Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRlL 1984
Konntu oð
goldra?
Þoð er óþorfi. Noshuo Ijósritunorvélin
sér um goldrono.
★ Skorpori Ijósrit en þig óror fyrir.
★ Lóg bilonotíðni og góð viðholds ■
þjónusto gongo göldrum naest.
Lottu
Noshuo
goldro fyrir þig!
Bjóöum öll morgunbrauð meö 50% af-
slætti fyrir þá sem verzla fyrir kl. 10.00.
Aö sjálfsögöu gildir tilboðiö einnig á
Skólavörðustíg 2.
Þar sem viö opnum ekki fyrr en kl. 9 þá
gildir tilboöið til kl. 11 á Skólavörðustíg.
Sjötugur í dag:
Séra Gunnar Gísla-
son, Glaumbæ
Sjötugur er í dag sr. Gunnar
Gíslason, fyrrverandi aiþingis-
maður og prófastur í Glaumbæ í
Skagafirði. Á þessum tímamótum
í lífi hans flyt ég honum heillaósk-
ir og þakkir fyrir vináttu okkar og
samstarf.
Sr. Gunnar er fæddur á Seyðis-
firði, sonur Gísla Jónssonar versl-
unarstjóra þar og konu hans,
Margrétar Árnórsdóttur. Hann
var að verulegu leyti alinn upp hjá
afa sínum, sr. Arnóri Árnasyni í
Hvammi í Laxárdal, sem hann
minnist iðulega með virðingu og
hlýju. Greinilegt er, að æskustöðv-
arnar í Laxárdal hafa alla stund
verið honum hugstæðar, og raunar
Skefilstaðahreppurinn, Skaginn.
Þar þekkir hann hvert leiti og
hverja dæld, hverja vík og hamra-
stall. Sögulegur fróðleikur og
sagnir leika honum á tungu á ferð
um þessar sveitir betur en á
nokkrum öðrum stöðum, enda eru
frásagnir hans þaðan blandnar
ilmi frá æskudögum.
Gunnar útskrifaðist úr guð-
fræðideild Háskóla íslands vorið
1943, og 10. júní sama ár var hon-
um veitt Glaumbæjarprestakall í
Skagafirði. Þar þjónaði hann sem
sóknarprestur í 40 ár við traust og
vinsældir sinna sóknarbarna,
enda er hann ræðumaður ágætur
og vinnur prestsverk sín af hóg-
værð og virðuleik. Síðustu sex árin
var hann einnig prófastur í Skaga-
fjarðarprófastsdæmi oggegndi oft
og gegnir enn prestsstörfum í hér-
aðinu í forföllum annarra.
Samhliða störfum sínum sem
prestur var Gunnar bóndi í
Glaumbæ og rak búskap sinn með
meiri myndarbrag en títt er um
presta á síðari árum. Hann er
samgróinn lífi sveitanna, unnandi
íslenskrar náttúru, gróðurs og
búsmala. Með því hugarfari hygg
ég að hann hafi löngum gengið að
bústörfum sínum, árrisull og
verkadrjúgur.
Á háskólaárum sínum var
Gunnar formaður Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, og
einnig ritstjóri félagsblaðsins, auk
þess sem hann átti um skeið sæti í
stúdentaráði. Honum var því
snemma sýnt traust til forystu-
starfa í félagsmálum á stjórn-
málavettvangi. Gunnar var í
framboði á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Skagafjarðarsýslu við
alþingiskosningarnar 1953 og síð-
an, og sat um hríð á Alþingi sem
varaþingmaður 1955. Hann var
kjörinn þingmaður Skagfirðinga í
vorkosningunum 1959 og 2. þing-
maður Norðurlandskjördæmis
vestra um haustið 1959 og sat á
Alþingi til 1974. Þá gaf hann ekki
lengur kost á sér til framboðs
vegna heilsubrests, og hafði raun-
ar ekki gengið heill til skógar um
hríð. Það varð mikið gleðiefni, að
fljótlega náði hann fuliri heilsu að
nýju.
Auk þess sem að framan er
skráð hefur Gunnar gegnt og
gegnir fjölda trúnaðarstarfa bæði
í héraði og utan þess. Hafa þau
störf verið í senn á sviði almennr-
ar félagsstarfsemi og landbúnað-
ar, svo sem búnaðarfélags, skóg-
ræktarmála og hestamanna, en
einnig í kirkjulegum málefnum og
á stjórnmálavettvangi. Trúnað-
arstörf á þessum sviðum, sem
Gunnar hefur í ýmsum tilvikum
gegnt í áratugi, verða lítt rakin
hér, og er hann þó heiðursfélagi í
sumum þessara félaga í heimahér-
aði. Enn gegnir hann störfum í
hreppsnefnd Seyluhrepps, sem
hann hefur átt sæti í frá 1946, í
jarðarnefnd Skagafjarðarsýslu
frá stofnun 1976 og í bankaráði
Búnaðarbanka íslands frá 1969.
