Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
Skipulagsbreyting í menntamálaráðuneytinu staðfest:
Tveir nýir skrifstofustjórar og
nýr aðstoðarmaður ráðherra
RAGNHILDUR Helgadóttir mennta-
málaráðherra svaraði í gær fyrir-
spurnum um skipulagsbreytingu í
menntamálaráðuneytinu sem gekk í
gildi fyrsta mars sl. Þá var ráðuneyt-
inu skipt í þrjár skrifstofur og tvær
nýjar stöður skrifstofustjóra auglýst-
ar lausar til umsóknar.
Fyrirspyrjendur voru Ragnar
Arnalds og Ingvar Gíslason. Spurt
var um hvernig það samræmdist
lögum um Stjórnarráð íslands að
umræddar stöður hafa verið aug-
lýstar, hvort ekki væri ljóst að skv.
11. gr. laga um Stjórnarráð íslands
beri að skipa skrifstofustjóra úr
röðum deildarstjóra ráðuneytisins,
hvort fjölgun skrifstofustjóra hefði
verið samþykkt í ríkisstjórn. Einn-
ig var spurt hvort til álita kæmi að
aðstoðarmanni ráðherra yrði veitt
önnur staðan ef hún sækti um,
hvort ráðherrann hefði þá í hyggju
að ráða sér nýjan aðstoðarmann.
Ragnhildur Helgadóttir sagði að
forsætisráðherra hefði á ríkis-
stjórnarfundi lagt til að ráðherrar
létu gera rekstrarlega úttekt á
stofnunum sínum og fengju til þess
viðurkennd rekstrarráðgjafafyrir-
tæki. Þetta er í samræmi við þá
stefnu ríkisstjórnarinnar að bæta
stjórnkerfi ríkisins, einfalda opin-
bera stjórnsýslu og bæta ha-
gstjórn.
Menntamálaráðherra kvaðst á
síðasta ári hafa fengið Gunnar
Guðmundsson, rekstrarverkfræð-
ing hjá Rekstrarstofunni, til að at-
huga skipulag menntamálaráðu-
neytisins og gera úrbótatillögur.
Tillögurnar kvaðst hún hafa kann-
að með tilliti til þess hvort þær
væru líklegar til árangurs og hvort
þær mætti framkvæma eftir nú-
gildandi stjórnarráðslögum. Mat
hennar í þessum efnum hafi verið
jákvætt. Mál þetta var þessu næst
rætt á ríkisstjórnarfundum og svo
sérstaklega bæði við forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra. Guldu
allir þessir aðilar skipulagsbreyt-
ingunum. Fyrirhuguð jáyrði. Jafn-
framt sagði Ragnhildur að vert
væri að geta þess að við skýringu á
iögunum um Stjórnarráð íslands
þyrfti að beita rúmri lögskýringu
ef ná ætti tilgangi þeirra. Þá sagði
ráðherrann að við skýringu á regl-
Fyrirspurnir
Tjón af hringormi í fiski
Gunnar G. Schram (S) hefur
lagt fram eftirfarandi spurn-
ingar til sjávarútvegsráðherra:
• 1. Er vitað hve miklu tjóni og
beinum kostnaði hringormur í
fiski veldur í íslenskum sjáv-
arútvegi á ári hverju?
• 2. Hvaða ráðstafanir hafa
verið gerðar til að draga úr
þessum vanda?
• 3. Eru uppi einhver áform um
frekari rannsóknir eða að-
gerðir til lausnar þessu
vandamáli?
Framkvæmd tollkrítar
Eiður Guðnason (A) hefur lagt
fram eftirfarandi spurningar til
fjármálaráðherra og beðist
skriflegs svars:
• 1. Hvaða reglur gilda hjá
fjármálaráðuneytinu um
tollkrít, eða greiðslufrest á að-
flutningsgjöldum og sölu-
skatti?
• 2. Hvaða verktakafyrirtækj-
um hefur verið veitt tollkrít
vegna innflutnings vinnuvéla
undanfarin tvö ár?
• 3. Með hvaða kjörum og til
hve langs tíma eru slík toll-
krítarlán veitt?
