Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
S-Afríka
tryggir
sig gegn
viðskipta-
hömlum
Lundumr. 27. mars. AP.
BKKSKA dagblaðid The Guard-
ian greindi frá því á forsíðu sinni í
dag, að Suður-Afríkumenn hefðu
komið sér upp heilu neti af fyrir-
ta'kjum um víða veröld til að
tryggja ríkinu tekjur án þess að
menn gerðu sér grein fyrir að þeir
væru að skipta við Suður-Afríku.
Ýmsar hömlur eru á flestum
viðskiptum Suður-Afríku ann-
ars vegar og annarra landa hins
vegar vegna kynþáttamisréttis-
ins í landinu. „Fyrirtæki hafa
risið í Lundúnum, Edinborg,
Ermarsundseyjum, Jersey, Hol-
landi, Bahamaeyjum og Pan-
ama. Þeir sem virðast stjórna
þessu eru Suður-Afríkumenn
sem eru í lykilembættum í út-
flutningi landsins. Síðustu
fimm árin hafa þeir komið sér
fyrir sem æðstu menn þessara
fyrirtækja og síðan leynt þjóð-
erni fyrirtækisins. Þetta hefur
komið í ljós er fyrirtæki hafa
verið krufin til mergjar er þau
hafa virst vera að brjóta við-
skiptabannsreglur. Þá hefur
komið á daginn að eigendurnir
eru suður-afrískir," sagði í frétt
blaðsins.
Gott dæmi er hið rótgróna
„skoska" flutningafyrirtæki
Davidson, Park and Speed. Þeg-
ar það hóf olíuflutninga til
Suður-Afríku var það sett undir
smásjá og í ljós kom að Suður-
Afríkumenn höfðu komið sér
fyrir í æðstu embættum fyrir-
tækisins. Framkvæmdastjórinn
sagði einungis: „Við höfum ekk-
ert gert sem stjórnvöld Bret-
lands eða Suður-Afríku geta
amast við.“
Beirút:
Sendiráðsfull-
trúi særður
Beirút, 27. mars. AP.
ÞRÍR MENN skutu á og særðu í dag einn starfsmann franska sendiráðsins
í Beiriít. Skotið var á kristna hluta borgarinnar og særðust 20 menn að sögn
lögreglu.
Að sögn vitna skutu þrír menn í
dag að menningarfulltrúanum við
sendiráð Frakka í Beirút og forð-
uðu sér að því búnu á brott á bíl.
Særðist hann nokkuð en er þó tal-
inn munu ná sér aftur. Múham-
eðstrúarmenn héldu í dag uppi
mikilli skothríð á Austur-Beirút,
þar sem kristnir menn búa, og
segir lögreglan að 20 menn hafi
særst, þar af sex börn.
Uppreisn
London, 27. marz. AP.
HERMENN stjórnarinnar í Ghana
felldu sjö uppreisnarmenn úr hemum
og tóku þrjá aðra af lífi í átökum við
stjórnarandstæðinga, sem réðust inn
í landið að sögn ríkisútvarpsins í
Accra í gærkvöldi.
Samkvæmt opinberri tilkynn-
ingu halda her og lögregla áfram
aðgerðum gegn þessum hópi and-
stæðinga ríkisstjórnar Jerry Rawl-
ings flugliðsforingja, sem hefur
fyrirskipað útgöngubann og hvatt
almenning til að hafa upp á upp-
reisnarmönnum, sem hafa horfið.
Þó segir stjórnin að hún ráði við
ástandið.
Hermönnum hefur verið skipað
að yfirgefa ekki búðir sínar, nema
þeir fái skipanir um þátttöku í að-
gerðum gegn uppreisnarmönnum.
Tveimur grannríkjum, Fíla-
í Ghana
beinsströndinni og Togo, er kennt
um að hafa skotið skjólshúsi yfir
uppreisnarmenn.
Uppreisnartilraunin hófst á
föstudagskvöld og er sú fimmta,
sem gerð hefur verið gegn stjórn
Rawlings fluglautinants síðan
hann hrifsaði völdin á gamlaárs-
dag 1981 og sakaði fráfarandi
stjórn óbreyttra borgara um spill-
ingu.
Stjórnin segir að hermenn þeit,
sem teknir voru af lífi, hafi verið
dæmdir til dauöa fyrir þátttöku í
misheppnaðri byltingartilraun 19.
júní í fyrra. Stjórnin kallar upp-
reisnarmennina landráðamenn og
ævintýramenn, sem hafi staðið að
fyrri byltingartilraunum með að-
stoð stjórnmálamanna og heims-
valdasinna.
