Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 Fulltrúar norrænu rádherranefndar- innar í heimsókn í G/KKKVÖLDI komu til landsinK framkvæmda.stjóri Kkrif.stofu norrænu ráðherranefndarinnar í Osló, Kagnar Sohlman, ásamt fjórum deildarstjór- um skrifstofunnar, Flemming Björk l’edersen, Risto Laakonen, Thomas Komantschuk og Sven-Erik Tengvall. í fylgd með þeim er Hrafn Hall- grímsson, arkitekt, sérfræðingur hjá skrifstofu ráðherranefndarinnar. Aðalfundur Eimskips AÐALFUNDUR Eimskipafélags ís- lands verður í dag klukkan 13.30 í Súlnasa) Hótel Sögu. Þetta er sjötugasti aðalfundur félagsins en félagið var stofnað 1914. Á fundinum verður lögð fram skýrsla og reikningar félagsins. Eins og fram hefur komið í frétt- um Mbl. skilaði rekstur Eimskipa- félagsins 97,2 milljón króna hagn- aði á síðasta ári. o INNLENT Sexmenningamir dveljast hér I dag og á morgun. Þessi heimsókn kemur í kjölfar þess að á nýaf- stöðnu Norðurlandaráðsþingi tók Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandamála, við formennsku í ráðherranefndinni. Nefndin og skrifstofa hennar í Ósló er aðal- vettvangur norræns samstarfs á sviði ríkisstjórnanna. Gestirnir frá Ósló munu halda vinnufund með ís- lenskum nefndarmönnum, en jafn- framt því sem íslenski samstarfs- ráðherrann tók við formennsku í ráðherranefndinni tóku íslendingar að sér formennsku í flestum emb- ættismannanefndum, sem tengdar eru ráðherranefndinni og skrifstofu hennar í Ósló. Framkvæmdastjóri skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar mun á fundinum gera grein fyrir helstu verkefnum nefnda, hvaða málum verði bryddað upp á eða leidd til lykta. Einnig munu gest- irnir svara fyrirspurnum. Seinni hluta dags ræða gestirnir frá Ósló við islenska nefndarmenn á skrifstofum þeirra. I kvöld heldur Ragnar Sohlman almennan fyrirlestur í Norræna húskinu á vegum Norrænafélagsins og hefst hann kl. 20.30. Fjallað verður um gildi norræns samstarfs. Á morgun munu fulltrúar Óslóarskrifstofunnar eiga viðtöl við fulltrúa Islands í Norðurlandaráði og heimsækja Alþingi. Stúlka fyrir bfl UMFERÐARSLYS varð á Bústaðavegi, skammt fyrir vestan Sogaveg, á þriðja tímanum í gær. Stúlkan var fyrir fólksbifreið, sem ekið var austur Bústaðaveg, og var óttast að hún hefði fótbrotnað. Hún var flutt á slysadeild. Feðgarnir lausir úr gæsluvarðhaldi FEDGUNUM, sem úrskurðaðir voru í gæzluvarðhald vegna rannsóknar Kannsóknarlögreglu ríkisins í meintum söluskatts- og bókhalds- svikum, hefur verið sleppt úr haldi. Áfram er unnið að rannsókn máls- ins. Grunur leikur á, að fyrirtæki þeirra hafi komið sér hjá að greiða um eða yfir tug milljóna króna í söluskatt á undanförnum tveimur arum. Þá eru þeir grunaðir um að hafa útbúið sérstakt forrit í tölvu til þess að svíkja undan skatti með kerfisbundnum hætti. Skattrann- sóknardeild ríkisskattstjóra vann í fjóra mánuði að rannsókn máls- ins áður en Rannsóknarlögregla ríkisins var beðin um aðstoð við rannsóknina. Porsche-bflarnir þrír sem verða á bflasýningunni ’84 sjást hér nýkomnir á hafnarbakkann í Sundahöfn. Umboðsmaður bflanna hérlendis, Jón S. Halldórsson, stendur við Porsche 928 S, sem kostar litlar 2,4 milljónir króna. Morgunblaðið/Gunnlaugur. Bflasýningin: Þrír Porsche — fímm milljónir „ÞAÐ er ævintýri líkast að vera búinn að fá Porsche-bflana hingað. Það gekk víst erfiðlega fyrir verk- smiðjurnar að finna bíla til að senda á sýninguna, því þeir anna ekki eftirspurn, vegna mikillar sölu,“ sagði Jón S. Halldórsson, sem í samráöi við Porsche-verk- smiðjurnar í V-Þýskalandi hyggst kanna markaðsmöguleika bflanna hérlendis og hefur fengið þrjá Porsche-sportbfla á Bílasýninguna '84, sem hefst í Sýningahöllinni, Bíldshöfða, á morgun. „Ég kannaði möguleikana á þessu máli fyrr í vetur og fór síðan til Porsche í Stuttgart fyrir nokkrum vikum og ákveðið var að senda þrjá sýningarbíla hingað. Verða þeir jafnframt á sérstöku kynningarverði á sýn- ingunni, verðið verður af þessum sökum 100—300 þúsund krónum lægra. Porsche 924 verður á 900 þúsund krónur, 911 á 1,7 milljón- ir og dýrasti bíllinn, 928S á 2,4 milljónir," sagði Jón. „Verðið er hátt, en það kemur m.a. til af því að bílarnir eru settir saman í höndunum. Porsche framleiðir aðeins 40 bíla á dag á meðan flestar aðrar bílaverksmiðjur framleiða tugþúsundir bíla á dag Gjaldabreytingarnar á drykkjarvöru: Peli af Svala í 6,95 kr. en kókómjólk í um 17 kr, Á — að óbreyttri álagningu heildsala