Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
41
\ÝTi
yBSTUHB
Aðförin að Tilrauna-
stöðinni á Reykhólum
— eftir Játvarð
Jökul Júlíusson
Þau napurlegu tíðindi hafa orð-
ið á þessum vetri, að allstór hópur
ráðamanna um rannsóknir í þágu
landbúnaðarins, allt frá fjárveit-
ingavaldinu, aðila í landbúnaðar-
ráðuneytinu og niður í stjórn
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins (skammstafað Rala), hefur
komið auga á það ráð eitt, að
stöðva rekstur hreinhvíta
sauðfjárbúsins á Reykhólum.
Okkur mörgum, sem best þekkj-
um til, finnst þetta ráðabrugg
ómaklegt í alla staði, lítt fram-
bærilegt hvort heldur fjárhags-
lega eða vísindalega, því það er, ef
má lýsa því berum orðum, skað-
vænlegt tilræði gegn vísindastörf-
um á sviði búfjárkynbóta og ull-
arræktar.
Forstjóri Rala, Gunnar Ólafs-
son, birti ritsmíð í Mbl. 14. marz
1984 I 13 köflum og 3 töflum, svo
líklega tjaldar hann öllu sem til
er. Ritsmíðin bæði gefur tilefni til
athugasemda og vekur margar
spurningar.
Undirritaður er í þeirra hópi,
sem sætta sig alls ekki við að vís-
indastörfin við Reykhólabúið séu
vanmetin, framtíð og framförum
hins ræktaða stofns stefnt í voða,
þetta allt ef til vill murkað niður.
B-hluta stofnanir. Gunnar upp-
lýsir, að síðan stjórn Rala var fal-
inn rekstur tilraunastöðva land-
búnaðarins, hafi þær verið á
B-hluta fjárlaga.
Með þessu er vísindastörfum á
þessu sviði sniðinn svo niðþröngur
stakkur, að hrein firra er af hálfu
löggjafar- og fjárveitingavaldsins.
Stjórnvöld þurfa að taka sér tak
og viðurkenna bæði í orði og verki,
að vísindarannsóknir kosta pen-
inga meðan þær standa yfir. Þó
sauðféð sé gjöfult á góðan arð, er
einu búi ofætlun að „fjármagna"
víðtækar vísindaathuganir árið út
og árið inn með einum saman eig-
in rekstrarafgangi.
Reykhólabúið lagt í einelti. Gunn-
ar upplýsir í töflum um fjárfram-
lög til tilraunastöðvanna fjögurra
og Hestbúsins, að öll árin fær
stöðin á Reykhólum minnst, t.d.
hafi hún fengið 590 þús. af 4 millj.
996 þús. árið 1983, eða liðlega *'9
hluta fjárins í stað 1/5 Væntanlega
tekur hann óskipta féð með í
þennan reikning, féð sem stjórn
Rala úthlutar sjálf.
Gunnar getur nefndar sem lagði
til „fyrir nokkrum árum ... að
búskap yrði hætt á Reykhólum".
Það hefur verið þokkaleg nefnd
eða hitt þó heldur.
Fróðlegt væri að fá á hreint
undanbragðalaust hvaða öfl öf-
undast svo yfir árangri dr. Stefáns
Aðalsteinssonar í ullarræktinni og
arfgengisrannsóknum hans, að
þvílíkt kapp er lagt á að gera hon-
um óleiki.
Eftir öllum sólarmerkjum er
ætlunin að fórna Reykhólabúinu,
hrófla við engu öðru á hinum til-
raunastöðvunum, hvað þá i
Keldnaholtinu sjilfu, koma svo til
fjárveitingavaldsins og annarra
ónefndra ráðamanna og segja: Nú
vorum við góðu börnin. Nú erum
við búnir að gera eins og okkur var
sagt. En við hér vestra spyrjum:
Hvaða verkefni hafa hinar stöðv-
arnar með höndum þýðingarmeiri
og dýrmætari en þau sem ráðist er
gegn á Reykhólum? Hvers vegna
fór stjórn Rala undir eftirliti
Bjarna Guðmundssonar aðstoð-
armanns landbúnaðarráðherra og
Hjartar Björnssonar „forstjóra
skrifstofu Rannsóknastofnana at-
vinnuveganna" ekki líka á hina
staðina?
Ætlar Gunnar að segja mér og
öðrum landsmönnum að það eitt
að umturna öllu á Reykhólum dugi
„til að koma í veg fyrir gjaldþrot
ti lraunastöðvanna" ?
llndanbrögðin og fjarstæðurnar.