Af því sem lauslega er greint frá
hér að framan sést hve áhugamál
Gunnaras hafa verið fjölþætt og
hve víða honum hefur verið sýnt
traust til forystustarfa. Hann
reyndist og traustsins verður.
Störf sín sem alþingismaður,
sóknarprestur og bóndi tókst hon-
um að flétta saman svo að ekki
hnökraði. Dugar þó hvert þessara
starfa um sig venjulegum einum
manni. Það kom sér vel, að Gunn-
ar er starfsmaður, víst er, að dag-
arnir hafa stundum verið erilsam-
ir.
Kynni okkar Gunnars hófust
eftir að hann var kjörinn þing-
maður 1959, og undirbúningur
hófst að samstarfi sjálfstæð-
ismanna í hinu nýja kjördæmi á
Norðurlandi vestra, samstarfi sem
óhætt er að fullyrða, að hann hafi
átt drjúgan þátt í að móta. Kynni
okkar fóru fljótt vaxandi og þó
einkum eftir að við urðum sam-
þingmenn 1967. Þá hófst samstarf,
sem hefur orðið mér mjög ánægju-
legt. Við ræddum náið um hags-
munamál kjördæmisins og stillt-
um saman vinnubrögð okkar við
að koma þeim áfram. Sama var að
segja um fjölmörg önnur málefni.
Yfirleitt vorum við sammála og
höfum oftast verið síðan, og þó að
út af hafi brugðið, sem eðlilegt má
telja, hefur það ekki raskað vin-
áttu okkar, hvor um sig hefur
haldið sínum hiut.
Gunnar er ekki mikili málrófs-
maður í ræðustól, ástæðulaus
mælgi er honum fjarlæg. Á hinn
bóginn er hann skorinorður ræðu-
maður þegar honum þykir við
þurfa og túlkar skoðanir sínar yf-
irleitt opinskátt og hispurslaust.
Á hann er því hlustað þegar hann
tekur til máls, meira en ýmsa
aðra, sem tala meira en hafa
minna að segja. Gildir þetta einu
hvort var á Alþingi eða utan þess.
Hann var virtur þingmaður og
vinsæll bæði utan þings og innan.
Gunnar er góður heim að sækja
og glaður og reifur jafnan á
mannfundum. Frá honum stafar
hlýja og góðvild sem ég tel sterk-
ustu persónueinkenni hans. Hann
var skemmtilegur ferðafélagi á
ferðum okkar um kjördæmið,
fróður og minnugur á menn á mál-
efni. Er það ómetanlegur kostur
fyrir þá sem standa í stjórnmála-
vafstri.
Gunnar er gæfumaður í einka-
lífi. Hann er kvæntur ágætri
konu, Ragnheiði Ólafsdóttur, fyrr-
um stórkaupmanns í Reykjavík
Gíslasonar. Ragnheiður er prúð
kona með ákveðnar og heilbrigðar
skoðanir. Hún þurfti oft að taka
að sér að vera bæði bóndinn og
húsfreyjan meðan fjarvistir
Gunnars voru tíðastar. Ég hygg að
hún hafi leyst það hlutverk sem
önnur af rósemi og festu. Þau
hjónin hafa átt barnaláni að
fagna, þau eignuðust sex börn,
sem öll eru hið mesta myndarfólk,
en þau eru: Stefán Ragnar, flug-
vélstjóri í Luxemborg, kvæntur
Grétu Bjarnadóttur; Gunnar,
lögfræðingur í Reykjavík, kvænt-
ur Þórdísi Jóelsdóttur; ólafur,
bankaútibússtjóri í Reykjavík,
kvæntur Ásdísi Rafnsdóttur; Arn-
ór, bóndi í Glaumbæ, kvæntur
Ragnheiði Sövik; Margrét, hús-
moðir í Grindavík, gift Eiríki
Tómassyni og Gisli; sóknarprestur
í Glaumbæ, kvæntur Þuríði Þor-
bergsdóttur.
Nú hafa þau Gunnar og Ragn-
heiður þokað um set frá Glaumbæ,
þar sem tveir synir þeirra hafa
tekið bæði við búi og kalli ásamt
konum sínum. Má það vera þeim
gleðiefni. Þess í stað hafa þau
byggt sér myndarlegt hús í
Varmahlíð, þar sem er vítt til
veggja og krossgötur liggja í hinu
fagra héraði. Þar hefur Gunnar í
Glaumbæ sest að, mitt í önn hins
daglega lífs sinna sveitunga. Þar
er hann enn þátttakandi, lifandi
af áhuga og án allra ellimarka, en
getur sest á friðarstól þegar hon-
um hentar og litið sæll yfir farinn
veg.
Eg endurtek þakkir mínar til
Gunnars fyrir vináttu og sam-