Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
Form og innihald bókmennta
— eftir dr. Hallgrim
Helgason
Ilugtök og heiti í bókmenntafræöi.
Jakob Benediktason ritstýrði.
Bókmenntafræðistofnun Háskóla ís-
lands, Mál og Menning, Reykjavík
1983.
Gleðiefni má telja, að fagorða-
bók bókmennta skuli vera út kom-
in. Var sannarlega tími til kom-
inn, að svo nauðsynleg handbók
yrði tiltæk öllum þeim, sem
skyggnast vilja inn á svið þessarar
fræðigreinar, bókmenntavísinda.
Vissulega verður að gera miklar
kröfur til sérfræðinga ritlistar,
sem um sjö alda skeið alein var
uppistaða þess, sem við almennt
köllum íslenzka menningu. Heim-
urinn þekkir þá ísland af engu
frekar en bókmenntum, og svo
auðvitað af eldgosum. Hér hafa
því bókmenntafræðingar fengið til
umönnunar og umfjöllunar þann
arf og þá einkum fornan arf okkar
einustu heimsbókmennta, sem
hlotnazt hefir engri annarri
menntagrein. En það, sem menn
hafa hlotið í arf, verða þeir að
ávinna sér, til þess að eignast það.
Þannig verða afrek forfeðra bæði
að fyrirheiti og skyldukvöð.
Hér er ekki rúm til þess að víkja
að nema fáeinum atriðum í rúm-
lega 300 bls. bók. Af einstökum
lengri yfirlitsgreinum mætti
nefna Raunsæisstefnu, sem samin
er af umtaksmikilli yfirsýn, eink-
um um franskt framlag. Hún gerir
skilmerkilega grein fyrir andófi
gegn rómantísku, óhlutdrægri lýs-
ingu á skynbærum umheimi með
því að útiloka tilfinningar og skoð-
anir höfundar á góðu og slæmu,
fögru og ljótu. Mikill fengur er
einnig að þriggja-þátta-skilgrein-
ingu Taines (menningararfur —
umhverfi — aðstæður). Höfundur
er sá eini af þarna samankomnum
fræðimönnum, sem heldur uppi
þeim góða sið að fallbeygja mið-
stig lýsingarorðs (frá fyrra hluta),
og nýyrði hans mannhyggja (húm-
anismi) er athyglisvert (finnst
ekki í orðabókum). — Reyndar má
segja, að skil mætti marka milli
natúralisma (1880—1900; skáld-
skapur í viðjum náttúruvísinda-
legra tilrauna) og realisma
(1850—’80; milli rómantísku og
natúralisma; skáldskapur í viðjum
óyfirhylmandi veruleikaskoðun-
ar). Sömuleiðis hefði mátt hér
nefna svokallaðan prófessora-
róman, sögulega frásögn, þar sem
lýsing á lifnaðarhætti fortíðar yf-
irkeyrir ólíkindalega atvikarás
(Felix Dahn: Bardaginn um Róm);
skáldleg tilþrif víkja fyrir fræði-
mennsku. Munu máske Njörður P.
Njarðvík og Jónas Kristjánsson
síðar flokkast til þessarar grein-
ar?
f aðfaraorðum telur forstöðu-
maður Bókmenntafræðistofnunar
Háskóla íslands, Bjarni Guðna-
son, það m.a. vera tilgang rits að
„rjúfa einangrun bókmenntarann-
sókna“. Þetta er heilbrigð skoðun
og þörf áminning. En ýmislegt
stríðir gegn þessu markmiði, t.d.
ónægar tilvísanir til erlendra, oft
alþjóðlegra heita með íslenzkum
flettiorðum. Engin hliðstæða er
gefin með Aöferðafræði, sem mun
þó samsvara mcthodik (gott að
nota eftir föngum Norðurlanda-
mál), heldur ekki með Áherzla (lat.
accentus, d. accent), svo er og um
Alfræði (leksikon, encyclopedia),
einnig Hetjukvæði (lat. poema her-
oum, e. poem of heroes), Knittel-
bragur (þ. Knittelvers), Leikhús-
rýni (teaterkritik), Lærdómsstfll
(lat. stilus eruditus), Myndljóð
(lat. carmina figurata).
Með mansöngvurum hefst mið-
alda-lýrík (ásamt með trúbadúr-
um), sem voru allt í senn, skáld,
laghöfundar, söngvarar og hljóð-
færaleikarar. Hér er minnzt á þrí-
skipt bragform þeirra, en nafni
þess er sleppt, bar-form, A-A-B,
tveir vísupartar A (Stollen) og B
(Abgesang = niðurlag). Allt var
þetta eitt erindi en ekki þrjú, eins
og texti upplýsir, og nefndist bar.
