Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
STOFNAÐ 1913
80. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Átök á landamærum
Sigri fagnað
Walter Mondale lyftir hendi fagnandi eftir sigurinn í forkosningum
demókrata í New York-ríki.
Kína og Víetnam
Peking, 4. apríl. AP.
KÍNVERJAR og Víetnamar hafa
margsinnis skotið hverjir á aðra
undanfarna daga úr fallbyssum
sínum. Hafa tugir víetnamskra
hermanna fallið eða særst í
þessum átökum og margir
óbreyttir Kínverjar misst lífið.
Skýrði kínverska fréttastofan
Xinhua frá þessu í dag. Jafn-
framt voru Víetnamar sakaðir
um að hafa sent herlið sitt til
nýrra árása í dag og hefðu Kín-
verjar svarað með öflugri gagn-
árás.
í frásögn fréttastofunnar var
frá því greint, að kínverskt her-
lið í landamærahéruðunum
Yunnan og Guangxi Zhuang
hefði skotið af fallbyssum á
stöðvar Víetnama og eyðilagt
fjölda af fallbyssuvirkjum,
könnunarstöðvum og öðrum
hernaðarmannvirkjum. Jafn-
framt var sagt, að meira en 250
sprengikúlur Víetnama hefðu
lent á borginni Quangxi undan-
farna daga. Meðfram landa-
Sigur Mondales f forkosningunum í New York:
Stuðningur gyðinga
reið baggamuninn
Wa.shington, 4. apríl. AP.
FYLGI Waltcrs Mondalc meðal gyð-
inga og félaga í verkalýðssamtökum er
talið hafa ráðið úrslitum um mikinn
sigur hans í forkosningum demókrata í
New York í g®r. Kinnig naut hann
góðs af stuðningi Mario ('uomo ríkis-
stjóra og Kd Koch borgarstjóra. Mond-
ale hlaut 45% atkvæða og helsti keppi-
nautur hans, Gary Hart, 27%. Blökku-
maðurinn Jessc Jackson hlaut 25% at-
kvæða og er talið að átta af hverjum tíu
svertingjum hafi greitt honum atkvæði.
Þegar Hart viðurkenndi ósigur
sinn í fyrrinótt lét hann svo ummælt
að atburður af þessu tagi endurtæki
sig ekki.
Eftir sigurinn í New York nýtur
Mnndale stuðnings 861 fulltrúa á
mærunum í Yunnan-fylki
lengra til vesturs hefðu mörg
hundruð sprengikúlur Víetnama
lent á mannvirkjum og akur-
lendi með þeim afleiðingum, að
fjöldi fólks hefði beðið bana.
Ekki hefði verið unnt að horfa
á þessar árásir Víetnama að-
gerðalaust og hefði þeim verið
svarað á viðeigandi hátt. Til
staðfestingar þessu sýndi kvöld-
sjónvarpið í Kína hermenn
flokksþingi demókrata, sem kemur
saman í júlí og velur forsetafram-
bjóðanda flokksins. Til að hljóta út-
nefningu þarf frambjóðandi að njóta
stuðnings 1.967 fulltrúa. Gary Hart
hefur tryggt sér stuðning 512 full-
trúa og Jesse Jackson 140. Fulltrúar
sem styðja aðra frambjóðendur eða
eru óháðir eru samtals 284.
Rekin úr
forystuliði
græningja
Bonn, 4. apríl. AP.
PETRU Kelly, einum helzta leið-
toga græningja í Vestur-Þýzka-
landi, var vikið frá sem foringja
þingflokks græningja á sam-
bandsþinginu. Otto Schily, annar
helzti talsmaður græningjanna á
þingi, var einnig rekinn úr stöðu
sinni þar. í stað þeirra voru þrír
þingmenn — allir konur — kosn-
ir til þess að fara sameiginlega
með forystu fyrir þingflokki
græningjanna í framtíðinni.
Græningjar eiga nú 27 þingmenn
á vestur-þýzka sambandsþing-
Petra Kelly
skjóta af fallbyssum yfir landa-
mærin á stöðvar Víetnama.
