Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 42

Morgunblaðið - 28.03.1984, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Jón Þ. Árnason: — Lífríki og lífshættir XCVIII Spurningin er: Hvers geta vestrænar þjóðir vænzt af leiðtogum, sem telja tilslökunar- stefnuna traustasta allra varna? Hemjulaus tortimingarsókn næstliðna áratugi gegn gesta- garði mannkyns, plánetunni Jörð, hefir með áþreifanlegum hætti haft í för með sér, að at- hafnasvigrúm þrengist og af- rakstur þverr. Agirnd og bruðl- fýsnir megna ekki að hnika þeim takmörkunum, sem náttúruríkið setti umsvifum þegna sinna í upphafi. Þessa skikkan þverskallast gestir Jarðar við að virða. Afleið- ingar þess eru því ráðvilltir ein- staklingar, þjóðfélög í uppnámi, ríki á rústum, heimur á helj- arbrú. Hin linnulausu stríð og blóðugu borgarastyrjaldir um hnöttinn þveran og endilangan, flóttinn á vald eiturefna og al- menn óbeit á lögum, rétti og venjum samfélaga siðaðra manna eru ógeðfelldir vitnis- burðir um vitsmuni og þroska múgkynsins. Marxismi og liber- alismi hrósa sigrum án afláts. Úr viðjum! Af nefndum sökum verður naumast vefengt, að draumurinn um sameiginlega lífsvitund mannkynsins, eða heimssam- vizku, sé fjær því að geta rætzt en nokkru sinni fyrr. Við öðru var raunar aldrei að búast, og það þótt ekki væri af öðru en því, að öll meginatriði, sem sundur- greina mannkynið eru miklu meiri, fleiri, stærri og voldugri en þau, er því mega teljast sam- eiginleg. Stóridraumur ætti þess vegna að vera útdreymdur, a.m.k. á Vesturlöndum, og ekki seinna vænna, því að erfitt mun reynast að benda á skaðræði, sem valdið hefir þeim argvítugra tjóni og niðurlægingu en þessi mein- þemba. Helzta forsenda þess, að vest- rænni menningu auðnist að heimta aftur frelsi sitt úr viðjum Stóradraums, hlýtur að vera sú, að Vesturlandaþjóðir taki á ný ástfóstri við arfleifð sína og kosti kapps um að endurvekja blóðvit- und sína og drottnunarhæfni. í þeim efnum gæti áreiðanlega ekki sakað að leiðtogar þeirra reyndu að draga sér gagnlega lærdóma af hinum keisaralegu baráttuaðferðum Rússlands- herra á sviði stjórnmála og hern- aðar. Óhætt mun að treysta, að sú viðleitni yrði ekki til þess að hið lýðbundna forystulið týni neinu niður af því, sem það þegar kann að hafa lært. Á meðal þess heilnæmasta, sem liðið ætti að reyna að læra af Rússagörpum, er að hafa jafnan hugfast, að stjórnmál eru fyrst og síðast barátta um að ná völd- um og halda, i því skyni að styrkja og efla ríkið út á við og hindra óreiðu og upplausn inn- anlands. Ennfremur, og ekki sið- ur, að baráttuhæfni þjóða og ríkja ræðst að langmestu leyti af ræktarsemi við söguna og vald- víslegum skilningi á henni. Leið- togarnir verða, ef þeim er hug- leikið að valda ábyrgðarhlutverki sínu, að hugsa í sögulegu orsaka- og afleiðingasamhengi. Öld hýenunnar Síðan tómlát borgarastétt ofurseldi vinstrimennskunni uppeldis- og menntamál á Vest- urlöndum, í þeirri falsvon að fá frið til að einbeita sér að pen- ingapuði, hefir þessu verið með allt öðrum hætti farið. Upp frá því eru söguskoðanir og sögu- viðhorf, söguskyn og sögusýn, nær eingöngu mótuð í sósíölskum anda og því sízt að undra, að Vesturlandaþjóðir hafa látið glepjast til að snúa baki við og afneita fortíð sinni, jafnvel fyrir- verða sig fyrir hana. Vitanlega hefir afleiðingin orðið sú, að þær standa álíka föstum fótum í nú- tíðinni og kýr á svelli, og