Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1984 Sólveig Róshildur Olafsdóttir - Minning Fædd 13. júlí 1900. Dáin 26. mars 1984. Hún amma Rósa er dáin, það er sár og undarleg tilfinning. Ekki vegna þess að hún hafi ekki náð háum aldri, heldur vegna að hún var svo lifandi og fylgdist vel með öllu í kringum sig. Amma tók virkan þátt í gleði okkar og sorg- um. Amma var fædd í Reykjavík 13. júlí 1900. Dóttir hjónanna ólafs Ólafssonar, skósmiðs, fæddur 17. marz 1865 á Kirkjubæjarklaustri og konu hans, Þórönnu Jónsdóttur fædd 14. apríl 1875 í Mörk á Síðu. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1894 og bjuggu þar alla ævi. Ólaf- ur lést 29. júní 1933 og Þóranna iést 16. apríl 1940. Ólafur vann við skósmíðar til æviloka, en Þóranna hugsaði um barnahópinn. Börn þeirra voru, auk ömmu, Sigurjón fæddur 31. desember 1898, látinn, Þórunn Ólafía, lést 6 ára gömul, Friðrik, fæddur 23. október 1902, iátinn, Ragnar S., fæddur 16. marz 1908, og Kristinn, fæddur 15. marz 1915. Tveir bræður lifa ömmu, þeir Ragnar S., húsgagnabólstrari í Reykjavík, og Kristinn O.Þ., hús- gagnasmiður í Reykjavík. Amma hóf ung hjúskap og gift- ist afa mínum, Sigurjóni frá Vík á Akranesi. Afi var ekkjumaður og átti einn son með fyrri konu sinni Vilhelmínu, hann heitir Vilhjálm- ur S.V. Sigurjónsson, er ökukenn- ari og býr í Kópavogi. Amma og afi eignuðust 10 börn og eru þau talin hér í aldursröð: Vilhelmína Sigríður, ólst hún upp hjá móðurforeldrum sínum, ólaf- ur Jón, faðir undirritaðrar, Þór- «Ht ólafía, Sigurður, sem dó 12 ára gamall, Soffía, Hörður, Gunnsteinn, Kristinn, Sigurður Sævar og Erla. Öll eru börn ömmu og afa búsett í Reykjavík nema Kristinn, sem býr á Seyðisfirði. Eins og fyrr segir misstu amma og afi Sigurð son sinn 12 ára gaml- an og var hann þeim mikill harm- dauði, en þau höfðu mikið að lifa fyrir, níu börn voru eftir. Amma og afi bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, og má segja, að gatan þeirra hafi verið Hverf- isgatan. Þar bjuggu þau lengst af, þó ekki í sama húsi, heldur í ýms- um húsum við þá götu. Þar ólst upp og dafnaði barnahópurinn þeirra. Þannig liðu árin hjá ömmu og afa. Það má nærri geta, að oft hafi verið þröngt í búi hjá svo mann- margri fjölskyldu, en afi sá vel fyrir sínu og ekki stóð á ömmu að hlúa að sinni fjölskyldu eins og hennar var von og vísa. Oft var lagður dagur við nótt á því heimili til að allt væri eins og best var á kosið. Reiðarslagið kom allt of fljótt, afi hafði verið kyndari í Gasstöð- inni, og síðustu æviárin sín gekk hann með sjúkdóm sem reið hon- um að fullu langt fyrir aldur fram. Hann lést aðeins 54 ára gamall árið 1947. Þá reyndi á persónu- leika ömmu, hún var hógvær og rólynd kona, sem bar ekki sorgir sínar á torg þó hún mætti ekkert aumt sjá. Amma var sterk, hún ætlaðist ekki til neins af öðrum en var þess kröfuharðari við sjálfa sig. Amma var óvenjunæm á mann- legar tilfinningar og ekki þýddi að leyna hana neinu sem betur hefði mátt fara, eða átt hefði að firra hana áhyggjum. Hún hafði svo næmar tilfinningar að manni fannst hún lesa úr svip manns ef eitthvað bjátaði á. Við systkinin vorum svo lánsöm að búa við göt- una hennar ömmu um langa hríð. Stutt var á milli og þar af leiddi, að oft var skokkað til ömmu, því þar var gott að koma, ekki síst á sunnudagsmorgnum, því amma beið ekki til hádegis eftir að elda uppáhaldsréttinn sinn, kjötsúpu, og ósköp var gott að fá heita kjöt- súpu svona í morgunsárið. Kynslóðabil var hugtak, sem engum datt í hug í návist ömmu til hennar síðasta dags. Við hana var hægt að ræða um alla hluti sem lágu manni á hjarta. Eftir að amma flutti af Hverf- isgötunni bjó hún um árabil í húsi dóttur sinnar Þórunnar og manns hennar í Skipasundi 14. En síðustu æviár sín bjó hún hjá Erlu yngstu dóttur sinni og Sigurði manni hennar og börnum þeirra í Snæ- landi 8. Þar leið ömmu vel og allt var gert til að henni liði sem best enda vildi hún hvergi annars stað- ar vera. Amma var hraust alla tíð þang- að til