Talsmaður kínverska utanrík-
isráðuneytisins, Qi Huaiyuan,
sagði á fundi með frétta-
mönnum í dag, að kínverskt
herlið berðist nú „í sjálfsvörn" á
landamærunum eftir ítrekaðar
„hernaðarögranir" Víetnama.
„Það er grundvallarregla okkar
að gera ekki árás nema árás sé
gerð á okkur, en ef ráðist er á
okkur, þá gerum við vissulega
gagnárás á móti,“ sagði Qi.
I febrúar 1979 kom til harðra
bardaga milli þjóðanna er kín-
verskt herlið réðst inn í Viet-
nam.
Heræfingar Sovét-
manna í Noregshafi:
Varist árás
fimmtíu orr-
ustuflugvéla
HINAR viðamiklu heræfingar sov-
éska flotans í Noregshafi halda
áfram. Á þriðjudag var æfður
sjóhernaður og var þá sett á svið
árás fimmtíu orrustuflugvéla á sov-
ésk herskip. Sama dag var æfður
kafbátahernaður.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. aflaði sér hjá Atlantshafs-
bandalaginu í London í dag er
meginhluti sovéska flotans nú við
norðurheimskautsbaug og virðist
á siglingu í norðausturátt. Talið
var að flotinn væri að búa sig und-
ir lokaárás æfinganna.
Herskip og flug\’élar NATO-
ríkja hafa fylgst gaumgæfilega
með heræfingunum og munu gera
það áfram.
Víkingabærinn f Jórvík opnaður á næstunni:
Enginn staður
þessum líkur til
— segir Richard Hall, sem stjórnað hefur uppgreftrinum
York, 4. apríl. Al*.
JORVÍK, höfuðstaður víkinga til
forna á Knglandi, var sýnd frétta-
mönnum í dag. Bær þessi hefur
varðveitzt í 1000 ár grafinn í leir
undir götum borgarinnar York, en
undanfarin 8 ár hefur verið unnið
að því að grafa hann upp og endur-
byggja. í framtíðinni eiga þeir, sem
þangað koma, að geta farið í vagni
knúnum rafmagni í gegnum
svonefnd „tímans göng“, sem sýna.
hvernig „Beykisgata" (Coppergate)
leit út á 10. öld, er víkingarnir
bjuggu þar.
Jórvík verður opnuð fyrir al-
menning 14. apríl með sérstakri
athöfn. Richard Hall, sem stjórn-
að hefur uppgreftrinum, sagði í
viðtali í dag: „Það er enginn ann-
ar staður til þessum líkur, jafnvel
ekki í Danmörku eða Noregi." í
safni, sem komið hefur verið upp
við Beykisgötu, má sjá 500 af
þeim 17.000 munum eftir víkinga,
sem fundizt hafa í Jórvík, svo
sem víkingasokka, sverðslíður,
brjóstnálar og fl.
í miðbæ Jórvíkur geta ferða-
menn gengið eftir víkingagötu,
þar sem búðir og hús standa
nákvæmiega eins og þau gerðu
fyrir 1000 árum. Þá hefur einnig
verið komið þar fyrir eftirmynd-
Frá Beykisgötu í Jórvík.
um af börnum, konum og karl-
mönnum, sem klædd eru sams
konar búningum og fundizt hafa i
Jórvík, og halda þau á verkfærum
og áhöldum sams konar og þau,
sem grafin hafa verið þar upp. Þá
má ennfremur heyra þar „vík-
inga“ tala á fornnorrænu.
Víkingar lögðu undir sig Jórvík
árið 866 og komu þar á fót fyrstu
varanlegu byggð sinni á Eng-
landi. Um 2,6 millj. punda hefur
verið varið í að grafa staðinn upp
nú, en talið er, að hálf millj.
ferðamanna eigi eftir að koma til
Jórvíkur á ári í framtíðinni til
þess að skoða víkingabæinn.