• 4. Hvernig er skuldastaða
þeirra verktakafyrirtækja við
ríkissjóð sem fengið hafa lán
af þessu tagi undanfarin tvö
ár?
um stjórnarráðslaganna um starfs-
menn í ráðuneytum yrði að hafa í
huga að ákvæðin væru ekki skýr,
þau tækju ekki af öll tvímæli um
hvort skrifstofustjórar í ráðuneyt-
um mættu vera fleiri en einn. Ann-
arra lögskýringagagna yrði því að
leita. Menntamálaráðherra vitnaði
í ræðu Bjarna Benediktssonar, þá-
verandi forsætisráðherra, er hann
flutti sem framsögumaður fyrir
frumvarpi um heildarlöggjöf um
Stjórnarráð 1969. Þar segir hann
að fjármálaráðuneyti sé skv. frum-
varpinu skipt í þrjár jafnsettar
deildir og hægt sé að skipta hinum
ráðuneytunum í deildir þar sem
allir deildarstjórar og eftir atvik-
um skrifstofustjórar séu undir ein-
um ráðuneytisstjóra. Ragnhildur
sagði framsögumann hér greini-
lega gera ráð fyrir fleiri skrifstofu-
stjórum en einum. Þá vitnaði
Ragnhildur í að seinna í ræðu sinni
hafi Bjarni sagt að hann vildi taka
það fram að í fyrstu lotu yrði ekki
ætlast til að ráðuneytisstjórum
væri fjölgað, eða komið upp sér-
stökum skrifstofum, heldur taki
ákvæðin gildi smám saman.
Þá sagði Ragnhildur að við
lögskýringu varðandi ákvæði um
fjölda skrifstofustjóra væri á það
að líta að tilgangur laganna væri
bersýnilega að koma fastri skipan
FRAM HEFUR verið lagt stjórnar-
frumvarp um breytingu á lögum um
Iðnlánasjóð. í greinargerð um efni
frumvarpsins segir m.a.:
Frumvarp þetta felur í sér, að
Iðnrekstrarsjóður er lagður niður,
en í stað hans er stofnuð vöruþróun-
ar- og markaðsdeild í Iðnlánasjóði,
og mun hún taka við starfsemi Iðn-
rekstrarsjóðs. Einnig eru gerðar
minniháttar breytingar á þremur
greinum í lögum um Iðnlánasjóð að
því er varðar heimild til að veita
ábyrgðir, lán til tölvukaupa og um
ábyrgðir á lánum sjóðsins. Frum-
varp þetta er samið í iðnaðarráðu-
neytinu í samráði við fulltrúa frá
Félagi ísl. iðnrekenda, Landssam-
bandi iðnaðarmanna og Iðnaðar-
banka Islands hf.
Með breytingu þeirri, sem frum-
varpið felur í sér, er stefnt að því að
efla vöruþróunar- og útflutnings-
starfsemi íslenzkra iðnfyrirtækja.
Jafnframt er sjóðakerfi iðnaðarins
einfaldað og þannig gert aðgengilegt
fyrir þá, sem þangað vilja leita.
Áætlanir um fjárfestingu tengj-
ast iðulega fyrirætlunum um nýjar
framleiðsluvörur og markaðssetn-
ingu. Það er því eðlilegt, að ákvarð-
anir um lán og styrki til einstakra
fyrirtækja vegna þessara þátta séu
teknar á einum stað en dreifist ekki
á fleiri aðila. Einn öflugur sjóður er
auk þess hæfari til að takast á við
stór og viðamikil verkefni.
Með þessu frumvarpi er lagt til,
að lán og styrkir til vöruþróunar og
markaðsstarfsemi verði að hluta
fjármagnaðir með hækkun iðnlána-
sjóðsgjalds úr 0,5% af aðstöðu-
gjaldsstofni í 0,25%. Einnig er gert
ráð fyrir að starfsemi Otflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins verði að
nokkru feyti fjármögnuð með þess-
ari hækkun gjaldsins. Lög um Iðn-
lánasjóð eru að stofni til frá árinu
1935, en núgildandi lög eru frá árinu
1967. Síðan hafa nokkrum sinnum
verið gerðar breytingar á þeim lög-
um. Árið 1973 var sú breyting m.a.
gerð, að iðnlánasjóðsgjald var
hækkað úr 0,4% í 0,5% af aðstöðu-
gjaldsstofni. Iðnlánasjóðsgjald var
upphaflega lagt á til að efla starf-
semi Iðnalánsjóðs og var gjaldið
0,5% af aðstöðugjaldsstofni. Árið
1983 var gjaldið lækkað í 0,5% enda
og árangursríkri á stjórnarráðið en
ekki vera þrándur í götu endurbóta
á starfsemi þess. Þegar allt þetta
væri haft í huga væri það hennar
álit að rétt lögskýring væri að
skrifstofustjórar megi vera tveir
eða fleiri í hverju ráðuneyti. Ráð-
herra gat þess einnig að frá því
lögin tóku gildi hafi verið venja að
viðhafa ekki þrönga lögskýringu og
nefndi ýmis dæmi máli sínu til
áréttingar. Ráðherra upplýsti að
Sólrún Jensdóttir og Örlygur
Geirsson hefðu nú verið skipuð til
frambúðar í stöður skrifstofustjóra
hjá menntamálaráðuneytinu. Stöð-
ur þeirra væru þó ekki jafngildar
stöðu Árna Gunnarssonar sem
skipar stöðu skrifstofustjórans
sem fyrir var. Laun þeirra eru til
dæmis ekki jafn há. Menntamála-
ráðherra sagðist ætla að ráða sér
nýjan aðstoðarmann og samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins verður
Inga Jóna Þórðardóttir fyrir val-
inu.
