram eftir byltingartilraunina í fyrra- sumar, var því haldið fram að leiðtogar hennar hefðu fengið loforð um stuðning ísraelskra hermanna, sem mundu ráðast á landið frá Fílabeinsströndinni. Seinna var því haldið fram að leiðtogi Líberíu, Samuel Doe hershöfðingi, hefði átt fund með andstæðingum Rawlings-stjórn- arinnar um áform um að koll- varpa henni. Sagt var að ráðgert væri að þjálfa iíberíska hermenn til að styðja uppreisnarmenn og að útvega þeim hergögn og skot- færi. Bandaríkjamenn hafa stór- aukið hernaðaraðstoð sína við Líberíu síðan Doe kom til valda. Leiðtogar byltingartilraunar- innar í fyrrasumar voru sagðir yfirmenn í hernum og lögregl- unni: Solomon Ekow Daniels undirofursti, S.B. Okyere majór, Edward Ampofo höfuðsmaður og William Oduro lögreglufor- ingi. Tekið var fram að Malik liðþjálfi, einn þeirra sem teknir hafa verið af lífi eftir síðustu byltingartilraun, hefði gegnt mikilvægu hlutverki. Malik var lífvörður fv. yfirmanns herráðs- ins, Nunoo-Mensah hershöfð- ingja. Hann lét af því starfi dag- inn fyrir byltingartilraunina í nóvember 1982 og hélt því fram að háttsettir yfirmenn í hernum væru viðriðnir tilræði við leið- toga virkra andstæðinga Rawl- ings. Nunoo-Mransah hershöfðingi hefur af mörgum verið talinn líklegur til að taka við af Rawl- ings, ef hann hrökklast frá völd- um í Ghana, þar sem ríkt hefur mikil ólga og mikið pólitískt, efnahagslegt og félagslegt öng- þveiti í stað töluverðrar velsæld- ar fyrst eftir að landið hlaut sjálfstæði 1957, fyrst allra ný- lendna Breta í Afríku. Þá voru Ghanabúar auðugasta þjóð Afr- íku, nú eru þeir ein fátækasta þjóð álfunnar. Ghana kallaðist Gullströndin áður fyrr og þar finnst enn gull í jörðu. Eitt sinn var Ghana helzta kakóframleiðsluland heimsins, en verð á kakói lækkaði á árun- um eftir 1960 og tekjur þjóðar- innar minnkuðu. Fyrsti forset- inn, Kwame Nkrumah, sem var gagnrýndur fyrir að ríkja sem einvaldur og slitna úr tengslum við þjóðina, kunni ekki önnur ráð við þessu en að prenta fleiri peningaseðla. Gengi gjaldmiðils- ins lækkaði og hefur verið rang- lega skráð frá því um 1970. Allar ríkisstjórnir Ghana hafa verið duglitlar og mikil spilling hefur mótað stjórnarfarið. Her- inn tók völdin 1966 og stjórnaði í þrjú ár. Herinn hrifsaði aftur til sín völdin 1972 og ríkti til 1979. Borgaraleg stjórn tók þá við undir forystu Hilla Liman for- seta, en sat ekki lengi því að Rawlings fluglautinant hrifsaði völdin sama ár til þess að mót- mæla óstjórninni og spiliing- unni. Hann lét taka átta leiðtoga af lífi, en lagði niður völd eftir fjóra mánuði og borgaraleg 2% á ári 1979—81 og í fyrra minnkaði hún um 7%. Verðbólga hefur verið yfir 100%. Efnahagsástandið var ein af orsökum byltingartilraunarinn- ar í fyrrasumar. Einum mánuði áður varð að loka öllum þremur háskólum landsins eftir mót- mæli stúdenta, sem kröfðust þess að stjórn Rawlings segði af sér. Um það leyti lagði Rawlings fram fjárlagafrumvarp, sex mánuðum á eftir áætlun, en með því átti að hrinda í framkvæmd „þjóðarviðreisn", sem hann hef- ur oft sagt að krefjast muni „blóðs svita og tára“. Rawlings naut upphaflega ein- dregins stuðnings fátæks fólks, en mikil óánægja ríkir nú meðal verkamanna vegna rýrnandi kaupmáttar. Ýmist er skortur á lífsnauðsynjum, eða aðeins hægt að fá þær á svörtum markaði. Tannkrem, rafmagnsperur og hjólbarðar fást ekki í Áccra. Pólitískir útlagar lýsa ástand- inu m.a. þannig að opinber þjón- usta hafi dregizt saman vegna vanrækslu og lélegrar stjórnar, verksmiðjum hafi verið lokað, flutningakerfið sé í ólestri. Vandi Ghana hefur aukizt við það að hundruð þúsunda Ghanamanna, sem hafa starfað í Nígeríu, hafa verið reknir þaðan auk annarra Vestur- Afríkubúa. Myndin er frá komu nokkurra Ghanabúa til Accra fyrir rúmu ári. margt menntað fólk, sem mikill skortur er á, hafi flúið land vegna yfirgangs yfirvalda, ætt- flokkarígur hafi magnazt og al- menningur sé óttasleginn. Um leið og óvinsældir Rawl- ings hafa aukizt hefur hann ein- angrazt meir og meir. Aðeins einn ráðherra ríkisstjórnar þeirrar, sem hann myndaði eftir byltinguna, er enn við völd ásamt honum. Menntað fólk hef- ur alltaf verið honum andvígt, en hörð andstaða verkamanna er nýtilkomin og vaxandi óánægja verkamanna og hermanna getur reynzt hættuleg. Stefnunni í utanríkismálum hefur verið breytt. Ghana hefur venjulega fylgt vestrænum ríkj- um að málum, en síðan Rawlings kom til valda hefur verið tekið upp náið samband við Líbýu, Kúbu og önnur ríki. Vinstri- stefna Rawlings og vinátta hans við Líbýumenn hafa vakið tor- tryggni í öðrum ríkjum Vestur- Afríku. Andstæðingar Rawlings hafa bent á þá hættu að líbýsk hergögn verði notuð til að koma af stað byltingum í grannríkjun- um. Nýlega neyddist Rawlings til þess að ganga að kröfum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að fá lán frá vestrænum ríkjum, sem hann hefur hingað til hall- mælt, að upphæð 150 milljónir dollara, aðallega til þess að auka útflutning. Alls mun Rawlings fá 700 milljón dollara aðstoð frá Vesturlöndum á næstu þremur árum. Rawlings hefur þannig neyðzt til að horfast í augu við kaldan veruleikann og viðurkenna að byltingarslagorð duga ekki til að reisa við efnahaginn. Rawlings fluglautinant: Fimmta byltingartilraunin. stjórn var mynduð. En á gamla- ársdag 1981 gerði Rawlings aðra byltingu og lýsti því yfir að hann mundi uppræta spillingu og koma á algerri byltingu. „Byltingarskipulagi" var tekið upp, „alþýðudómstólum" komið á fót og „varnarnefndir" mynd- aðar í bæjum, þorpum og á vinnustöðum til að tryggja framgang byltingarinnar. Hugmyndir Rawlings hafa að nokkru leyti verið sniðnar eftir svokailaðri „grænni bók“ Khad- afys Líbýuleiðtoga. Jafnframt hefur þjóðin verið hvött til að fordæma braskara gömlu stjórnarinnar og stjórn- málaflokkar hafa verið bannað- ir. Erlendum kapitalistum og spilltum stjórnmálamönnum hefur verið kennt um efnahags- ástandið, en það hefur stöðugt versnað síðan Rawlings tók völd- in. Framleiðsla dróst saman um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.