Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 48
Opiö alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
Jixlko/unn
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
Opið öll fimmtudags-, föstu-
dags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld.
<2
AUSTURSTRÆTI 22,
(INNSTRÆTI).
SÍMI 11340.
FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
7% hækkun á skilaverði
til saltfiskframleiðenda
Gert ráð fyrir að saltfiskframleiðslan verði 65—70% af framleiðslu sl. árs
UM 7% hækkun hefur orðið á skilaverði til saltfiskframleiö-
lenda frá haustmánuðum, en nýlega var gengið frá samning-
um um sölu á allt að 12 þúsund tonnum af saltfiski til
Portúgals og allt að 3 þúsund tonnum af léttsöituðum fiski
(tandurfiski) til Spánar. Enn er ósamið við kaupendur á
Italíu, en unnið er aö samningum við þá.
Fulltrúar SÍF segja að með þess-
um samningum hafi verið snúið við
þeirri verðlækkunarþróun sem
stöðug lækkun Bandaríkjadollars
hafi valdið og auk þess hafi verið
samið um mjög hraðar afskipanir
og staðgreiðslu á öllum vörum.
Abyrgðust kaupendur í Portúgal að
taka við fiskinum jafnóðum og
hann yrði pökkunarhæfur, en í því
felst verulegur hagnaður fyrir selj-
endur í formi minni rýrnunar- og
vaxtakostnaðar.
Fyrr á þessu ári hafa verið flutt
út 1.500 tonn af tandurfiski til
Spánar og nú þegar er búið að lesta
fyrsta farminn upp í þessa samn-
inga. Næsti farmur verður sendur
utan eftir páska og sá þriðji um
miðjan maí og það síðasta upp í
samninginn í byrjun júní.
Um síðustu áramót átti eftir að
afgreiða 7.700 tonn upp í 1983
samningana við Portúgali og hefur
síðan þá verið afskipað 1.500 tonn-
um. Að meðtöldum þeim samningi
sem nú hefur verið gerður hafa
verið tryggðar afskipanir á næst-
um 20 þúsund tonnum á árinu.
Hluti af þeim 12 þúsund tonnum
sem nú var samið um sölu á er
langa, keila og þorskur af 5. gæða-
flokki.
Gert er ráð fyrir að saltfisk-
framleiðslan í ár verði um 65—70%
af því sem hún var á síðasta ári
vegna rýrnadi þorskafla og rúm-
iega 13 þúsund tonn hafa verið
framleidd af saltfiski það sem af er
árinu, þar af 10 þúsund í marsmán-
uði.
Stefnt að
þingslitum
í maímánuði
Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudags-
morgun var rætt um þingmál og hvaAa
málum þyrfti aó koma í gegnutn Al-
þingi fyrir voriA, en stefnt er aA þing-
slitum um miAjan maímánuA.
Ráðherrar fóru yfir þau mál sem
þeir leggja áherslu á að fá í gegnum
þingið og ræddu þeir hvenær þing-
slit gætu orðið.
Farmenn vilja gefa
SVFÍ daglaun árlega
— í þakklætisskyni fyrir óeigingjarnt starf
FARMENN á fundi í Siómannafélagi Keykjavíkur í gær samþykktu að
gefa Slysavarnafélagi Islands árlega ein daglaun í tengslum viA sjó-
mannadaginn í þakklætisskyni fyrir „frábært og óeigingjarnt starf í
þágu islensku sjómannastéttarinnar," eins og það var orðaA í ályktun,
sem fundurinn samþykkti. I>ar voru björgunarsveitum og starfsfólki
SVFÍ færðar einlægar þakkir.
ljóst hvort samþykkt fundarins
væri bindandi fyrir alla félags-
menn. Hann sagði að ályktunin
yrði látin liggja frammi næstu
vikur á meðan greidd yrðu at-
kvæði um kjarasamning félags-
ins og að málið yrði síðan tekið
upp á næsta aðalfundi.
