Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984
Hampiðjan filfl ára
Rannsóknir, þróun veiðarfæra
og fræðsla er framtíðarsýnin
Nýbygging Hampiðjunnar á Bfldshöfða. Moris«iibUói4/ói.K.M.
Fyrir um 20 árum hékk
líf Hampiðjunnar á blá-
þræði. I»á var hún eina
uppistandandi veiðarfæraverk-
smiðjan á landinu og stóð
frammi fyrir þeirri staðreynd,
að gerviefnin höfðu leyst hamp-
inn af hólmi. Stjórnendum
fyrirtækisins tókst að yfir-
vinna þá erfiðleika þrátt fyrir
andstöðu stjórnvalda gegn leið-
réttingum á samkeppnisað-
stöðu þessa iðnaðar. Má því
segja að efni til veiðarfæra hafi
verið af öðrum toga spunnið síð-
an. Alla tíð hafa stjórnendur
Hampiðjunnar horft fram á
veginn og nú, á hálfrar aldar
afmæli hennar, sér Hampiðjan
útgerðum fjölmargra landa
fyrir efni í veiðarfæri auk ís-
lenzkum sjávarútvegi. Stöðugt
er horft fram á veginn og rann-
sóknir, þróun veiðarfæra og
fræðsla um meðferð þeirra er
einn stærsti þáttur starfsem-
innar auk framleiðslunnar
sjálfrar.
Sjávarútvegur, landbún-
aöur og byggingariðnaður
Framleiðsla Hampiðjunnar er
mjög fjölbreytt og segja má að
hún þjóni þremur atvinnugrein-
um, sjávarútveginum, landbúnað-
inum og byggingariðnaðinum auk
þess sem ýmiss konar tóg og bönd
eru notuð af almenningi. Megin-
hluti framleiðslunnar er kaðlar og
tóg af ýmsu tagi til veiðarfæra og
trollnet ýmiskonar, en auk þess er
framleiðsla þorskaneta á tilrauna-
stigi. Þá hefur fyrirtækið selt
stóran hluta af því heybindigarni,
sem notað er í landinu og nú síð-
ustu árin hafa plaströr verið inni í
myndinni. Framleiðslan hefur far-
ið vaxandi fram á síðustu ár, en
þau hafa verið erfið sjávarútveg-
inum og leitt af sér nokkurn sam-
drátt í framleiðslu veiðarfæra.
Aukin tækni hefur verið stór þátt-
ur í aukningunni og fyrir 10 árum
var framleiðslan 800 lestir,
starfsmenn 190. Á síðasta ári var
framleiðslan 2.300 lestir og
starfsmannafjöldi sá sami. Sölu-
verðmæti ársins var um 188 millj-
ónir króna, 49% í netum, 41% í
garni, línum og köðlum og 10% í
rörum. Framleiðsla plaströra
hófst árið 1977 og eru framleidd
niðurfallsrör, rafmagnsrör og
skolprör. Útflutningur á þessu ári
er áætlaður um 20% heildarfram-
leiðslunnar, aðallega trollnet, og
nemur það um 40% af trollneta-
framleiðslunni. Meðal annars sér
Hampiðjan um 55 togurum við
austurströnd Kanada fyrir veiðar-
færum og er útflutningurinn
mestur þangað. Önnur útflutn-
ingslönd eru til dæmis Bandarík-
in, Bretland, Danmörk, Færeyjar,
Nýja-Sjáland, Ástralía og Suður-
Afríka.
Frá Hampiðjunni gegn-
um Danmörk og Svíþjóð
til Dalvíkur
Hampiðjan framleiðir talsvert
af rækjutrollanetum og til þessa
hefur að mestu verið um útflutn-
ing að ræða, en með aukinni sókn í
úthafsrækjuna hér hefur fram-
leiðslan á innanlandsmarkaðinn
aukizt verulega. Áður fyrr var al-
gengt að íslenzkir útgerðarmenn
keyptu rækjutrollin frá Dan-
mörku, unnin úr efni frá Hampiðj-
unni. Útgerðarmaður frá Dalvík
taldi sig eitt sinn hafa fengið
sænskt rækjunet úr einhverju
bezta efni, sem hann hafði kynnzt.
Þegar allt kom til alls, var efnið
ekki sænskt heldur hafði leið þess
legið að heiman í gegnum Dan-
mörku og Svíþjóð til Dalvíkur. Nú
er mestur vaxtarbroddur í rækju-
veiðunum og hefur Hampiðjan nú
auk útflutningsins hafið fram-
leiðslu á efni til þeirra, sem hér
stunda þær veiðar. Hafa á vegum
hennar verið sett upp tvö rækju-
troll, sem gefa góða raun og er nú
verið að kanna veiðihæfni þeirra
með neðansjávarmyndatökum í
ísafjarðardjúpi. Ýmsar gerðir
rækjutrolla eru á boðstólum víða
um heim og enn hefur ekki komið
í ljós hvaða gerð íslenzkir út-
vegsmenn kjósa. Tilhneiging hefur
verið til þess að framleiða grennra
og meðfærilegra garn í rækju-
trollin, meðal annars í orkusparn-
aðarskyni og hefur Hampiðjan nú
komið með slíkt garn á markað-
inn.