Sést þetta einna bezt í frægasta
ljóði mansöngv’ara, Palestínu-ljóði
Walthers von der Vogelweide, ort í
tilefni af krossferðinni 1228, en
það er til í ágætri þýðingu Sigur-
karls Stefánssonar (Saga tónlist-
arinnar, Rvík 1946);
Sælustund er lauguð ljóma,
lífsins dögun við mér skín,
landið helga, er lýðir róma,
lita syndug augu mín.
Rættust óskir, sefast sorg
Sá ég, hvar í glæstri borg
guð I manns mynd gekk um torg.
Hér eru fyrstu 4 ljóðlínur 2
Stollen en 3 þær síðustu Abgesang,
fyrst með víxlrími (kvenrím,
karlrím) og síðan með raðrími
(þrítekið karlrím); a-b-a-b/ c-c-c.
Uppsláttarorðið Orðaleikur
(paronomasia) vísar til m.a. Jó-
hannesar úr Kötlum og Helga
Hálfdanarsonar. Hér hefði mátt
og átt að benda á elzta dæmi því-
líkrar orðmyndar í íslenzkum
bókmenntum (Edda, Guðrúnar-
kviða, 16. erindi: „mærir fuglar, er
mær átti“).
Auk þeirra orða, sem fyrr eru
talin, vantandi erlendar hliðstæð-
ur, mætti við bæta miklum fjölda,
en það yrði of langur listi. Stund-
um skortir nokkuð á uppruna-
skýringar; þannig yrði Retorísk
spurning, merking hennar skýrari,
ef gríska orðið væri sýnt, útleitt af
stofni sínum, rhesis = ræða, rhetor
= ræðumaður.
Greinin Ljóðaháttur er tæpast
nógu ítarleg. Benda mætti á, að
braghættir Eddu eru afurð há-
Dr. Hailgrimur Iielgason
þróaðrar listiðkunar, ekki sízt
ljóðaháttur með svo mörgum
hinna fornustu kvæða, allt frá
Hávamálum (einskonar faðirvori
heiðindóms) til Hákonarmála.
Geta mætti þess, að hvor þrílínu-
vísuhelmingur nefndist á fræða-
máli triade. Þess verður vissulega
saknað, að hvergi er getið um
flutningshátt Eddu-kvæða. Þó má
telja fullvíst (sbr. skýringu hjá
Boethius um hetjukvæði Hómers),
að öllu bundnu máli hafi til forna
fylgt einskonar kveðin lagmyndun
(media vox), að minnsta kosti sem
„hálfsöngur" (mi-chanté, mi-
parlé).
Um Aurelius biskup í Milano er
réttilega sagt frá frumkvæði hans
í hymna-gerð á ofanverðri 4. öld, í
„einföldu bragformi". Hér hefði
átt að taka fram, í hverju fólginn
var þessi einfaldleiki, nl. svonefnt
metnim Ambrosianum með enda-
rími, fjórum ljóðlínum og átta at-
kvæðum í hverri línu. Þannig festi
hann fyrstur manna lítúrgískan
latínu-söng í bundið mál, fyrst
með öfugum tviliðum (jambus),
síðar með réttum tvíliðum
(trochaeus). Þetta ljóðform er í
þýðingum upp tekið í íslenzkan
Grallara (ó, þú þrefalda eining
blíð). 1 þessari texta-grein segir,
að hymni hafi verið fluttur við
„guðsþjónustu og tíðasöng"; en nú
er tiðasöngur guðsþjónusta, svo að
hér mun sennilega átt við messu
sem aðal-guðsþjónustu og tíða-
söng sem auka-guðsþjónustu.
Sekventía, sem á íslenzku hefir
verið nefnd fylgja (Sigurður Páls-
son) eða seimtagl (Stefán Einars-
son) er rakin til Notker Balbulus í
St. Gallen (Nauðgeir Stami hjá
Stefáni). Hér er svo mælt, að efni
sé skylt með sekventíu og hymna.
Þó er munur talsverður, þótt báðir
séu lítúrgískir söngvar, því að
sekventía, á íslenzku fyrrum köll-
uð fagnaðarsöngur, var alþýðlegur
kveðskapur, en hymni var for-
ráðasvið klerkastéttar. Vafasamt
má kalla, að áhrifa frá sekventíu
gæti í hymna-gerð. Betra mun að
snúa dæminu við og tala um áhrif
latínu-hymna, sem er 500 árum
eldri, á sekventíu, svo sem sjá má
af St. Bernhard sekventíu; en hún
er ort í Ambrosius-braghætti sem
greppaminni eða klifun (ana-
phora):
Nil canitur suavius,
nil cogitatur dulcius,
nil auditur jucundius
quam Jesus, Dei filius.