Fundurinn skoraði jafnframt
á útgerðir farskipa að leggja til
SVFI sömu upphæð og einnig að
fiskimenn og útgerðarmenn
fiskiskipa gerðu slíkt hið sama.
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, sagði ekki fyllilega
TfMgSL
rettt SK*I
Sterkt íslenskt öl frá Agli Skallagrímssyni og Sana á Akureyri hefur
fengist í vínstúkunni á Keflavíkurflugvelli, en ölið frá Sana kemur ekki í
sjálfa Fríhöfnina fyrr en í dag. Moriíunblaðið/ Hcimir Stítjsson.
Ferðalangar tóku
Pólar-bjórnum vel
FKKDALANGAK á leið til landsins gátu í gær í fyrsta sinn keypt sterkt
íslenskt öl í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. I'eir, sem tóku íslenska
ölið fram yfir það erlenda, fengu að taka tæpa 8 lítra með sér inn í landið,
hinir aðeins 5,4 lítra, í samræmi við nýjar reglur.
Að sögn Jóhannesar Tómasson-
ar, forstjóra Egils Skallagríms-
sonar hf., fór fyrsta sendingin,
um 200 kassar, í Fríhöfnina í
gærmorgun. Ölinu er sem fyrr
tappað á 33 cl flöskur og hægt er
að kaupa þær 12 saman í pakka
eða þá 24 í kassa. Sterkt öl frá
Sana á Akureyri kemur í Frí-
höfnina í dag.
Sterkt íslenskt öl hefur til
þessa aðeins verið til sölu í vín-
stúkunni á Keflavíkurflugvelli, og
hefur sala þess gengið vel. Sagð-
ist Guðmundur Karl Jónsson, for-
stjóri fríhafnarinnar, ætla, að um
helmingur þess sterka öls, sem
selst hefði þar, væri íslenskur.
Að sögn Sæmundar Guð-
mundssonar, eins starfsmanna
Fríhafnarinnar, var í gær ógjörn-
ingur að segja til um hvort ís-
lenska ölið hefði haft betur í sam-
keppninni við það erlenda. Pol-
ar-bjórinn, en svo nefnist sterka
ölið frá Agli Skallagrímssyni,
hefði þó hreyfst vel. Farþegar,
sem komu til landsins í gærdag,
voru aðeins um 60 talsins, en í
gærkvöld var von á 80 manns frá
Lundúnum.
......W&m___
Moríoinbladið/ RAX.
Greitt úr flœkjunni
Netaviðgerðarmenn á Granda vinna að því að greiða úr netum eins bátanna,
sem varð fyrir því að net hans skemmdust í óveðrinu um helgina. Eins og
komið hefur fram í fréttum skemmdust net fjölmargra báta, m.a. 60 báta frá
Grindavík, í óveðrinu og er Ijóst að fjárhagstjón bátaeigcnda af þessum
sökum er mikið.
Undirmenn á farskipum:
Fækkun í áhöfn færir
hásetum 5% hækkun
— umfram almennar launahækkanir
UNDIKMENN á farskipum og út-
gerðarmenn hafa náð samkomulagi
um fækkun háseta í áhöfnum nýrra
og fullkominna kaupskipa gegn 5%
sérstakri launahækkun til undir-
manna á kaupskipaflotanum. I*etta
er eitt aðalatriðið í nýgerðum kjara-
samningi Sjómannafélags Kcykja-
víkur og skipafélaganna, sem kynnt-
ur var á félagsfundi í Reykjavík í
„Auðveldasta málið er
að koma þessu fé í lóg“
— segir Guðfinnur Einarsson í Bolungarvík, sem vann 1,5 millj. í DAS
Bolungarvík. 4. apríl.