Ljós punktur, reyndar bjartur
punktur, er í grein Gunnars, þar
sem hann talar um að búnaðar-
samböndin taki þátt I rekstri til-
raunastöðvanna. Á því þyrfti að
vera hægt að taka með atorku og
heilindum. Tækist vel til, gæti
orðið einn og annar ávinningur af
því. Til dæmis kynnu búnaðar-
samböndin að geta losnað við
bjálfalegan slettirekuskap skrif-
finna hjá Starfsmannafélagi ríkis-
stofnana.
Á hinu leitinu beitir Gunnar
óviðeigandi undanbrögðum, eins
og þegar hann vitnar til sam-
þykktar aðalfundar Búnaðarsam-
bands Vestfjarða um grasræktar-
tilraunir á Reykhólum. Þá vissu
Vestfirðingar ekki, eða trúðu ekki,
að setið væri á svikráðum við
sauðfjárræktina á Reykhólum.
Strax og það varð uppvíst brugð-
ust þeir við formaður Búnaðar-
samb. Vestfj. og báðir búnaðar-
þingsfulltrúarnir og risu upp til
varnar. Hvers vegna þagði Gunn-
ar um það?
Það er óskemmtilegt verk, að
komast ekki hjá því að nota sterk
orð um háttsetta frammámenn og
framferði þeirra. Nú er svo komið,
að ekki verður umflúið að hirta þá
svo eftir verði tekið.
Það er augljós hræsni sem
Gunnar feitletrar í bréfinu til
Fjórðungssambands Vestfjarða
10. jan. sl., „að öll umfjöllun um
málefni Reykhólastöðvarinnar
miðast við það hvernig hægt væri
að efla þar tilraunastarfsemi." Og
„aldrei komið til álita" að leggja
hana niður.
Það afhjúpar hræsnina þegar
Gunnar upplýsir um fund „stjórn-
ar Rala 5. janúar. Stefán Aðal-
steinsson mætti á þeim fundi og
var honum kynnt tilboð Jónasar
Samúelssonar, fjármanns á
Reykhólum, um að leigja búið.“
Þarna er komið í kviku þessa
máls. Svona var komið aftan að
þeim Stefáni Aðalsteinssyni og
Inga Garðari Sigurðssyni.
Þessi launráð eru tvíeggjuð.
Gunnar var búinn að lúra á vitn-
eskjunni um að hafa Jónas Sam-
úelsson í bakhöndinni allt frá því i
september.
Ég bendi stjórn Fjórðungssam-
bands Vestfjarða á aðstöðuna sem
í vændum er á Reykhólum. Stjórn
Rala tekur af tilraunastjóranum á
Reykhólum og leigir ödrum: 1.
Landareign tilraunastöðvarinnar
fjær og nær, 2. túnið, 3. fjárhús,
hlöðu og trúlega verkfærageymslu
og 4. bústofninn.
Játvarður Jökull Júlíusson
„Undirritaður er í
þeirra hópi, sem sætta
sig alls ekki við að vís-
indastörfin við Reyk-
hólabúið séu vanmetin,
framtíð og framfórum
hins ræktaða stofns
stefnt í voða, þetta allt
ef til vill murkað
niður.“
Tilraunastjórinn verður horn-
reka á einhverjum skika eða skik-
um inniluktum á yfirráðasvæði
hins nýja hæstráðanda.
Nú er kominn tími til að spyrja
Gunnar Ólafsson: Hver verður til
að skipa og standa i stöðu 'til-
raunastjóra sem svona verður bú-
ið að? Fróðlegt verður fyrir marga
að sjá það svar, ekki síst stjórn
Fjórðungssambands Vestfjarða,
svona til áréttingar faguryrðunum
í bréfinu.
En meira blóð er í kúnni. Gunn-
ar forstjóri segir svo: „ ... einkum
staðnæmdust menn við 4. lið. Það
að leigja Jónasi Samúelssyni búið
myndi hafa nokkra augljósa kosti
í för með sér ... “ Hér má spyrja
hvort forstjórinn þekki of lítið
mannlegt eðli? Við nágrannarnir
þekkjum allt okkar heimafólk.