(Þ.e.: Ekkert er sungið sætlegar,
né íhugað ljúflegar,
né tilhlýtt unaðslegar
en Jesús, guðs sonur.)
I fullstuttum kafla um rúnir er
skýrt frá galdravirkni þeirra,
fjöldi tákna tilgreindur, án þess
þó að geta um rúnaróf (rúnakerfi
nefndist yfirleitt fuþark) angló-
frísneskt með 28 táknum. Hér
hefði og átt að taka fram mun á
stafrófi og rúnarófi, því að rúnir
voru í eðli sínu hugtakaletur (1-
rún t.d. táknaði lög = stöðuvatn,
sær; lögmál). Þegar réttiiega er
Kaupmannahöfn:
Skrifstofa Hafskips
flytur í eigið húsnæði
lenzkar viðskiptaþarfir bezt. Það
væri liður í þessari útrás Hafskips
frá landinu að afla sér þekkingar
á alþjóðlegum flutningum og
þjálfa starfsfólkið á erlendri
grund. Komið hefði í ljós t.d. á
skrifstofunni í Hamborg, að tölu-
vert gestkvæmt væri þar. Svo
myndi líka reynast hér, þegar nú
væri komið húsrými til að veita
viðskiptamönnum þá þjónustu,
Jonshúsi, 12. marz.
í SÍDI'STI' viku flutti hin ársgamla skrifstofa Hafskips í Kaupmannahöfn í
eigið húsnæði í Norðurhöfninni, en skrifstofan hefur verið til húsa hjá
færeyska skipafélaginu Faroeship síðan hún var stofnsett hinn 1. marz I
fyrra, og bjó þar auðvitað við nokkur þrengsli. Eru hin nýju húsakynni hin
vistlegustu og auka þjónustumöguleika skrifstofunnar. Fréttaritara var boðið
þangað, er fyrsta skipshöfnin frá Hafskip eftir flutninginn, þ.e. af Laxá,
skoðaði staðinn. Óskuðu skipverjar starfsmönnum skrifstofunnar til ham-
ingju, snæddu þar dýrindis danskt „smorrebrod" og fengu hrós forstjórans
fyrir ágætt samstarf.
Hús Hafskips er danskt ein-
ingahús úr timbri frá Skarridsa,
svokölluð „pavillion", 120 m2 og
stendur skammt frá fyrra hús-
næði félgsins. Blakti þar íslenzkur
fáni við hún í sólskininu, og hátíð-
arbragur ríkti, er inn var komið.
Blóm og hamingjuóskir höfðu bor-
izt frá samstarfsmönnum Haf-
skips, tollvörðum og nágrönnum.
Eru í húsinu fjögur skrifstofu-
herbergi auk hins stóra móttöku-
herbergis, geymslur og eldhús, allt
notalega innréttað með ljósum
veggjum, dökkum teppum og hús-
gögnum, myndum og íslenzkum
munum. Einn munanna vakti sér-
staka athygli fv. símstjóra, en það
var gjöf frá dönskum manni, gam-
all sími, mikill dýrgripur. Á hann
er prentað: Talsímahlutafélag
Reykjavíkur og „Sporg om der tal-
es for opringning sker“, sem sagt
frá tímum sveitasíma í Reykjavík.
— Ákveðið var að hefjast handa
um byggingu hússins 22. des. sl. og
var það risið á staðnum í febrúar-
lok og síðan innréttað á mettíma.
Hægt er að stækka húsið, ef þörf
krefur og er lóðarrými nokkuð. 5.
marz hófst starfsemin í nýju
skrifstofunum með móttöku fyrir
samstarfsmenn í Norðurhöfninni.
Starfsmenn Hafskips í nýja
húsinu eru nú 5, en stöðugildi voru
fjögur og hálft áður, þar af aðeins
tveir íslendingar, Árni Árnason
forstjóri og Hólmfríður Gunn-
arsdóttir, deildarstjóri. Árni er á
förum heim og er tilvonandi for-
stjóri kominn til starfa, Pjetur
Már Helgason. Þá er nýkominn
hingað til Kaupmannahafnar
Guðmundur Baldur Sigurgeirsson,
og eini útlendingurinn, Peter
Fahl, hóf störf hjá Hafskip 1.
marz.
Fréttaritari ræddi fyrst við for-
stjórann Árna Árnason, sem dval-
ið hefur hér í Danmörku undan-
farin 6 ár, fyrst við nám í Verzlun-
arskólanum í Höfn, þá við starf
hjá danska sjávarútvegsráðuneyt-
inu og loks þetta fyrsta ár á eigin
skristofu Hafskips sem forstjóri
hennar. Árni hefur unnið hér
brautryðjendastarf og komið mál-
um Hafskips hér í landi í hið bezta
horf.