gera sér því enga grein fyrir, hvernig vit- legast muni verða að takast á við úrlausnarefni framtíðarinnar. Fyrir áhrif vinstriandans hafa vestrænar þjóðir glatað bæði af leiðandi að hrekjast áttavillt í framtíðinni. Þetta hefir fjandlið Vestur- landa gert sér ljóst fyrir löngu. Það veit, að þjóðir án söguskyns spyrja hvorki um ábyrgð og skyldur við menningararfleifð sína né að því, hvað bíður þeirra í framtíðinni. Sagan er að mjög fyrirferð- armiklu leyti hugsjónasaga, bar- átta undir forystu þróttmikilla stórmenna fyrir sigri ákveðinna lífsviðhorfa, lífsspeki. Heilbrigt söguskyn felst m.a. í að skilja, að við stöndum i skuld við aðra: (1) þá, sem gengnir eru og lögðu grunninn að lífsafkomu okkar með starfi og striti heila og handa; (2) þá, sem deila kjörum með okkur í lifsbaráttunni — og ekki sízt; (3) þá, sem á eftir okkur koma — arftakana, er verða að reisa hús sín á þeim grunni, sem við skiljum eftir. En eins og við nú hugsum og höndlum, sýnist ekkert líklegra en að sá grunnur verði sviðin Vinstrafólk hafði því að heimanbúnaði sterka tilfinningu fyrir, að lygin er handhægt og áhrifaríkt vopn, bæði í stríðum og stjórnmálum. Því hefir og ávallt reynzt afar auðvelt að þefa upp söguleg fordæmi fyrir, að henni hafi stjórnvöld iðulega beitt með frábærum árangri í þeim tilgangi að strá ryki í augu eigin þegna, tæla hlutlausa til fylgis við sig og leiða andstæð- ingana inn á villigötur. Sósíalistar hafa og ætíð haft á tilfinningunni eftirfarandi skýrgreiningu í inngangsorðum Arthur Ponsonby (1871—1946), frá árinu 1931 Baron Ponsonby of Shubrede og ráðherra (kanzl- ari Lancaster-hertogadæmis árið 1931), að bók sinni, „Falsehood in War-Time“ (London 1928); „Hinn fáfróði og hrekklausi múgur í sérhverju landi tekur ekki eftir, hvernig hann er blekktur, og þegar allt er um garð gengið, uppgötvast máski lygar hér og þar, en þá þegar Stórvirkustu vinnuvélar Stalíns Framtíðin sker úr um, hvort mannkynið lifir glópsku þeirra af Með bænaskjölum vinnast engin stríð Stóridraumur Engin Lenin var framtíð án laug ekki martröö söguskyns alltaf löngun og hæfileikum til að hugsa í sögulegu framvindu- samhengi og færast i vaxandi mæli undan að axla skylduga ábyrgð á lífsmöguleikum barna sinna. Ef Vesturlönd skyldu nenna að lifa, hlýtur umyrðalaus krafa samtíðarinnar að verða: Gjöreyðing vinstriáhrifa í öll- um uppeldis- og menntastofnun- um strax, og síðan endurvakning tilfinningarinnar fyrir nauðsyn tengsla við fortíðina. Megin- ástæða: Þjóð, sem gengið hefur af söguskyni sínu dauðu, ráfar rótlaus i nútíðinni og hlýtur þar jörð; borgirnir hrundar og löndin auð. Þeirra skæðasta vopn Vissulega væri fjarri sanni að staðhæfa, að kommúnistar hefðu verið eða séu þeir einu, sem hafi lagt og legðu áherzlu á sögufals- anir og lygaáróður. Hins vegar er rétt, að engir munu hafa beitt fölsunum og lygum af meiri ákafa, eljusemi og með skipulegri hætti. Þeim til málsbóta er sanngjarnt að geta þess, að hvergi mun þörfin hafa verið brýnni og eðlishneigðin aðhæfð- ari en í herbúðum vinstrafólks. heyrir allt sögunni og fortíðinni til og hinum áformaða tilgangi hefir verið náð, þannig að enginn gerir sér það ómak lengur að kanna málavöxtu og leiða sann- leikann í ljós.