Weinberger
varar við
klofningi
Washington, 27. mars. AP.
CASPAR Weinberger, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, mun síðar í
vikunni eiga viðræður við ráðamenn í
Hollandi og vara þá við því, að ef
Hollendingar heykjast á því að
standa við fyrri samþykktir um með-
aldrægar eldflaugar í landi sínu, geti
það eyðilagt vonir manna um nýjar
samningaviðræður við Sovétmenn.
Umræður um þetta mál fara nú
fram á hollenska þinginu og hyggst
Weinberger gæta þess að hafa eng-
in áhrif á þær með orðum sínum
enda málið mjög viðkvæmt í Hol-
landi. Hins vegar mun hann koma
þar um næstu helgi og tjá ráða-
mönnum þá skoðun sína, að ef
Rússar telja klofning kominn upp
meðal NATO-ríkja muni þeir ekki
flýta sér að því að setjast að samn-
ingaborðinu á ný. Samkvæmt áætl-
unum átti að koma fyrir 48 stýri-
flaugum í Hollandi.
Sekou Toure
Dakar, Senegal, 27. mare. AP.
AHMED Sekou Toure, forseti Afríkuríkisins Gíneu frá því að Frakkar
veittu þjóðinni sjálfstæði árið 1958, lést í gærkvöldi á sjúkrahúsi í Cleve-
land í Ohio í Bandaríkjunum. Var hann þar að leita sér lækninga við
hjartveiki. í Gíneu hefur verið lýst yfir 40 daga þjóðarsorg og öllum
samkomum aflýst þann tíma. Samkvæmt lögum verður að efna til for-
setakosninga í landinu áður en 45 dagar eru liðnir. Sekou Toure var 62
ára þegar hann lést.
Sekou Toure var róttækur
marxisti og naut mikillar hylli
meðal herskárra Afríkumanna.
Hann kunni líka að segja heims-
valdasinnunum til syndanna en
heima fyrir stjórnaði hann með
járnaga að hætti kommúnista og
bældi miskunnarlaust niður alla
andstöðu. Byltingarslagorð,
efnahagslegt öngþveiti og blóð-
ugar hreinsanir einkenndu feril
hans og um tíma var hann bund-
inn Sovétmönnum mjög sterkum
böndum. í hinum nýfrjálsu ríkj-
um Afríku er spilling viða mikil
og leiðtogarnir lifa í vellysting-
um praktuglega en það átti þó
ekki við Sekou Toure, sem var
allt að því meinlætamaður, og
sömu sögu er að segja af sam-
starfsmönnum hans.
Sekou Toure komst til valda
árið 1958 þegar Charles de
Gaulle, þáverandi forseti
Frakklands, gerði frönsku ný-
lendunum í Afríku þá tvo kosti,
að annaðhvort fengu þær tak-
markaða sjálfsstjórn í sambandi
við Frakka eða fullt sjálfstæði
þá þegar. Gínea var eina ríkið,
sem kaus sjálfstæðið, og fleyg
eru orðin, sem Sekou Toure lét
falla daginn fyrir kjördag: „Við
viljum heldur fátækt í frelsi en
ríkidæmi í þrældómi.“
Frakkar reiddust þessum orð-
látinn
um hans og brugðust við með því
að hætta tafarlaust allri aðstoð
við landið, kölluðu heim þúsund-
ir manna, sem unnu mjög mik-
ilvæg störf í landinu, og rifu
jafnvel símtæki af veggjunum.
Þetta hafði að sjálfsögðu þær af-
leiðingar að opinber þjónusta og
ýmis efnahagsstarfsemi í land-
inu stöðvaðist en Sekou Toure
sneri sér þá til Sovétríkjanna,
Austur-Evrópuríkja, Bandaríkj-
anna og Kína eftir efnahagslegri
aðstoð.
Sovétmenn gáfu Gíneubúum
gríðarmikinn leikvang, Kínverj-
ar reistu Alþýðuhöllina, stórt og
mikið þinghús, en Bandarfkja-
menn og önnur vestræn fyrir-
tæki fjárfestu mikið f járn-
vinnslu og báxít. Á síðari árum
gerðist Sekou Toure fremur
hógvær og gætti þess að tengjast
ekki neinu einu stórveldi of nán-
um böndum.