Árni sagði frá siglingum hingað
og skrifstofum Hafskips erlendis.
Laxá og Skaftá sigla vikulega til
Álaborgar, Kaupmannahafnar,
Gautaborgar og Fredrikstad,
stundum með viðkomu í Halm-
stad. Siglingatími milli hafna er
nóttin og síðar er losað og lestað á
daginn, en hafnir byggðar þannig,
að sú vinna tekur um 8 tíma. Haf-
skip opnaði skrifstofu í Ipswich og
New York 1982, og í Hamborg 1983
eins og hér í Höfn, og 1. apríl
opnar svo ný skrifstofa í Rotter-
dam. Verður væntanlega sett á fót
skrifstofa í Svíþjóð á þessu ári og
í athugun er að stofnsetja skrif-
stofu í Antwerpen. Taldi Árni vel
hafa tekizt til með þær skrifstof-
ur, sem þegar eru starfandi og allt
önnur aðkoma fyrir íslendinga,
sem að sjálfsögðu væru flestir
viðskiptaaðila, en hjá útlendum
umboðsmönnum, hversu góðir sem
þeir væru. íslendingar skildu ís-
sem þyrfti, svo sem að þeir geti
unnið fyrir sjálfa sig dag og dag á
skrifstofunni, notið aðstoðar og
aðtöðu við fjölritun, telex o.fl.
Slíkt hefur ekki verið hægt vegna
þrengsla.
Þá taldi Árni mjög mikilvægt,
að bækistöð skipafélagsins væri á
hafnarbakkanum, þar sem skipin
koma, þar sem tollur og vöru-
geymslur eru og allt er afgreitt á
sama stað til mikilla þæginda
fyrir sendendur. Aðhald og eftirlit
er auðveldara á staðnum, þar sem
varan fer í gegn. Nágrannar Haf-
skips í Norðurhöfn, fyrirtækið Sea
Containers, leigja m.a. félaginu
gáma, þegar gámaeign félagsins
dugar ekki til.
Sem dæmi um nýjung í starf-
semi fyrirtækisins nefndi Árni, að
skrifstofan hefði nýlega sent bréf
til danskra fyrirtækja og lýst þar
möguleikum á vöruflutningum
beint frá dönskum höfnum, þ.e.
Álaborg og Kaupmannahöfn, til
Bandaríkjanna, þ.e. New York og
Portsmouth. Hingað til hafa
danskar vörur farið frá höfnum í
Þýzkalandi og Hollandi. Sagði for-
stjórinn þessa tilraun vera gerða
til að nýta hin dýru tæki fram yfir
það, sem hinn takmarkaði íslenzki
markaður byði upp á, enda sam-
keppnin heima mjög hörð. Væri
því nauðsynlegt að nýta þá mögu-
leika, sem gefast á alþjóðlegum
markaði, en auðvitað yrði að taka
tillit til þeirra markaðsaðstæðna,
sem gilda meðal skipafélaga, sem
sigla á Norður-Atlanzhafi.
Að lokum sagði Árni Árnason,
að mikilvægt væri að skrifa um
velgengni íslenzkra fyrirtækja er-
lendis til að auka bjartsýni og
sýna fram á getu þeirra á erlendri
grund. Sagðist hann ánægður með
að flytja aftur heim og starfa þar
hjá Hafskip, en kvíða þó nokkuð
veðrinu eftir hinar slæmu lýs-
ingar á vetrinum og sl. sumri á
Suð-Vesturlandi.
Pjetur Már Helgason, tilvon-
andi forstjóri Hafskips í Höfn, er
kunnugur hér enda hefur hann áð-
ur búið hér í 6 ár, þá starfsmaður
Flugleiða. Síðan hefur hann starf-
að hjá Flugleiðum og ferðaskrif-
stofum heima og hóf störf hjá
Hafskip um sl. áramót. Verður
hann með Árna Árnasyni í starfi
fram í júní. Sagði Pjetur það
áhugavert að koma til starfa á
þessum tímamótum og taka við
skrifstofunni í hinum nýju og
vistlegu húsakynnum. Hafskip
væri eina skipafélagið, sem hefði
skrifstofu hér, en hin félögin
hefðu einungis umboðsmenn,
þ.e.a.s. síðan Gullfoss hætti sigl-
ingum. Ræddi Pjetur nokkuð um
nýjungar varðandi flutninga til
Bandaríkjanna. Sagði hann enn-