“ AUt þetta, og sitthvað að auki, hafa kommúnistar haft hugfast og kunnað utan að, einnig það, og ekki hvað sízt, að ofangreind orð, sem Ponsonby reit um trúgirni, auðsveipni, tómlæti og gleymsku atkvæðanna, á hreint ekki síður við um leiðtoga lýðræðisríkja. Þá staðreynd gerði t.d. Lenin sér afar vel ljósa þegar árið 1921. í bréfi til Titsjerins, þjóðfulltrúa um utanríkismálefni, varðandi baráttuaðferðir Sovétstjórnar- innar á friðartímum, gefur Lenin m.a. þessar leiðbeiningar í upp- hafi bréfsins: „Á grundvelli athugana minna á útlegðarárunum hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að hinar svokölluðu forystustéttir Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjanna á sviði mennta- og menningarmála séu blátt áfram ófærar um að gera sér grein fyrir núverandi stjórnmálastöðu og að meta raunverulegar valdakringum- stæður rétt. Þessi forystusveit er mállaus og heyrnarlaus (dauf- dumba) og samskipti okkar við hana ætti að reisa á þeirri for- sendu." (ívitnun mín: „Bulletin of the Institute for the Study of the USSR“, 9. árg. 5. hefti (Munchen 1972)). Vert er að veita því sérstaka athygli, að þetta reit Lenin árið 1921, eða áratugum áður en kommúnisminn eignaðist af- kastamestu vinnuvélar sínar á Vesturlöndum, s.s. Churchill, Eden, Roosevelt, Morgenthau, Benes, Brandt, Palme, Treholt og fjölda annarra af svipaðri teg- und. Sovétstjórnin óttast bara eitt Á afstöðu Vesturlanda virðist engin breyting geta orðið. Leið- togum þeirra sýnist fyrirmunað að læra af reynslunni, þeir gera enga tilraun til viðnáms, gagn- sókn þekkist ekki í orðabókum þeirra: Þeir sýna tennurnar ein- ungis þá, þegar þeir brosa til samþykkis framan í GULAG- böðla. Æ ofan í æ renna þeir sér niður í fallgryfjur kommúnism- ans, heillaðir af villuljósum „spennuslökunar" og „friðsam- legrar sambúðar". Rússar þurfa ekkert stríð til að öðlast heimsyfirráð. Þeir óttast það ekki heldur — svo lengi sem Bandaríkjamenn ráða stefnu og „viðbúnaði" Vesturlanda, og ann- ast fyrir þá gengdarlausan, óstöðvandi óhróðurs- og lyga- áróður gegn öllu, sem af þýzkum rótum er runnið. Og það er iðja, sem á vel við þá og þeir hafa náð nær ofurmannlegri leikni í. En endurreist Þýzkaland, frjálst og sjálfstætt, bæði óttast Sovétmenn og virða. Og ekki að ástæðulausu. Það hefir reynslan kennt þeim og söguskyn þeirra sagt þeim. Fyrir röskum 20 árum lét ísra- elska herforingjaráðið gera ítar- lega, vísindalega rannsókn á stríðsfrækni helztu herja, sem þátt tóku í fyrri og síðari heims- styrjöld. Álitsgerða þekktustu þálifandi hershöfðingja og hern- aðarsérfræðinga var leitað, og niðurstöður fengnar á grundvelli þeirra. Matið i stigum (há- marksstig 100) varð þannig (heimild mín Felix Steiner „Die Armee der Geáchteten", Götting- en 1963): Fyrri heimsstyrjöld: Þýzki herinn ......... 86 stig Franski herinn ....... 65 stig Enski herinn ......... 59 stig Tyrkneski herinn ..... 52 stig Bandaríski herinn .... 49 stig Rússneski herinn ..... 45 stig Síðari heimsstyrjöld: Þýzki herinn ......... 93 stig Japanski herinn ...... 86 stig Rússneski herinn ..... 83 stig Finnski herinn ....... 79 stig Pólski herinn ........ 71 stig Enski herinn ......... 62 stig Bandaríski herinn .... 55 stig Franski herinn ....... 39 stig ítalski herinn ....... 24 stig Athygli hlýtur að vekja matið á Bandaríkjaher. I fyrri heims- styrjöldinni kann ástæðan að vera stuttur undirbúningstími; í hinni síðari að Dresen 13.—14. febrúar 1945, Hiroshima 6. ágúst 1945 og Nagasaki 9. ágúst 1945 teljist hernaði óviðkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.