síðustu árin, og gekkst hún undir erfiðan uppskurð nú fyrir skömmu en náði ekki líkamlegri heilsu eftir það. Ég veit ég mæli fyrir munn okkar allra sem að ömmu stóðum þegar ég þakka Erlu og Sigurði og börnum þeirra fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem þau sýndu ömmu í hvívetna og báru hana á örmum sér til síðasta dags. Megi Guð hjálpa þeim að yfirstíga það tómarúm sem ríkir í hjörtum þeirra og á þeirra heimili, þess sama óska ég börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum og öllum sem hana syrgja. Ég vil svo þakka ömmu allt sem hún var mér og mínum börnum. Megi hún hvíla í friði. Vil ég svo enda þessi minningarorð um ömmu mína með erindum úr ljóð- inu Móðurást eftir K.H., sem mér er svo kært. Þín kærleiksverkin blessuð aldrei blekkja, að baki þeirra mikla hjartað slær. Og mest af því mér veittist þig að þekkja, mér þykir nokkuð vandgert oftastnær. Og hjarta Guðs ég ræð af minni móður, hvað miskunn þess og náð sé hrein og rík. Því hvernig fer þá Guð að vera góður, ef gæzka hans er ekki þinni lík. (K.H.) Guðmunda Olafsdóttir. í dag kveðjum við hana ömmu Rósu. Hún ólst upp að Bergstaða- stræti 17 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þóranna Jónsdóttir og ólafur Ólafsson skósmiður. Hún giftist Sigurjóni Jónssyni og eignuðust þau 10 börn, en misstu eitt á barnsaldri. Sigurjón var fæddur 5. apríl 1894 og dó 29. janúar 1947 og hefði því orðið ní- ræður í dag væri hann á lífi. Það er ekki auðvelt að ætla sér að skrifa stutta grein um ömmu Rósu. Minningarnar eru Svo marg- ar sem rifjast upp. Þó sérstaklega minnumst við hennar rólegu og léttu lundar, sem við kynntumst svo vel þau ár, er hún bjó á bernskuheimili okkar. Okkur var það mikill styrkur að eiga hana að og alltaf var hún reiðubúin að taka þátt í gleði okkar og sorgum. Gott var að koma til ömmu hvar sem hún bjó, enda enginn bæjar- ferð farin án þess að fá kaffisopa hjá henni er hún bjó á Hverfisgöt- unni. Þar var því oft margt um manninn. Fróð var hún um margt og fylgdist ætíð vel með því sem var að gerast og þó sérstaklega fylgd- ist hún vel með öllum aócomend- um sínum, en þeir eru nú farnir að skipta hundruðum. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við nú ömmu okkar og biðjum góðan guð að blessa hana. „Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni.“ (H.P.) Barnaborn úr Skipasundi 14. Stefán Stefáns- son — Kveðjuorð Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík ska) hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr innri harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Kveðja frá Eiðsbörnum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan fylgjum þér, vinur. Far vel á braut Guð oss það gefi glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem) Kveðja frá börnum Stefán Stefánsson frá Móskóg- um er látinn. Hann dó í sjúkrahúsi í Reykjavík 24. janúar sl., 78 ára gamall. Með honum er genginn einn af snjöllustu hagyrðingum þessa kjördæmis. Stefán var fæddur og uppalinn að Móskógum í Fljótum. Hann var yngstur af 7 börnum hjónanna þar. Faðir hans var Stefán Jóhannsson, bóndi, oddviti og formaður á báti, en Fljótamenn sóttu margir sjó með búskapnum á þessum árum. Jó- hann, föðurafi Stefáns, var bóndi á Illugastöðum í Flókadal og víðar í Fljótum. Margrét, móðir Stefáns, var Kjartansdóttir bónda í Hrauni í Sléttuhlíð. Á þessu sést að Stefán var Skagfirðingur að uppruna, enda kenndi hann sig alltaf við Móskóga og unni Fljótunum og allri sýslunni af heilum huga. Hann átti líka marga vini í Skaga- firði og víðar sem dáðust að hæfi- leikum hans og afburða hag- mælsku. Ekki var hann samt lang- skólagenginn, en víðlesinn, stál- minnugur, sjófróður og skemmti- legur. Eftir eru á lífi tvö af systkinum hans, þau Jóhann, fyrrverandi togaraskipstjóri, búsettur í Reykjavík, og Sigríður, sem síðar verður getið. þegar Stefán var 15 ára flutti hann til Siglufjarðar til systur sinnar, Sigríðar, og hennar manns, Friðbjarnar Níelssonar, sem þar var kaupmaður. Fór