Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
21
Brennd vín
Fyrri grein
— eftir dr. Jón
óttar Ragnarsson
Með einu pennastriki hefur fjár-
málaráðuneytið nú skattlagt allt
áfengi í landinu í hlutfalli við
styrkleika.
Er þetta mesti neytendasigur
sem unnist hefur á þessu sviði um
árabil. Á ráðuneytið þakkir skilið
fyrir að hafa brugðist svo skjótt við
óskum um tímabæra breytingu.
Þessi stefna mun smám saman
stuðla að bættum áfengisvenjum
og ryður enn einu Ijóni úr veginum
fyrir áfengum bjór. Er „boltinn“
nú í höndum Alþingis íslendinga.
Margir álíta að „bjórmálið" sé
einungis tískubóla en það er öðru
nær. Áfengt öl og skynsamleg
verðstýring neyslunnar eru for-
sendur allra fyrirbyggjandi að-
gerða.
Þar með verður loks hægt að
fella þetta „síðasta vígi“ undir
skipulagða fræðslustarfsemi
sem tekur til fimm grunnþátta
heilsunnar: Fæðu, tóbaks, áfeng-
is, hreyfingar og streitu.
Slík fræðsla er eina von Vestur-
landabúa um að unnt verði að
bæta heilsufarið og á sama tíma að
draga úr kostnaði við heilsugæslu
sem víða gerist nú stjarnfræðilega
hár.
Hvaða vín?
Brenndir drykkir eru öll þau
„vín“ (réttast væri að nota orðið
vín um léttvín) sem eru fram-
leidd með eimingu á veikara
áfengi, t.d. borðvíni eða bjór.
Göfugastir þessara drykkja
eru cognac og góð whisky og fást
þeir með því að eima léttvín eða
bjór. Ómerkilegustu veigarnar eru
blandaðar úr hreinum spfra eins
og svartidauðinn.
Þessir drykkir eiga það sam-
merkt að vínandinn er 40% af
rúmmáli eða meira, þ.e. tífalt meiri
en í algengum bjór, fjórfalt meiri
en í léttvfni og helmingi meiri en í
millisterkum drykk.
Brennd vín og hollusta
Munur á brenndu víni og
óbrenndu er álíka og munurinn á
sykurrófu og hvítum sykri. í syk-
urrófu er 15—20% sykur en hvítur
FÆÐA
HEILBRIGÐI
sykur er hreinn sykur, þ.e. hlutfall-
ið er 100%.
Við eimingu á gerjuðum legi,
hvort sem það er bjór eða létt-
vini gufar vinandinn upp ásamt
öðrum rokgjörnum efnum en
vítamínin og steinefnin sitja eft-
ir í leginum.
Þetta er ástæðan fyrir því að í
sterkum drykkjum er ekki einu
sinni snefill af bætiefnum. þeir
gefa aðeins það sem kallað er
„tómar hitaeiningar", þ.e. orku án
bætiefna.
Þetta kemur vel fram í töfl-
unni hér á síðunni. Sýnir hún
hve stóran hluta af daglegri þörf
fullorðinna fyrir (a) orku og (b)
bætiefni við fáum úr mismun-
andi áfengi.*
Eins og sjá má gefa sterku
drykkirnir (þ.e. ef ekkert gos er
notað) nokkru minni orku en þeir
veikari, en þeir gefa engin bæti-
efni, þ.e. hollustugildið er núll.
Þessi tafla er aðeins ein leið af
mörgum til að sýna fram á að
áfengur bjór er langsamlega
hollasta áfengið og að léttvínin
eru í öðru sæti og þau milli-
sterku í þriðja.
Brennd vín og
alkóhólismi
En rökin með bjór og borðvín-
um eru ekki aðeins næringar-
fræðileg, heldur hníga fjölda-
mörg önnur rök í sömu átt.
(ofurölvun) og þar með á áfengis-
sýki og fylgifiskum hennar, td.
skorpulifur.
Þannig þurfa flestir aðeins
30—35 grömm af hreinum vínanda
til að komast í „létta vímu“. Það
magn fá þeir með því að drekka
1 '/2—2 glös af sterkum drykk
(„tvöföldum").
Til að innbyrða sama magn af
vínanda úr áfengum bjór (miðað
Mikilvægustu rökin eru þau að því sterkara sem áfengið er þeim mun meiri er hættan á misnotkun við 4% bjór) þyrfti viðkomandi að drekka — hvorki meira né minna en — V* til heilan lítra á kvöldi.
NÆRINGARtyLDI ÁFENGRA DRYKKJA Áfengistegund % af orkuþorf^ % af betjefnaþörfC
Bjór 15 20
Léttvín 13 7
Millisterk vín 11 4
Brennd vin 9 0
a Miðað við áfengismagn sem gefur 30—40 g vínanda. b Miðað við meðalorkuþðrf fullorðinna. c Miðað við ráðlagða dagskammta (RDS) af 12 bætiefnum.
Lftri af bjór er það hámark sem
þorri fólks kýs að þamba á kvöld-
stund. Þar með verður hættan á
ofurölvun hverfandi Iftil fyrir yfir-
gnæfandi meirihluta fullorðinna.
