Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 33 Akureyri finna til þess að þjóðar- framleiðsla, sem vex vegna þess að starfsemi hins opinbera, pen- ingastofnana og verslunar magn- ast, á sama tíma og framleiðslu- greinar standa í stað, er í raun atvinnubótastefna. Sú stefna leyn- ir atvinnuleysi og leiðir til rýrn- andi kjara, þrátt fyrir alla félags- málapakka. Þessir iðnrekendur vita líka, að það er ekki íslensk atvinnustefna að stórauka erlenda lántöku og borga erlendum spari- fjáreigendum góða rentu, á meðan íslenskir sparifjáreigendúr eru reyttir. Þeir finna það á sínum auma skrokki, að íslenskum spari- fjáreigendum dettur síst í hug að leggja sparifé sitt í áhættu- rekstur, því þar er enginn gróði. Þá grunar að það sé ein af höfuð- meinsemdum íslensks atvinnulífs, að hér á landi er farið að líta á það sem sjálfsagt og eðlilegt, að fyrir- tæki skili ekki arði. Mikið og illa stjórnað í 600 ár var okkur mikið stjórn- að og illa af fáum. Nú er okkur mikið stjórnað og illa af mörgum. Þess getur orðið langt að bíða að okkur verði lítið stjórnað og vel. Sænskir félagsfræðingar segja að sveitamenn skilji allra manna síst við konur sinar. Þó mun mörgum búandkalli svo farið, að því hég- ómlegri, frekari, dýrari, eldri og ófrjórri sem maddaman gerist, þeim mun fýsilegri verða aðrir kostir. Ef í þessu landi búa tvær þjóðir og eiga hvorki samleið né tala sama mál, er vafalaust í nokkurt óefni komið. Þá er skiln- aður að borði og sæng eins konar lausn. Landsbyggðin gæti leyft at- vinnuvegum sínum að safna eigin rekstrarafgangi, í stað þess að byggja afkomu þeirra og framtið á bónarferðum suður og á þaulset- um á biðstofum ráðuneyta og stofnana til að fá ögn af því sem hún á. Ef dreifbýlingum dytti til dæmis í hug að snúa gróðureyð- ingu landsins i vörn og síðan í sókn, þá ættu þeir ekki um það að semja við áhugalitla embættis- menn í Reykjavík eða velviljaða en ofkeyrða og umfram allt aura- litla formenn fjárveitinganefndar. Hin hliðin er ekki síður björt. Reykjavík losnar við dreifbýlis- vandann. Að vísu má búast við að einhver horist. Menn lifa ekki í vellystingum pragtuglega á at- kvæðisréttinum einum saman, né heldur á „eigin fé“ Seðlabankans. Það má sjálfsagt kaupa einhverja innflutta búvöru fyrir þau verð- mæti, sem DV framleiðir, það er jafnvel hægt að éta blaðið ekki síður en fornritin, en prentsverta er strembnari en sígilt kálfsblóð, og meltingin gæti orðið erfið, jafnvel minni sælkera en ritstjóra DV gæti orðið bumbult af slíkri trakteringu. Því er einsýnt, að áð- leikja, tafls, íþrótta, sagnfræði og vísindalegra málefna. Það var líka í raun langmest að lesmáli, þótt auglýsingar séu margar. Fréttir voru kannske ekki meiri, en mér fannst þær lífmeiri, myndrikari, fjölbreyttari. En þar hefur málið sjálfsagt mikið aukið gildi blaðsins. Um útvarpið sem annan mesta fjölmiðil íslendinga uppgötvaði ég nær allt það sama. Það virtist ná langt aftur í aldir og út um víða veröld, bæði í mali og ur en af skilnaði gæti orðið, væri nauðsynlegt að hjálpa höfuðstaðn- um að koma sér upp fleiri fram- leiðslufyrirtækjum, ef hann á að bera höfuðið hátt :neð fullum at- kvæðisrétti, óniðurgreiddum skemmtiiðnaði, minnkandi at- vinnubótavinnu og öðru því sem sjálfstæði og sjálfsvirðingu til- heyrir. Það mætti til dæmis efla álver í Reykjavík, borgin er hvort eð er ein af fáum stöðum á land- inu, sem þolir slíkan iðnað vegna veðurblíðu og af samfélagslegum ástæðum. Virk byggðastefna Margir telja, að virk byggða- stefna sé einkum fólgin í tvennu. Annars vegar beri að dreifa at- vinnubótafyrirtækjum höfuðstað- arins ut um landið, stofna þar úti- bú þeirra eða finna upp ný. Þannig á miðflóttaaflið að verka til jöfn- unar á vondum efnahag þjóðar- innar. Hins vegar sé vænlegt til árangurs að láta náð krafta- verkanna skína yfir aðframkomna atvinnuvegi