Ahmed Sekou Toure
Sekou Toure fæddist 9. janúar
1922 í litlu þorpi á bökkum
Niger-fljóts. Hann var einn af
sjö börnum fátækra og ómennt-
aðra foreldra en eftir barna- og
grunnskólanám fékk hann að-
gang að franska tækniskólanum
í Conakry.
Hungursneyð
Mapoto, Mozambique. 27. maro. AP.
MIKIL hungursneyð geisar I
Tete-héraðinu í norðvesturhluta
Mozambique og siðustu þrjá
mánuðina hafa 2.000 manns solt-
ið í hel, einkum börn, og tugir
þúsunda manns eru f bráðri
lífshættu vegna hungurs.
Hungursneyðin stafar af
miklum fjölda flóttamanna frá
nágrannahéraðinu Manica, þar
sem einhverjir verstu þurrkar
aldarinnar hafa verið að und-
anförnu. Þúsundir hafa flúið í
matarleit til Zimbabwe.
Utgöngubann og
ritskoðun
Sutiago, Chile. 27. mars. AP.
NEYÐARÁSTANDI hefur verið
lýst yfir í Chile og útgöngubann
hefur verið í gildi síðustu tvo
dagana í kjölfarið á kröftugum
mótmælagöngum sem beint hef-
ur verið gegn herstjórn Pinoch-
ets hershöfðingja. Neyðarástand-
ið á að standa yfir í 90 daga og
verkefni hersins að berja niður
allan mótþróa í millitíöinni. Rit-
skoðun hefur og verið hert og
fjölmiðlum bannað að birta eða
rita eitt eða neitt sem kynt gæti
undir óánægjubálið.
Morð í banka
Lyon, Frakklandi. 27. mare. AP.
GUY DELFOSSE, héraðsyfir-
maður frönsku herlögreglunnar í
Mið-Frakklandi, var myrtur í
dag er hann reyndi að tala um
fyrir tveimur bankaræningjum.
Atburðurinn átti sér stað í
banka í borginni Lyon og var
Delfosse á vakt er tveir vopn-
aðir menn óðu inn í húsið og
heimtuðu peninga, ellegar
myndu þeir skjóta aila á staðn-
um. Vitni herma að Delfosse
hafi staðið fyrir framan þá
með hendur upp í loft, en reynt
að tala um fyrir þeim. Ærðist
þá annar bófinn og skaut Del-
fosse af stuttu færi. Delfosse
hneig niður og skaut fanturinn
hann þá aftur til að ganga end-
anlega frá honum. Greip mikil
hræðsla síðan ræningjanna og
flúðu þeir af vettvangi án þess
að hafa annað með sér en kvik-
myndavélar bankans.
Sex líflátsdómar
Kuwait, 27. mare. AP.
FIMM írakar af trúflokki shíta
og kristinn Líbani voru ( dag
dæmdir til dauða fyrir aðild að
sprengingunum fyrir utan banda-
ríska og franska sendiráðið í
Kuwait í fyrra. Fimm menn lét-
ust í þeim og 86 slösuðust.
Þrír mannanna sex, sem
dæmdir voru .til dauða, ganga
enn lausir en auk þess voru sjö
menn dæmdir í lífstíðarfang-
elsi, sjö fengu vægari dóma en
fimm voru sýknaðir. Sakborn-
ingarnir voru upphaflega tald-
ir félagar í íröskum leyni-
samtökum, sem styðja frani,
en ráðamenn í Kuwait vilja
gera lítið úr því.
Vaxandi
kornrækt
RAm, 27. m»rs. AP.
EMBÆTTISMENN hjá Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun
Samcinuðu þjóðanna spáðu því i
dag, að kornframleiðslan á þessu
ári yrði um 1.300 milljónir lesta í
öllum heiminum eða 10% meiri
en 1983.
Framleiðsluaukningin verð-
ur mest í öðrum korntegundum
en hveiti og stafar fyrst og
fremst af hagstæðu veðurfari
víða á norðurhveli jarðar.
Þessar góðu horfur eiga við
flesta heimshluta nema Afriku
þar sem miklir þurrkar eru
enn. Afríkuþjóðir sumar horfa
fram á hungursneyð nema næg
hjálp berist þeim og vekja
embættismennirnir athygli á,
að af þeim 2,3 milljónum
tonna, sem þeim hafi verið
heitið, hafi aðeins 1,1 milljón
skilað sér enn.