En meðalneysla íslenskra karla
þegar þeir eni úti að „skemmta
sér“ er ekki 30—35 grömm, heldur
100 grömm á kvöldi eða sem svar-
ar til sex „tvöfaldra" af sterkum
drykk eða þriggja lítra af bjór!!
Lokaorð
Áfengur bjór er ekki aðeins
mildasta form áfengis, heldur jafn-
framt sú áfengistegund sem er
hollust og stuðlar — að öðru jöfnu
— síst að misnotkun og áfengis-
sýki.
íslendingar eru eina þjóðin á
Vesturlöndum sem hefur látið sér
detta í hug að leyfa ekki þessa
skaðminnstu gerð áfengis. Mál er
að vitleysunni linni.
*Bresku tölur.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir: HULL/GOOLE:
Jan 2/4
Jan 16/4
Jan 30/4
ROTTERDAM:
Jan 3/4
Jan 17/4
Jan 1/5
ANTWERPEN:
Jan 4/4
Jan 17/4'
Jan 2/5
HAMBORG:
Jan 6/4
Jan 19/4
Jan 4/5
HELSINKI/TURKU:
Hvassafell 30/3
Hvassafell 25/4
LARVIK:
Francop 9/4
Francop 23/4
Francop 7/5
GAUTABORG:
Francop 29/3
Francop 10/4
Francop 24/4
Francop 8/5
KAUPMANNAHOFN:
Francop 30/3
Francop 11/4
Francop 25/4
Francop 9/5
SVENDBORG:
Francop 31/3
Francop 12/4
Francop 26/4
Francop 10/5
ÁRHUS:
Francop 31/3
Francop 13/4
Francop 27/4
Francop 11/5
FALKENBERG:
Helgafell 12/4
Arnarfell 23/4
„Ship“ 10/5
GLOUCESTER MASS.:
Rækjumið í Húnaflóa:
Eðlilegast að heima-
byggðir nýti miðin
— segir í ályktun Hvammstangafundarins
„EÐLILEGT er að ákveðnum hefð-
bundnum rækjuveiðisvæðum fyrir
Norðurlandi verði lokað fyrir stærri
skipum og þeim beint á önnur
mið... Þoli miðin aukna veiði er
eðlilegast að þær byggðir, er að mið-
unum liggja, fái að njóta aukningar-
innar,“ sagir m.a. í ályktun, sem
samþykkt var á fundi hagsmunaað-
ila um veiðar og vinnslu rækju við
Húnaflóa er haldinn var á Hvamms-
tanga sl. sunnudag. Að fundinum
stóðu sveitarstjórnir á Hólmavík,
Drangsnesi, Hvammstanga, Blöndu-
ósi og Skagaströnd, auk verkalýðsfé-
laga, fulltrúa sjómanna, útgerðar-
manna og fiskverkenda á þessum
stöðum.
Fundurinn skoraði á sjávarút-
vegsráðherra að „gera nú þegar
ráðstafanir til verndar atvinnulífi
á þéttbýlisstöðunum við Húnaflóa,
þegar ljóst er að miklum flota
stórra veiðiskipa hefur verið og
verður stefnt á hefðbundin djúp-
rækjumið fyrir Norðurlandi", eins
og segir í ályktun fundarins. Segir
ennfremur að djúprækjuveiðarnar
og vinnsla aflans hafi verið undir-
staða atvinnulífs á þessum stöðum
yfir sumartímann og að hætta sé á
að miðin verði uppurin vegna
ásóknar stærri skipa þegar minni
bátar hefja veiðar í vor.
„Fundurinn telur því að nauð-
synlegt sé að grípa nú þegar til
aðgerða til að tryggja atvinnulíf á
stöðunum og afkomu bátaflotans,
sem ekki getur horfið að neinum
öðrum veiðum vegna kvótaskipt-
ingarinnar," segir i ályktuninni.
„Fundurinn varar við öllum hug-
myndum um flutning rækju af
miðunum úti fyrir Norðurlandi til
annarra landshluta vegna þess að
hér er um viðkvæmt hráefni að
ræða og mikið í húfi fyrir þjóðar-
hag að þessi útflutningsgrein njóti
áfram þess álits kaupenda erlend-
is sem hingað til. Einnig má benda
á lélegt atvinnuástand á Norður-
landi og lágar tekjur. Þoli miðin
aukna veiði,“ segir að lokum í
ályktun fundarins, „er eðlilegast
að þær byggðir, er að miðunum
liggja, fái að njóta aukningarinn-
ar.“
Frá fundinum, sem um 50 manns sóttu. Þórður Skúlason, sveitarstjóri á
Hvammstanga, í ræðustóli. Morgunblaöið/Karl Sigurgeirason.
Nokkrir fundarmanna.
Jökulfell .......... 13/4
Skaftafell ......... 25/4
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ......... 26/4
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 ReykjavíK
Sími 28200 Telex 2101
U". . ' ... .L>
Lesefni ístórum skömmtum!