Eftir að menntamálaráðherra
lauk máli sínu hófust snarpar um-
ræður um málið. Ragnar Arnalds
sagði varnir menntamálaráðherra
fátæklegar. Lögskýringar ráðherr-
ans væru fjarri lagi og augljóslega
settar fram til að breiða yfir lög-
brot. Menntamálaráðherra væri
einfaldlega að setja pólitískan
höfðu lán Iðnlánasjóðs þá verið að
fullu verðtryggð og vextir voru
ákveðnir þannig, að þeir gætu skilað
hæfilegri ávöxtun eigin fjár sjóðs-
ins. Nú ber hins vegar brýna nauð-
syn til að efla þá starfsemi, er lýtur
að vöruþróun og markaðsstarfsemi,
bæði með því að auka tekjur sjóðs-
ins af hinu sérstaka gjaldi og með
framlagi ríkissjóðs. Hér er því lagt
til að gjaldið hækki í 0,25%, sem þó
er aðeins helmingur þess, sem það
var fyrir 1983. Þar á móti kemur
framlag úr ríkissjóði, jafnhátt þeim
hluta gjaldsins (4/7 hlutum), sem
verja skal til vöruþróunar og mark-
aðsstarfsemi hjá Iðnlánasjóði. Hér
er því um að ræða sameiginlegt átak
iðnaðarins og hins opinbera til þess
að auka verulega fjármagn til þess-
arar starfsemi.
Rétt þykir að hafa hækkun iðn-
lánasjóðsgjalds og framlag ríkis-
sjóðs tímabundið, og er þvl lagt til
að upphæð og skipting gjaldsins
verði tekin til endurskoðunar fyrir
árslok 1988. Fyrr er vart unnt að
meta árangur af þeirri starfsemi,
sem hér er fjallað um. Vöruþróun og
markaðsleit skilar yfirleitt ekki
árangri fyrr en að nokkrum árum
liðnum og því er lagt til að þessi
skipun gildi í a.m.k. 4 ár.
Á ALÞINGI í gær kom fram í máli
Ragnhildar Helgadóttur, mennta-
málaráðherra, að hún hygðist ekki
leggja fram frumvarp um fuilorðins-
fræðslu. Hins vegar er innan tíðar
von á frumvarpi um ný þjóðminjalög.
Steingrímur Hermannsson, forsætis-
ráðherra, kvaðst vera tilbúinn að
beita sér fyrir samanburðarkönnun á
launakjörum karla og kvenna en gat
þess að slík könnun yrði að vera vel
undirbúin og gera yrði athugun á
skjólstæðing sinn yfir öll skólamál
í landinu til frambúðar og búa svo
um hnútana að Sólrún yrði áfram
við störf i ráðuneytinu þó ráðherr-
ann hyrfi þar frá störfum. Ef
menntamálaráðherra kæmist upp
með þetta væri þarna slæmt for-
dæmi.
Ingvar Gíslason tók í sama
streng og sagði jafnframt að mála-
tilbúnaður menntamálaráðherra
væri byggður á hæpnum forsend-
um og ekki unnt að sjá að skipulag
ráðuneytisins yrði starfhæfara eft-
ir breytinguna né ódýrara í rekstri.
Hins vegar væri þörf á skipulags-
breytingum í menntamálaráðu-
neytinu. Þessi breyting væri hins
vegar lögleysa og mjög illa undir-
búin.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
að ef aðrir ráðherrar einfölduðu
stjórnsýslu á sama hátt og mennta-
málaráðherra myndu 33 skrifstofu-
stjórar senn starfa í Stjórnarráð-
inu. Ólafur talaði um valdníðslu og
pólitíska embættisveitingu. ólafur
Þórðarson kvað ef til vill réttast að
skjóta þessu máli til úrskurðar
dómstóla. Ragnar Arnalds skaut þá
inní að það yrði þá að vera Lands-
dómur sem um málið fjallaði. Ekki
átti sú hugmynd fylgi að fagna.
í svarræðum sínum gerði Ragn-
hildur Helgadóttir að umræðuefni
Iðnaðarbanki fslands hf. mun sjá
um daglegan rekstur sjóðsins eins
og verið hefur, en gert er ráð fyrir
að samningur þar að lútandi verði
endurskoðaður.