Dragnótaveiðin á
upplcid aftur
Dragnótaveiði hefur verið mjög
til umfjöllunar að undanförnu í
kjölfar umræðna um aukin gæði
fisksins. Hafa veiðiheimildir til
dragnótaveiða verið rýmkaðar og
er þar nokkur aukning fyrir-
sjáanleg. Hingað til hafa Skotar
verið fremstir á sviði þessara
veiða, en þeir nota tóg í stað víra
við dráttinn. Hampiðjan hefur
selt þangað nokkuð af slíku tógi og
er nú að vinna að þróun og endur-
bótum á dragnótartóginu. f því
sambandi hefur sá dragnótarbát-
ur skozkur, sem náði mestu afla-
verðmæti á síðasta ári, um 30
milljónum króna, tekið að sér að
reyna tógið. Binnig hefur nokkuð
af þessu tógi verið selt til Eng-
lands og Noregs og er þar eins og
hér á landi mikill markaður, sem
gæti komið í stað samdráttar í
tógframleiðslu til þorskaneta.
Gluggatroll
Vandamál sjávarútvegs og út-
gerðar eru mismunandi eftir lönd-
um. Hér fæst of lítið af blcssuðum
þorskinum en við Nýfundnaland
er vandamálið af öðrum toga
spunnið. Við veiðar þar í ísnum er
vandamálið of stór hol, 40 til 50
lestir, sem gera það að verkum og
fiskurinn verður blóðsprengdur og
því lélegt hráefni. Meðal annarra
hefur Hampiðjan tekið þátt í því
að þróa eins konar öryggisventil á
troll þarlendra. Er þar um að
ræða svokallaðan glugga, 6X6
möskva að stærð, við efra poka-
byrðið, sem gerir það að verkum,
að þegar komnar eru um 15 lestir í
trollið, spýtist umframfiskurinn
út um gluggann og það, sem eftir
verður, blóðspringur ekki.
Þá er verið að reyna troll með
stærri möskva í togaranum Vest-
mannaey í því augnamiði að geta
samtímis verið með stærra troll
Núverandi stjórn Hampiðjunnar: Frá vinstri Magnús Gústafsson, fráfarandi forstjóri, Bragi Hannesson,
Hannes Pálsson, Árni Vilhjálmsson og Gunnar J. Friðriksson.
Gunnar Jóhannsson, sölumaður:
Þá var hnýtt út um allan bæinn
„Kg hyrjarti hér fyrir 45 árum, um
áramótin 1938 til 1939, sem verk-
stjóri og hef verið við fyrirUekirt sírt-
an. Ég vinn art vísu arteins hálfan
daginn nú enda orðinn sjötugur. l’art
hefur verirt gaman art fylgjast mert
upphyggingunní og ég held art engan
mann hafi órart fyrir því í upphafi, art
plastið ætti eftir art leysa hampinn af
hólmi," sagrti Gunnar Jóhannsson,
sölumartur í llampirtjunni, er Mbl.
ræddi virt hann.
„Þegar ég byrjaði hér var fram-
leiðslan bara trollgarn úr hampi og
handhnýtt troll. Starfsmenn voru
þá um 20 í húsi, sem mest líktist
hlöðu. 1941 eða 1942 kom fyrsta
kaðlavélin og ekki var hún burð-
ugri en það, að hún réð ekki við
nema 12 millimetra þykkt. Á
stríðsárunum var enginn innflutn-
ingur á veiðarfærum, svo mikið
var að gera hjá okkur við fram-
leiðsluna. Á þeim tíma voru trollin
hnýtt út um allan bæ og jafnvel á
Eyrarbakka og Stokkseyri líka.
Eitt árið voru um 50 manns hér og
250 komust á skrá hjá okkur vegna
handhnýtingar í heimahúsum, í
Reykjavík, á Seltjarnarnesi og í
Hafnarfirði. Þá var sett upp stofa
á Eyrarbakka, sem rekin var í 20
ár, en þar unnu 15 til 20 stúlkur og
um tima var mikið um heimahnýt-
ingar þar líka. Þá var beðið eftir
hverjum möskva, en meðal annars
spann Hampiðjan allt band, sem
Veiðarfæraverzlun íslands notaði í
línu á þessum tíma.
Mesta breytingin á starfstíma
mínum var tvímælalaust þegar
farið var úr hampinum yfir í plast-
ið. Mig hafði ekki órað fyrir því, og
líklega varla nokkurn mann, að
netin yrðu framleidd úr plasti. Það
hefur verið mjög gaman að fylgj-
ast með allri uppbyggingunni, en
hún var ákaflega erfið fyrst í stað
og þá hefur tækninni fleygt ótrú-
lega fram. Þetta eru ólíkir tímar.
Hampballarnir gömlu voru upp í
250 kíló hver og þá var ekki til
neitt f líkingu við lyftara nema
mannshöndin. Nú kemur hráefnið í
25 kílóa plastpokum og fært á milli
með fullkomnustu lvfturum og
tækjum.
En það var fleira, sem menn
hafa iíklega ekki búizt við í gamla
daga. Við framleiðum mikið af því
heybindigarni, sem notað er á
landinu og er það meðal annars
mitt starf að selja það. Því ferðast
ég nokkuð um landið til að kynna
þetta, en kaupfélögin sjá aðallega
um dreifinguna. Það er líklega
óhætt að segja að bylting hafi orð-
ið á þessum tíma. Hráefnið gjör-
ólíkt og vélarnar sjá nánast um
allt. Mannshöndin kemur varla
nærri framleiðslunni nema til að
mata og þjóna vélunum, sem sjá
um það sem meðal annars var gert
í aukavinnu á fjölda heimila á
striðsárunum," sagði Gunnar
Jóhannsson.
— H<;