landsbyggðarinnar. Þegar þessir menn hafa til þess vald skipa þeir stofnananefndir, stofna framkvæmdastofnanir og byggðasjóði. íslensk þjóð er ein og óskipt, segja þessir bjargvættir, ölum ekki á sundrungu. Þeir stíga á stokk og strengja þess heit að bjarga atvinnulífinu. Þeir bjóðast til að bjarga slippstöð hér og byggja álver þar. Fáum lands- byggðinni aukin verkefni, fáum henni fé, segja þessir velmeinandi menn. Og hvar ætla þeir að fá fé handa landsbyggðinni? Frá lands- byggðinni auðvitað. Þeir ætla að styrkja þorskinn með þorskinum, iðnaðinn með iðnaðinum og þorsk- inum, landbúnaðinn með landbún- aðinum, iðnaðinum og þorskinum. En nýju fötin keisarans eru okkur nákvæmlega jafnhlý og þau voru keisaranum forðum, og jafn dýr. Þetta hringsól fjárins, sem kall- að hefur verið byggðastefna, skil- ar sér illa. Landsbyggðin þarf ekki á því að halda. Hún þarf ekki styrk. Hún þarfnast jafnvægis í efnahagslífi, réttrar skráningar gengis og eðlilegrar eiginfjár- myndunar. Hún þarf að öðlast rétt til að halda meiru eftir af því, sem hún leggur til. Hún þarf umfram allt að fá frið fyrir þessum velvilj- uðu mönnum, sem flytja til fjár- munina og láta náðina skína yfir framhaldsskóla og steinullarverk- smiðju hér, togara þar, járnblendi í gær og kísilmálm á morgun, en bera ekki ábyrgð á neinu, hvorki á fjármunum né rekstri. Lands- byggðin þarf að fá frið fyrir bjargvættum og tækifæri til að bjarga sér sjálf. Akureyri, 15. mars 1984 Tómas I. Olrich er kennari rið Menntaskólann á Akureyri. myndum, auk þess sem hver ein- asti dagur flutti mikið menning- arlegt og fræðilegt efni og vís- indalegt, sem ekki bólaði á í Danmörku né Svíþjóðarblöðum og útvarpi, en líklega helzt í Noregi. Dægurmálin virtust skipa al- gjört öndvegi fyrir mínum eyr- um í fjölmiðlum þessara annars frjálsu, ágætu og víðsýnu frænd- þjóða okkar. Ég hef borið þessar niðurstöð- ur mínar undir dóm nokkurra, sem dvalið hafa í þessum lönd- um og íhugað málið. Þar komu engin mótrök til greina. En samt ein athugasemd, sem ekki ætti að gleyma: „Samt nálgumst við nú óðum, því miður, það stig að setja djassþætti og knattspyrnu í hásæti." Vonandi verður sú spá ekki að veruleika. En við alla þá, sem eiga fá orð til að þakka en mörg til að gera úlfalda úr mýflugum þess, sem miður fer, mætti segja: „Hvar finnið þið meiri undur gerð í fjölmiðlum af svo fámenn- um hópi í víðri veröld?" Til þess þarf samt bæði and- legan og efnislegan auð. Lifi „Útvarp Reykjavík". „Dafni vilji, vit og þor, vaxi trú hvers hjarta." Rvík, 14. febr. 1984, Aukin almenn þátttaka í atvinnurekstri: Hvetjandi skattlagaákvæði Stjórnarandstaðan klofin í afstöðu til stjórnarfrumvarps Stjórnarfrumvarp um frá- drátt frá skattskyldum tekj- um vegna fjárfestingar í at- vinnurekstri hefur valdiö miklu fjaðrafoki hjá stjórnar- andstöðu á Alþingi, einkum í þingliði Alþýðubandalags. Undantekning frá þeirri reglu er þó afstaöa Banda- lags jafnaðarmanna, sem fram kemur í ræðu Guð- mundar Einarssonar sl. mánudag. Hann vekur athygli á því að vaxtarbroddar nýs atvinnulífs, víðast á Vesturlöndum, sé ekki sízt í smáum og meðalstórum fyrirtækjum, fyrirtækjum sem byrji oft smátt og hvíli á fram- taki venjulegs fólks er að þeim stendur. Skattastefnan eigi að hlúa að slíkri þróun, ekki kæfa. Það eigi að leyfa þúsundum blóma að dafna í atvinnulífinu. Hann vitnaði til OECD-skýrslu, sem nær til fjölmargra ríkja, m.a. Sviss, Danmerkur og Belgíu, sem sýni, að einmitt slík fyrirtæki skapi um 70% starfa í iðnaði og séu veigamikill hluti af heildar- framleiðslu hvers lands. Um þetta stjórnarfrumvarp sagði Guðmundur Einarsson, efn- islega eftir haft: Þessar tillögur, sem hafa það markmið að auka fjárfestingu i atvinnurekstri með því að mynda frádráttarbær fjárfestingarform, Guðmundur Einarsson eru hvetjandi; og ég er þvi fylgj- andi að vekja