Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 Upplýsingar SÆVARHÖFÐA 4, PÓSTHÓLF 245, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 33600 - 34845 - 36470 Tæknilegar upplýsingar Steinsteypa er blanda af sandi, möl, sementi, vatni og íblöndunarefnum, er hafa bætandi áhrif á steypuna. Steinsteypa er flokkuð niður í brotþolsflokka eftir styrkleika. Algengustu brotþolsflokkar eru í röð eftir vaxandi styrkleika S-120, S-160, S-200, S-250 og S-350, en þessi flokkun táknar 28 daga brotþol 15 x 30 cm sívalninga, sem steyptir eru úr viðkomandi steypublöndu. í venjuleg hús er S-200 algengast. Þykkleiki steinsteypu er mældur eftir því hversu marga cm sérstök keila úr blautri steypu sígur þegar mótið er fjarlægt. Því hærra sem sigmálið er, því þynnri er steypan. Venjuleg tregfljótandi steypa er með sigmáli 5-10 cm , þunnfljótandi með meira en 20 cm sigmáli. Steypan verður því þynnri sem meira vatni er bætt í hana. Of mikið vatn í steypu hefur skaðleg áhrif. Aldrei skyldi setja meira vatn í steypu, en minnst verður komist af með. Í steinsteypu er blandað ýmsum efnum til að breyta eiginleikum hennar. Loftblendi- og þjálniefnið H-Loft frá Woermann er sett í alla steypu frá Steypustöðinni hf til að auka veðrunarþol steinsteypunnar, draga úr vatnsþörf og auðvelda niðurlögn hennar. Flotefni eru sett í steypuna, þar sem steypan þarf að vera fljótandi, léttfljótandi eða þunnfljótandi við niðurlögn, eða þar sem þarf að fá slétta áferð á steypufleti, án þess að þau veiki hana, eins og verður við þynningu með vatni. Eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir á hinum ýmsu efnum mælir Steypustöðin hf með flotefninu Flot 78. Steinsteypan er burðarás mannvirkisins. Gæta verður vel við niðurlögn steinsteypu að ekki myndist göt í veggi eða að steypa skilji sig og myndi malarhreiður. Vandið til allrar meðferðar steinsteypu. Alkalískemmdir í þeim mannvirkjum á Reykjavíkursvæðinu, sem notuð hefur verið möl og sandur úr Hvalfirði hefur borið á skemmdum í steinsteypu, vegna efnabreytinga er eiga sér stað milli sementsins, saltsins og steinefnanna. Kísilsýra í steinefnunum myndar meðalkalíumsementsinsog saltsins kísilsýruhlaupsem sprengir steypuna. Til að koma í veg fyrir slíkar skemmdir hefur kísilryki verið bætt út í sementið, og notkun óvirkra steinefna verulega aukin í samræmi við niðurstöður rannsókna er Steinsteypunefnd hefur látið gera. Steypustöðin hf hefur ávallt notað og haft á boðstólum óvirk steinefni. Steinsteypukaup Sú hugmynd að dreifa steinsteypu með bifreiðum frá blöndunarmiðstöð þróaðist í Bandaríkjunum og fyrst slíkra stöðva í Evrópu.Steypustöðin hf varreistá Islandi áriðl947. Steypustöðin hf býður húsbyggjendum þjónustu sína. Við reynum að fullnægja óskum viðskiftavinaokkareftir bestu getu. Skrifstofa okkar er við mynni Elliðaánna að Sævarhöfða 4. Sími okkar er 33600. Hafið samband við einhvern eftirtaldra aðila: Jón Ólafsson skrifstofustjóra, Svein Valfells verkfræðing, Halldór Jónsson verkfræðing. Steinsteypupantanir Verkstjóri okkar, sem tekur við steinsteypupöntunum,heitir Ottó Gíslason, s. 36470 eða 33600. Steypu þarf helst að panta með nokkrum fyrirvara þar eð hana þarf að framleiða um leið og hún er afhent. Steypustöðin hf tekur að sér að sjá um pöntun á steypudælu eða krana, ef annars er ekki óskað. Opið öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá kl 18.00. GUÐNIÞ. GUÐMUNDSSON og HRÖNN GEIRLAUSDÓTTIR leika Ijúfa tónlist á píanó og fiðlu fyrir matargesti í kvöld. Borðapantanir í síma 11340 eftir kl. 16. Austurstræti 22, Innstræti, simi 11340. Við lokum vegna orlofs starfsmanna Til að foröast óþægindi fyrir viöskiptavini okkar bend- um viö þeim á að hafa samband fyrir þann tíma. Árvik sf. Ármúla 1, sími 687222. Umboðsmenn fyrir: 3 M Formica Yale Harris Borden Thomas-lndustries Otis Unifos Kemi Bega HÖSGÖGN 'Slitþols- prófun áklæða Það er hægt að kaupa húsgögn og fá þau afhent samdægurs, — fá uppl. um verö og gæöi og fá sendan myndalista á meðan Auto ’84 stendur yfir í Húsgagnahöllinni. Hringdu í þjónustusíma okkar Afgreiðsla og afhending húsgagnanna fer fram sam- dægurs, greiösla ýmist viö afhendingu eöa í pósti. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA BUS6A6NAH0LLIH BlLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK » 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.