Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 45 »1 W? , JJ VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS SÍBS og Vinnuheimilið að Reykja- lundi efna til ferðar í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Útsýn til 38 MORGUNBLAÐIO, FOSTUOAGUR 23 MARZ ll Ein lftíl hugvekja handa ábyrgum alþingismönnum — eftir tíaldvin Þ. Krixtjánxson Mortfunblaðið birti rétt fyrir hátiðarnar i vetur átakanlegar frásairnir aI lifsaðstoðu nokkurra namalmenna hér I hofuðborKinni Komu þær vlat ýmsum á óvart og runnu áreiðanlejta moritum til rifja. Fleiri áþekkar frásaRnir hafa birzt i bloðunum siðan. Allar eru þipr þó aðeins einstök dæmi úr morjjum, sem fyrirfyndust ef eftir væri leitað og grannt skoðað. Fjoldi jtamalmenna hirist hér ojj •r:-.r^finn i hinni öm- eiga i fullu tré með að framfleyta fjolskyldum sinum af heiðarleika <»K fullri ráðdeild. „Kinstæða foreldra" — þá mis- litu hjorft — minnist ég ekki á, en vísa til greinar Jónasar Guð- mundssonar í DV fyrir stuttu Að lokum kemur svo sú mann- tegundin, sem hljóðust er i þrenjt- injtum sinum og fæsta á formæl- endurna, gamla fólkið, eða a.m.k. hluti þess. Umbeðinn komst ég nýlega — i sambandi við siðasta skattframtal — i snertingu við gömul hjón, um hálfáttrætt. Þau eru nú alls ekki útávið talin standa á nástrái Þau ei<ra nálega alveg skuldlausa ibúð laj<ið okkar ætlar þessum hálf- áttræðu hjónum mánaðarlega til fæðis, klæðis, hvers konar „uppá- koma“, að ógleymdri „menning- arneyzlunni*, ef þau hefftu heilsu J til að notfæra sér hana að ein- hverju leyti. Það eina sem þau I eiga eftir til allra þessara hluta I eru ellilaunin hans eina, að við- I bættum I94,- kr. — segi og skrifa | eill hundrað níut'u og fjórum krón um. Þetta cr nú dæmi um „vel- I aella" fólkið. Hvað mun þá uml hitl? Varðandi öll dæmi og allt h.i' um fjárhagsafkomu fólks. skattamálin afgerandi og skiptandi þáttur. En á þ Hugvekjuþankar N.N. skrifar: „Velvakandi. Morgunblaðið birti smágrein eftir mætismanninn Baldvin Þ. Kristjánsson, föstudaginn 23. mars síðastliðinn. Greinin hét „Ein lítil hugvekja handa ábyrg- um alþingismönnum" og er skel- egg og skorinorð hugvekja, einsog höfundar var von og vísa, auk þess sem hún vekur væntanlega alla, sem lesa hana, til alvarlegrar um- hugsunar um þjóðarhag. Baldvin segir þar frá tekjum og föstum lögboðum gjöldum hálfáttræðra hjóna, sem hann þekkir. Hann tel- ur að mánaðarleg greiðsla þeirra á fasteignaskatti af eigin íbúð sé 2.628 krónur. Nú veit ég ekki betur en að skattur slíkur sem þessi sé ekki greiddur mánaðarlega heldur aeðins þrisvar á ári, það að segja 15. janúar, 1. mars og 15. apríl að því er mig minnir. Baldvin kemst einnig að þeirri niðurstöðu að hjón þau er hann tekur dæmi af, hafi einungis 3.733 krónur sér til lífs- viðurværis á mánuði, að föstum gjöldum frádregnum. Mér er einnig kunnugt um göm- ul hjón, sem ekki eru hálfáttræð heldur um það bil hálfníræð. Þau eiga það sameiginlegt með hjónum Baldvins að eiga skuldlausa eða skuldlitla íbúð og nokkrar krónur í sparisjóði, sem að vísu hafa oltið ansi hratt undan brekkunni síð- astliðin eitt til tvö ár, vegna ým- issa orsaka og eru nú 40—50% færri en áður. Þessi gamalmenni eiga það einnig sameiginlegt með hjónum Baldvins að húsbóndinn er fyrrverandi ríkisstarfsmaður og húsfreyjan fyrrverandi verka- kona og því fá þau bæði greiðslur úr verðtryggðum lífeyrissjóðum, ellilaun og lítilfjörlega tekju- tryggingu að auki. Þegar litið er á föst útgjöld þessara gamlingja og jafnframt tekjur, virðist mér að þau hafi til jafnaðar mánaðarlega yfir árið u.