fólk til umhugsun- ar um þátttöku í stofnun og rekstri fyrirtækja. Það er mjög mikilvægt. Það má líka segja að þessar tillögur séu að hluta mót- leikur gegn miðstýrðu pólitísku úthlutunarvaldi á sparifé hins al- menna manns; að hann geti kom- ið sínu sparifé milliliðalaust i at- vinnurekstur, sem hann hefur trú á. Þingmaðurinn vék síðan að ákvæðum frumvarps um stærð fyrirtækja og taldi að jafnvel í litlum bæjarfélögum væri hægt að ná saman fólki og fjármunum til fyrirtækjamyndunar af þessu tagi. Hinsvegar þurfi að fylgjast vel með framkvæmd laganna og ef í Ijós kæmi, að stærðarákvæði takmörkuðu gildi frumvarpsins, “ þurfi að endurskoða ákvæðin. Mörg fyrirtæki myndu og sjá hag sinn í því að auka hlutafjármagn og stækka hluthafahóp sinn, til að fullnægja ákvæðum frum- varpsins. Þetta yki fjölbreytni á þessum markaði og styrkti eig- infjárstöðu fyrirtækja. Þetta frumvarp kemur jafn- framt til móts við einstaklinga, sem hafa áform uppi um heUa rekstur, þó í smáu sé í fyrstu. Eg legg mikla áherslu á þessi ákvæði, sagði þingmaðurinn. En fleira þarf að fylgja á eftir. Hann vísaði til áforma, sem ríkisstjórn- ir erlendis hefðu, um þróun smærri atvinnurekstrar, þ.á m. með lánsfjárstýringu, s.s. „small business“-kerfið í Englandi. Sam- hliða þessum skattaaðgerðum þurfi, einnig eftir öðrum leiðum, að erja akur fyrir slíkan rekstur. Þingmaðurinn kvaðst hafa þann fyrirvara á orðum sínum, að hér væri stefnt inn á nýjar braut- ir, sem við þekkjum ekki til enda. Þess vegna væri þörf á því að fylgjast gjörla með framkvæmd- inni og læra af reynslunni. Lög af þessu tagi, sem hér væri að stefnt, þyrftu endurskoðunar við, með ákveðnu millibili. Nokkrir þingfulltrúar fylgjast áhugasamir með umræðum. Ársþing Ungmennasambands Borgarfjarðar: Stefnt að myndarlegri þátt- töku í landsmóti UMFI Borgarneai, 22. márs. Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt 62. ársþing sitt fyrir nokkru að Heiðarskóla í Leirársveit. Þingið sóttu fjölmargir fulltrúar frá hinum 13 ungmenna- og íþróttafélögum UMSB. Að sögn Þóris Jónssonar í Reykholti, formanns UMSB, var þingið með rólegu yfirbragði og engar stórályktanir gerðar. Stærsta mál þingsins var undir- búningur landsmóts UMFÍ sem haldið verður á Suðurnesjum næsta sumar en nefnd undir for- mennsku Birgis Karlssonar hefur unnið að undirbúningi þátttöku UMSB. Sagði Þórir að stefnt væri að því að taka þátt i landsmótinu með sem myndarlegustum hætti og væri ýmislegt í bígerð í því efni. Þá sagði Þórir að nokkuð hefði verið rætt um umhverfismál og á þinginu hefði verið samþykkt að gera átak í þeim málum í hérað- inu. Kosin var sérstök umhverf- ismálanefnd til að vinna að þeim málum. Þá sagði Þórir að á þessu þingi hefði í fyrsta skipti verið gert ráð fyrir launum fram- kvæmdastjóra á fjárhagsáætlun UMSB og væri hugur í mönnum að láta nú verða að þeim langþráða draumi að ráða framkvæmda- stjóra, a.m.k. hluta úr árinu. Vegleg ársskýrsla var að venju lögð fyrir þingið þar sem greint er frá starfi UMSB og sambandsfé- laganna á liðnu ári auk þess sem ítarlegur íþróttaviðauki fylgir skýrslunni þar sem greint er frá úrslitum móta og héraðsmetum. í reikningum gjaldkera, Þorkels Fjeldsted, sem lagðir voru fram í þinginu kemur fram að fjárhagur sambandsins er góður og var reksturinn réttu megin við núllið á síðasta ári. t stjórn UMSB ru: Þórir Jónsson, sambandsstjórn, Þuríður Jóhannsdóttir, varasam- bandsstjóri, Þorkell Fjeldsted, gjaldkeri, Þórólfur Sveinsson, rit- ari og Finnbogi Leifson, með- stjórnandi en sá síðastnefndi er nýr í stjórninni, kom inn í stað Birgis Guðmundssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Full- trúar á þinginu voru á öllum aldri en áberandi margir af yngri kyn- slóðinni eins og sést á meðfylgj- andi myndum Birgis Karlssonar. - HBj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.