og smásala PELI af Svala sem Sól hf. framleiðir myndi hækka úr 5,90 kr. í verzlun- um í 6,95 kr. við reglugerðarbreyt- ingu um vörugjaldsálagningu og upptöku söluskatts, ef miðað er við óbreytta álagningu heildsala og smá- sala. Peli af kókómjólk, sem nú kostar 12,35 kr., mun aftur á móti hækka í um 17 kr. að óbreyttri álagningu heildsala og smásala. Smásalar nota flestir hámarksálagn- ingu á Svala, eða 38%, en að leiö- beiningum Mjólkursamsölunnar er álagning smásala á kókómjólk 20%. Kókómjólk, Jógi, sem pelaferna af kostar nú 11,65 kr og Mango- sopi, sem kostar nú 8,60 kr. í sams konar pakkningu, falla undir sömu reglur og Svali samkvæmt lögum, að sögn fjármálaráðherra, en af þessum vörum, sem Mjólk- urbú Flóamanna framleiðir, hafa ekki verið greidd sömu gjöld og af Svala. Samkvæmt lögunum ber nú að greiða 17% vörugjald af 80% heildsöluverðs og 23,5% söluskatt af smásöluverði af blönduðum ávaxtadrykkjum sem þessum. Skattstjóri Suðurlands hefur ritað Mjólkurbúi Flóamanna, sem framleiðir kókómjólk, Jóga og Mango-sopa, bréf og tilkynnt að því beri að standa skil á umrædd- um gjöldum. Ákvörðun þessi hefur valdið ágreiningi í ríkisstjórn og landbúnaðarráðherra, Jón Helga- son, m.a. mótmælt ákvörðun þess- ari, sem komin er frá fjármála- ráðherra. Tildrög þessa máls eru að sögn Höskuldar Jónssonar ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu þau, að þegar Skattstofan í Reykjavík tilkynnti fyrirtækinu Sól hf. fyrir skömmu að því bæri að greiða söluskatt og 17% vörugjald í stað 24% vörugjalds af drykkjarvör- unni Svala, eftir að reglugerðar- breytingar höfðu verið gefnar út um það. Bentu þá forráðamenn fyrirtækisins ráðuneytismönnum á, að samkvæmt lagaskýringum bæri framleiðendum umræddra mjólkurvörudrykkja einnig að greiða þau gjöld. Þau hafa ekki verið greidd hingað til, væntan- lega á þeirri forsendu að þar væri um landbúnaðarframleiðslu að ræða. Við könnun málsins í ráðuneyt- inu kom í ljós, að sögn Höskuldar, að þessi túlkun laganna er rétt, og því var skattstjóranum tilkynnt um að innheimta bæri þessi gjöld af Mjólkurbúi Flóamanna. Mál þetta hefur verið til athugunar í landbúnaðarráðuneytinu. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, í gær til að fá hans álit á málinu. Þóra Borg látin Bréf 254 starfs- og vistmanna Hrafnistu í Hafnarfirði: Vilja bættar samgöng- ur almenningsvagna Undirskriftalistar frá vist- mönnum og starfsfólki Hrafnistu í llafnarflrði með 254 nöfnum voru lagðir fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir nokkru. Með listunum fylgdi bréf, þar sem skor- að var á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að teknar yrðu upp reglu- bundnar ferðir almenningsvagna frá dvalarheimilinu til Hafnar- fjarðar og Keykjavíkur Um 500 metrar eru frá Hrafnistu í Hafnar- firði að þeirri biðstöð, sem næst er. Að sögn Einars I. Halldórs- sonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, hefur verið í athugun um nokk- urt skeið að bæta almennings- samgöngur til og frá Hrafnistu og m.a. verið rætt við sérleyfis- hafann, Landleiðir, vegna þessa máls. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin, en Einar sagðist eiga von á því að fjallað yrði um þessa beiðni að nýju á einhverj- um af næstu fundum bæjar- stjórnar. LÁTIN er í Reykjavík I>óra Borg, leikkona. Hún var fædd í Reykjavík 6. júlí 1907. Hún var dóttir Borgþórs Jósepssonar, bæjargjaldkera og Stefaníu Guðmundsdóttur, leik- konu. Þóra tók, ásamt fjölskyldu sinni, mikinn þátt í íslensku leik- listarlífi. Segja má, að hún hafi leikið frá barnæsku og fram á þennan dag. Hún kom fram í fjöl- mörgum hlutverkum á leiksviði, bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu. Einnig lék Þóra í kvikmyndum, svo sem Brekkukotsannál og nú síðast í Atómstöðinni. Þóra Borg leikkona Tekinn með amfetamín MAÐUR á þrítugsaldri var handtek- inn við komuna til landsins á Kefla- víkurflugvelli á sunnudagskvöldið vegna gruns um að hann væri að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. Grunur lögreglunnar reyndist á rökum reistur — maður- inn hafði stungið 126 grömmum af amfetamíní upp í endaþarm sinn. Hann hefur verið úrskurðaður í 10 daga gæzluvarðhald. Andvirði amfetamínsins er vægt áætlað metið á um 300 þús- und krónur á svörtum markaði hér á landi. Talið er að grammift af amfetamíni eftir að hafa verið blandað sé selt á 2000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.