Stef- án að vinna hjá þeim við verslun- ar- og skrifstofustörf þar til hann gerðist forstjóri Sjúkrasamlags Siglufjarðar, en það starf hafði hann árum saman. Þau hjónin, Sigríður og Frið- björn, áttu fósturdóttur sem hét Kristrún Jóhannsdóttir. Hún var alltaf kölluð Dúdú. Við nána kynn- ingu þeirra Stefáns felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband árið 1934. Þau stofnuðu heimili á Siglufirði og þar bjuggu þau sam- an í ást og unaði. Heimili þeirra var einkar vinalegt og oft var gestkvæmt hjá þeim því bæði voru hjónin sérstaklega gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, soninn Skjöld sem er banka- útibússtjóri í Búðardal. Hann er kvæntur og á fjögur börn. Dóttirin Brynja er gift Kjartani Einars- syni, skattendurskoðanda á Siglu- firði, og eiga þau þrjár dætur. Stefán missti konu sína 30. ág- úst 1982. Eftir það bjó hann einn í íbúð sinni þar til hann var fluttur á sjúkrahús nokkru fyrir síðustu jól. Guðmundur Jóhann- esson — Kveðjuorð Mig langar að minnast í nokkr- um orðum Guðmundar Jóhannes- sonar, húsvarðar, sem lézt í sjúkrahúsi þ. 24. marz sl. Kynni okkar hófust árið 1952, er ég giftist Guttormi mági hans. Strax við fyrstu sýn varð mér ljóst, að maðurinn var bæði glæsi- legur og drengilegur, og þeim ein- kennum sínum hélt hann til hins síðasta, þótt erfið veikindi brygðu skugga yfir líf hans allan vetur- inn, sem nú er senn liðinn. Guðmundur var Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Skjögrastöðum í Vallahreppi þann 8. apríl. Foreldrar hans voru hjón- in Jónína Jónsdóttir og Jóhannes Jónasson. Guðmundur missti föður sinn ungur að árum, gekk að sveita- störfum í uppvexti og bjó við kröpp kjör eins og fleiri af hans kynslóð. Hann kvæntist árið 1944 Sigríði Þormar frá Geitagerði, og var haft á orði, hversu glæsileg þau væru að öllu atgervi. Fyrsta hjóna- bandsárið voru þau í Geitagerði, og þar fæddist Vigfús, elzti sonur- inn. Því næst lá leiðin til Víkur í Mýrdal, þar sem þau voru búsett allt til þess er þau fluttust til Reykjavíkur. í Vík starfaði Guðmundur sem tímavörður við Lóranstöðina á Reynisfjalli öll sín beztu ár, en sem húsvörður hjá Samvinnu- tryggingum undanfarin ár. Guðmundur var mjög greindur maður og fróðleiksfús, en átti ekki kost á langri skólagöngu. Gaman var að heyra hann vitna í Islend- ingasögurnar, en mér er næst að halda, að hann hafi kunnað þær utanbókar. Hann las mikið alla ævi, bætti stöðugt við þekkingu sína og miðlaði öðrum af gjöfuíu hjarta. Sérstaklega var honum ljúft að ræða við börn og öll börn hændust að honum. Ekki sízt voru barnabörnin yndi hans, og hann þeirra. Skapstór maður var Guðmund- ur og talaði ekki tæpitungu. Hreinskiptinn og heill var hann alltaf, og örlæti átti hann nóg. Þau hjónin voru reyndar mjög sam- Ég kynntist Stefáni ekki mikið fyrr en á seinustu árum æfi hans, en okkar kynni urðu náin og vinskapur okkar jókst ár frá ári og sl. sumar þegar ég hélt upp á af- mæli mitt kom hann og flutti mér fallegt kvæði. Stefán var mikill hestamaður og náttúruunnandi. Hann átti góða hesta og reið oft yfir Siglufjarð- arskarð eins og leið lá í Fljótin. Hann var þá stundum ofurlítið hýr af víni og í þessum ferðum urðu stundum til fallegar vísur sem sumir kunna og halda von- andi áfram að lifa á vörum fólks meðan islensk tunga er töluð. Ég vil að lokum votta börnum hans og öllum nánum ættingjum innilega samúð mína. Pétur K. Guðmundsson, Hraunum. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hent í því efni, og það var þein ævinlega mikil gleði að hjálpa öðr um. Guðmundur hafði fagra rithönt og átti létt með að semja bréf eð£ blaðagrein. Fimm urðu börnin; Vigfús, serr áður er nefndur, oddviti í Vík Stefán, bankastjóri í Vík, Jónína lézt á unga aldri, Rafn og Skúli báðir bílstjórar í Reykjavík. Ég vil að lokum þakka Guð- mundi alla elskusemi í minn garð og bið góðan guð að styrkja Sigríði mágkonu mína, synina og sona- börnin í sorg þeirra. Þ.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.