GIJÐFINNUR Kinarsson, forstjóri
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis-
ins Einar Guðfinnsson hf. hér í Bol-
ungarvík, vann hæsta vinning —
eina og hálfa milljón króna — í
happdraúti DAS í gær. „Ég er að
sjálfsögðu í Ijómandi skapi," sagði
GuAfinnur, þegar fréttaritari Mbl.
ra-ddi við hann og konu hans,
Maríu llaraldsdóttur, á skrifstofu
Guðfinns í dag.
„Við gerum okkur að sjálfsögðu
grein fyrir því, að auðveldasta
málið er að koma þessu fé í lóg,“
sagði'Guðfinnur þegar hann var
spurður hvað hann ætlaði að gera
við peningana. „Annars finnst
mér ég ekki hafa haft neinn tíma
til að gera mér grein fyrir því
hvað verður. Þetta er auðvitað
happ okkar hjónanna beggja.
Ætli manni sé ekki efst í huga að
geyma þetta fé til fullorðinsár-
anna. Við hjónin erum orðin tvö
eftir heima en tvö yngri börnin
okkar eru við langskólanám."
Guðfinnur sagðist halda sínu
striki þótt lánið hefði leikið svo
við hann. „Ég ætla ekki að gera
mér neinn dagamun af þessu til-
efni. Við hjónin höfum verið og
verðum áfram í okkar vinnu, ég
hér á skrifstofunni og María við
afgreiðslustörf í versluninni,"
sagði hann.
gær. Atkvæðagreiðsla um samning-
inn stcndur til 25. apríl nk. og verður
kosið daglega á skrifstofu félagsins,
að sögn Guðmundar Hallvarðssonar,
formanns félagsins.
„Samkomulagið um þessar sér-
stöku launahækkanir vegna breyt-
inga í áhöfn skipa, er háð því, að
samstaða náist um fækkun, þar
sem hægt verður að koma því við,“
sagði Guðmundur í samtali við
blaðamann Mbl. „Um það verður
að vera fullt samkomulag í nefnd,
sem skipuð er jafn mörgum full-
trúum beggja aðila. Þetta ákvæði
gildir um öll skip, sem eiga eftir
að bætast í íslenska kaupskipa-
flotann og þá verður tekið tillit til
tæknibúnaðar, verkefna skipsins,
farms þess og fleiri slíkra atriða.
Ef ekki næst fullt samkomulag, þá
gilda ákvæði í kjarasamningnum."
Guðmundur sagði að t.d. hefði
þegar náðst samkomulag um
fækkun háseta á Fjallfossi úr fjór-
um í þrjá, enda væri skipið nú í
slíkum verkefnum, að hægt væri
að komast af með þrjá háseta.
Launahækkun þessi kemur til
allra starfandi bátsmanna og há-
seta, jafnvel þótt ekki verði fækk-
að í áhöfnum skipa. 3% hækkun-
arinnar eru frá og með 1. febrúar
og síðan 2% 1. október nk. Þá náð-
ist samkomulag um hlífðarfatnað
og nokkrar tilfærslur á starfsald-
ursþrepum. Að öðru leyti tekur
samningurinn sömu áfangahækk-
unum og samdist um milli ASÍ og
VSÍ.
Bankamenn
samþykktu
samningana
BANKAMENN hafa samþykkt
nýgerðan kjarasamning með miklum
rneirihluta í allsherjaratkvæða-
greiðslu. Talningu atkvæða lauk í gær.
Á kjörskrá voru alls 2.970 félagar
í Sambandi islenskra bankamanna.
Atkvæði greiddu 2.625, eða 88,38%
félagsmanna. Samþykkir samningn-
um voru 1618 eða 61,64%, andvígir
voru 884 eða 33,68%, auðir seðlar og
ógildir voru 123 eða 4,68%. Fimm
atkvæðaseðlar skiluðu sér ekki utan
af landi, skv. upplýsingum Vilhelms
G. Kristinssonar, framkvæmda-
stjóra sambandsins.
Kjarasamningurinn var undir-
ritaður með venjulegum fyrirvara
13. mars sl.