Iðnrekstrarsjóður var stofnaður
árið 1973 og starfar nú samkvæmt
lögum nr. 54/1980. I upphafi styrkti
sjóðurinn nær eingöngu útflutn-
ingseflandi aðgerðir. En með laga-
breytingu árið 1980 var hlutverk
sjóðsins aukið verulega og samhliða
því var auknu fjármagni veitt til
hans. Á undanförnum árum hafa
styrkveitingar Iðnrekstrarsjóðs I
stórum dráttum skipzt á þrjá aðal-
þætti, þ.e.
— útflutningsaðgerðir,
— vöruþróun og nýiðnað,
— iðngreinaverkefni og framleiðni-
aðgerðir.
Lagt er til að vöruþróunar- og
markaðsdeild taki við starfsemi
Iðnrekstrarsjóðs frá 1. júlí 1984 og
taki þá við eignum og skuldum
sjóðsins.
í uppgjöri fyrir Iðnrekstrarsjóð,
hinn 1. janúar 1984, kemur fram, að
eignir sjóðsins eru um 43 m.kr.
Samþykkt óútborguð lán voru 8,4
m.kr. og samþykktir óútborgaðir
styrkir voru 1,7 m.kr. Sjóðurinn hef-
ur engin áhvílandi lán. Ekki hefur
hversu dýr slík könnun myndi verða.
í umræðum um fullorðins-
fræðslu kom fram í máli Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem gerði fyrir-
spurn til menntamálaráðherra um
hvort slíkt frumvarp væri væntan-
legt, vonbrigði með svar ráðherra.
Jóhanna kvað örar breytingar í
tækniþróun kalla á margháttaða
fullorðinsfræðslu. Þörf væri á
heildarlöggjöf um þau mál. Ingvar
Gíslason og Hjörleifur Guttorms-
Ragnhildur Helgadóttir
ofsóknir Þjóðviljans á hendur son-
ar hennar sem starfar hjá Rekstr-
arstofunni. Bar algjörlega til baka
að hann ætti neina aðild að þessu
máli og kvað alrangt að hann ætti
hlut í því fyrirtæki. Gat þess að
Rekstrarstofan hefði unnið verk-
efni fyrir menntamálaráðuneytið í
tíð Vilhjálms Hjálmarssonar.
Ragnhildur mótmælti algjörlega að
hún hafi á nokkurn hátt gerst sek
um valdníðslu eða pólitíska
embættisveitingu. Sagði að Sólrún
Jensdóttir hafi einfaldlega verið
langhæfust umsækjenda.
verið lagt mat á þann hluta af eign-
um sjóðsins, sem er útistandandi
lán. Reikna má með að eitthvað af
vöruþróunarlánum verði afskrifað,
þannig að raunveruleg eign sé
nokkru lægri en reikningar sýna.
Auk þess nema ábyrgðir sjóðsins
um 10,6 m.kr., en óvíst er hvort og
þá hve mikið af ábyrgðum sjóðurinn
þarf að leysa til sín.
Gert er ráð fyrir því að tekjur
vöruþróunar- og markaðsdeildar
verði tvíþættar:
• 1. 4/7 hlutar af gjaldi, sem lagt
verði á iðnaðinn í landinu, á
sama gjaldstofn og aðstöðu-
gjald er nú lagt á. Ef gjald
þetta væri innheimt á árinu
1984 er áætlað að það gæfi
sjóðnum um 23 m.kr. í tekjur.
• 2. Jafnhátt framlag ríkissjóðs. Ef
þessi viðmiðun væri notuð fyrir
árið 1984 hefði sjóðurinn átt að
fá 23 m.kr. í framlag frá ríkis-
sjóði.
Þá er lagt til að 2/7 hlutar af því
0,25% gjaldi, sem innheimt verður af
iðnaðinum, skv. 1. tl. 5. gr., renni
óskiptir til Útflutningsmiðstöðar iðn-
aðarins. Ef þessi viðmiðun væri notuð
fyrir árið 1984 yrði framlag sjóðsins
11,5 m.kr. til Utflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins árið 1984.
son tóku í sama streng.
Hjörleifur Guttormsson gerði
fyrirspurn til menntamálaráðherra
um hvort stjórnskipuð nefnd hafi
skilað tillögum um endurskoðun
þjóðminjalaga og hvort vænta
mætti þess að frumvarp til nýrra
þjóðminjalaga yrði flutt á yfir-
standandi þingi. Báðum þessum
spurningum svaraði Ragnhildur
Helgadóttir játandi.
Iðnrekstrarsjóður lagður niður:
Vöruþróunar- og markaðsdeild tekur við
Ekki von á frumvarpi um fullorðinsfræðslu á yfirstandandi þingi:
Væntanlegt frumvarp að
nýjum þjóðminjalögum