þ.b. þrisvar sinnum hærri upp- hæð til fæðis og klæðis, blaða og bóka, en þá sem Baldvin nefnir, þ.e. 9—10 þúsund krónur en ekki Enga þursa- tónlist í morg- unútvarpið 3.733 krónur. Vonandi sjá það allir sem sjá vilja, að hálfníræð hjón eru í flestu upp á aðra komin, lifa engu bílífi á níu til tíu þúsund krónum. En með ítrustu aðgætni og frestun á þokkalegu og jafnvel nauðsynlegu viðhaldi íbúðar sinn- ar, má ná endum saman. Og þann- ig vilja þau standa meðan stætt er. Ekkert nema gott eitt er um það að segja að fá skrattann málaðan á vegginn svona við og við, óþarft ætla ég þó að gera hann svartari og svipljótari hverju sinni, en efni standa til. Að alhæfa einstök slæm og stundum afleit tilfelli er enn óþarfara enda gerir Baldvin það ekki í sinni hugvekju." Vinnuveitendur svari umsóknum Guðjón Sigvaldason skrifar: „Ég vil koma á framfæri við vinnuveitendur í Reykjavík sem og annars staðar þeirri ósk minni, að þeir láti svo lítið að svara þeim umsóknum sem berast, er þeir auglýsa eftir starfsfólki. Einnig vil ég láta þess getið að ég tel það hreinustu óskammfeilni að biðja fólk um allskyns persónulegar upplýsingar og virða það svo ekki svars. Þetta er mín reynsla, en ég hef sótt um hinar ýmsu stöður síðast- liðna tvo mánuði. Þó vil ég taka það fram að ekki eru allir vinnu- veitendur undir sama hatti, sumir láta svo lítið að svara, en draga það svo lengi að maður hefur hvort sem er gefið upp alla von um vinnuna, þegar svarið berst. Þó eru einstaka aðilar sem svara strax, en það er þá í flestum til- fellum auglýst undir nafni fyrir- tækisins. Og ég er kominn á þá skoðun að þeir séu undantekning- in sem sannar regluna. Vil ég með þessum orðum mæl- ast til þess að vinnuveitendur, sem auglýsa eftir starfsfólki nú og í framtíðinni, svari öllum umsókn- um sem berast, því tími okkar er dýrmætur, sem og ykkar. Virðingarfyllst." Rauðmagi til sölu Jónas Jósteinsson skrifar: „Nú eru veiðar á rauðmaga hafnar bæði í Reykjavík og annars staðar og þykir mörgum það góður matur. I Reykjavík er nokkur veiði. Ég hef komið í vörina á Grímsstaðaholti og keypt þar rauðmaga. Okkur hjónunum þykir best að fá hann glænýjan upp úr bátnum. Einn helsti veiðimaður- inn þarna er Björn Guðjónsson sem býr á Ægissíðu 66. Hann mun hafa mörg net úti og margir kaupa rauðmagann af honum, meðal annars ég. Fyrir nokkrum árum festi ég spjald á dyrnar á netaskúrnum hans, þar sem segir að hann selji rauðmaga. Spjaldið er þarna enn því Björn er mjög þægilegur í við- móti. Vor A Grímsstaðaholt, þegar grásleppan veiðist, er gaman að koma og litast um. Gamli tíminn þar segir þér sögu, sær spilar undir, ef raular þú bögu. Haust Krían er horfin, komið er haust, kvakar ei lóan í mónum. Bátarnir koma bráðum í naust, er bregst þeim veiðin í sjónum “ Gullkornid Sumir sjá engla þar sem aðrir sjá ekki annað en tómið. — Ruskin (1819—1900), enskur rithofundur. — SIG6A V/öGA £ Costa del Sol á Suöur-Spáni 29. apríl nk. í 18 daga. Til aðstoðar verða hjúkrunarfræðingar og starfs- fólk frá Reykjalundi. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu SÍBS Suðurgötu 10, sími 22150 og Reykjalundi sími 66200. Austurstræti 17, Reykjavík, sími 27209. Litli liósálfurínn hefur sannað ágæti sitt á íslandi. Lltll Ijósálfurlnn gefur þér góða birtu við bóklestur án þess að trufla aðra, frábær í öll ferðalög og sumarbústað- inn. KJörin gjöf. Litll Ijósálfurlnn er léttur og handhægur, getur jafnt notað rafhlöður og 220 volta rafstraum. Honum fylgir aukapera, hylki fyrir rafhlöður og straumbreytir. Einnig fást geymslutöskur. Litll Ijósálfurinn fæst í næstu bóka- og gjafavöruverslun og í Borgartúni 22. HiLDA PAKKINN Jónína P., Hraunbæ, skrifar: „Til Velvakanda. Geturðu ekki komið þeirri ósk á framfæri að þursatónlist glymji ekki yfir manni í morgunútvarp- inu. Þessir þættir eru svo ágætir hjá unga fólkinu og þar sem ég kemst ekki út, hlusta ég mikið á útvarpið. f morgunútvarpinu er oft mikill fróðleikur og fallegir þættir, en þegar þursapoppið dynur svo allt í einu yfir mann, er ég alveg búin að vera. Kærar þakkir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.