Mín skoðun er sú, að Jónas Sam-
úelsson viti upp á hár hvað hann
er að gera. Hann veit og þekkir að
þarna er afbragðs bújörð þar sem
Stöðin er. Eins veit hann með
vissu hver úrvals bústofn kemur
honum upp i höndur, fái hann allt
á leigu. Hann veit og næsta vel að
jörð og bú samsvarar hvort öðru
og að það er einber þvættingur að
„á Reykhólum er fjárbú af
óhagkvæmri stærð“.
Gunnari forstjóra og félögum
hans væri hollt að átta sig fyrir-
fram á einu: þegar einn maður er
orðinn sjálfs sín húsbóndi, þá er
eins víst eins og að dagur fylgir
nóttu, að hann býr eftir eigin
höfði.
Ætli ekki að yrðu hálfdánar-
heimtur á „nokkrum augljósum
kostum“ þess að hafa látið búið á
leigu?
Þessu til áréttingar er reynandi
að benda á nokkuð áþekka hlið-
stæðu til samanburðar. Hafrann-
sóknastofnunin fékk ekki peninga
til að gera út rannnsóknaskipið
Hafþór til rannsókna. Hún seldi
það á leigu. Nýr húsbóndi notar
það til sinna þarfa eftir sínu höfði.
Engum einasta manni dettur i hug
að líta svo á að notkun þess á með-
an eigi nokkuð skylt við hafrann-
sóknir. Stjórn Fjórðungssam-
bands Vestfjarða verður ekki í
vandræðum með að skilja stöðu
Stöðvarinnar á Reykhólum út frá
þessu dæmi.
. Áskorun Austur-Barðstrendinga.
Þegar við 119 saman skoruðum á
stjórn Rala að hætta við að leggja
niður fjárbúið á Reykhólum, þá
mætti ætla að hún tæki þeim
stuðningi vel og reyndi að notfæra
sér hann.
Ekki var því að heilsa. Svar
Gunnars forstjóra verður lengi í
minnum haft. Það er allt annað en
hlálegt, að forstjóri í áhrifastöðu
skuli ekki vera vandaðri að virð-
ingu sinni eða vandaðri að með-
ulum.
Alþingismenn Vestfirðinga mega
ekki og eiga ekki að koma sér und-
an því að standa vörð um hlut síns
kjördæmis, forsætisráðherrann er
þar ekki undanskilinn. Þarna er
miklu meira í húfi en hlutur
byggðar og kjördæmis. Forystu-
menn á sviði ullar- og skinnaiðn-
aðar vita það vel og hafa sýnt
áhuga ( verki. Brýn þörf er á að
allir helstu aðilar taki höndum
saman um frambúðarlausn sem
tryggir óskerta möguleika til að
rækta Reykhólaféð með ná-
kvæmni og framsýni vísinda-
mannsins í mörg ár enn — jafn-
framt og bændum gefst kostur á
kynbótafé. Þetta þarf að viður-
kenna sem forgangsverkefni á
sviði vísinda. Því þarf að koma í
kring áður en stjórn Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins rasar
um ráð fram.
Miðjanesi, 20. marz 1984.
JitrarAur Jökull Júlíusson er
bóndi og rithöíundur.
Suðurnes:
Reglugerð
um hunda-
hald nokkuð
vel haldin
Vogum, 26. mars.
Hundaeign Suðurnesja-
manna er rúmlega 200
hundar, en hundahald er
leyft með ströngum skil-
yrðum. Heilbrigðisfulltrúi
Suðurnesja hefur eftirlit
með hundahaldi, en í gildi
er sama reglugerð í sex
sveitarfélögum og meðferð
þessara mála á einni
hendi.
í fyrsta skipti hafa
skráningargjald, hreinsun-
argjald og tryggingar
vegna hundahalds verið
innheimt í einum pakka, í
stað þess að vera á mörg-
um stöðum áður.
í samtali við blm. Mbl.
sagði Jóhann Sveinsson,
heilbrigðisfulltrúi, að
reynslan nú væri sú að
reglugerðin væri nokkuð
vel haldin utan þess að erf-
iðlega gengi að hafa hunda
í bandi, en öll lausaganga
hunda er bönnuð.
Á vegum heilbrigðisfull-
trúa eru starfandi tveir
menn sem fara um sveit-
arfélögin og gæta þess að
reglugerðin sé haldin.
E.G.
OG
TQLUR
TALJ
öfum
opnað
vefnaöarvöruversíun
porti JL — hússins
Ver/ð velkomin
TAU OG TÖLUR 1
JL — portinu Mrin^braut V2\ Heykjavík Sími 23675